Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 5

Dagur - 20.02.1999, Blaðsíða 5
X^HI- LAVGARDAGUR 20. FEBRÚAR 1999 - S FRÉTTIR Engin plön um ný- skapun viö Mývatn Sveitarstjórn Skútustaðahrepps leggur allt kapp á að starfsemi Kísiliðjunnar haldi áfram. Engin áætlun er til um þróun atvinnu- mála viö Mývatn, ef Kí silgúrverksmiö j an hættir starfsemi. Við blasir að þrátt íyrir sérstaka samþykkt Alþingis í desember 1993, um þróunarforsendur og möguleika á nýsköpun í atvinnu- lífi á svæðinu, hefur fátt eitt komist á blað og helst rætt um náttúruskóla og e.k. Blátt Ión fyr- ir fólk að baða sig í. Heimamenn ýta ekki undir slíkar hugmyndir af ótta við að það auki Iíkurnar á því að kísilgúrvinnslunni verði slitið. Sveitarstjórn Skútustaða- hrepps leggur allt kapp á að starf- semin haldi áfram, enda blasir \áð fólksflótti og tekjuhrun ef vinnslan stöðvast hjá kísilgúr- verksmiðjunni. Byggðastofnun hefur reiknað út að hætti verksmiðjan muni 75 ársverk hverfa úr atvinnulífi hreppsins „og um 210 íbúar þyrftu að finna sér annað lífsvið- urværi að öðru óbreyttu. Eftir stæði 260 manna samfélag sem að stórum hluta væri í dreifbýli, með um 130 ársverk og um 10% lægri meðallaun en nú er“. Þetta kemur fram í svörum Byggðastofnunar við spurningum forsætisráðuneytisins um afdrif þingsályktunartillögu sem sam- þykkt var í desember 1993. Sú tillaga var flutt af umhverfis- nefnd þingsins, en var í raun breytt útgáfa af tillögu frá Hjör- leifi Guttormssyni. Alþingi fól þar ríkisstjórninni „að láta Byggðastofnun í samvinnu við aðra aðila gera úttekt á þróunar- forsendum og möguleikum á ný- sköpun í atvinnulífi í Mývatns- sveit er falli að markmiðum um náttúruvernd á svæðinu". Skemmst er frá því að segja að þessari þingsályktunartillögu var framfylgt í litlu sem engu. Byggðaáætlun í bið I svörum Byggðastofnunar frá síðasta ári um afdrif tillögunnar kemur í raun fram að stofnunin hafi álitið sig vera að gera það sem í tillögunni fólst. Árið 1991 hófst átaksverkefni og var sér- stakur starfsmaður ráðinn í verk- efnið, sem vann að því til 1994, en þá hafi málinu verið vísað til atvinnumálanefndar hreppsins. Það eina sem kom út úr þessu sem var áfram til skoðunar var hugmynd um að koma upp nátt- úruskóla á svæðinu og stofnað var Baðfélag Mývetninga um nýt- ingu á heitu vatni til að gera bað- aðstöðu í sveitinni að hætti Bláa Iónsins. Hugmyndin um náttúru- skólann hefur dottið niður, en frumstæð baðaðstaða hefur risið. 1997 var hins vegar gerð úttekt á þeim áhrifum sem það hefði að leggja kíslgúrvinnsluna niður og var niðurstaðan sem fyrr segir mikill atgervisflótti og lækkun meðallauna. Þá er að nefna að um langt skeið hefur verið unnið að byggðaáætlun fyrir Þingeyja- sýslur, en sú áætlun hefur dregist úr hömlu eftir að útibú Byggða- stofnunar á Akureyri var lagt nið- ur og starfsmaður sem sinnti áætluninni hætti störfum. — FÞG Sigurjón Magnússon. Setaíbæjar- stjóm tíma- eyðsla Siguijón Magnússon, 3. maður á Olafsfjarðarlista, lista Félags vinstri manna og óháðra og ann- ars félagshyggjufólks í bæjar- stjórn Ólafsfjarðar, hefur sagt sig úr bæjarstjórn. Við hans sæti tekur Gunnar R. Kristinsson. Sigurjón segir tíma sínum betur varið annars staðar en í bæj- arpólitíkinni. Ekki hafi verið hlustað á endurteknar aðvarand- ir endurskoðanda bæjarins vegna íjármálastjórnarinnar og því síð- ur eftir þeim farið og hagsmunir bæjarsjóðs því greinilega númer tvö í forgangsröðinni. „Það vantar rúmar 30 milljón- ir króna til þess að endar nái saman en samt er verið að greiða niður skuldir. Eg er mjög upp- tekinn við að hanna og smíða slökkvibíla og því finnst mér þeim tíma sem fer í bæjarstjórn- arstörf hafa verið eytt til ónýtis," segir Sigurjón Magnússon. - GG A veiðiun í 10 vmdstigiiiii Línubátar á Vestfjörð- um hafa mokveitt undanfarið og til dæmis hefur 6 tonna hátur verið að fá 9 tonn af þorski í róðri. Frystitogarinn Guðbjörgin IS-46 er í sinni sfðustu veiðiferð fyrir Samheija áður en skipið verður selt til DFFU í Þýskalandi. Skip- ið var á veiðum í gær í 9-10 vind- stigum í Djúpál, vestnorðvestur af Straumnesi, en flest önnur skip sem voru á veiðum á Vest- Ijarðamiðum leituðu vars á „hót- elinu", J).e. undir Grænuhlíð og inni á Isafjarðardjúpi. Síðdegis f gær voru þau að leita aftur út en þá var veðurofsinn að ganga nið- ur á Vestfjörðum þegar áttin var orðin meira norðvestanstæðari en hann var að norðaustan þegar mest gekk á. Guðbjartur Asgeirsson skip- Frystitogarinn Guðbjörgin er í sinni síðustu veiði- ferð fyrir Samherja áður en skipið verður selt til Þýskalands. stjóri segir nægan fisk á Vestfjarða- miðum og smábát- arnir hafi verið að gera það mjög gott á línu, sérstaklega bátar frá Bolungar- vík og Suðureyri. Einnig hafa bátar við Breiðafjörð ver- ið að gera það gott, þótt veiði þeirra hafi verið gloppótt- ari. Til dæmis hefur 6 tonna bátur verið að fá 9 tonn eftir daginn og 30 tonna bátur frá Patreks- firði, Þorsteinn BA- 1, hefur fengið 18 tonn eftir dag- inn. Það þarf því engan að undra að forráðamenn á Vestíjörðum hvetji til þess að Ijölmennt verði í róður í maíbyrjun og síðan verði sameinast um að verka aflann. Þessi „hópveiðiferð" er farin í skjóli eftirfarandi greinar um stjórn fiskveiða: „Heimilt er án sérstaks leyfis að stunda fiskveið- ar í tómstundum til eigin neyslu. Slíkar veiðar er einungis heimilt að stunda með handfærum án sjálfvirknibúnaðar. Afla, sem veiddur er samkvæmt heimild í þessari málsgrein, er óheimilt að selja eða fénýta á annan hátt.“ - GG Skerðmgarfrumvarpi frestað Útlit er fyrir að umdeilt frumvarp um lífeyrissjóð sjómanna verði ekki afgreitt á yfirstandandi þingi. Samkvæmt frumvarpinu á að skerða lífeyrisrétt sjómanna verulega en það hefur mætt gríð- arlegri andstöðu hjá sjómönnum og mótmælum hefur rignt yfir þingmenn. Stjórnarsinni í efnahags- og viðskiptanefnd sagði við Dag að meirihlutinn væri lítt hrifinn af því að Iáta líta á sig sem sérstaka óvini sjómanna með því afgreiða þetta skerðingarfrumvarp fyrir kosningar. Hins vegar væri Iífeyr- issjóðurinn hrikalega illa staddur og þann vanda yrði að leysa með einhverjum hætti þótt síðar verði. Svavar Gestsson, þingflokki Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan vilji að leitað verði sátta milli útvegsmanna og sjómanna í málinu til undir for- ystu fjármálaráðuneytisins. „Eg reikna með því að við í stjórnar- andstöðunni munum Ieggja það til að málinu verði vísað til ríkis- stjórnarinnar með það fyrir aug- um að hún hafi forgöngu um fyrrnefnda sáttarvinnu. Þetta þýðir auðvitað það að frumvarpið verður ekki að lögum á þessu þingi.“ - S.DÓR Islenskar sjávarafurðir hafa sent frá Verðbréfaþingi viðvörun vegna af- komu ársins 1998. Þar segir að afkoma samstæðunnar á seinni hluta ársins hafi verið miklum mun verri en á fyrri hluta ársins. Enn sem fyrr má fyrst og fremst rekja það til erfiðleika í rekstri Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Margháttaðar aðgerðir sem gripið var til af stjórn félagsins náðu ekki að skila sér sem neinu nam í bættri af- komu á liðnu ári, að því er segir í tilkynningu frá IS. Þar segir einnig: „Rekstraráætlun þessa árs gerir ráð fyrir hagnaði af rekstri samstæð- unnar og stjórnin mun á aðalfundi óska eftir heimild til hlutafjáraukn- ingar til að styrkja eiginfjárstöðu og efnahag." Ljjósastaur rutt niður Snjóruðningstæki braut niður ljósastaur við Naustabraut á Akureyri í gærmorg- un. Ljósastaurarnir við götuna eru tengdir með loftlínum við rafmagn og lágu línurnar á jörðinni með fullum straumi fyrst eftir óhappið að sögn sjón- arvotta. Sagðist maður sem kom þarna að hafa orðið logandi hræddur þegar vírinn dansaði á jörðinni. Ólafur Héð- insson hjá Rafveitu Akureyrar segir að straumurinn á vírunum sé 220 volt og vissulega geti skapast hætta í svona til- felli ef fólk grípi í vírana. Hins vegar slái öryggin út um leið og skamm- hlaup verði. Engin slys urðu á mönnum og segir Ólafur að Rafveitan hafi komið á staðinn og aftengt línuna og tekið brotin strax og vit- neskja um óhappið barst þeim. Óvíst er hversu mikið tjónið er, en það hleypur á einhverjum tugum þúsunda. Forvamir fjármagnaðar með styrkjum Lögreglan og Félagsþjónustan í Reykjavík hafa hrundið af stað sam- starfsverkefni um forvarna- og hjálparstarf gegn fíkniefnum meðal nemenda 8.-10. bekkja grunnskólanna. Atakið er í anda Marita-verk- efnisins i Noregi. Athygli vekur að kostnaður við forvarnaátakið er ekki greiddur með Qárveitingu úr ríkissjóði, heldur þurfa aðstandendur átaksins að leita eftir styrkjum meðal ráðuneyta og félagasamtaka. Atakið felst í fræðslufundum meðal grunnskólanemanna, þar sem sýnd er norsk heimildarmynd með viðtölum við fi'kla og aðstandendur þeirra um hættur og afleiðingar fíkniefnaneyslu. Þykir boðskapur myndarinnar afar sterkur og í kjölfar myndarinnar ræðir íslenskur óvirkur fíkill við ungmennin um afleiðingar neyslu sinnar. Einnig flyt- ur lögreglumaður sérstakan boðskap. I kjölfarið er síðan efnt til for- eldrafundar um sama efni. Leifarnar af Ijósastaurnum á Naustabrautinni. mynd: brink

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.