Dagur - 26.02.1999, Qupperneq 2

Dagur - 26.02.1999, Qupperneq 2
2 - FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 rD^tr FRÉTTIR Þótt landsmenn verðu öllum sínum vökutíma - 16 stundum á sólarhring - fyrir framan útvarps- eða sjónvarpstækið kæmist því enginn yfir að hlusta eða horfa á nema rúmlega 4% af öllu dagskrárefni sem stöðvarnar senda út okkur til fróðleiks og/eða skemmtunar. Medal-Jóniim nær 1-2% útsends efhis Sjö sjónvarps- og 22 út- varpsstöðvar sendu dag- lega út rúmlega 355 stimdir af efni árið 1997 - nær tífalt meira áratug áður. Árið 1997 þurftu Islendingar sem vildu hlusta á útvarp eða horfa á sjón- varp orðið að velja á milli 29 stöðva, eða nær 10 sinnum fleiri en 1984, þegar valið stóð á milli aðeins 3ja stöð- va; tveggja útvarpsstöðva og einnar sjónvarpsstöðvar, sem sendi út rúma fjóra tíma á dag, samkvæmt skýrslum Hagstofunnar. Fyrstu einkastöðvarnar komu 1986 en 1997 áttu landsmenn orðið 7 sjónvarpsstöðvar og 22 út- varpsstöðvar til að velja á milli. Þessar stöðvar sendu þá samtals út 130.000 stundir, eða að jafnaði kringum 356 stundir að meðaltali hvern einasta sól- arhring ársins. Meðaljón nær aöeins 1-2% útsendinga Þótt landsmenn verðu öllum sínum vökutíma - 16 stundum á sólarhring - fyrir framan útvarps- eða sjónvarps- tækið kæmist enginn yfir að hlusta eða horfa á nema rúmlega 4% af öllu dag- skrárefni sem stöðvarnar senda út okk- ur til fróðleiks og/eða skemmtunar. Og þeir sem aðeins hlusta/horfa 3-4 stundir á dag (þ.e. á annað en vídeóið) ná einungis að njóta um 1% alls þess útvarps/sjónvarpsefnis sem þessir miðlar bjóða okkur. Menningin vikið fyrir samfélagsmálæði Utsendingartími beggja rása Ríkisút- varpsins hefur verið óbreyttur í áratug, ríflega 18 stundir á dag á Rás 1 og 24 stundir á Rás 2. En þó nokkrar til- færslur hafa orðið milli dagskrárliða. Efni fyrir börn og unglinga hefur t.d. styst um helming á áratugnum. Um- fjöllun um bókmenntir og listir hefur dregist saman um 1/3 (í tæpa 2 tíma á dag) frá því hún náði hámarki árið 1994. Útvarpsleikrit fá líka um fjórð- ungi minni tíma en framan af áratugn- um og trúmálin skroppið saman um 1/6 á sama tíma. I staðinn fáum við nú þriðjungi meira af efni um samfélags- mál og af fræðslu- og heimildaefni (á Rás 1). Tónlistarskammturinn á Rás 1 er aftur á móti óbreyttur síðasta ára- tuginn, kringum 7 klukkustundir á dag. Helsta breytingin á Rás 2 er sú að „afþreyingar- og skemmtiefni" hefur komið í staðinn fyrir endurflutning á efni Rásar 1 í næturútvarpi og hlutur íþrótta hefur aukist umtalsvert. En óbreytt er að 3/4 allra útsendinga Rás- ar 2 flokkast sem „tónlist og samfé- lagsmál“. fflutur RÚV tæp 15% Það var áríð 1986 sem við eignuðumst fyrstu einkareknu útvarps- og sjón- varpsstöðvarnar samkvæmt skrám Hagstofunnar. Önnur einkasjónvarps- stöðin bættist við 1992, þrem árum síðar urðu þær fimm og árið 1997 átt- um við orðið 6 einkasjónvarpsstöðvar, eða alls 7 sjónvarpsstöðvar. Útsend- ingartími Ríkissjónvarpsins hefur rúmlega tvöfaldast á þessu tímabili, í um 9 stundir að jafnaði á dag, sem að- eins eru um 20% sjónvarpsútsendinga á landinu. Af samanlögðum tíma út- varps- og sjónvarpssendinga var hlutur Ríkisútvarpsins kominn niður fyrir 15% árið 1997. hei FR É T TA VIÐTALIÐ í pottinum heyrist af því að sjómenn og aðrir séu miMð að vclta fyrir scr að íylgja for- dæmi Vestfirðinga og róa einn daglvor- í byrjun maí - tll að mótmæla göllum í kvótakerf- inu. Þorsteinn Pálssson hefur sem kunugt er fagnað þessu og sagt það liið bcsta mál cf memi minnl á þann rétt allra íslend- inga að mega veiða sér f soðið. Er fullyrt f pottinum að þessi orð sjávarútvcgsráðherra hafi hleypt nokkru kappi í memi sem virðist ætla að sldla sér f þvf að mót- mælin breiðist út um allt land.... En það cr ckki víst að Þorsteiim Pálsson veröi eins ánægður með málið ef almemi þátttaka verður í þess- um vciðum. Ekki er óeðlUegt að áætla yfir Icngri tíma að allt að 30 kUó af fiski sé eðlilegur skammtur fyrir manninn „að vciða sér í soðið“ - miðað við að incnn frysti megnið af þcssu tU bctri tfma. Ef þátttakan yrði almemi í þcssu og veiðamar yrðu sem nemur 30 kíló- um á mann er magnið fljótt að hlaðast upp. Ef 100.000 landsmeim tækju þátt væri verið að tala um 3 þúsmid toim og ef þorri þjóðaimiar tæki þátt gætu þetta orðið um 6 þúsund tomi!!!!.. Það vakti talsverða athygli í pottinum að Guömundur Bjamason umhverfisráðherra cr veöurtepptur í Austurríki, þar sem hann hugðist fara á sklði. Pottverjar voru sam- mála um að það hafi koinið sér ágætlega fyrir Guðmund að vera þama úti á meðan Kyoto fannfergið gengi yfir hér heima. Það cr haft fyrir satt að Guðinundur sé veralega upp á kant við félaga sína í rfldsstjómiiini í þessu máli eins og fyrri yfirlýs- ingar lians hafi gcflð til kynna og þvf cins gott fyrir haim að vera í burtu, þar scm fyrir lægi að hami var 1 eins manns mimiihluta.... Þorsteinn Pálsson. GunnarS. Bjömsson stjómatformaðuríbúðalánasjóðs Fasteigtiasölum ogfrétta- mönnum hefur orðið tíðrætt um vandræði tbúðalánasjóðs við af- greiðslugreiðslumats og lána þaðsemaferári. Aldrei borist annar eins fjöldi umsókna - Ætlar þetta engan enda að taka? „Það hefur tekið enda, því við höfum nú komist í gegnum þetta allt saman, síðast 120 umsóknir núna um helgina. Frá ára- mótum hafa verið skráðar hérna 580 um- sóknir. Af þeim hafa 350 verið endanlega afgreiddar. Oafgreiddar eru 70 umsóknir vegna nýbygginga, sem taka aðeins lengri tíma, og síðan 160 umsóknir vegna vönt- unar á ýmsum fylgiskjölum. Og bankarnir hafa núna tekið við greiðslumatinu. Hjá þeim er hins vegar talsverður bunki, sem ég held að þeir vinni sig út úr núna í vikunni. Og allt sem síðan kemur tilbúið frá þeim með greiðslumati, það afgreiðum við á 1-2 dögum.“ - Átti ekki líku allt að vera komið í lag fyrir tveim vikum? „Greiðslumatskerfið okkar strandaði þá einu sinni enn og komst eiginlega ekki í gagnið fyrr en um miðja síðustu viku. Bilan- irnar voru vegna þess að tölvukerfið okkar var svo fullt fyrir að þegar farið var að bæta við það vinnslu frá öllum bönkunum og láta þá vinna inni í því með greiðslumatsforritið þá læstist það bara og lokaði sér. Nú er búið að kaupa nýja vél fyrir greiðslumatsforrit- ið.“ - Hafa umsóknir verið fleiri en áætlað var? „Miklu fleiri. Á fundi með bönkunum núna í vikunni fengum við fyrst vitneskju um hvað raunverulega er mikið af umsókn- um í gangi í bönkunum, sem enn hefur ekki komið til okkar. Líklega hefur því aldrei frá upphafi húsbréfakerfisins komið annar eins fjöídi umsókna á jafn skömmum tíma og núna í janúar og febrúar, jafnvel hátt í 900 á hálfum öðrum mánuði. Fasteignasalarnir virðast því hafa verið duglegir að dæla þessu út í kerfið." - Þeir kvarta líka hástöfum um seina- gang? „Þeir ættu ekki að þurfa þess öllu lengur. Raunar virðist mér að þeir hafi nú verið nokkuð fljótir að gleyma. Fyrir ekkert löngu síðan var allt upp í 6 vikna bið í þessu kerfi. En það er bara svo, þegar tekið er upp nýtt kerfi og reynt að gera það betur úr garði fyr- ir viðskiptavinina, þá tekur eðlilega alltaf nokkurn tfma að þjálfa fólk og koma slíku í fullan gang.“ - Illar tungur segja að ykkur gangi h'tið netna lielst um helgar? „Málið er að þessar helgar sem við höfum tekið til að grynnka á umsóknunum hafa allir getað einbeitt sér að þessu. Og þegar ekkert annað tefur, enginn sími eða fyrir- spurnir, þannig að fólk hefur frið til að vinna og getur einbeitt sér að einu verki þá afkastar það allt að þrefalt til fjórfalt meira en það kemst yfir á virkum dögum þegar það þarf að vinna allt annað samtímis." - Eru viðbótarlánin líka kotnin tfullan gang? „Nei þau eru ekki komið nógu vel af stað. Að vísu mismunandi eftir húsnæðisnefnd- unum. Þetta gengur mjög vel í Kópavogi. En hérna í Reykjavfk virðist ennþá einhver tregða. Mér sýnist húsnæðisnefndin hér ennþá dálítið föst í gamla kerfinu. Annars er þetta held ég í Iagi.“ - Líst ykkur vel á nýju láninfrá Lands- bankanum? „Okkur lýst út af fyrir sig ágætlega á þau. Á hinn bóginn á ég eftir að sjá að þetta gangi allt saman upp. Að það verði t.d. hægt að spila á vaxtabótakerfið eins og þeir eru þarna að gera, því það var tæpast hugsað á þann hátt sem Landsbankinn er að útfæra það. Kannski fínnst manni verst í því efni, ef verið er að Ieiða fólk inn í eitthvert kerfi sem síðan stenst ekki. Þá er verið að koma aftan að fólki - og það gengur ekki.“ HEÍ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.