Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 10
10-FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999
AlMjur
SMÁAUGLÝSINGAR
Konur athugið
Konur athugið, við þurfum að huga vel
að sál og líkama. Vítamínin frá Karemor
hafa reynst mér og fjölskyldu minni svo og
öðrum mjög vel.
Ef þú hefur áhuga endilega hafðu sam-
band við mig í símum 462-2816 og 899-
3540, Sóley.
Húsnæði óskast_______________
Eldri kona óskar eftir einstaklingsíbúð á
Akureyri eða herbergi með aðgangi að
eldhúsi og baði frá 1. mars. Reglusemi og
skilvisum greiðslum heitið. Upplýsingar í
síma 461 4025 eða 854 8063.
Kirkjustarf
Hallgrímskirkja
Orgelandakt kl. 12.15-12.30. Orgelleikur,
ritningarlestur og bæn.
Langholtskirkja
Opið hús kl. 11-13. Kyrrðar- og bænastund
kl. 12.10. Eftir stundina er boðið upp á
súpu og brauð.
Laugarneskirkja
Mömmumorgunn kl. 10-12.
Fella- og Hólakirkja
Opið hús fyrir unglinga á laugardögum kl.
21.
Skattframtal
Takið eftir
Bókhalds- og framtalsaðstoð fyrir einstak-
linga og fyrirtæki.
Athugið að mögulegt er að senda nauðsyn-
leg gögn i pósti.
Saga viðskiptaþjónustan ehf.
Kaldbaksgata 2,
600 Akureyri
Símar 462-6721,899-1006
Heimasíða: est.is/-saga
Veiðileyfi
Sala veiðileyfa á silungasvæði Svartár er
hafin. Hús fylgir.
Uppl. í síma 452-7163.
Einnig örfáir dagar í júní í Blöndu.
Uppl. i síma 452-7119.
Bílar
Til sölu Subaru 1800, 4x4, árg. 91.
Uppl. í síma 421-5915.
Oskast keypt
Óska eftir að kaupa notað píanó á Akureyri
eða nærsveitum. Staðgreiðsla. Upplýsingar
gefur Birgir í síma 460-6113, 461-3777, 898
-3300
Sjónarhæð Akureyri
Unglingafundir á föstudagskvöldum kl.
8.30. Á mánudögum kl. 18 verða fundir fyrir
drengi og stúlkur.
Hjálpræðisherinn Akureyri
Fatamarkaður alla föstudaga milli kl. 10 og
17 í húsi Hjálpræðishersins að Hvannavöll-
um 10.
Minningarkort Krabbameinsfélags Akur-
eyrar og nágrennis eru seld á eftirtöldum
stöðum: Blómabúðinni Akur, Blómabúð Ak-
ureyrar, Blómaval, Bókabúð Jónasar, Bók-
val, Möppudýrinu og íslandspósti.
Minningarspjöld Sambands íslenskra
kristniboðsfélaga fást hjá Pedromyndum,
Skipagötu 16.
Minningarspjöld Zontaklúbbs Akureyrar
fást í Bókabúð Jónasar, Hafnarstræti og
Blómabúðinni Akri, Kaupangi.
Hornbrekka Ólafsfirði.
Minningarkort Minningarsjóðs til styrktar
elliheimilinu að Hornbrekku fæst i Bókvali
og Valbergi, Ólafsfirði.
Minningarspjöld Hríseyjarkirkju fást í
Bókabúð Jónasar og Blómabúðinni Akri.
ÍHotlahúsið Glæsir
Skógarhlíð 43, 601 Akureyri
fyrir ofan Byggingavörudeild KEA
Tökum alhliða þvotf
allt írá útsaumuðum dúkum
og gardínum til vinnu- og
skíðagalla
461-1735 og 461-1386
Opið frá 12 -18 virka daga
Sækjum - sendum
ÖKUKEHNSLH
Kenni á Subaru Legacy.
Tímar eftir samkomulagi. Útvega námsgögn.
Hjálpa til við endurnýjunarpróf.
ingvar Björnsson
ökukennarí frá KHÍ Akurgerði 11 b, Akureyri
Sími 899 9800 Heimasími 462 5692
Hin fullkomna næringarvara
Viö erum nr. 1 og erum aö taJka heiminn meö trompi!
Láttu þér líða vel á líkama og sál!
Auðveld leið tál að grennast. Höfum einnig frábærar
snyrtivörur og glænýja förðunarlínu.
Allt 100% náttúruleg vara.
Persónuleg ráðgjöf og þjónusta.
Visa/Euro. Sendum í póstkröfu. S:8691643 og
8691514. E-mail stp@here.is
FRETTIR
Frá kynningu á niðurstöðum rannsókna á samræmdum grunnskólaprófum þar sem leitað var ástæðna fyrir mis-
mun á meðaleinkunnum á milli skóla.
Réttu foreldramir
ímdirstaða árangurs
Miumr á meðaleiuk-
iiiiu in í samræmdiim
prófum milli skóla
skýrist að 2/3 af hlut-
falli háskólamenut-
aðra í skólahverfinu.
„Eg hef aldrei séð svona sterka
fylgni í félagsfræðilegum gögn-
um,“ sagði Guðbjörg Andrea
Jónsdóttir, forstöðumaður þró-
unarsviðs Fræðslumiðstöðvar
Reykjavíkur, sem kynnti niður-
stöður rannsókna á samræmdum
grunnskólaprófum, þar sem leit-
að var að hvaða þættir skýrðu
mismunandi meðaleinkunnir
milli skóla. í ljós kom að hlutfall
háskólamenntaðra íbúa í skóla-
hverfinu skýrði um 2/3 af munin-
um á meðaleinkunnum í sam-
ræmdu prófunum. Meðal-
einkunn var 5,90 í hverfum þar
sem yfir 30% íbúanna eru há-
skólamenntaðir en 4,69 í hverf-
um þar sem háskólamenntaðir
eru undir 15% íbúanna. Mikil
fylgni fannst einnig með skrópi
nemenda og lægri meðalein-
kunn. En hvort boðið var upp á
mikla eða litla námsaðstoð og
námshraða, hvort kennarar eru
karlar eða konur, ungir eða gaml-
ir og svo framvegis skipti litlu.
Gríðarleg stéttaskiptmg
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri sagðist með þessari
rannsókn hafa fengið staðfest-
ingu á tvennu sem hana raunar
grunaði. I fyrsta Iagi að börn
komi „misnestuð“ í skóla, hvað
varðar félagslega aðstöðu, sem
reyna þurfi að vinna gegn. Og í
annan stað „hvað hverfi borgar-
innar eru orðin stéttaskipt". Veki
það spurningu um það hvernig
staðið hafi verið að skipulagsmál-
um.
Rannsóknin, sem er BA-verk-
efni Elsu Reimarsdóttur og Hild-
ar Svavarsdóttur, leiddi í ljós
gríðarlegan mun á menntunar-
stigi einstakra skólahverfa, sér-
staklega í hlutfalli háskóla-
menntaðra, sem voru allt frá
41% allra uppkominna íbúa í
hverfi Hlíðaskóla niður í aðeins
4% í Fellaskólahverfi.
Háskólaborgarar halda sig
saman
I Voga-, Háteigs-, Hvassaleitis-,
Haga- og Hlíðaskólahverfi eru
meira en 30% íbúanna háskóla-
menntaðir og meðaleinkunn
nemenda á samræmdum prófum
10. bekkjar var 5,90 á sl. vori. í
Austurbæjar-, Alftamýrar-,
Laugalækjar-, Réttarholts-,
Húsa- og Árbæjarskólahverfi eru
26-30% íbúanna með háskóla-
próf og meðaleinkunnin var
5,44. I Hólabrekku-, Selja-,
Folda-, Öldusels- og Langholts-
skólahverfi hafa 16-25% íbúanna
lokið háskólaprófi og meðaleink-
unn var 5,30. I Fella-, Breið-
holts-, Hamra- og Rimahverfi
eru minna en 15% íbúanna há-
skólamenntaðir og meðaleink-
unn í samræmdu prófunum var
þar 4,69 á sl. vori.
Vonar að nýtt lánakerfi lagi
nokkuð
Síðast töldu hverfin einkennast
af Fjölda félagslegra eignaríbúða.
Borgarstjóri telur þá stéttaskipt-
ingu sem framangreindar tölur
lýsa mjög óæskilega. Betra sé að
íbúarnir blandist betur, Iíkt og
raunar eigi sér stað í miðju-
hverfum borgarinnar. Sagðist
Ingibjörg m.a. binda vonir við að
breytt kerfi félagslegrar aðstoðar
til íbúðakaupa geri að verkum að
sá hópur sem hennar nýtur dreif-
ist betur um borgarhverfin í stað
þess að vera safnað saman í sér-
stök hverfi. -HEI
Ingólfur fékk 100.000
króna afslátt
Hæstiréttur hefur staðfest sak-
fellingu undirréttar gegn Ingólfi
Margeirssyni rithöfundi vegna
þáttar hans í Esra-málinu svo-
kallaða. Hæstiréttur lækkar þó
sektargreiðslu Ingólfs úr 450 í
350 þúsund krónur og verður
sekt Ingólfs þá hin sama og hjá
Esra Péturssyni lækni, sem ekki
áfrýjaði sínum dómi.
Hæstarétti þótti að sakfelling-
in væri samrýmanleg ákvæðum
stjórnarskrár og alþjóðlegra
mannréttindasáttmála um tján-
ingarfrelsi. „I málinu eru ekki í
húfi neinir slíkir hagsmunir, sem
réttlætt geti að gengið sé svo
harkalega á friðhelgi einkalífs
eins og hér var gert með því að
birta ummæli þau, sem ákært er
fyrir,“ segir í niðurstöðu Hæsta-
réttar.
I undirrétti voru Esra og
Ingólfur Margeirsson: Sök hans í
Esra-máiinu var staöfest en sekt
\ hans iækkuð.
%
Ingólfur dæmdir til fésekta, en
þeir voru fundnir sekir um að
hafa brotið gegn friðhelgi einka-
lífs og Esra fyrir brot gegn þagn-
arskyldu lækna. Brotið fólst aðal-
lega í bókarköflum um Áslaugu
Jónsdóttur, fyrrum konu Esra.
Vegna þessara brota við útgáfu
bókarinnar „Sálumessu syndara"
fékk Ingólfur 450 þúsund króna
sekt, sem nú hefur verið lækkuð,
en Esra 350 þúsund króna sekt.
Undirréttur mat það til þyng-
ingar hjá Ingólfi „að hann gerði
sér grein fyrir því að brot hans
gæti raskað tilfinningum barna
Áslaugar Jónsdóttur". Dómar-
arnir þar töldu að brot ákærðu
gegn persónufriði og einkalífi Ás-
laugar heitinnar Jónsdóttur væri
„stórfellt og siðferðislega mjög
ámælisvert. Þá er á það að líta að
brotið er framið í tengslum við
útgáfu bókar sem ætla verður að
varðveitist lengi". Hæstiréttur
taldi ekki ástæðu til að mismuna
sakborningunum og jafnaði út
sektinni. -FÞG
■ i ■■ s .