Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 6

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 6
ÞJÓÐMÁL XWt~ Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: elías sn/eland jónsson Aðstoðarritstjóri: birgir guðmundsson Framkvæmdastjóri: marteinn jónasson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG soo 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: í.soo KR. Á mánuði Lausasöluverð: iso KR. OG 200 kr. helgarblað Grænt númer: 800 7080 Simbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Símar auglýsingadeildar: (REYKJAVíK)563-i615 Ámundi Ámundason (AKUREYRD460-6191 G. Ómar Pétursson OG 460-6192 Gréta Björnsdóttir Netfang auglýsingadeildar: omar@dagur.is Simbréf ritstjórnar: 460 6i7i(AkUREYRl) 551 6270 (REYKJAVÍK) Aukin álirif íslands í fyrsta lagi Skýrsla Halldórs Ásgrímssonar, utanríkisráðherra, til Alþingis staðfestir að undir hans forystu hefur íslensk utanríkisþjón- usta eflst verulega. Rödd Islands heyrist nú víðar og markviss- ar á alþjóðavettvangi en áður. Ráðherrann hefur aukið veru- lega tengslin við ýmsar þær fjölþjóðlegu stofnanir þar sem um- ræður um mikilvægustu málefni jarðarbúa fara einkum fram. Þar eru einnig teknar ákvarðanir sem skipta okkur, eins og aðr- ar þjóðir, mildu máli. Það er erfitt verk fyrir litla þjóð að gera sig gildandi á þessum vettvangi, en það hefur samt tekist í vax- andi mæli. í öðru lagi Sérstaklega er athyglisvert hvað Islendingar sinna nú betur en áður baráttu hinna fátækari þjóða heims fyrir mannréttindum og réttlátari hlutdeild í hinni sameiginlegu jarðarköku. Fram- lög til beinnar aðstoðar á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Islands hafa verið stóraukin og nema 234 milljónum króna á þessu ári. Til stendur að opna skrifstofu sendifulltrúa í Mós- ambík vegna aukinna verkefna í þeim heimshluta. Island tek- ur einnig í vaxandi mæli þátt í þróunarsamvinnu á vegum al- þjóðastofnana. Á sama tíma er með skipulegum hætti tekið á móti flóttafólki hér á landi á hverju ári. Þetta er rétt stefna, því Islendingar eru með ríkustu þjóðum heims. í þriðja lagi Það skiptir miklu máli fyrir smáþjóð að taka virkan þátt í starf- semi þeirra alþjóðastofnana sem áhrif hafa á gang heimsmál- anna. Rödd Islands þarf að heyrast. En það er ekki síður mik- ilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér rétt skilaboð á al- þjóðavettvangi. Þótt stjórnmálaflokkar skiptist ekki lengur í harðvítugar fylkingar vegna stefnunnar í utanríkismálum, er verulegur ágreiningur um hver eigi að vera afstaða íslands til einstakra mála, nú síðast hvort og hvenær rétt sé að gerast að- ili að Kyoto-bókuninni. Ljóst er að það verður eitt af þeim mál- um sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til í vor. Elias Snæland Jónsson Lán lántakandans Það er að bresta á alvöru sam- keppni í húsnæðislánabrans- anum, sem er mikið lán fyrir lántakendur. Páll Pétursson félagsmálaráðherra er ekki fyrr búinn að skipa samráðherra sinn í forstjórastólinn hjá Ibúðalánasjóði, en allt verður logandi vitlaust í samkeppni. Guðmundur Bjarnason kemst þó ekki til að hætta sem ráð- herra strax og má ekkert vera að því að stjórna Ibúðalána- sjóðnum, fyrir utan það að vera veðurtepptur í Austurríki á skíðum. Guðmundur ráð- herra er hins vegar ekki talinn eins mikilvægur og t.d. Jón Olafsson í Skíf- unni, sem rauf sína einangrun með því að leigja sér þyrlu. Þverpólitísk sam- staða er hins vegar um að spara þjóð- inni þyrlukostnað undir Guðmund, enda er hann ágæt- ur fréttaritari íyrir íslensku fjölmiðl- ana. Eldar slökktir I millitíðinni eru menn að slökkva elda í hinni nýju stofn- un. Þar vinna menn sín mestu stórvirki á nóttunni og um helgar, þegar örlítið frí gefst frá átroðningi viðskiptavina. Nú þegar er Ibúðalánasjóður búinn að fá á sig ímynd lélegr- ar þjónustustofnunar og allir eru sannfærðir um að þar sé allsráðandi Iögmál kunnings- skaparins og flokkaráðninga. Það er talsvert afrek hjá ekki eldri stofnun. Sjálfsagt mun það taka Gunnar Stein eða einhvern annan ímyndarfræð- ing 2 ár og 20 milljónir að breyta þeirri ásýnd. Einhver V lán virðist íbúðalánasjóður þó ætla að veita og er meira að segja búinn að afgreiða þó nokkur nú þegar. Gallinn er bara sá að þetta eru ekki leng- ur hagstæðustu húsnæðislán- in ef marka má frétt í Degi í gær - og Garri tekur alltaf mark á því sem stendur í Degi. Hefnd Lands- bankans Veðdeild Landsbankans - sem missti sem kunnugt er stór verkefni til Ibúðalánasjóðs á Sauðárkróki - er nú ákveðinn í að hefna sín á Páli Péturs- syni og Ibúðalána- sjóði og er búinn að búa til svokallað heimilislán, sem er ekki eingöngu á svipuðum kjörum og húsnæðislán íbúðalánasjóðs heldur er hægt að fá líftryggingu í kaupbæti! Garra þykir einsýnt að ef Guðmundur ætlar á annað borð að hafa einhverja við- skiptavini þegar hann kemur til starfa, verði hann að bjóða eitthvað meira en eina líftrygg- ingu í kaupbæti. Hann gæti auðvitað boðið tryggingu á bíl- inn, flísar á baðið, eða afslátt á eldhúsinnréttingum. Allt myndi það heilla mann eins og Garra til að taka lán hjá Guð- mundi. En komi hann ekki færandi hendi er alveg ljóst að það tekur því varla fyrir hann að vera yfirleitt að byrja í nýja starfinu. Hann gæti þá allt eins gerst „full time“ fréttarit- ari í Austurríki. Áfyrrverandi alþýðu- bandalagsfólk að taka þátt í að greiða þær skuldir flokksins sem það stofnaði til ? Rannveig Guðmundsdóttir formaðurþingflohks Samfylkingarinn- ar. „Það fylgir því ábyrgð að vera í forystusveit fyrir stjórnmálaflokk. Það fylgja því skyldur á sama hátt og því getur oft fylgt upp- hefð. Mín skoðun er sú að þeir sem saman ákveða að bera ábyrgð, hvort sem það er að stofna til skuldbindinga eða á annan hátt að taka á sig skyldur, þeir hinir sömu eigi að bera þá ábyrgð sem fylgir. í þeirri upp- stokkun í stjórnmálum sem nú á sér stað hlýtur það að vera um- hugsunarefni ef fámennur hópur forystumanna í stjórnmálaflokki situr eftir með mildar skuldbind- ingar á meðan aðrir ganga frá skuldunum, áhyggju- og ábyrgð- arlaust." Haukur Már Haraldsson fy. formaðurkjördæmisráðsAlþýðu- bandalagsfélaga í ReykjavOt. „Það má alveg líta á slíkt sem sanngirniskröfu að þeir sem stofna til skulda og ábyrgða á vegum samtaka og félaga taki þátt í að greiða þær skuldir. Sem flokksmanni sem hefur gengið í persónulegar ábyrgðir fyrir skuldum flokksins finnst mér það blóðugt að sjá menn geta þvegið hendur sínar með því að ganga úr flokknum og skilja okk- ur hin eftir í súpunni." GARRI ODDUR ÓLAFSSON skrifar Stjórnmálaflokkarnir eru að mestu leyti á opinberu framfæri. Þeir eru styrktir af aflafé ríkis- sjóðs, sem eru skattpeningar, og hafa nokkuð umleikis til að aug- lýsa ágæti sitt. Framlögin fara eftir þingstyrk og er Sjálfstæðis- flokkurinn þannig þyngsti ómag- inn á ríkissjóði og er flokknum sjaldnast fjár vant. Aðrir baslast einhvern veginn áfram stóráfalla- laust, að minnsta kosti á yfirborð- inu, nema Alþýðubandalagið, sem er að kikna undir skulda- bagganum. Er formanni flokksins legið mjög á hálsi fyrir skuldseiglu og heimtað að gerð verði grein fyrir skuldastöðunni. Margrét Frí- mannsdóttir hefur verið sein til svars, en er nú loks farin að bíta frá sér. Hún tók við vondu búi og skuldbindingum sem flokkur hennar ræður ekki við. Hún bendir á að forveri hennar sé ekki krafinn sagna en óreiðan og Nýir flokkar, nýjar kennitölur skuldasöfnunin nái Iengra aftur í tímann en formannsferill hennar. Hún spyr jafnframt hver sé ábyrgð manna sem notið hafa framlaga til flokksins, en yfirgefa hann og stofna til annarra fram- boða og byija þar með hreínt borð en skilja skuldasúpuna eftir hjá gamla flokknum. Fleiri bítast Það er ekki nýtt að bit- ist sé um ómagafram- lögin til þingflokka. Þær voru ekkert billeg- ar, kvennaflokkskon- urnar, þegar fór að molna út úr þeirra flokki. Það kostaði ákveðni og hörð átök þegar þær áttu að fara að skipta með sér peningaupphæðum og var reynt að halda fast í og sleppa engu. Helmingur þingflokks Alþýðu- bandalagsins er nú hlaupinn í annan þingflokk, skuldlausan, og aðrir eru að hætta stjórnmálaaf- skiptum. Eftir situr Margrét og er komin með sitt fámenna Iið í enn einn þingflokkinn, en eftir sitja skuldirnar. Flokksskrif- stofa Alþýðubandalags- ins er ekki lengur til og ekki sýnist liggja ljóst fyrir hver hefur pró- kúru þess flokks sem ekki er orðinn annað en hólf í prófkjörum eðalkratanna. Skuldimar hverfa Ef þeir forystusauðir Alþýðubandalagsins sem stofnuðu til óvið- ráðanlegra skulda og hafa notið framlaga til flokksins með ýmsum hætti, geta kastað öllum skuldum á bak við sig, eins og Jesú syndum þeirra sem for- ldárast til nýrrar trúar, ætti Mar- grét Frímannsdóttir að geta það líka. Hún segir sig einfaldlega úr Alþýðubandalaginu eins hinir, sem færa sig um set í grænt fram- boð, suður á Álftanes, í Fram- sóknarflokkinn eða til Winnipeg. Þeir losna við allar skuldakröfur og enginn krefur þá svars um óreiðuna sem þeir hafa stofnað til. í viðskiptalífinu tíðkast sú að- ferð að skipta um kennitölur þeg- ar fyrirtæki fara að ganga illa. Gjaldþrotin og skuldirnar fylgja gömlu kennitölunni og hægt er að byrja upp á nýtt með þeirri nýju og slá ný lán og blómstra á meðan þau endast. Margréti ætti ekki að vera vandara en öðrum stjórnmálafor- ingjum allaballa að skipta um flokk, embætti og kennitölu. Þá verða hennar vandamál úr sög- unni og Landsbankinn hefur af- skrifað annað eins og nokkrar kosningabaráttur. Margrét er ekki eini skuldarinn. Steingrímur J. Sigfússon fonnaðttrVG ogfy. þingmaðurAlþýðu- bandalags. „Þeir sem fara með forsvar fyrir stjórnmála- flokki bera ábyrgð á fjár- málum hans, eignum og skuldum, tekj- um og útgjöldum. Þannig hefur það verið og verður væntanlega áfram.“ Sigrídur Jóhannesdóttir þingmaðurAiþýðubandalags. „Eg myndi telja æskilegt að sem flestir tækju þátt í því að borga skuldir flokksins. Þrátt fyrir allt eru þessar skuldir Alþýðubandalagsins í dag ekki eins skelfilegar og fyrir um ári síðan og ef að margir tækju höndum saman, hvort sem þeir eru núverandi eða fyrrverandi al- þýðubandalagsmenn - eða þá velviljað fólk gagnvart okkar mál- stað - þá ætti að vera yfirstígan- legt að vinna á þessu."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.