Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 9
 LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999- 25 „Sagði tollvörðum að ég væri engu að smygla, ég ætlaði að hafa með mér bjór einsog flugliðar gerðu, “ segir Davíð Scheving Thorsteinsson. Framganga hans í Fríhöfninni var steinn sem kom skriðu afstað. „Sérkennilegt að fólk gæti keypt út í verslun sterka drykki en ekki þá veikari, svo sem bjór, “ segir Guðrún Helgadóttir. Hún skipaði sér í röð helstu talsmanna bjórsins á Alþingi. Úumdeilt að bjórinn hefur orðið til þess að neysla áfengis íyngri ald- urshópum hefur aukist, segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlög- regluþjónn í Reykjavík. „Fólki þótti það mjög framandlegt að geta fengið öl afkrana, það varal- veg nýtt hér á landi, “ segir Guðvarð- ur Gíslason, veitingamaður. „Áhugi einkaframtaksins á að koma meira brennivíni ofan í þjóðina til þess að geta þénað á því er kominn á stjá, “ sagði Sverrir Hermannsson á Alþingi. Hann barðist kröftuglega gegn bjórfrumvarpinu. Sverrir Hermannsson, sem síðar átti eftir að gegna starfi „veislustjóra" í Landsbankanum, talaði einnig af hjartans sann- færingu gegn bjórnum. I þing- ræðu komst hann svo að orði á áliðnum vetri 1988: „Síðan ætla þeir að efla íslenskan iðnað sem annast framleiðslu á öli og gos- drykkjum. Að vísu er reynsla annarra þjóða sú að það stór- dregur úr drykkju gosdrykkja við framleiðslu og sölu á öli. Það er ekki stór keppur í þessari slátur- tíð. En gamli Carlsberg er auð- vitað kominn á vettvang og áhugi einkaframtaksins á að koma meira brennivíni ofan í þjóðina til þess að geta þénað á því er kominn á stjá,“ sagði þá- verandi þingmaður Austlend- inga. Bjórlíkið byrjaði á Gauknum Segja má að Islendingar hafi strax árið 1983 fengið forsmekk- inn að bjórnum. í nóvember það ár var veitingastaðurinn Gaukur á Stöng við Tryggvagötu í Reykjavík opnaður, þar sem var selt svonefnt bjórlíki. Það var pilsner blandaður saman við kláravín í hlutföllunum átján á móti einum. Þetta sló í gegn og veitingastaðurinn líka, sem segja má að hafi æ síðan verið Mekka bjórmenningar í landinu. Guð- varður Gíslason, sem var veit- ingamaður á Gauknum á þess- um tíma, segir að algjör spreng- ing hafi orðið þegar bjórlíkið kom til sögunnar og það hafi Iengi haldið miklum vinsældum. Og salan á bjórlíkinu var svo mikil að hún toppaðist ekki á bjórdeginum fræga. „Fólki þótti framandlegt að geta fengið öl af krana, það var alveg nýtt hér á landi,“ segir Guðvarður. Hann segir að mikið sé talað um hátt bjórverð hér á landi, en fyrir 0,3 Itr. á veitingahúsum er fólk gjarnan að greiða á bilinu 380 til 450 kr. Erlendis er gjarn- an greitt fyrir sama magn 350 kr. að viðbættu einhverju þjórfé, þannig að upphæðin er yfirleitt á mjög svipuðu róli hér heima og ytra, eða mjög nálægt því. „Síðan hefur bjórverð hér á Iandi ekki hækkað neitt stórkostlega á þessum tíu árum. I upp- hafi seldum við 0,3 lítra af bjór á 280 kr og nú er hann kominn í um 400 kr. Það finnst mér ekki mikil hækkun á þessum tíma,“ segir Guðvarð- ur og skýring- una telur hann vera meðal annars þá að bjór hafi lækk- að í heildsölu, bæði vegna aukins fjölda veitingahúsa og einnig bjórneyslu sem aukist hafi jafnt og þétt. Egils Gullið er vinsæl- ast Frá [rn' í mars 1989 hefur ÁTVR selt alls um 69 millj- ónir lítra af hinum gullna mjöð. Umrætt ár seldi ÁTVR alls um 6,6 millj. ltr. og síðan hefur þróunin í bjórsölu verið stöðug aukning, síðustu ár í kringum 10 prósent á ári hverju, að sögn Höskuldar Jónssonar forstjóra ÁTVR. Árið 1995 hætti ÁTVR sölu á bjór til veitingahúsa og hún færðist þá yfir til heildsala, en þetta ár var heildarsalan á bjór á ári hverju komin upp í átta milljónir lítra á ári. Eftir að salan til veitinga- húsa hvarf út úr myndinni minnkaði bjórsala ÁTVR veru- lega, en hefur síðan aukist aftur og var eftir síðasta ár 8,2 millj. lítra og var það eingöngu smá- sala. segir Höskuldur. Hann segir hlutfall í sölu innlends og er- lends bjór vera 55% og 45%, innlendri fram- leiðslu í vil. Áfenqis- ígi >ta Gleði á Gauknum á stríðum straumum. bjórdeginum. Dansað var á borðum og mjöðurinn rann í Flestir fóru að dæmi Valgeirs Guðjónssonar og „gengu heim“. í upphafi seldi ÁTVR aðeins sjö bjórtegundir, það er Sanitas pilsner, Egils Gull, Budweiser, Lövenbráu, Tuborg, Kaiser og Sanitas lager og voru erlendu tegundirnar settar á markaðinn að undangengnu útboði. Urvalið hefur svo aukist í áranna rás og í dag býður ÁTVR uppá tugi bjór- tegunda, sumar aðeins með sér- pöntunum. - Vinsælasta bjórteg- undin í dag er Egils Gull. „Sú tegund var lengi að ná sér á strik í sölu, en hefur haldið forystu síðustu ár. Heildarsalan á bjór af þessari tegund eftir þennan eina áratug er 9,5 millj. Itr. Af erlend- um tegundum er það Heineken sem mest hefur selst síðustu ár,“ neyslan færist í yngri aldurshópa En hvað með af- leiðingar af völd- um bjórsins? Hafa ræst þær spár manna sem sögðu að bjórinn myndi valda miklum skaða í þjóðfélaginu og auka áfengis- neyslu unglinga. Omar Smári Ár- mannsson, að- stoðaryfirlög- regluþjónn hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir óumdeilt að bjór- inn hafi orðið til þess að neysla áfengis í yngri aldurshópum hafi auldst. Áður en bjórinn kom til sögunnar hafi áfengisneysla ungs fólks yfir- leitt ekki hafist fyrr en það var 17 til 20 ára, en nú sé neyslan komin mun neðar í aldurshópa. „Þetta er slæm þróun,“ segir Omar Smári sem segir mikil- vægt að gera unglingum grein fyrir alvöru mála. Það eigi Iíka að vera hægt, því yfirleitt séu krakkar skynsemdarfólk. Omar tekur þó fram að erfiðara sé orð- ið í dag, en var til dæmis fyrir fimm árum, að meta áhrifin af Iögleiðingu bjórsins. Bjórneysla sé orðinn hluti af neyslumenn- ingu þjóðarinnar og einnig sé samanburðurinn erfiður því að fjölmargt í þjóðfélaginu sem spilar inn í dæmið hafi breyst síðasta áratug. „í dag sjáum fleiri menn sem eru góðglaðir vegna áfengis, en færri eru út úr heiminum. Greinilegt er að þetta veikara áfengi fer betur í fólk og það er hending orðin að taka þurfi á mönnum. Áður þurftum við að slást við menn heilu og hálfu vaktirnar," segir Olafur Ásgeirs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. - Eftir tíu ára bjór- neyslu þjóðarinnar segist Olafur telja að ástandið í áfengismenn- ingu þjóðarinnar hafi batnað og ætti að greiða atkvæði um bjór- inn í dag myndi hann styðja slíka tillögu að reynslu síðasta áratugs fenginni, þó hann hefði hinsvegar verið harður andstæð- ingur bjórsins á sínum tíma. Veröum að læra af reynslunni Það var almennt mat þeirra sem Dagur ræddi \áð um bjórmálin að lögleiðing hans hefði orðið til þess að færa áfenigsneysluna niður í yngri aldurshópa. „Al- mennt held ég þó að bjórinn hafi hjálpað unglingum að um- gangast áfengi í hófi. Af bjór er minni ávanabinding en af brenndu áfengi og ef við höfum bjórinn láta unglingar sterkara áfengið síður ofan í sig. En meg- inmálið er þó í mínum huga að áróður og forvarnastarf verði eflt og við fræðum unga fólkið um skaðsemi áfengis almennt," segir Helga Hannesdóttir, barna- og unglingageðæknir, en hún hefur mikið unnið að áfengislækning- um. „Við verðum að læra af reynsl- unni og snúum ekki til baka,“ segir Omar Smári Ármannsson, sem vill uppfræða unglinga um skaðsemi áfengis; af neyslu þess geti hlotist margkonar óhöpp og slys. Hinir fullorðnu verði Iíka að umgangast áfengi á sömu forsendum. Suniir geti drukkið áfengi í hófi og farið vel með, en sumir alls ekki. Mikilvægt sé að þeir þekki sín takmörk og að misnotkun áfengis þyki óeðlileg. I þessum efnum þurfi vakningu á meðal almennings. Bíð eftir verðlækkun „Reynslan af bjórnum finnst mér góð. Hinsvegar bíð ég þess að fleiri veit- ingahús lækki verðið, „Tabú að nokkrir staðir eru búnir að menn labbi á gera það og eru að selja krá og fái sér hálfan lítra á bilinu 300 til krús," segir 400 kr. Allt yfir 400 kr. Kristján Þor- finnst mér of dýrt,“ segir valdsson. Kristján Þon'aldsson, rit- stjóri Séð og heyrt. „Það hefur hingað til verið tabú að menn labbi inn á krá og fái sér krús. En þetta er að breytast sem er að mínu mati grundvöllur þess að áfengismenn- ing íslendinga verði einsog meðal sið- aðra þjóða. Við eigum að geta fengið okkur bjór, án þess að fara á herðablöð- in.“ Ekki stór vandræði „Það sem ég hef helst áhyggjur af er áð unglingar umgangist hann ekki sem áfengi, heldur sem skað- Iaust efni. Það tel ég geti skapað þá hættu að þau leiðist í framhaldinu út í drykkju enn sterkara áfengis og þannig fari bolt- inn að rúlla,“ segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, forstöðu- maður heilbrigðisdeildar Háskólans á Akureyri. „Þó held ég að bjórinn hafi ekki valdið stórum vandræðum í íslensku þjóðfélagi. - Já, ég var fylgjandi bjór- frumvaqjinu á sínum tíma. Taldi að treysta ætti fólki til þess að umgangast bjórinn af skynsemi og það held ég líka að flestir hafi gert á þessum áratug.“ Hér vantar kráar- stemmningu „Eg er enginn sérfræðing- ur í bjórmenningu, finnst betra að drekka léttvín en „Kvartað yfir bjór, en úr því þú spyrð tel fólki sem létti ég að ágæt reynsla sé af á sér, segir bjórnum hér á landi. Dreg- Gunnar Jó- ið hefur úr neyslu sterkra hann Birgis- drykkja meðan bjórdrykkja son. hefur aukist og það er að- — almálið. En það sem mér finnst kannski vanta er sú kráarstemmníng sem vel þekkt er til dæmis frá Bretlandi," segir Gunnar Jó- hann Birgisson, lögmaður í Reykjavík. „Annað vandamál er m.a. samfara bjór- neyslu og skemmtanamenningu er skortur á salernum í miðborginni. Þegar ég var í borgarstjórn bárust oft erindi frá íbúum miðborgarinnar sem kvörtuðu yfir háttalagi fólks sem var í spreng og létti á sér þar sem ekki mátti.“ Bjórinn með hákarlinum „Flestir í Blöndudal fara vel með vín. Bjórinn er vinsæll hér einsog annarsstaðar þó menn drekki reyndar brennivín á þorrablótun- um. Þó sést þar orðið að fólk skoli hákarlinum niður með bjór,“ segir Jóhanna Halldórsdóttir, húsmóðir í Austurhlíð í Blöndudal í Húnaþingi. „Auðvitað er bjórinn dýr. En ég held samt sem áður að þetta háa verð sé ekki svo slæmt, þetta er neyslustýring og hem- ill á enn meiri áfengisneyslu." „Flestir um- gangast bjór afskynsemi," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir. „Flestir í Blöndudal fara vel með vín, “ segir Jóhanna Halldórsdóttir.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.