Dagur - 26.02.1999, Side 9

Dagur - 26.02.1999, Side 9
FÖSTUDAGUH 26. FEBRÚAR 1999 - 9 nsvíf er „miklu nánara en áður", sagði Halldór. alla samninga. Halldór vill að ís- lendingar gerist aðilar að CITES- samningnum um viðskipti með villt dýr og plöntur í útrýmingar- hættu. „Það styrkir verulega þátt- töku okkar í alþjóðlegri samvinnu um vernd, nýtingu og viðskipti með lifandi náttúruauðlindir. Nokkur aðildarríkja telja nú mikil- vægt að sérstakur fiskveiðihópur verði settur á stofn í tengslum við samninginn. Þar þurfum við svo sannarlega að vera á varðbergi og besta Ieiðin er að verða aðili að samningnum með þeim fyrirvör- um sem við teljum nauðsynlega til að sjá hagsmunum okkar borgið." Daðrað við ESB Eitt af höfuðverkefnum utanríkis- þjónustunnar verður að fylgjast náið með framvindu mála í Evr- ópusambandinu, sagði utanríkis- ráðherra. Hvort sem Islendingum líki betur eða verr hafi fátt í milli- ríkjasamskiptum þeirra jafnmikil áhrif hér á landi og samrunaþróun í Evrópu. „Eg tel samningsstöðu okkar gagnvart ESB best borgið með því að skilgreina sem ná- kvæmast hvað það er sem helst stendur í vegi fyrir aðild. Engin knýjandi nauðsyn rekur okkur til hennar en þar er sjálfsagt að hafa hugann opinn og athuga reglulega í ljósi þróunar hvaða kostir og gall- ar gætu fylgt fullri aðild.“ Stórauknar fjárveitingar Aukinna umsvifa sér greínilega stað í fjárveitingum til utanríkis- þjónustunnar. I síðasta íjárlaga- frumvarpi síðustu ríkisstjórnar fyr- ir árið 1995 var gert ráð fyrir um 323 milljónum í rekstur aðalskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, þar af voru tæpar 200 milljónir króna sérstaklega eyrnamerktar yfir- stjórn ráðuneytisins. I fjárlögum þessa árs eru framlög til aðalskrif- stofunnar áætluð um 511 milljón- ir króna og þar af til yfirstjórnar- innar 434 milljónir króna. Kostnaður við sendiráð og fasta- nefndir Islendinga var áætlaður naumlega 635 milljónir króna 1995 en tæplega 958 milljónir króna á þessu ári. Það hafa enda verið opnuð sendiráð í Helsinki og fastanefnd hjá Evrópuráðinu og Oryggis- og samvinnustofnun Evr- ópu. Við bætist einnig á þessu ári að skipaður hefur verið sendiherra Islands í Kanada. Framlög til þróunarmála hafa aukist á kjörtímabilinu. Til Þróun- arsamvinnustofnunar fóru um 156 milljónir króna 1995 en verða 234 milljónir á þessu ári. Til þró- unarmála almennt og alþjóðlegrar hjálparstarfsemi eru áætlaðar rúmar 146 milljónir króna á ári en voru um 114 milljónir 1995 og var þar innifalið sérstakt 34 milljóna króna framlag íslendinga til að- stoðar Palestínumönnum í Israel. Fjárveitingar til Alþjóðastofnana eru nokkru lægri í fjárlagafrum- varpi þessa árs en áætlað var 1995 eða rúmar 300 milljónir en voru þá um 336 milljónir. Þar vegur Iík- lega þyngst að 1995 greiddu Is- lendingar 85 og hálfa milljón f Þróunarsjóð EFTA en þegar frum- varp þessa árs var samið var gert ráð fyrir að það framlag legðist af á þessu ári. Islendingum varð þó ekki kápan úr því klæðinu sem kunnugt er því Spánverjar kröfð- ust þess að EFTA ríkin greiddu sitt þróunarframlag áfram og hefur tekist samkomulag um nýjan sjóð og Islendingar verða að punga út svipaðri upphæð og áður. Fjárfesting til framtíðar Samanburði af þessu tagi verður auðvitað að taka með ákveðnum fyrirvara því ýmislegt hefur breyst á þessum árum, þótt ekki væri nema framsetning fjárlaga og til- færslur hafa á stundum orðið milli málaflokka. Það breytir ekki því að framlög til utanríkismála hafa vax- ið umtalsvert eins og við var búast með auknum umsvifum. Og vænt- anlega eiga umsvifin enn eftir að aukast, ef marka má ræðu utanrík- isráðherrans í gær. „Æskilegt er að nýta þann efnahagslega uppgang sem nú er á Islandi til að efla al- þjóðleg samsldpti og styrkja stöðu landsins á alþjóðavettvangi. Slíkt starf rennir styrkari stoðum undir bætt Iífskjör í framtíðinni. Líta má á aukin verkefni og fjármuni til utanríkisþjónustunnar sem Iang- tímafjárfestingu sem skilar sér í bættum viðskiptaskilýrðum fyrir íslenskt atvinnulíf og meiri áhrif- um Islands á alþjóðlega þróun.“ FRÉTTIR L Steingrímur J. Sigfússon sagði þá tilraun sem gerð hefði verið á Kyoto-ráðstefnunni til að ná einhverjum tökum á hinni geigvænlegu mengun sem er í heiminum, vera stærsta átakið sem gert hefði verið í þeim efnum. Pólitískt bónorð? Þingmenn Samfylk- ingarmnar hældu skýrslu utanríkisráð- herra í hástert nema kallanum imi Kyota og þeirri ákvörðun að undirrita ekki hókun- ina. Viðbrögð alþingismanna við skýrslu utanríkisráðherra voru ekki einróma, enda varla von. Talsmenn stjórnarflokkanna voru ánægðir og þingmenn Sam- fylkingarinnar þökkuðu ráðherra fyrir vandaða skýrslu. Þeir mærðu hann svo mjög að ýmsir töluðu um að þarna hafi farið fram pólitískt bónorð í beinni út- sendingu. Þeir gagnrýndu hann og ríkisstjórnina að vfsu fyrir um- hverfisþáttinn og þá sérstaklega að ákveðið skyldi að undirrita ekki Kyoto-bókunina. Talsmenn vinstri/græna framboðsins þeir Steingrímur J. Sigfússon og Hjörleifur Guttormsson hældu ráðherra lítið en gagnrýndu hann harðlega bæði fyrir að vera að opna fyrir aðild Islands að Evr- ópusambandinu og fyrir Kyoto- þáttinn. Steingrímur J. Sigfússon sagði þá tilraun sem gerð hefði verið á Kyoto-ráðstefnunni til að ná ein- hverjum tökum á hinni geigvæn- legu mengun sem er í heiminum, vera stærsta átakið sem gert hefði verið í þeim efnum. Þess vegna m.a. væri gagnrýnisvert að Islendingar skuli hafa ákveðið að skrifa ekki undir bókunina. Loftslagsbreytingar Steingrímur gerði síðan áhrif Ioftslagsbreytinga af völdum gróðurhúsaáhrifa að umtalsefni og sagði m.a.: „Það er talið að einhverjir tugir sjálfstæðra þjóð- ríkja, aðallega eyjar \áð Kyrrahaf, muni í bókstaflegri merkingu þurrkast út af yfirborði jarðar á fyrri hluta næstu aldar ef svo heldur sem horfir, vegna hækk- unar yfirborðs sjávar.“ Hann sagði því ekki að undra þótt talsmenn þessara eyja hefðu brugðist öndverðir \áð þegar Is- lendingar fóru á fjörurnar við þá og báðu um stuðning við að upp- fylla ekki skuldbindingar Kyoto- bókunarinnar um að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda. Evrópuáherslan þyngist Steingrímur J. og Hjörleifur Guttormsson gagnrýndu utanrík- isráðherra fyrir að vera að opna fyrir möguleika á inngöngu ís- lands í Evrópusambandið. Stein- grímur sagði að Halldór Ásgríms- son væri að færa afstöðu síns flokks til í þessu máli. Hann sagði þessa nálgun utanríkisráð- herra í málinu bæði ranga og hættulega. Hjörleifur Guttormsson benti á að áherslan á að halda opnum dyrum varðandi inngöngu okkar í Evrópusambandið væri sífellt að þyngjast. Hann sagði að þótt ekki hefðu verið kaflaskil í skýslu utanríkisráðherra væri áherslan vaxandi að halda dyrunum opn- um og leita leiða til þess að Is- land geti orðið aðili að Evrópu- sambandinu. Hann sagði Ijóst að í Framsóknarflokknum væri eng- in grundvallarandstaða gegn því að Island gangi inn í Evrópusam- bandið. Það verði að meta mál- flutning framsóknarmanna á þann veg að verið sé að leita með virkum hætti leiða til að sækja um aðild að Evrópusambandinu. „Ég er algerlega andvígur þeirri nálgun sem þarna er uppi. Ég vil aftur á móti að við treystum góð samskipti \dð Evrópusambandið enda engin spurning að það er Islandi mjög mikilvægt," sagði Hjörleifur. Hann sagði hug- myndina um það að ætla sér inn í þetta væntanlega stórríki allt annað. Hjörleifur sagði að viðhorfið til Schengen-aðildar Islands væri af sömu rótum. Það skipti engu máli fyrir Islendinga hvort þeir þurfa að hafa vegabréf sín með eða ekki þegar þeir ferðast til Evrópu. Hann sagði ákafann við að komast inn í Schengen sam- komulagið stjórnast af \álja til að komast sem þéttast upp að Evr- ópusambandinu þrátt fyrir afar- kosti sem um væri að ræða í því samstarfi. Hjörleifur sagði að skoða yrði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að undirrita ekki Kyoto-bókun- ina í tengslum við áherslur ríkis- stjórnarinnar í umhverfismálum og samstarfi að umhverfismálum á alþjóðavettvangi. „Það hefur verið að gerast breyting í þessum efnum innan stjórnarráðsins. Og það er utan- ríkisráðherra sem hefur staðið fyrir því að taka verulega þætti varðandi stefnumótun umhverf- ismála frá umhverfisráðuneytinu inn í sitt ráðuneyti. Með stofnun svonefndrar auðlindaskrifstofu og ráðningu sérstaks sendiherra yfir henni,“ sagði Hjörleifur Guttormsson. Slegnir út af borðinu Ossur Skarphéðinsson hældi flestu í skýrslu utanríkisráðherra eins og samfylkingarþingmenn yfirleitt. Ossur sagði tíðindin í ræðu utanríkisráðherra þó hvorki varða varnar- eða öryggismál né Evrópumál, heldur umhverfis- mál. Hann sagði það vera tím- anna tákn þar sem umhverfismál væru farin að yfirskyggja önnur svið í samskiptum ríkja. Hann sagði utanríkisráðherra vissulega reka metnaðarfulla stefnu á mörgum sviðum utanríkismála. Það væri metnaðarfullt að vilja fá sæti í öryggisráði SÞ. „En það tel ég að sé borin von á meðan ísland stendur utan Al- þjóða hvalveiðiráðsins og er ekki aðili að Kyoto-bókuninni,“ sagði Össur. Hann sagði að miðað við hvað utanríkisráðherra hefði tekist vel upp á mörgum sviðum virðist hann sleginn blindu hvað snertir umhverfismálin. Halldór As- grímsson hefði haft forgöngu um að Islendingar undirriti ekki Kyoto-bókunina og það slái Is- land út af borðinu sem alvöru spilara á leiksviði alþjóðastjórn- mála. Þetta kæmi þvert á þá ásyoid Islands sem síðustu ríkis- stjórnir hafa verið að mynda á al- þjóðavettvangi. Þetta væri fing- urbrjótur. Össur, eins og margir fleiri stjórnarandstæðingar, gagnrýndi það harðlega að ríkisstjórnin skyl- di taka þá ákvörðun að undirrita ekki Kyoto-bókunina án þess að bera þá ákvörðun undir Alþingi. Líka væri þetta gert að umhverfis- ráðherra fjarstöddum en hann hefði aðrar áherslur í málinu en utanríkisráðherra. - S.DÓR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.