Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 4

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 4
4 -FÖSTUDAGUR 26. FF.BRÚAR 1999 D*gur FRÉTTIR L. A Flensan búin að ná hámarki Haraldur Briem, sérfræðingur í smitsjúk- dómum, segir flensufaraldur á landinu hafa náð hámarki sínu og flensan sé ekki skæðari en gengur og gerist. Engin staðfest dæmi eru um dauðsföll af völdum farald- ursins en Haraldur varar við að lítið sé gert úr gagnsemi bólusetningar gegn flensunni eins og komið hefur fram í Ijölmiðlum að undanförnu: „Við bólusetjum þá sem eru yfir 60 árum og þótt bólusetningin sé ekki virk í nema 70-80% tilvika þá verða einkennin vægari. Bólusetningin skilar því sem til er ætlast, þ.e.a.s. hún ver gamla fólkið. Við viljum ekki fá ótímabær dauðsföll hjá öldruðum," segir Haraldur. Erfitt er er að skjóta á hve mörg prósent þjóðarinnar fá flensuna og hlutfallið er mjög breytilegt frá ári til árs. Að meðaltali má þó gera ráð fyrir að aldrei minna en 10% þjóðarinnar smitist árlega í flensu- faraldri. - Hl> Haraldur Briem, sérfræðing- ur í smitsjúkdómum. Aðalverktakar upplýsi um skiptiugu eigna Héraðsdómur Reykjavikur tók nýlega til umfjöllunar kröfu blaða- manns Viðskiptablaðsins um að ógild verði synjun utanríkisráðuneyt- isins á aðgangi að samkomulagi eigenda um úttekt á eignum Is- lenskra aðalverktaka og skiptingu þeirra sín á milli við slit félagsins. Jafnframt að ógild verði staðfesting Urskurðarnefndar um upplýs- ingamál á þessari synjun. Málið fékk þó ekki formlega meðferð, því dómari málsins, Sigurður T. Magnússon, lýsti sig vanhæfan vegna mægða við einn úrskurðarnefndarmanna og taldi þörf á að nýr dóm- ari fengi málið. Blaðamaður Viðskiptablaðsins, Garðar Orn Ulfarsson, bað utan- ríkisráðuneytið um afrit af samningi um skiptingu eigna Islenskra að- alverktaka við slit sameignarfélagsins þegar því var breytt í hlutafé- lag. Var þá vísað til þess að slíkt gæti skaðað „mikilvæga viðskipta- og fjárhagshagmuni“ fyrirtækisins. Þeim rökum hafnaði blaðamaðurinn og höfðaði mál til ógildingar synjuninni. - FÞG Ályktaö um skaðabótaframvarp Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á ríkisstjórnina að fella niður það ákvæði í frumvarpi til breytinga á skaðabótalögum þar sem „ráðist er á samtryggingarsjóði launafólks með því að Iögfesta að greiðslur úr sjúkrasjóðum og lífeyrissjóðum komi til frádráttar skaðabótum og spari þannig tryggingafélögunum stórfé," einsog segir í fundarálykt- un. - SBS Keppt um kristnitökuljóð Kristninátíðarnefnd Þingeyjarprófastsdæmis hefur ákveðið að efna til ljóðasamkeppni, þar sem skáld þjóðarinnar eru hvött til dáða við að yrkja ljóð eða sálm sem lýsa atburðum við Goðafoss, er tengist kristnitökunni, þegar Þorgeir ljósvetningagoði varpaði goðunum í fossinn. Dómnefnd fer yfir ljóðin og metur þau að innihaldi og gæð- um og verða 50 þúsund kr. peningaverðlaun veitt fyrir besta ljóðið og bókaverðlaun fyrir ljóð í 2. og 3. sæti. Þegar úrslit liggja lyrir mun undirbúningsnefnd velja tónskáld til að semja lag við besta Ijóðið, sem verður síðan flutt af kirkjukórum prófastsdæmisins við hátíðar- höldin 6. ágúst árið 2000. Skilafrestur á ljóðum er til 1. maí og skal þau senda til sr. Péturs Þórarinssonar í Laufási. Höfundar skulu yrkja undir dulnefni en setja hið rétta nafn sitt í lokað umslag sem fylgir Ijóðinu. Stórtónleikar til styrktar bamadeild FSA Kvenfélagið Hlíf stendur fyrir stórtónleik- um í Iþróttahöllinni á Akureyri laugardag- inn 6. mars nk. undir yfirskriftinni „Barnið þitt og barnið mitt“ í tilefni 90 ára afmælis félagsins. Allur ágóði af tónleikunum renn- ur til tækjakaupa fyrir barnadeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Á tónleikun- um koma m.a. fram Inga Eydal söngkona og píanóleikarinn Daníel Þorsteinsson, tenórinn Oskar Pétursson, píanóleikarinn Helga Bryndís Magnúsdóttir og söngkonan Hulda Björg Garðarsdóttir, sem er nýút- skrifuð frá Royal Academy of Music í London. Auk þess koma fram Karlakór Ak- ureyrar-Geysir, Karlakór Eyjafjarðar, Kirkjukór Glerárkirkju, feðginin Jóna Fanney Svavarsdóttir og Svavar Jóhannsson, bræðurnir Örn Viðar og Stefán Birgissynir, Tjarnarkvartettinn og Álftagerðisbræður. Stefán Örn Arnarson sellóleikari og Marion Herrera hörpuleikari verða með samleik og tríóið PKK, sem flytur írska tónlist. Jóna Fanney Svavarsdóttir kemur fram ásamt Svavari Jóhannssyni föðursínum. Prestssetrið verð- ur ])j ómistiihús Þjóðuiinjasafnið þarf að gera aðkallandi bætur á gamla bænum í Laufási og laga safn- ið sem þar er því að öllu óbreyttu liggur það undir skemmd- um. Slíku menningar- slysi þarf að afstýra. Héraðsnefnd Eyjafjarðar hefur gert Prestssetrasjóði tilboð í nú- verandi prestssetur í Laufási við Eyjafjörð ásamt leigulóð er tekur til næsta umhverfis og fullfrá- gengnu bílastæði sem væri í sam- ræmi við væntanlegt deiliskipu- lag, sem væntanlega verður frá- gengið í apríl eða maímánuði nk. Lóðin yrði að mestu í núverandi ástandi, þó færu tvö eldri útihús undir bílastæðið. Tilboð Héraðs- nefndar hljóðar upp á 5,5 millj- ónir króna. Núverandi prestsset- ur yrði afhent strax og nýtt prestssetur yrði íbúðarhæft, væntanlega fljótlega í byrjun árs 2000, en það yrði þjónustuhús fyrir safnið. Bjarni Kr. Grímsson, formaður Prestssetrasjóðs, segir að Þjóð- minjasafnið þurfi að gera að- kallandi bætur á gamla bænum og laga safnið því að öllu óbreyttu liggi safnið undir skemmdum. Verði það vandamál ekki leyst muni Laufás varla standa undir nafni sem menn- ingarsetur og safn þar sem hægt verði að sýna gamla búskapar- hætti sem hafi verið einn aðall safnsins í Laufási. Slíku menn- ingarslysi þarf að afstýra. Bjarni Kr. Grímsson segist vongóður um að samkomulag náist við Héraðs- nefnd Eyjafjarðar um framtíðar- uppbyggingu í Laufási. - GG Austfirðmgar fá landsmót UMFÍ Allar Iíkur eru á að næsta Iands- mót UMFÍ verði haldið á Egils- stöðum, en mikil óvissa hefur verið um það síðustu vikur. Einar Már Sigurðarson, formaður UIA, segist mjög bjartsýnn á að mótið fari fram, en hann viðurkennir að ekki alls fyrir löngu hafi útlitið ekki verið bjart. Formlega á eftir að ganga frá ákvörðuninni með fulltingi ráðherra, en Einar Már segist hafa nánast vissu fyrir því að mótið fari fram, enda væri annað áfall fyrir landsfjórðung- inn. Tekist hefur verið á um kostn- að við að leggja hlaupabraut á mótsstað. Sú framkvæmd er talin kosta í kringum 30 milljónir og skiptar skoðanir hafa verið um málið innan bæjarstjórnar Aust- ur-Héraðs. Einar Már bendir á að Borgnesingar hafi haldið síðasta mót með hagnaði og sömu mark- mið séu uppi hjá Austfirðingum. „Þetta verður mikil sprauta fyrir íþróttalífið hér. Við eigum ekki að sætta okkur við að vera einhver annars flokks landshluti. Skortur á menningu og afþreyingu hefur einmitt verið nefndur sem hluti af byggðavandanum,“ segir Einar Már. - bþ Ljóðasamkeppni Dags og Menor Fimmta ljóðasamkeppni í sam- vinnu Dags og Menor (Menning- arsamtaka Norðlendinga) er nú farin af stað. Keppnin nær til alls landsins og er öllum opin. Hún er haldin annað hvert ár - hitt árið fer fram smásagnasam- keppni í samvinnu sömu aðila. Síðasta ljóðasamkeppni var hald- in árið 1997 og bárust þá um 90 ljóð í keppnina eftir 43 höfunda. Skilafrestur handrita hefur verið settur 30. apríl nk. og skulu handritin vera merkt með dul- nefni, en nafn höfundar og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Þriggja manna dómnefnd mun fara yfir handritin og velja úr þrjá verðíaunahafa. Vegleg bókaverð- laun verða í boði ásamt sérstöku verðlaunaskjali. Handritin skulu merkt með eftirfarandi hætti: Ljóðasam- keppni Dags og Menor, Hrísa- lundi 1 a, 600 Akureyri, eða Ljóðasamkeppni Dags og Menor, Strandgötu 31, 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.