Dagur - 26.02.1999, Side 1

Dagur - 26.02.1999, Side 1
Samfylkmg fær 13 viðbótamullj ónir Brotthvarf þingmaima úr Kvennalista og Al- þýöuhandalagi skeröir ekki hliil llokkaiuia af 136 milljóna króna útgáfustyrk. Guðný Guðbjörnsdóttir tekur hlut Kvennalistans af útgáfu- styrkjum til stjórnmálaflokkanna með sér yfir í Samfylkinguna eða um 6,7 milljónir króna. Hlutur Alþýðubandalagsins rýrnaði ekki við brotthvarf fjögurra þing- manna flokksins. AIls „græðir" Samfylkingin um 13 milljónir króna á hinum breyttu reglum vegna tilfærslu 6 þingmanna. Jó- hanna Sigurðardóttir tekur að auki með sér allan hlut Þjóðvaka inn í Samfylkinguna eða um 9,8 milljónir, en þangað eru þing- menn Þjóðvaka allir komnir hvort eð er. Uthlutun útgáfustyrkja fer fram einu sinni á ári, í byrjun árs, og voru 136 milljónir króna til úthlutunar fyrir skömmu. Sam- kvæmt nýjum viðmiðunarregl- um, sem samþykktar voru að nóttu til fyrir ------- ■ . ,v iwwy þingslit um sið- • ustu jól, er mið- að við kjörfylgi hvers stjórn- málaflokks í síð- ustu alþingis- kosningum og taka reglurnar því ekkert tillit til þeirra miklu breytinga sem orðið hafa á skipan þing" flokka á kjör- tímabilinu. Breytingarnar voru gerðar að tillögu nefndar sem annast úthlutun útgáfu- styrkjanna og Kjartan Gunnars- son, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, er formaður yfir. Þegar þær voru samþykktar síð- asta daginn fyrir þingslit í desem- ber urðu miklar deilur um málið, þar sem ljóst þótti t.d. að þing- Guöný Guðbjörnsdóttir: 6,7 millj- óna króna útgáfustyrkur Kvenna- listans fylgir henni. flokkur óháðra fengi ekki krónu. 1 honum eru þrír fyrrum þing- menn Alþýðubandalagsins og óháðra og nú tvær þingkonur Kvennalistans og hefði flokkur með slfkan þing- styrk væntanlega fengið um 11 milljónir. Hlutfallslegur hlutur þeirra átti að vera um 10,8 milljónir, en að samkomulagi varð að þing- flokkur óháðra fengi helming- inn eða 5,4 millj- ónir. Það skerðir ekki hlut hinna, því „sárabótin" kemur af sérstakri fjárlagaheirnild íjármálaráðherra. Aðrir stjórnmálaflokkar skiptu með sér 136 milljónum króna samkvæmt kjörfylgi frá 1995. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 37,1% eða 50,5 milljónir. Framsóknar- flokkurinn fékk 23,3% eða 31,7 milljónir. Alþýðuflokkurinn fékk 11,4% eða 15,5 milljónir. AI- þýðubandalagið fékk 14,3% eða 19,4 milljónir. Þjóðvaki (Jó- hanna) fékk 7,2% eða 9,8 millj- ónir og Kvennalistinn (Guðný) fékk 4,9% eða 6,7 milljónir króna. Þess ber að geta að breyt- ingar á skipan flokka hafa lítil áhrif á svokallaðar greiðslur fyrir sérfræðiaðstoð, þar sem 46,7 milljónir komu til skiptanna yfir árið. Þingmenn óháðra vildu láta fresta breytingunum þar til eftir nýjar kosningar til Alþingis, en bæði nefnd Kjartans og ekki síst þingmenn Alþýðubandalagsins og Samfylkingarinnar almennt þrýstu á um framkvæmd hinna nýju reglna. Þær þýddu enda að styrkur Alþýðubandalagsins rýrn- aði ekkert þótt Steingrímur J. Sigfússon, Hjörieifur Guttorms- son og Ogmundur Jónasson yfir- gæfu flokkinn og sömuleiðis þýddi þetta „yfirráð" Jóhönnu Sigurðardóttur yfir útgáfustyrk Þjóðvaka og Guðnýjar yfir út- gáfustyrk Kvennalistans. — FÞG íslands- mót í „strippi“ Efnt verður til fyrsta Islandsmóts sögunnar í erótískum dansi í kvöld á Þórscafé. Fimm stúlkur af höfuðborgarsvæðinu munu þar sýna nekt sína, en þetta árið gáfu engir karlmenn sig fram. Keppendur þurfa að vera með íslenskan ríkisborgararétt og vinningshafinn fer á Evrópumót- iði í erótískum dansi í Danmörku. „Eg held ég geti lofað stórkost- legri keppni. Stelpurnar leggja sig allar rosalega fram,“ segir yfirþjónninn á Þórscafé. Stúlk- urnar eru á aldrinum 19-25 ára, en auk þess koma fjórir erlendir dansarar fram. Framkvæmdastjóri Þórscafés, segir að dæmt verði eftir stíl, förðun, hreyfingum, tónlistar- vali, súludansi og fleira. „Þetta verður mjög listrænt. Þær fara ekki úr nærbuxunum." Kynnir verður Rósa Ingólfsdóttir. — BÞ Frá aðalæfingu dansara sem keppa um íslandsmeistaratitilinn I erótískum dansi á Þórscafé í kvöld. - mynd hilmar Úli H. Þórðarson segir að farsíma- bann I bílum bíði betri tíma. Farsíma- bann í bið Stjómarfrumvarp til laga um bann við notkun handfarsíma í akstri verður ekki lagt fram á Al- þingi að þessu sinni. Nefnd sem var dómsmálaráðuneyti til að- stoðar við gerð frumvarpsins hafði skilað því af sér og m.a. hafði ráðherra kynnt það í ríkis- stjórn. Það sem koma skal Oli H. Þórðarson, framkvæmda- stjóri Umferðarráðs, segir að þetta frumvarp muni væntanlega bíða betri tíma. Hann telur næsta víst að stjórnarliðar hafi þurft að skoða málið betur. Hann er þó á því að jörð og him- inn muni ekki farast þótt einhver bið verði á því að frumvarpið verði afgreitt sem Iög frá Alþingi. Hins vegar sé þetta áformaða bann við notkun handfarsíma það sem koma skal. I því sam- bandi minnir hann á að ná- grannalöndin séu að taka þetta upp hvert á fætur öðru og því að- eins tímaspursmál hvenær það verður gert hér á landi. Óviðunandi Framkvæmdastjóri Umferðar- ráðs segir að ástandið í þessum málum sé með öllu óviðunandi. Menn séu að tala í farsíma í tíma og ótíma í umferðinni, með aðra hönd á stýri. Það skapar óþarfa hættu í umferðinni, bæði vegna þess að ökumenn tapa einbeit- ingu auk þess sem stjórn öku- tæksins sé ekki sem skyldi. Hann segir að samkvæmt frumvarpinu væri ekki gert ráð fyrir neinum refsiákvæðum vegna brota á ákvæðum laganna fyrsta árið sem þau væru í gildi. Hugsunin á bak við það sé að gefa ökumönn- um góðan aðlögunartíma til að venjast þessari breytingu á hegð- an sinni f umferðinni. — GRH Afgreiddir samdægurs Venjulegir og demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI - SÍMI 462 3524 wemm&œ exmess EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.