Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1999 - 23
LIFIÐ I LANDINU
hvatvísin stjórnaði hegðun hans.
„Hann var alveg trylltur - hann
höndlaði bara ekki að vera
Eins og undin tuska
Þriðja árið var langerfiðast, segir
Klara, enda var Viktor þá enn of
mikill óviti til að ráða nokkuð
\ið hvatvísina og þau ekki búin
að fá neina hjálp. Auk þess bætti
ekki úr skák að Viktor var með
barnaasma og þurfti því að taka
asmapúst. Asmalyfið inniheldur
örvandi efni sem jók enn á æs-
inginn í drengnum. „Maður var
eins og undin tuska eftir dag-
inn,“ segir Klara en þar sem hún
var farin að átta sig á að dreng-
urinn hlyti að vera ofvirkur fór
hún með hann til barnalæknis,
Stefáns Hreiðarssonar, þegar
Viktor var aðeins rétt rúmlega
2ja ára. Stefán taldi miklar líkur
á að strákurinn væri ofvirkur en
það var hins vegar lítið hægt að
gera því svo margir bíða hjálpar
og yfirleitt eru börn ekki greind
fyrr en þau farin að nálgast
skólaaldurinn.
Stefán gat því lítið hjálpað
henni og bað hana að koma að
ári Iiðnu. Klara kom þó ekki aft-
ur fyrr en einu og hálfu ári síðar.
Segist hafa farið að afneita því
að eitthvað alvarlegt væri að
drengnum, viidi sjá til hver
framvindan yrði og fór að ein-
angra sig inni á heimilinu með
soninn. „Það var mjög erfitt að
fara með hann í heimsóknir. Eg
fór aðallega með hann til for-
eldra minna ef ég fór eitthvert í
heimsókn. Ég fór sjaldan til vin-
kvenna minna, ef ég fór þá var
ég stutt því fólk bara meikaði
hann ekki.“
I seinni heimsóknin til Stef-
áns barnalæknis, í september
1997, fékk hún tilvísun á þung-
lyndislyf fyrir Viktor. Þau Iyf
hjálpuðu honum ekki. Auk þess
sendi Stefán þá umsókn niður á
Barna- og unglingageðdeildina
(BUGL) á Dalbraut. F)TÍr ein-
skæra „frekju“ eins og Klara orð-
ar það þá komust þau mæðginin
að á Dalbrautinni strax í febrúar
1998 en þá var Viktor orðinn
rúmlega fjögurra ára. Vegna for-
falla annarra foreldra var Klöru
og Viktori boðið að hlaupa í
skarðið með tveggja daga fyrir-
vara en venjulega þurfa foreldrar
að bíða í um 8-12 mánuði eftir
tdðtali. Viktor var hins vegar
með svo mikinn mótþróa, eða
„mótstöðuþrjóskuröskun" eins
og það mun heita á sérfræðimál-
inu, að ekki tókst að ljúka grein-
ingu. Hann hafði einfaldlega
ekki næga einbeitingu til að geta
leyst úr prófunum sem Iögð eru
fyrir börn sem fara í greiningu
niðri á BUGL. Enda var hann
þá ekki byrjaður á Rítalíni, sem
hefur gjörbreytt Iífi þeirra. Nú
hefur hann verið á lyfinu í tæpt
ár og gerð var önnur tilraun til
að greina hann á þessu ári og
var henni að ljúka nú í vikunni.
Rítalínið nauðsynlegt
Rítalín er amfetamínskylt lyf
sem notað hefur verið til að
hjálpa ofvirkum börnum. „Fyrsta
taflan er erfiðust,“ segir Klara
sem tók sér 2-3 vikur til að
hugsa málið áður en Viktor fór
fyrst á þunglyndislyfið sem Stef-
án skrifaði upp á. „En þegar þau
stungu upp á Rítalíni þá hringdu
50 viðvörunarbjöllur í kollinum
á mér,“ segir hún og var mjög
treg í fyrstu. Effir að hafa kynnt
sér verkan lyfsins mjög vel ákvað
hún að láta reyna á það hvernig
Rítalín virkaði á Viktor. „Og ef
fólk sem þekkir okkur sæi mun-
inn á honum án lyfja og á lyfjum
þá myndi engum detta í hug að
gagnrýna þetta."
Ymsir hafa orðið til að gagn-
rýna lyfjagjöf fyrir ofvirk börn og
Klara telur að slíkar gagnrýnis-
raddir komi frá fólki sem ekki
þekki nógu vel til. Oft er því
slengt fram að nóg sé að venja
börn af sykurátinu og breyta
mataræði þeirra en Klara blæs á
það. Viktor fái mjög lítinn sykur,
ekki einu sinni sykur út á
Cheeriosið, fær afar sjaldan sæl-
gæti, gosdrykki aðeins í afmæl-
um og veislum og hafi alltaf
borðað hollan og góðan mat.
Það hefur ekki slegið á ofvirkni-
einkennin.
Stríðinu lauk
„Það tók nokkra mánuði að
finna rétta skammtinn af Ríta-
líninu en þegar það tókst þá var
þetta engin spurning. Þá fyrst
Fyrir einskæra „frek]u“
tókst Klöru að komast í
viðtal á BUGL eftir að-
eins 6 mánuði.
fór ég að geta átt eðlileg sam-
skipti við barnið mitt - í fyrsta
skipti á ævinni," segir Klara og
vill taka það skýrt fram að Rfta-
línið hefur ekki eingöngu þau
meðferð til fyrir ofvirk börn. Þau
sem verða verulega illa haldin
eru stundum lögð inn á BUGL f
8 vikna mjög þétta meðferð en
það er einnig hátt í árs bið fyrir
slíka meðferð. Hins vegar bjóð-
ast foreldrum námskeið með
fræðslu um einkennin og \iðeig-
andi uppeldisaðferðir. Klara seg-
ir þessi námskeið bráðnauðsyn-
leg. „Maður er með svo mikið á
samviskunni eftir það sem er
búið að ganga á í gegnum tíðina
og margir foreldrar eru komnir
með fullt af ranghugmyndum
um sjálft sig.“ Sjálf segist hún,
sem betur fer, aldrei hafa Ieyft
slíkum ranghugmyndum að ná
tökum á sér. Hún hafi alltaf ver-
ið þess fullviss að hún væri að
gera eins vel og mögulegt væri
og hefði ekki farið að efast um
sjálfa sig sem móður.
Með því einu að fá nákvæmar
og samræmdar upplýsingar um
heildstæðar uppeldisaðferðir er
hægt að bjarga miklu. Klara
bendir á að ekki sé nóg að
hreyta stikkorðaleiðbeiningum
í foreldra inní 15 mínútna
læknaviðtölum þar sem fólk er
áminnt um að vera ákveðið og
samkvæmt sjálfu sér. Slíkar
sundurleitar ráðleggingar geri
lítið gagn ef foreldrar hafa
ekki næga þekkingu til þess
að nýta sér þær. „Maður er
svo brotinn, tættur, þreyttur
áhrif að börnin róist. Lyfið örvar
m.a. minnið en ofvirk börn hafa
gjarnan mjög slæmt skammtíma-
minni. Auk þess dragi lyfið úr
einbeitingarskortinum sem áður
hafði valdið því að Viktor gat
aldrei sýnt hvað í honum bjó.
„Og nú er Viktor Gylfi m.a.s.
farinn að geta tjáð sig tilfinn-
ingalega. Er jafnvel farinn að
vilja ræða um og vinna úr ein-
hverjum atvikum sem gerðust
fyrir 2 árum. Aður hafði hann
aldrei tíma né einbeitingu til að
staldra við og hugsa um sínar til-
finningar."
Fyrir utan lyfið er engin bein
og úr\fnda“ segir Klara og leggur
áherslu á að foreldrum bjóðist
slík námskeið eins fljótt og hægt
er.
Foreldrar í naflaskoðun
Því foreldarnir þurfa sjálfir að
fara í alls herjar yfirhalningu. A
foreldranámskeiðinu hjá BUGL
er foreldrunum kennt að þekkja
sjálfa sig og eigin skapgerð.
Námskeiðið tók 8 vikur og for-
eldrum var m.a. kennt að hrósa
börnunum og veita þeim já-
kvæða athygli þegar börnin væru
ekki að trufla. Þegar búið var að
byggja upp samskiptin með ýms-
V. \i \\ \ * \ -|1
•\7V»vVvy-
" jb‘.
■ f-
1 ' ■ - ■ j
Ljósmyndarinn, sem e/«Í/*/r __iJHiF ** -
aóhafa heimsótt Ktöru og ViktorUmspT T’ ^ afar hverft við eftir
að, hverfe- Viktor var þvií essLu °Tm á kvöldi" f* verkan lyfTs
an fÓr fram Þar aó auki er hann yfir sThnhnntffT ^ mynda~
„Það er alveg fáránlegt að fólk skuli vera að bíða í allt að ár eftir viðtali á Dalbraut, “
segir Klara. Meðan beðið sé eftir greiningu fari uppeldið í biðstöðu og á meðan er
allt í hers höndum. „ Þegar maður stendur í þessu þá er maður svo lítill í sér. Maður
er svo brotinn, tættur, þreyttur og úrvinda." Klara hefur verið á biðlista eftir stuðn-
ingsfjölskyldu síðan sumarið 1997. Það hefur ekki gengið enn.
leiðum máttu foreldrar fara að
taka upp umbunarkerfi sem hafa
gefið góða raun í að styrkja börn
til að aga sjálf sig.
Klara og Viktor eru með
þrautskipulagt umbunarkerfi á
heimilinu. Víðs vegar um íbúð-
ina eru litlir miðar með teikn-
ingum sem sýna hvað Viktor eigi
að gera og hvað hann fær marga
punkta fyrir. Frammí forstofu er
t.d. miði með mynd af skóm og
einum punkti. Þegar Viktor
kemur inn á kvöldin og man eft-
ir því að ganga frá skónum sín-
um fær hann eitt kringlótt spjald
í umbunarkassann sinn sem er
skreyttur teikningu af brosandi
stráki. Við hliðina á dótahorninu
er svo mynd af dóti og 5 punkt-
um. Auk þess fær hann m.a.
punkta fyrir að hátta sig sjálfur
°8 l*gg)a kjurr upp í rúmi.
Þannig safnar hann saman
punktum, mest 12 á dag, og fær
að „kaupa“ sér eitthvað í stað-
inn. Borgar t.d. 3 punkta fyrir
snakk í poka en getur einnig
fengið að nota áunna punkta til
að fara í súpermanbúninginn,
hlusta á geisladisk, vaska upp
(sem hann hefur gaman af) og
mánaðarlega fær hann að velja
sér eitthvað stærra, fara t.d.
strætóferð eða sund. „Börnum í
dag finnst allt svo sjálfsagt, að fá
allt án þess að gera neitt og
þetta er mjög gott fyrir öll börn,“
segir Klara en tekur strax fram
að maður megi ALDREI láta
undan. Brjóti barnið reglur
missir það punkta ella verði
punktakerfið marklaust.
Skólinn framundan
Fyrsti skóladagurinn rennur upp
hjá Viktori í haust og kernur þá í
ljós hvort tekist hefur að byggja
hann nægilega vel upp til að
skólavistin gangi áfallalítið. Auk
lyfjagjafanna og foreldrafræðsl-
unnar þá er Viktor undir reglu-
legu eftirliti hjá lækni, í iðju-
þjálfun hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra til að örva
fín-
hreyfingar og hefur fengið sér-
stakan stuðning á leikskólanum
til að þjálfa hann undir skóla-
gönguna. Þá segir Klara það
einnig vera heilmikinn stuðning
að mega hringja hvenær sem er í
starfsfólkið á Dalbraut til að fá
ráðgjöf. „Það er allt gert núna til
þess að undirbúa hann sem best
undir skólagönguna.“
Ef ekki væri fyrir lyfið, og all-
an annan stuðning sem hefur
fengist eftir að þau komust inn á
BUGL, hefði Viktor sennilega
rekist mjög illa í skólakerfinu.
Hefði hann fæðst fyrir nokkrum
áratugum er eins víst að hann
hefði yfirhöfuð átt mjög erfitt
með að fóta sig í lífinu. Um leið
og verkan lyfsins rennur af hon-
um um 6-7 leytið á kvöldin
koma oft upp í honum gamlir
taktar, segir Klara og það er því
enginn efi í hennar huga um
réttmæti lyfsins.
Klara segir drenginn sinn vera
mjög skemmtilegan, ljörugan og
hugmyndaríkan enda sé hann
eins og mörg ofvirk börn mjög
opinskár. Eðlislæg lífsgleði hans
hefði þó ekki fengið að njóta sín
ef ekkert hefði verið að gert.
Núorðið hefur hins vegar tekist
að byggja hann svo vel upp að í
stað þess að harðna og fara að
einangrast, eins og gjarnan er
með börn sem fá milda nei-
kvæða athygli, að þegar hann
dettur í gamla farið þá fær það
mjög á hann. „Hann hefur gott
hjarta, kvikindishátturinn sem
var í honum er alveg farinn.
Þeim líður verst sjálfum, börn-
unum. Þeim líður ömurlega.
Þau fá svo mikið samviskubit á
eftir. Hann er orðinn 5 ára núna
og er farinn að átta sig meira á
sjálfum sér. Honum þykir óskap-
lega leiðinlegt þegar hann slepp-
ir sér og gerir eitthvað sem hann
vill ekki gera. Fer oft að gráta og
spyr: Mamma, af hverju geri ég
þetta, ég vil ekki gera svona, ég
er alltaf að gleyma mér...“