Dagur - 26.02.1999, Page 4

Dagur - 26.02.1999, Page 4
20-FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR 1999 DagjLur LÍFIÐ í LANDINU UMBUÐA- LAUST lllugi Jökulsson skrifar Vofa gengur nú Ijósum logum um veröldina; hræðileg forynja, komin frá Japan, staðráðin í að leggja í rúst hvaðeina sem á vegi hennar verður, hún svífst einskis í grimmd sinni og ofsa. Eg á ekki við Godzilla, enda var það skrímsli bæði saklaust og lítið í saman- burði við þá ófreskju sem nú gengur Iaus. Godzilla • var þrátt fyrir allt ekki meiri bógur en svo að ameríski herinn dugði til að ráða niðurlögum hennar. En þá forynju sem leikur nú lausum hala fær ekkert stöðvað; slóð eyðileggingarinnar er óslitin, hvar sem hún fer um.Þessi ófreskja heitir Kyoto-samkomulagið, og er ákaflega Iúmsk og óvenju harðsvíruð. Hún kemur í sauðargervi og hefur talið stórum hluta mannkynsins trú um að hún sé okkur vinveitt og vinsamleg; sé meirað segja komin til þess að hreinsa jörðina og gera hana lífvænlegri fyrir börnin okkar og barnabörn. Og margir hafa látið blekkjast. Stórar þjóðir og smá- ar þjóðir um víða veröld hafa gengið þess- ari ófreskju á hönd og sjá ekki hve hættu- Ieg hún er. Surtur fer sunnan og vá er fyrir dyrum. En þegar hættan er stærst er hjálpin næst. Einn hópur manna hefur séð í gegnum ófreskjuna, hefur séð að bak við vinalegt bros hennar leynast hvassar tennur og blóðþyrst tunga. Einn hópur manna hefur þjappað sér saman og snúist til varnar, þegar heimsbyggðin öll Iiggur varnarlaus fyrir fótum ófreskjunnar og meirað segja kallað sjálf yfir sig her- virki hennar. Einn hópur manna ætlar að verjast, fram í rauðan dauðann, yfirgangi Kyoto-samkomulagsins og þeirri ógnun sem það er við lífshætti okkar og ham- ingju. Einn hópur manna er tryggur og trúr - íslenska ríkisstjórnin. Viljiun við kveðja velferöarkerfid? Því íslenska ríkisstjórnin gerir sér grein fyrir hættunni. Þegar meirihluti mann- kynsins hefur látið blekkjast til að skrifa undir samning við ófreskjuna, og smáríki jafnt sem stórveldi ætla að undirgangast allskonar skuldbindingar í þeirri von að draga megi úr mengun í veröldinni - þá hefur íslenska ríkisstjórnin strax komið auga á kjarna málsins. Halldór Ásgríms- son kemur í viðtal í Sjónvarpinu og talar enga tæpitungu: Ef við skrifum undir Kyoto-samkomulagið þá getum við kvatt velferðarkerfið, við þurfum þá að lækka við okkur launin (nema náttúrlega laun alþingismanna sem eru hættulega Iág), og lífskjörin í landinu munu hrynja. Þetta sagði Halldór og auðvitað trúi ég honum. Halldór mundi aldrei Ijúga. Hall- dór mundi aldrei taka eiginhagsmuni fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Hann hlýtur að vera að segja satt. Það verður sviðin jörð, ef við höldum ekki vöku okk- ar gegn ófreskjunni frá Kyoto.Kvikmynd Hollywood um Godzilla og slaginn við það skrímsli verður eins og Ieikur að Iegó- kubbum miðað við stórmyndina um bar- áttuna gegn forynju Kyoto-samkomulags- ins sem einhvern tíma verður gerð. Sögu- þráðurinn er nú þegar klassískur. Smá- hópur af hetjum streitist við þegar skrímslið er alveg að sigra. Örlítill hópur hugprúðra manna býst til varnar þegar í óefni er komið og ófreskjan er hér um bil að sópa velferðarkerfinu út í hafsauga, berja niður launin okkar með hrammi sínum og tæta sundur lífskjörin með klónum. Fáeinir menn standa staðfastir og trúir þegar forynjan réttir að þeim penna með smeðjulegu flírubrosi og býðst til að hreinsa burt alla mengun úr veröldinni - nei, þeir skrifa ekki undir, sama hversu margir aðrir hafa látið und- an, sama hver þrýstingurinn verður - komi það sem koma vill, þeir skrifa ekki undir. Bruce VViIlis sjálfkjörmn Ó - þetta er svo hetjuleg sjón. Ég vona bara að stórmyndin um varnarbaráttu ís- lensku ríkisstjórnarinnar verði gerð fljót- lega, áður en Bruce Willis verður of gam- all til að Ieika Halldór Ásgrímsson, þegar hann geisist fram, þó svo hæglátur og yf- irvegaður, gegn ófreskjunni, til að verja „Þetta verður stórfengleg bíómynd, og Bruce Willis mun beinlínis fara á kostum, enda fær hann tækifæri til að bjarga heiminum rétt eina ferð- ina og nú í glæsilegu hlutverki Halldórs Ás- grímssonar. Og þarfsvo sem ekki mikið að leika, þvisvo ósvikinn er hetju- skapur Halldórs í vörn hans fyrir velferðarkerf- ið, “ segir lllugi. „ Guði sé því lof fyrir Halldór Ás- grímsson, og vitaskuld forsætisráðherra, sem leikinn verður afArnold Schwartzenegger." „...Mun vörn þeirra fé- laga gegn ófreskjunni lengi í minnum höfð, og svo staðfastri vörn getur ekki lokið nema með sigri; ófreskjan hlýtur að lokum að láta í minni pokann fyrir svo hugum- stórum og óttalausum verjendum. Og þegar við í ellinni njótum velferðar- kerfisins, hárra launa og glæsilegra lífskjara, þá vitum við hverjum ber að þakka - þótt loftið, það verði kannski dálítið fú!t.“ velferðarkerfi okkar, launin og lífskjör; það dettur hvorki af honum né drýpur en þó veit hann að hann er okkar eina von, láti hann hugfallast og skrifi undir, þá hrynur allt og þið munuð öll, þið munuð öll ... og svo framvegis. Og ósmeykur grípur hann sér í hönd vélbyssuna „Smæð landsins" og lætur vaða á skrímslið úr sprengjuvörpunni „Sérstaða Islands“.Ég get eiginlega varla beðið eftir að fá að sjá þessa stórmynd; dramatísk átök hennar og ægilega bardaga íslensku ríkisstjórnarinnar við ófreskjuna, að sjálf- sögðu kvikmyndað með öllum nýjustu tæknibrellunum. En þrátt fyrir mikilúð- legt söguefnið og þrátt fyrir allt það sem í húfi er - velferðarkerfið, Iaunin og lífs- kjörin - þá verður samt svigrúm fyrir gamansemi og léttúðuga klæki, svokallað „comic relief1; því svolítil bráðfyndin hliðarsaga í myndinni mun íjalla um til- raunir hinna hugprúðu verjenda í ís- Iensku ríkisstjórninni til að afla sér bandamanna gegn forynju Kyoto-sam- komulagsins, og þá ekki síst hjá því ágæta fyrirtæki Norsk Hydro, sem við vonum í lengstu Iög að muni reisa fallegt álver í íslenskum firði. Vínarbrauð og Júrósport Jafnvel eftir að Norsk Hydro er í rauninni runnið á rassinn, hætt við allt saman og búið að pakka niður teikningum af álveri á Reyðarfirði, þá neita hinir íslensku verj- endur að játa sig sigraða, því eigi skal haltur ganga meðan báðir fætur eru jafn langir. Það er sama hversu oft nafn- greindir forráðamenn Norsk Hydro neita því við fréttamenn að þeir ætli innan skamms að helja byggingu álvers á Aust- fjörðum, alltaf virðist íslensku ríkisstjórn- inni takast að snúa á skrímslið og finna aðra forráðamenn Norsk Hydro, sem eru einmitt að búa sig undir að taka sér ham- ar í hönd og helja bygginguna. Þetta get- ur orðið sprenghlægileg hliðarsaga við sjálf hin dramatísku átök við ófreskjuna. Mín kenning er sú að hinir hugdjörfu og kænu baráttumenn fyrir velferðarkerfinu og passlegri mengun á Austfjörðum hafi af byggjuviti sjálfir stofnað pappírsfyrir- tæki sem heiti til dæmis Norsk Hydrá, og hafi aðsetur í einu herbergi einhvers staðar til dæmis við Rauðarárstíg, og þar sitji daglangt maður sem étur vínarbrauð og horfir á Júrósport, og þegar síminn hringir og það eru áhyggjufullir Fram- sóknarmenn og íslenskir embættismenn og aðrir áhugamenn um álver og meng- un, þá hafi maðurinn það hlutverk eitt að segja með sterkum norskum hreim: „Jovfst, Norsk Hydrá hefur víst mikinn áhuga á að reisa álver á Islandi.“Áhyggju- fullum Framsóknarmönnum og íslensk- um embættismönnum og öðrum áhuga- mönum um álver og mengun verður rórra, og þeir láta ekki hugfallast, þó ófreskjan færist nær og nær - íslenska ríkisstjórnin stendur staðföst og Norsk Hydrá ætlar víst að reisa álver. Stillt var prútt hjartað Þannig mun íslensku ríkisstjórninni að lokum takast að vinna sigur á forynju Kyoto-samkomulagsins með samblandi af staðfestu, hugprýði og eitursnjöllum leik- fléttum. Þannig herjuðu hetjurnar, stillt var prútt hjartað. Þetta verður stórfengleg bíómynd, og Bruce Willis mun beinlínis fara á kostum, enda fær hann tækifæri til að bjarga heiminum rétt eina ferðina og nú í glæsilegu hlutverki Halldórs Ás- grímssonar. Og þarf svo sem ekki mikið að Ieika, því svo ósvikinn er hetjuskapur Halldórs í vörn hans fyrir velferðarkerfið. Guði sé því lof fyrir Halldór Ásgrímsson, og vitaskuld forsætisráðherra, sem leik- inn verður af Arnold Schwartzenegger, og sér marga leiki ófreskjunnar fram í tím- ann og er hvarvetna mættur að brjóta þá penna sem að okkur eru réttir svo Iymskulega, hvort við viljum ekki vera svo elskulegir að skrifa undir og þá muni loft- ið hreinsast. Mun vörn þeirra félaga gegn ófreskjunni lengi í minnum hofð, og svo staðfastri vörn getur ekki lokið nema með sigri; ófreskjan hlýtur að lokum að láta í minni pokann fyrir svo hugumstórum og óttalausum verjendum. Og þegar við í ell- inni njótum velferðarkerfisins, hárra launa og glæsilegra lífskjara, þá vitum við hverjum ber að þakka - þótt Ioftið, það verði kannski dálítið fúlt. Pistill Illuga varfluttur i morgunútvarpi Rásar 2 í gær.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.