Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 26.02.1999, Blaðsíða 8
8-FÖSTUDAGVR 26. FEBRÚAR 1999 FRÉTTASKÝRING StórauMn un samstarf við íslenskar rannsókn- arstofur og sérfræðinga. Island mun fyrir hönd Norðurlandanna sækjast eftir setu í stjórnarnefnd FAO á næsta ári og utanríkis- ráðuneytið ætlar að senda sér- stakan fulltrúa til Rómar. Ný skrifstofa á Akirreyri Norrænt samstarf hefur ávallt verið þýðingarmikill hluti utan- ríkisstefnunnar en samstarf Norðurlanda á sviði utanríkis- mála er „miklu nánara en áður“, sagði Halldór. Aukin rækt hefur verið lögð við samstarf á grann- svæðum undanfarin ár og eiga öll norrænu ríkin aðild að Barents- ráðinu, Eystrasaltsráðinu og Norðurskautsráðinu. Það síðast- nefnda fæst við umhverfisvernd og sjálfbæra þróun á norðurslóð- Norrænt samstarf hefur ávallt verið þýðlngarmiklll hluti utanríkisstefnunnar en samstarf Norðurlanda á sviði utanríkismála um og samþykkti í fyrrahaust áætlun um aðgerðir um verndun hafsins. Til að vinna að því verð- ur m.a. opnuð skrifstofa á næst- unni á Akureyri. Aðild eða ekki aðild Drjúgum hluta skýrslu sinnar varði utanríkisráðherra í auð- linda- og umhverfismál enda hagsmunir landsins á því sviði miklir. Hann lagði áherslu á að Islendingar yrðu að fylgjast með og gæta hagsmuna sinna í stór- aukinni umræðu um ofveiði og mengun á höfunum. Hann varði þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skrifa ekki undir Kyoto sam- komulagið um verndun loftslags- ins enda hefði undirritun verið „til þess fallin að veikja tiltrú við- semjenda okkar á því að sérstakt tillit til verulegra hlutfallslegra áhrifa einstakra verkefna á heild- arlosun hér á landi sé forsenda fyrir aðild Islands að bókuninni eins og íslensk stjórnvöld hafp lýst yfir allt frá lokum Kyotoráð- stefnunar,“ sagði Halldór. | En þótt hann telji ekki vænlegt til árangurs að berjast fyrir hags- munum Islands innan frá - meþ aðild að Kyoto - á það ekki við um ■ Iir\. VALGERÐUR ■ JÓHANNS DÓTTIR .-ík i\ SKRIFAR Umsvif utanríMsþjón- ustunnar hafa aukist mjög á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka. Utanríkisráðherra telur þó nauðsynlegt að gera enn betur til að tryggja hag íslend- inga í vaxandi alþjóða- væðingu. Því verður tæpast haldið fram að metnaðarleysi hafi einkennt störf utanríkisráðuneytisins á kjör- tímabilinu hvað svo sem mönn- um annars kann að finnast um stefnuna í einstökum málum eða ágæti einstakra verkefna. Umsvif Islendinga á alþjóðavettvangi hafa aukist umtalsvert undanfar- in ár og háleit áform uppi um frekari landvinninga á því sviði. Nýtt sendiráð hefur verið stofnað í Helsinki og sendiráð í Japan og Kanada eru á teikniborðinu. Tvær nýjar fastanefndir hafa tek- ið til starfa og Islendingar hafa augastað á sæti í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna og í Mann- réttindaráðinu í Genf svo nokkuð sé nefnt. „Eitt mikilvægasta markmið ís- lenskrar utanríkisstefnu er að tryggja sess og hagsmuni Islands í hinni hnattrænu þróun sem nú á sér stað á sviði öryggismála, við- skiptalífs og efnahags-, félags- og þróunarmála. Að þessu hefur ver- ið unnið markvisst síðastliðin tjögur ár,“ sagði Halldór Asgríms- son þegar hann flutti þingheimi árlega skýrslu utanríkisráðherra í gær. Utanríkisumsvif Islendinga eru mest í norrænu samstarfi, vax- andi Evrópusamstarfi, aðildinni að Atlantshafsbandalaginu og Sameinuðu þjóðunum og á öllum vígstöðvum eru Islendingar að reyna að gera sig meira gildandi. Islenskur hermálafulltrúi hefur tekið til starfa hjá Atlantshafs- bandalaginu. íslensk fastanefnd hefur komið sér fyrir hjá Evrópu- þinginu í Strassborg og í næstu viku verður opnuð á ný skrifstofa fastanefndar Islands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (OSE). Islendingar hafa einnig tekið virkari þátt í starfi ÖSE undan- farið en áður var. Ríkisstjórnin ákvað á sínum tíma að leggja eft- irlitssveitum þess í Kosovo til allt að 4 starfsmenn og eru tveir Is- lendingar þegar komnir þangað, geðhjúkrunarfræðingur og upp- Iýsingafulltrúi. Islendingar hafa einnig komið að friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna og þar eru þrír íslenskir lögreglu- menn að staðaldri og einnig heilsugæslusveit. Tímamótaákvörðim Þátttaka þessar pínulitlu þjóðar í friðargæslu er sögð hafa vakið talsverða athygli á alþjóðavett- vangi en íslensk stjórnvöld ætla ekki að láta þar við sitja í barátt- unni fyrir friði í henni veröld. „Friður og öryggi er það dýr- mætasta sem menn eiga, eins og við Islendingar sem höfum notið friðar og öryggis um langan aldur þekkjum vel. Okkur ber skylda til að leggja okkar af mörkum til þess að aðrar þjóðir geti notið þess sama. Öryggisráð SÞ gegnir Iykilhlutverki í varðveislu friðar í heiminum og þarf að takast á við ótrúlega erfið og flókin viðfangs- efni. Akvörðun ríkisstjórnarinnar sl. haust um að stefnt skuli að framboði til öryggisráðsins mark- ar tímamót í alþjóðasamstarfi Is- lendinga. Hún sýnir vilja okkar til að axla ábyrgð til jafns við aðrar þjóðir við að Ieysa mörg viðkvæm- ustu vandamál samtíðarinnar," sagði utanríkisráðherra en taka ber fram að það verður væntan- lega ekki fyrr en 2010 sem full- trúi Islands sest í Öryggisráðið. Meira í þróunaraðstoð Þróunarstarf Islendinga hefur verið aukið á ýmsum sviðum. Framlög til Þróunarsamvinnu- stofnunar voru aukin um þriðj- ung á þessu ári og til stendur að styrkja starf hennar enn frekar með því að opna skrifstofu sendi- fulltrúa í Mosambik. Framundan er að efla sam- vinnu Islendinga og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (FAO) í Róm. Innan tíðar verður undirritaður samningur við stofnunina um Stærra hlutverk í vömum Starfshópur um varnar- og öryggismál íslands leggur til að kannaðar verði leiðir til þess að Islendingar geti axlað stærra hlutverk í vörn- um landsins, einir eða í samstarfi við önnur ríki, þar á meðal á sviði Iöggæslu, varna gegn hryðjuverkum, almannavarna og eftirlits á haf- inu í kringum landið. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð var fram á Alþingi í gær. Jafnframt er lagt til að þátttaka íslands í friðargæslustörfum verði reglubundinn Iiður í starfi ríkisins að öryggismálum. Starfshópur- inn vill einnig að efld verði þátttaka Almanna- varna ríkisins í störfum almannavarnanefndar Atlantshafsbandalagsins. Kannað verði hvort það þjóni hagsmunum Islands að taka þátt í aljóðlegum herlögreglusveitum NATO í Bosn- íu og Hersegóvínu. Hópurinn telur að efla beri tengsl íslands við utanríkispólitískan umræðuvettvang ESB og að gera þurfi samstarfssamning EUROPOL til að tryggja skilvirka aðild íslands að sam- starfi um lögreglumál og útlendingaeftirlit. Innra öryggi Þá Ieggur hópurinn til að kannaðir verði möguleikar á hagnýtri þátttöku landsins í nor- rænum friðargæslu- og björgunaræfingum með aðild Eystrasaltsríkjanna, og sérstaklega hvort til greina komi að varðskip Landshelgis- gæslunnar taki reglulega þátt í þeim. Einnig segir hópurinn brýnt að gæslan hafi yfir að ráða mannskap og tæki til að slæða tundur- dufl. Síðast en ekki síst telur starfshópurinn að meta þurfi þær raunverulegu hættur sem ís- landi, stjórnkerfi og mannvirkjum, stafi af hermdar- og hryðjuverkastarfsemi. „Með auk- inni ábyrgð íslands á alþjóðavettvangi, t.d. með hugsanlegri aðild að öryggisráði Samein- uðu þjóðanna í framtíðinni, kynni athygli mis- jafnra stjórnmálaafla að beinast að íslandi á annan hátt en íslendingar hafa vanist. Huga þarf sérstaklega að innra öryggi í landinu í fyr- irsjáanlegri framtíð,“ segir í skýrslunni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.