Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 8
LÍFIÐÍLANDINUjZ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 BHÍ ' / Ríkinu að morgni bjórdagsins. Þessir félagar voru fyrstu bjórkaupendurnir, en fjöldi innlendra og erlendra fjölmiðlamanna var mættur á vettvang að fylgjast með þvíþegar íslendingar keyptu bjór síðan bannlögin frægu voru sett á árið 1912. Biðraðir voru fyrir utan Ríkið að morgni 1. mars 1989. 01 skrifar Ámánudag- inn kemur, 1. mars, eru liðin tíu frá bjórdeginum fræga. Bjór- inn var ekki lögleiddur hávaðalaust og þjóð og þing skiptust í þverpólítískar fylking- ar í málinu. En hver er reynslan af bjórnum og hefur svartagallsrausið um stanslaust bjórfyllerí ræst. Tæplega, en krakkarnir byrja þó fyrr að drekka. I stríðum straumum rann bjór- inn og á vertshúsum dansaði fólkið uppá borðum. Biðraðir voru fyrir utan Ríkið og Valgeir Guðjónsson söng slagarann um að hann héldi að hann gengi heim. Síðan eru Iiðin tíu ár. A mánudaginn kemur, 1. mars, er liðin réttur áratugur frá því bjór var lögleiddur hér á Iandi og all- ir máttu fara að kaupa bjór í Ríkinu. Það hafði þá verið bannað síðan bannlögin frægu tóku gildi árið 1912. Bjórdags- ins minnast margir vegna hinn- ar sérstöku hátíðarstemmningar sem ríkti í landinu þann dag. Ekki minna en 340 þúsund dós- ir af bjór seldust í verslunum ATVR fyrsta bjórdaginn, sem reyndar fór nokkuð friðsamlega fram - þó margir hefðu í langri umræðu um bjórmálið varað við slæmum afleiðingum af Iögleið- ingu hins gullna mjaðar. „Ég var engu að smygla" Bjórfrumvarpið svonefnda var samþykkt frá Alþingi 8. maí 1988. Um það höfðu þá staðið miklar umræður á Alþingi um hríð og í áraraðir úti í þjóðfélag- inu. - Segja má að bjórmálið hafi fyrst komist á hreyfingu um 1980 þegar Davíð Scheving Thorsteinsson kom með til landsins hálfan kassa af bjór. Tollverðir tóku ölið af honum umsvifalaust og málið fór í hart. Fram að því höfðu áhafnir flug- véla og skipa sem komu til landsins einar mátt hafa með sér bjór inn í landið. „Mér gramdist að dóttir mín sem var flugfreyja mætti hafa aratug með sér bjór inn í Iandið í krafti Þeir sem á móti bjórnum voru hliðar á hverju máli, en sumir þess að hún væri starfsmaður ákveðins fyrirtækis, en ég ekki af því ég starfaði annarsstaðar," segir Davíð Scheving Thor- steinsson. „Mér fannst að með þessu væri fólk ekki jafnt fyrir lögunum, enda voru engin ákvæði um slíkt í stjórnarskrá þegar ég fór að athuga málið. Þegar ég kom með bjórinn inn í landið var mér boðin dómsátt í smyglmáli, var sagður hafa gert tilraun til að smygla bjór inn í Iandið. Eg sagði tollvörðunum að ég væri engu að smygla, allir gætu séð að ég ætlaði að hafa með mér bjór einsog flugliðarnir gerðu og ég ætlaði að njóta sömu réttinda og þeir.“ - I framhaldi af þessu ævintýri Davíðs í Fríhöfninni gaf Sig- hvatur Björgvinsson, þá fjár- málaráðherra, út reglugerð þar sem sérheimildir flugliða og skipsáhafna í þessum efnum voru úr gildi felldar. Nú varð öll- um heimilt að kaupa bjór í Frí- höfninni. Upp frá þessu fóru svo dropar bjórsins að hola steininn. Almenn mannréttindi I hinni áralöngu bjórumræðu má sjá að þjóðin öll hafi skipt sér í fylkingar; á móti og með. óttuðust stórlega aukna dryklcju í landinu og ýmis ófyrirséð vandamál. Meðmælendur töl- uðu um að sjálfsögð mannrétt- indi væru að þjóðin mætti drekka bjór og töldu sjónarmið um að þjóðin yrði á stanslausu fyllerí fráleit. I umræðum um bjórmálið á Alþingi vorið 1988 tókust menn á af lífi og sál burt- séð frá flokkslínum; „...og því hvort þeir væru bindindismenn eða ekki,“ einsog einn þing- manna þessa tíma kemst að orði. „Rök okkar fylgismanna bjórs- ins voru þau að afar sérkenni- Iegt væri að fólk gæti keypt út í verslun sterka drykki en ekki þá veikari, svo sem bjór,“ segir Guðrún Helgadóttir, sem segist enn vera sömu skoðunar í bjór- málum og fyrir ellefu árum. Og hún kveðst ekki heldur frá því að vínmenning landans hafi skánað síðan bjórin var lögleidd- ur. - Ingi Björn Albertsson var einnig í liði bjórmanna. „Fyrir mér voru almenn mannréttindi að mega drekka bjór og síðan töldum við þetta líka mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna. Vissulega var tekist á í þessu máli og áhugaverðir fletir í umræðunni komu fram. Það eru alltaf tvær sáu skrattann upp um alla veggi. Töluðu um að þjóðin yrði á alls- herjar fylleríi. I dag sé ég ekki að bjórinn hafí haft neitt sér- stakt slæmt í för með sér“ „Carlsberg“ Kominn á vettvang Árni Gunnarsson, nú fram- kvæmdastjóri Heilsustofnunar NLFI, talaði stíft gegn bjórnum á Alþingi og lagði meira að segja til að málið færi í þjóðarat- kvæðagreiðslu. „Mikil verður ábyrgð þeirra manna sem koma þessu máli í gegnum hið háa Al- þingi,“ sagði Árni í þingræðu, sem vitnaði í ýmsar rannsóknir, innlendar og erlendar máli sínu til stuðnings. I dag kveðst Arni vera að sumu leyti kominn á aðra skoðun. I fjölþjóðlegu um- hverfi sé tæpast hægt að leyfa bjór í einu landi en banna í öðru. „Veruleikinn þarf að vera sá sami, ekki síst fyrir þjóð einsog okkur Islendinga sem ferðast mikið. Ef bjór fæst í einu landi verður hann líka að fást hér. Síðan hefur þetta líka bætt vínmenningu þjóðarinnar þannig að við sjáum menn kannski ekki eins „drullufulla" einsog við sáum þá áður,“ segir Árni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.