Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 7

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 7
Ð^ur FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 7 ÞJÓÐMÁL Eiðar - menningar- miðstöð Austurlands VILHJÁLMUR EINARSSON fyrrv. skólameistari M.Eog formaður Eiðavina skrifar Hér verður rökstudd sú skoðun að Eiðastað eigi að endurreisa sem Menningarmiðstöð Austur- lands í þess orðs fyllstu merk- ingu. Þegar menntamálaráðherra kunngjörði fyrir nokkru að til stæði að stofna menningarmið- stöðvar hér og þar um landið fögnuðu margir en aðrir fussuðu. Síðan hafa komið fram ýmsar kröfur frá stöðum, sem ekki hlutu náð og gild rök færð fyrir því að einnig þar ættu slíkar mið- stöðvar að rísa. Margir hafa kom- ið að máli við mig og talið Eiða- stað réttborinn til þeirrar virðing- ar, sem slíkri stofnun fylgir. Rök- in eru m.a. þessi: 1. Eiðar eru höfuðból að fornu og nýju. Um árið 1000 varð þar goðasetur. (Eiðsaga Ben. Gísl. bls. 11). 2. Árið 1883 var stofnaður búnaðarskóli á Eiðum. 3. Langt fram eftir 20. öld var Eiðskóli eini framhaldsskólinn á Austurlandi. 4. Fjöldi málsmetandi Aust- firðinga hlutu fyrstu framhalds- menntun sína á Eiðum, staður- inn er miðsvæðis og enginn stað- ur í fjórðungnum er líklegri til að um hann skapist víðtæk eining sem menningarmiðstöð. Það er því sagan og hefðin sem helgar staðarvalið fyrst og fremst. Þó að síðastnefnda atriðið vísi til togstreitu milli sveitarfélaga er hitt jafn víst, að ef menningar- stofnun á að geta staðið undir nafni er mikilvægt að hún verði sótt og nýtt af Austurlandi öllu. Því er það að margra dómi mikil- vægt að slík starfsemi eigi sér stað á „hlutlausu svæði". A Eiða- stað er nánast allt sem þarf til að reka þar fjölþætta menningar- starfsemi. Spánýtt dæmi um þetta er eftirfarandi: „Óperustúdíó Austurlands blæs lífi t Eiða á ný“ var forsíðufyrirsögn í vikublað- inu Austra þann 18.02. sl. Þar kemur fram að „Operustúdíóið hefur fengið afnot af húsnæði Al- þýðuskólans á Eiðum bæði til æf- inga og sýninga.“ Auk þessa mun þörf á því að nýta bæði heimavist og mötuneyti þegar nær dregur sýningum sem fram eiga að fara í hátíðarsal Eiðaskóla. Eiðavinir Síðastliðið vor voru stofnuð sam- tökin „Eiðavinir" og fljótlega söfnuðust nokkur hundruð félag- ar. Markmið samtakanna er ein- falt (sbr. 3. gr. laga): ,,..að stuðla að endurreisn Eiðastaðar í þágu menningar- og athafnalífs á Austurlandi'1 og samtökin hyggj- ast ná markmiði sínu m.a. með því að afla stuðnings ríkis, sveit- arfélaga, fyrirtækja og frjálsra fé- lagasamtaka, gefa út kynningar- og fræðsluefni um staðinn, stuðla að fegrun og verndun minja, gefa út fréttabréf og halda „Eiðamót“ á hverju sumri. Fyrsta Eiðamótið er fyrirhugað helgina 25.-27. júní nk. og þess vænst að nemendur þeirra ár- ganga sem í skólanum voru ‘39, ‘49, ‘59 o.s.frv. fjölmenni, jafnvel þótt þeir hafi ékki útskrifast á til- teknu ári. Það skal þó undirstrik- að að allir Eiðavinir eru hjartan- lega velkomnir! I fréttabréfi, sem bráðlega verður sent félögum verður nánari grein gerð fyrir dagskrá. Störf stjórnar Eiðavina hafa fyrst og fremst verið fólgin í því að gera sér grein fyrir þörfinni í fjórðungnum fyrir miðstöð af því tagi sem samtökin hugsa sér: Þ.e. að staðurinn verði rekinn svipað og opinn heimavistarframhalds- skóli og verðlagi á fæði og gist- ingu mjög stillt í hóf. í könnun sem gerð var síðast- liðið sumar og tók til 25 aðila í Qórðungnum kom m.a. í ljós: • Mikill áhugi félaga eldri borgara á vikudvöl. • Verulegur áhugi fyrirtækja á helgardvöl eða stuttum nám- skeiðum. • Fræðslustjóri Austurlands taldi að á grunnskólastigi mætti hafa margvísleg not af Eiðastað ef hann yrði rekinn með þeim hætti sem hér um ræðir, t.d. sem skólabúðir og athvarf fyrir erfiða nemendur, sem um stundarsakir þurfa að víkja úr sínum skóla. Hann benti á möguleika staðar- ins til fjölþættrar notkunar sem hæglega gæti farið fram samtím- is. Hér er aðeins tæpt á hluta þeirrar starfsemi sem hefði mikil not af þeirri aðstöðu sem til stað- ar er á Eiðum og við höfum kom- ið auga á. Þeir aðilar eru efalaust enn fleiri, sem ekki hafa verið til athugunar. Þannig kom það sem staðfesting á trú Eiðavina á fram- tíðarnot staðarins að Operustúd- íóið fer brátt að nýta sér aðstöð- una þar. Menningarmiðstöð Austur- lands í Eiða A góðum stundum ræða stjórn- málamenn gjarna um mikilvægi þess að jafnræði til náms nái til sem flestra borgara, óháð búsetu, aldri eða efnahag. Þá er annað áhersluatriði þeirra gjarna að efla ævi- eða endurmenntun svo að þeir eldri, sem farið hafa á mis við að öðlast þá þekkingu og hæfni sem þeir telja sig vanta geti öðlast hana. Gríðarlegt átak hefur verið gert í þessum málum með öldungadeildum framhalds- skólanna og Endurmenntunar- deild Háskólans. Sé málið skoðað nánar kemur í Ijós að hinar dreifðu byggðir, sveitir og smærri þorp, hafa orð- ið útundan. Lofsvert framtak er þó í gangi í fjarkennslu sem á að geta hjálpað dreifbýlinu. En hitt er einnig að verða flestum ljóst: Fjarkennsla notast sjaldnast nema því aðeins að reglubundnir samfundir með kennara séu skipulagðir sem hluti af náminu. Þannig hefðu bæði farskólinn á Austurlandi og nýstofnuð fræðslumiðstöð Austurlands ótví- rætt gagn af þeirri aðstöðu sem er til staðar á Eiðum. Allt framangreint tilheyrir vissulega menningunni og má því vel flokkast undir starfsemi menningarmiðstöðvar. Við höf- um þó alls ekki gleymt hinum ýmsu listum svo sem leildist og myndlist en nú hefur tónlistin riðið á vaðið að notfæra sér að- stöðuna. Það er von og trú okkar Eiðavina að hér sé aðeins um byrjun að ræða og að í framtíð- inni megi hvers konar menning- amðleitni Ieita skjóls og styrks í Eiða. Lokaorð: Akall til Alþmgis og ríkisstjómar Stöndum saman um viðreisn á Eiðum. Sjáið til þess að staðnum verði skapaður rekstrargrundvöll- ur þannig að hann geti komið að því gagni fyrir unga sem aldna svo sem efni standa til. Gerið Eiðastað að Menningar- miðstöð Austurlands! F éll SvanMður á meðlaginu? OTTÓ SVERRISSON skrifar Þessari spurningu skaut upp í huga mér þegar talningu atkvæða lauk. Háttvirtur þingmaður Svanfríður Jónasdóttir steig í pontu á Alþingi og kvað sig mót- fallna (ásamt Sturlu Böðvars- symi) þeirri þingsályktunartillögu um að meðlög forsjárlausra for- eldra yrðu frádráttarbær frá tekjuskattstofni þeirra (sem ég held að tíðkist í öllum OECD ríkjum ásamt Norðurlöndunum). Aðalástæða þess að háttvirtir þingmenn kváðu sig mótfallna tillögunni var sú að ekki mætti mismuna foreldrum í skattakerf- inu. Ekki veit ég betur en ein- stæðir foreldrar fái lækkun á leikskólagjöldum og barnabætur vegna barna á framfæri. Þing- mennirnir verða að gera sér Ijóst að forsjárlausir foreldrar verða að eiga húsnæði, föt, leikföng, bæk- ur og þess háttar fyrir börn sín. Forsjárlaust foreldri sem er það lánsamt að hafa barn sitt í heild 4-5 mánuði á ári, á það að fá meðlag frá forsjárforeldrinu á meðan á dvöl þess stendur? A kostnaður við umgengni að vera alfarið í höndum forsjár- Iausra foreldrisins? Sá sem greinina ritar flýgur 4 sinnum innanlands á mánuði til þess að umgangast barn sitt ásamt því að hafa verið úrskurð- aður til að greiða 1,5 meðlag, þrátt fyrir greiðslu meðlags með öðru barni. Einnig er búið með reglugerð (samda m.a. af úrskurðaraðilum meðlaga í dómsmálaráðaneytinu) að tekjutengja meðlag þannig að ef einstaklingur fer yfir ákveðnar brúttotekjur má sýslumaður og dómsmálaráðuneyti úrskurða forsjárlausa foreldrið í eitt og hálft, tvö eða jafnvel þrjú meðlög með einu barni. Hefur það sýnt sig að þegar forsjárlausir foreldr- ar bera saman bækur sínar virð- ast þetta vera geðþóttaákvarðanir einstaklinga sem vinna hjá emb- ættunum. Með reglugerð þessari er verið að segja að tveir fráskildir ein- staklingar sem greiða meðlög eru ekki jafnir fyrir lögum, sá sem ávallt hefur verið vinnusamur með Iangan vinnudag og hærri laun skal greiða hærra meðlag með barni sínu heldur en sá sem vinnur minna. Ef það ætti að skoða iög Iandsins og stjórnar- skrá þá held ég að allir eigi að vera jafnir fyrir lögum. Þegar virðulegir þingmenn varpa því fram að þeir vilji ekki mismuna foreldrum með frá- dráttarbæru meðlagi forsjárlausa foreldrisins þá vona ég fyrir þeirra hönd að einstaklingarnir (sem eru á áttunda þúsund) og greiði meðlag hugsi ekki eins og ég- Þessa þingmenn kýs ég ekki.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.