Dagur - 26.02.1999, Page 1

Dagur - 26.02.1999, Page 1
„Mig langar til að bæta það sem mérfinnst að þuifi að bæta íþessu litla samfélagi okkaríHáskólanum en ég er ekki að renna hýru augu til landsmálapólitíkurinnar, “ segir Amfríður Henrýsdóttir. Arnfríður hefur ekki neinar ákveðnar skoðanir á kvótakerfinu eða öðru slíku. Það eru fyrst og fremst hagsmunir stúd- enta sem brenna á henni. „Stúdentaráð hefur þann tilgang að starfa að hagsmun- um okkar stúdenta fyrst og fremst: Þarna er verið að fjalla um mál sem brenna á okkur öllum; lánasjóðsmál, aðbúnað í Há- skólanum, aðgengi og að það hafi allir að- gang að Háskólanum óháð stétt og stöðu." Eins og fram hefur komið í fréttum hélt Röskva meirihluta sfnum í ráðinu í stúd- entaráðskosningum á miðvikudaginn, hef- ur 12 fulltrúa af 22. Arnfríður Henrýs- dóttir, nemi í Iaeknisfræði, skipaði baráttu- sætið á listanum. Dræm þátttaka var í kosningunum. Dellt um keisarans skegg Arnfríður segir skýringuna vera þá að stuðningsfólk Röskvu hafi hugsað sem svo að það þyrfti ekkert að mæta, Röskva ynni hvort eð er. Hún segist hafa talað við er- lenda stúdenta frá Svíþjóð og Hollandi og þeim hafi fundist rúm 40 prósenta þátt- taka vera há tala, úti væri þátttakan í sam- bærilegum kosningum um 10 prósent. Fylkingarnar greinir helst á í Lánasjóðs- málum, þar sem Vaka vill gera stúdentum kleift að taka viðbótarlán á hærri vöxtum, en Röskva leggur áherslu á að fá grunn- framfærsluna hækkaða. Arnfríður segir skylduaðild að stúdentaráði vera deilu um keisarans skegg. „Stúdentaráð er mjög öflugur málsvari stúdenta. Ef réttur er brotinn á stúdent- um þá eiga þeir þarna vísan bakhjarl þar „Mitt lífsmottó er að allir eigi að gera það sem þá iangar til. Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðraður, “ segir Arnfríður Henrýsdóttir. sem að þú getur leitað aðstoðar. Ef það er ekkert fjármagn á bak við svona ráð kem- ur það af sjálfu sér að það myndi veikja alla starfsemi þess. Mjög mikil umræða var um frumvarp menntamálaráðherra til nýrra laga um há- skólann. 50 breytingartillögur við þetta frumvarp, sem voru allar samþykktar í Há- skólaráði, voru samþykktar af Vöku líka.“ Báðir fætur á jörðinui Arnfríður segir að galdurinn við það að geta sinnt stúdentapólitíkinni samhliða erfiðu námi sé sá að skipuleggja tíma sinn. Hún segist ekki hafa sinnt neinu öðru síð- ustu þrjár vikurnar en starfi fyrir Röskvu. Nú taki námið við um helgina og próf á mánudaginn. „Eg verð nú seint kúristi, en það var að sjálfsögðu vel lesið fyrir jól, af því að það eru fjöldatakmarkanir í læknisfræðinni, svokallaður „numerus clausus". Það geng- ur ekki fyrir mig að lesa myrkranna á milli. Það verður að brjóta þetta upp með ein- hverri dægradvöl inn á milli. Eg skrepp í bíó og heimsóknir til vina minna og kunn- ingja. Mér finnst gott að vera með báða fætur á jörðinni. Eg fann ekki fyrir miklu stressi í haust en ákvað að njóta þess hvernig sem færi. Ég held að það að lesa frá 7-8 á morgnanna til 12 á nóttinni geri það að verkum að maður klárar batteríin og verði ekki eins hress f prófum þegar þau koma. Eg fann að ég naut þess sem ég var Iesa og þetta var akkúrat það sem mig langaði að gera þannig að allt umfram var bara plús. Það var ekkert til þess að fara á taugum yfir. Það var góður hópur fólks sem komst í gegnum prófin með mér.“ Hún segir það Iíka hafa verið góðan hóp sem fór inn í stúdentaráð og það gefi starf- inu gildi. Það vakti athygli í haust að allir topparnir í stúdentaráði voru kvenkyns en núna hefur Pétur Maack sest í stól fram- kvæmdastjóra. Arnfríður segir að kynja- hlutfallið milli deilda í háskólanum sé skrýtið, hún segir að ef stráka langi í hjúkrunarfræði eða stúlkur í verkfræði þá eigi þau að gera það. „Mitt lífsmottó er að allir eigi að gera það sem þá langar til. Það verður hver að fljúga eins og hann er fiðr- aður,“ segir Arnfríður. — PJESTA Ljosabunaðup BOSCH Bílavarahlutir TRIDONfe Bílavarahlutir Hillukerfi Olíusfur Vinnuvelar Bílaperur PROmeML Verkfæri, efnavara og rekstrarvörur Rafmagnsvörur Verslun “ Vatnshosur Hosuklemmur Tímareimar Kúplingsbarkar og og strekkjarar undirvagnsgormar. Bensíndælur Topa vökvafleygar Bensínlok vigtabúnaður Bensínslöngur Purrkublöð Álbarkar Rafmagnsvarahlutir Lágmúla 9 • Sími: 533 2800 • Fax: 533 2820 BOSCH verkstæðið aðkeyrsla frá Háaleitisbraut varahlutir Þjónustumiðstöð í hjarta borgarinnar

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.