Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 13
F Ö S T V D AGU R 26. FEBRÚAR 1999 - 13 D^ur. ÍÞRÓTTIR L Stjaman og Fram berjast imt deildarmeistaratitilnm 18. umferð laugard. 6. mars Fram - Stjarnan 16. umferðin Urslit leikja í 16. umferðinni, sem leikin var í fyrradag, urðu nokkuð eftir bókinni, nema í leik Fram og Vals, þar sem liðin gerðu 18- 18 jafntefli í Safamýrinni. Valsliðið mætti mjög ákveðið til leiks og notaði sömu aðferðina og Haukarnir gerðu gegn Fram í úrslita- Ieik bikarsins, að klippa rúss- nesku stelpurn- ar, þær Marinu Zouevu og Olgu Prohonovu, út úr leiknum. Við það raskaðist Wart var barist íjafnteflisleik Fram og 1/als í Safamýrinni í fýrrakvöld. Baráttan mii deildar- meistaratitlinn í 1. deild kvenna í hand- knattleik gæti orðið spennandi á loka- sprettinum og hugsan- lega stefnir í hreinan urslitaleik milli Fram og Stjömunnar í loka- umferðinni. Þegar tvær umferðir eru eftir í 1. deild kvenna í handknattleik er þegar ljóst hvaða lið fara áfram í 8-Iiða úrslitakeppnina. Tvö neðstu liðin í deildinni, IR og KA, eiga þar enga möguleika, enda ÍR-liðið stigalaust á botninum og KA með aðeins tvö stig. Liðin sem fara í úrslitakeppnina eru því: Stjarnan, Fram, Haukar, Víking- ur, Valur, FH, Grótta/KR og ÍBV. Tvö efstu liðin í deildinni, Stjarnan og Fram, eru einu liðin sem eiga möguleika á deildar- meistaratitlinum, en Stjarnan er nú í efsta sætinu með 29 stig, en Fram í öðru sætinu með 26 stig. Til að Fram eigi möguleika verður það að sigra í báðum leikjunum sem það á eftir, en það á einmitt heimaleik gegn Stjörnunni í síð- ustu umferðinni, sem gæti orðið hreinn úrslitaleikur um dcildar- meistaratitilinn. Til að svo gæti farið þurfa Víkingar að vinna Stjörnuna í Asgarði í næstu um- ferð og Framarar að vinna IBV í Eyjum í næsta Ieik. En ef Stjörnu- stúlkur vinna Víkinga í Garða- bænum á miðvikudaginn, þá eru þær þar með orðnar deildarmeist- arar. Spennan í lokaumferðunum verður því í eftirtöldum Ieikjum: 17. umferð miðvikud. 3. mars Stjarnan - Víkingur ÍBV - Fram sóknarleikur Framara og Val- ur gekk á lagið og hafði náð fjög- urra marka forystu í hálfleik 7-11. I seinni hálfleiknum var allt annað að sjá til Framliðsins og breytti það öllu að Guðríður Guð- jónsdóttir var nú komin í skyttu- stöðuna. Vörnin small líka saman og lokaði hreinlega á Valsstelp- urnar, sem skoruðu ekki eitt ein- asta mark á 15 mínútna kafla. Þegar líða tók á hálfleikinn náðu Framstúlkur svo að komast yfir og með skynsamlegum leik í lokin hefðu þær átt að sigra. En Valsstelpurnar áttu góðan sprett í lokin og úrslitin urðu því jafntefli. Létt hjá Haukum I Hafnarfirði fór fram leikur Hauka og KA og eins og flestir áttu von á lauk Ieiknum með auð- veldum sigri Hauka 30-16, eftir að staðan í hálfleik var 20-4 Haukum í vil. Þetta var leikur kattarins að músinni eins og töl- urnar gefa til kynna og yfirburðir Hafnarijarðarliðsins algjörir á öll- um sviðurn. Ótrúlegar sveiflur Otrúlegar sveiflur voru í Ieik FH og Stjörnunnar þegar liðin mætt- ust í Kaplakrika í fyrrakvöld. FH- ingar byijuðu betur í leiknum, en Stjarnan komst svo smátt og smátt inn í leikinn og hafði náð tveggja marka forskoti í hálfleik 10-12. FH-stelpurnar mættu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik og um leið hrundi leikur Stjörn- unnar. FH náði þá tveggja marka forskoti og komst í 14-12. Þær héldu síðan forskotinu fram í miðjan hálfleikinn, en gáfust þá hreinlega upp og Stjarnan gekk á lagið og komst yfir. FH-ingum tókst svo að hanga í Stjörnunni þar til staðan var 19-20, en þá hrundi Ieikur þeirra algjörlega og Stjarnan sigldi langt fram úr. Lokastaðan varð síðan 21-33 í þessum ótrúlega sveiflukennda Ieik, þar sem FH-liðið gjörsam- lega sprakk í lokin. Úrslit í öðrum Ieikjum urðu þau að Víkingur sigraði tBV 19- 17 í spennandi leik í Víkinni, þar sem Kristín Guðmundsdóttir skoraði 11 mörk fyrir Víking. A Seltjarnarnesi fór síðan fram leikur Gróttu/KR og IR, þar sem Grótta/KR sigraði með sex marka mun, 22-16. Þar varð Kristín Þórðardóttir langmarkahæst og skoraði 11 mörk fyrír Gróttu/KR. GUNNAR SVERRISSON Landsliðið ásldlið fleiri áhorfendur Það er frábært framtak hjá fyrir- tækinu sem stóð að því í lands- leik Islands og Bosníu í körfuknattleik í fyrrakvöld að gefa frítt inn á leikinn. Gott og vel. En gerir almenningur sér grein fyrir því að Island er að Ieika gegn bestu þjóðum heims í körfuknattleik. Eða er markaðs- setning Ieikjanna illa skipulögð? Það er engin spurning að lið eins og Bosnía og Litháen eru í fremstu röð liða í heiminum í dag í körfuknattleik. Þetta eru lið sem unnið hafa til verðlauna á Ólympíuleikum. Nú er ís- Ienska landsliðið að mæta þess- um liðum í undankeppni Evr- ópukeppninnar. Þetta er engin forkeppni, góðir lesendur. Is- lenska landsliðið er í riðli í und- ankeppni. Alveg eins og íslenska Iandsliðið í knattspyrnu er að leika núna, t.d. gegn Frökkum. Unnendur íslensks körfu- knattleiks hafa tækifæri á að sjá þá bestu í Evrópu leika hér á Iandi fyrir utan þá kappa sem leika í NBA. Þegar það er frítt inn er engin afsökun að mæta ekki í Laugardalshöll og styðja landsliðið. Það hefur verið að gera góða hluti og íslenskur körfuknattleikur hefur minnt á sig í Evrópu. Það er ekki bara al- menningur sem þarf að átta sig á því að við erum komin í fremstu röð. Líka Körfuknatt- leikssambandsmenn. Þeir þurfa að setjast niður og skipuleggja sig betur þannig að fólk átti sig á stöðu mála. ÍÞRÓTTA VIÐTALIÐ Jón Kr. Gíslason landsliðsþjálfari íslenska körfuknattleiks- landslidið leikur á morgun síðasta leikinn í riðla- keppni Evrópumóts lands- liða, þegarliðiðmætirLit- háum í Laugardálshöll kl. 16:00. Jón Kr. Gíslason, landsliðsþjáifari, segirað aðalatriðiðséaðmenn skili sínu besta og hafi gaman aðieiknum. Leggjum mest upp úr lexkgleðmni - Hvað viltu segja um leikinn gegn Bosníuniönnum t fyrra- dag? „Við erum auðvitað sársvekktir með okkar leik gegn Bosníu- mönnum, enda langt frá því að við næðum að sýna okkar rétta andlit. Sérstaklega var sóknar- leikurinn dapur og við náðum engan veginn að skapa okkur góð færi, gegn þessari sterku vörn Bosníumanna. Varnarleikurinn var annars þokkalegur hjá okkur í heildina, en um 20 stig af þess- um 83 sem við fengum á okkur komu eftir hraðaupphlaup, þar sem þeir voru að refsa okkur eft- ir mistök í sóknarleiknum." - Hver var munurinn á þess- um leik og leiknum ytra? „Leikurinn gegn þeim úti þró- aðist allt öðru vísi og var miklu hraðari. Þar náðum við að halda í við þá framan af fyrri hálfleik þar til staðan var 33-33. Þá náðu þeir mjög góðum leikkafla og tókst að sigla framúr, en við gáf- umst þó aldrei upp. Menn unnu betur saman, náðu að hitta miklu betur og til dæmis skoruð- um við 13 þriggja stiga körfur. Íléikhtiíti í'fjTfádagVár hittn- in skelfileg, eða aðeins um 31 prósent, sem þýðir að aðeins um eitt af hverjum þremur skotum ratar rétta leið. Það er ekki nógu gott.“ - Hvað þaifað laga fyrir leik- inn gegn Litháum á rnorgun? „Það er auðvitað sóknarleikur- inn sem þarf að laga. Það kom í ljós í leiknum gegn Bosníu- mönnum að það vantar töluvert upp á samæfinguna. Við erum að æfa of lítið saman og þegar tdð fáum á okkur svona griðarlega sterka vörn, sem menn eru alls ekki vanir hér heima, þá lendum við í vandræðum. Þessi lið eru Iíka með hávaxnari leikmenn í öllum stöðum, þó þeir séu kannski ekki margir upp á 2,10 metra eða þar vfir og það nýta liðin sér. Leikurinn gegn Litháum er okkar síðasti leikur f keppninni og breytir í raun engu um okkar stöðu í riðlinum. Litháarnir eru aftur á móti í hörkubaráttu váð Króata um annað sætið og verða þess vegna að standa sig. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að við erum að sþilá gégri þ'eirh béstu 'í Evrðþú og t.d. hefur Bosnía bæði unnið Litháa og Króata tvisvar í keppn- inni, þannig að þarna voru engir aukvisar á ferðinni. Aðalatriðið hjá okkur er að menn geri sitt besta og þeir hafi gaman að þessu.“ - Hvaða möguleika hafa þessi lið á að komast í úrslitakeppn- ina? ' „Bosníumenn voru þegar bún- ir að tryggja sig í úrslitin fyrir leikinn gegn okkur. Það er líka ljóst að annað liðið í riðlinum mun fylgja þeim í úrslitakeppn- ina, sem verða þá annað hvort Litháar eða Króatar og svo fer það eftir lokastöðunni í riðlun- um hvort þriðja liðið fer líka áfrarn." - Ertu húinn að velja liðiðfyr- ir morgundaginn og eigum við von á breytingum? „Það verður æfing hjá okkur í kvöld (í gærkvöld) og eftir hana mun ég tilkynna hópinn. Það er spurning hvort Teitur Örlygsson verður tilbúinn í slaginn og ef hann treystir sér að spila þá kemur hann mjög líklega inn í hópinn. Okkur veitir ekkert af m’ðnnúm feins ög hóríúm, sfem' geta tekið af skarið.“ - Mæta Litliáar með sitt sterkasta lið og hver verður þín dagskipun? „Þeirra sterkasti Ieikmaður, Arvitas Sabones, sem spilar með Portland í NBA-deildinni kemur örugglega ekki, enda er hann bundinn hjá sínu liði. Þeir eiga þar fyrir utan mjög hávaxna leik- menn og til dæmis Zukauskas, sem er 2,18 m á hæð, er rosaleg- ur varnarmaður og blokkeraði ein tíu skot á móti okkur í fyrri leikn- um. Annars er hvergi veikur hlekkur hjá þeim í liðinu og mér fannst eftir fyrri umferðina þeirra lið það sterkasta í riðlinum. Hvað varðar Ieikskipulagið þá verðum við að leggja áherslu á gegnumbrotin. Við verðum að reyna að brjótast í gegn og gefa boltann síðan aftur út á lang- skytturnar. Þessi lið eru farin að þekkja okkur og vlta að við eig- um góðar langskyttur. Þess vegna munu þeir reyna að koma í veg fyrir að við náum skotum utan af velli. Annars munum við í þessum síðasta leik leggja mest upp úr leikgleðinni og að menn fái 'að ríjöfa'sm."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.