Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 5
■igggjg
FÖSTVDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 - 5
FRÉTTIR
HLutabréfamarkað-
ur miunkaði í fvrra
Velta á hlutabréía
markaði drógst sam-
an 1998, í fyrsta sinn
frá því viðskipti
hófust á Verðhréfa-
þingi.
„Eftir samfellt skeið mikillar
veltuaukningar á árunum 1993-
97, drógst árleg velta hlutabréfa
á Verðbréfaþingi íslands (VÞÍ)
saman um rúmlega 4% á síðasta
ári,“ segir í Hagtölum Seðla-
bankans. Skýringarnar á sam-
drættinum segir Seðlabankinn
margar, m.a.: „Viðskiptahættir
þingaðila voru ófullnægjandi að
því leyti að virka viðskiptavakt
skorti. Þetta breyttist upp úr
miðju ári enda tók þá velta við
sér. Skortur var á hlutabréfum
frá nýjum aðilum lengst af árinu
auk þess sem markaðsaðilar
héldu að sér höndum og biðu
einkavæðingar ríkisbankanna.“
Deyfð framanaf
Seðlabankinn segir þróun veltu
og verðs hlutabréfa um margt
sérstaka á árinu og greina megi í
henni tvenn kaflaskil. Deyfð ein-
kenndi fyrstu fjóra mánuðina.
Veltan minnkaði um
helming m.v. sömu
mánuði árið áður og
verð lækkaði nokkuð.
Með vorinu birti til og
sumarið einkenndist
af líflegri veltu og 17%
hækkun úrvalsvísitöl-
unnar á Qórum mán-
uðum. Haustið ein-
kenndist síðan af vax-
andi veltu og árið end-
aði með meiri desem-
berveltu en nokkru
sinni áður í einum
mánuði, tæplega 2,5
milljörðum. Það dugði
þó ekki til að vega upp
deyfðina framan af ár-
inu. Yfir árið í heild
hækkaði úrvalsvísital-
an um tæplega 10%.
Ekki hættulega stór Þe/'r sem versla með hlutabréf komust að því í fyrra að skortur var á nýjum bréfum.
ennþá --------------------------------------------------
Seðlabankinn segir
miklar sveiflur í gengi hlutabréfa
geta haft nokkur áhrif á þjóðar-
búskapinn. „Hlutabréfaverð get-
ur verið gagnlegur mælikvarði á
stöðu og efnahagslega þróun,
þar sem jafnan er horft til fram-
tíðar við verðlagningu hluta-
bréfa. I sumum tilfellum geta
sveiflur í hlutabréfagengi ýtt
undir hagsveiflur og er nýleg
efnahagsþróun í Japan dæmi um
það. Þessi hætta er þeim mun
meiri sem heildarskuldir í hag-
kerfinu eru hærri. Hérlendis
hefur hlutabréfamarkaður til
þessa ekki verið nægilega stór til
þess að hafa umtalsverð áhrif á
þjóðarbúskapinn, en hann hefur
verið ört vaxandi undanfarin ár.“
Seðlabankinn segir þá breytingu
hafa orðið á síðari árum að hlut-
ur hlutabréfa í eignasafni ein-
staklinga og stofnanafjárfesta
hafi stóraukist jafnframt því sem
einstaklingum sem fjárfest hafa í
hlutabréfum hafi stórfjölgað.
- HEI
Bremsad á bjór-
auglýsingamar
Hæstiréttur er ósammála undirrétti varðandi heimildir manna til að aug-
lýsa bjór.
Frá afhendingu verðlaunanna.
Meimingar-
verðlaun DV
í 21. sinn
Menningarverðlaun DV voru af-
hent í 21. sinn í gær og hlutu
eftirtaldir verðlaun: Sigfús
Bjartmarsson í bókmenntum,
Sigurður Gústafsson í listhönn-
un, Gísli Sæmundsson og Ragn-
ar Olafsson í byggingarlist, Sin-
fóníuhljómsveit Islands í tónlist,
Sigurður Guðmundsson í mynd-
list, Agúst Guðmundsson í kvik-
myndagerð og Elva Osk Olafs-
dóttir í Ieiklist. Verðlaunagripur-
inn var „Svif“ eftir Gunnar
Arnason myndhöggvara.
Bankamir
alryja
Samband íslenskra viðskipta-
banka telur að bankaleynd hafi í
raun verið aflétt með dómi Hér-
aðsdóms Reykjavíkur nýlega þar
sem Landsbankanum var gert að
veita Ríkisskattstjóra upplýsing-
ar um innistæður, vexti og af-
dregna staðgreiðslu fjár-
magnstekjuskatts 1.347 við-
skiptamanna bankans. Stjórn
sambandsins ákvað í gær fyrir
hönd banka og sparisjóða að
áfrýja til Hæstaréttar dómi Hér-
aðsdóms.
Hæstiréttur hefur
snúið við niðurstöðu
undirréttar frá síð-
asta ári, þar sem Jón
Snorri Snorrason hjá
Ölgerð Egils SkaUa-
grímssonar var sýkn-
aður fyrir hrot á lög-
um gegn áfengisaug-
lýsingum.
Hæstiréttur dæmdi Jón Snorra
sekan og er honum gert að greiða
1,5 milljóna króna sekt í ríkis-
sjóð. Þar með hafa lögregluyfir-
völd fengið „línuna", ótvirætt
fordæmi um að bannað sé að
auglýsa áfengi.
Jón var ákærður fyrir að hafa
birt bjórauglýsingar á flettiskilti,
í dagblaði og í útvarpi. Hæstirétt-
ur taldi að Jón bæri ábyrgð á birt-
ingu auglýsinganna og að þær
brytu í bága við ákvæði áfengis-
laga um bann við áfengisauglýs-
ingum. Hvorki var fallist á að
bannið fæli í sér brot gegn
stjórnarskránni né 10. gr. mann-
réttindasáttmála Evrópu, enda
væri „ljóst að tilgangur bannsins
væri að vinna gegn misnotkun
áfengis og þeim vandamálum
sem af henni hljótast11.
I auglýsingum ölgerðarinnar
frá sumri 1997 til febrúar 1998
var auglýst að nú væri Egill sterk-
ur. Hæstiréttur taldi vafalaust að
auglýsingar njóti verndar ákvæða
stjórnarskrár og mannréttinda-
sáttmála. „Enda er hér um að
ræða tjáningarform, sem hefur
mikla þýðingu í nútímaþjóðfélagi
við upplýsingamiðlun til almenn-
ings. Þær skipta og máli fyrir
fjárhag Qölmiðla og hafa þar með
áhrif á það hvernig þeir sinna
hlutverki sínu.“ Hins vegar segir
Hæstiréttur að alkunna sé „að
ofneyslu áfengis fýlgja vandamál
af ýmsum toga, sem meðal ann-
ars varða allsherjarreglu, siðgæði
og heilsu. Hafa þau í för með sér
mikla byrði fyrir þjóðfélagið í
heild“. Taldi Hæstiréttur nægj-
anlega ljóst að tilgangur lög-
gjafans með banni á áfengisaug-
lýsingum væri sá að vinna gegn
misnotkun áfengis og þeim
vandamálum, sem af henni hljót-
ast. Fræðilegar athuganir bendi
til þess að áfengisauglýsingar
hafi áhrif til aukinnar drykkju,
ekki síst meðal )Tigri aldurshópa.
Jón Snorri var vegna auglýsing-
anna á flettiskilti og í dagblöðum
í nokkur skipti því dæmdur til að
greiða 1,5 milljóna króna sekt í
ríkissjóð og til að greiða máls-
kostnað, yfir hálfa milljón króna.
- FÞG
Dánarbú fær
tryggingarfé
aflient
Hæstiréttur hefur fellt þann
dóm að fasteignakaupandi eigi
að greiða 15,8 milljóna króna
tryggingarfé inn í dánarbú vegna
vanefnda á kaupsamningi.
Hannes Gíslason seldi Krist-
jáni Sverrissyni helming fast-
eignar í nóvember 1996 og
skyldi kaupverðið m.a. greiðast
með tveimur íbúðum sem voru í
smíðuin. Fasteignin var afhent
\ib gerð samningsins, en íbúð-
irnar skyldi afhenda í júlí 1997. 1
kaupsamningnum um fasteign-
ina var ákvæði um skyldu Krist-
jáns til að leggja fram tryggingar-
fé, sem vera skyldi í vörslu lög-
mannsins Sigurbjarnar, til trygg-
ingar því að Kristján efndi skyld-
ur sínar um greiðslu með íbúð-
unum. Ibúðirnar voru ekki af-
hentar og krafðist dánarbú
Hannesar heitins þess að fá
tryggingarféð afhent. Staðfest
var niðurstaða héraðsdóms um
að vegna vanefnda mannsins
ætti dánarbúið rétt á að fá trygg-
ingarféð greitt. Dánarbúið fær
að auki 800 þúsund króna máls-
kostnað. - FÞG
Hæstaréttarhúsið.
Bætur vegna ólög-
mætrar uppsagnar
Hæstiréttur
hefur stað-
fest með
dómi að
Svæðis-
skrifstofa
málefna
fatlaðra á _______
Suðurlandi
eigi að
greiða Elsu Jónsdóttur 1,6 millj-
ónir króna vegna ólögmætrar
uppsagnar úr starfi forstöðu-
manns vinnustofu fatlaðra á Sel-
fossi.
Hæstiréttur komst að þeirri
niðurstöðu að áminning sem Elsa
fékk með vísan til samskiptaörð-
ugleika hefði ekki verið sett fram
með lögmætum hætti. Verulegur
vafi var talinn leika á því, hvort
henni hefði verið kynnt, að til
stæði að áminna hana og hverjar
ástæður gætu legið til áminning-
ar. Þá var ekki fallist á að Elsa
hefði f starfi brotið gegn hlýðni-
skyldu sinni, með því að hún
neitaði að framfylgja umdeildum
starfsreglum.
Með bréfi 18. apríl 1997 var
Elsu sagt upp störfum með
þriggja mánaða fyrirvara, en
áminninguna fékk hún í febrúar.
Þar var sagt að hún væri veitt
vegna ámælisverðrar háttsemi
gagnáfrýjanda í starfi forstöðu-
manns, hún sögð vera gefin
vegna skorts á vilja til samstarfs,
sem kæmi meðal annars fram í
því, að hún neitaði að hlýða lög-
mætum fyrirmælum yfirboðara
og sinna nauðsynlegu samstarfi
við samstarfsaðila.
Elsa var 55 ára er hún missti
starf sitt, og hafði hún um nær-
fellt 17 ára skeið unnið við um-
önnun fatlaðra, þar af síðustu tíu
árin sem forstöðumaður vinnu-
stofunnar á Selfossi. Elsa krafðist
3,4 milljóna króna bóta, en fær
1,6 milljónir, auk 600 þúsund
króna málskostnaðar. - FÞG