Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1999 - 35
Það var árið 1927
og harka stétta-
stjórnmálanna var
í algleymingi.
Verkafólk reis í
vaxandi mæli gegn
ofurvaldi atvinnu-
rekenda. í stjórn-
málunum óx Al-
þýðuflokknum ásmegin gegn
íhaldsflokknum. Sumir fót-
gönguliðar íhaldsflokksins
voru uggandi um útkomu
sinna manna. Fölsunarmálið í
Hnífsdal er gott dæmi um
hversu langt menn voru reiðu-
búnir að ganga í stéttastríðinu.
Kosningar voru boðaðar 9. júlí. Þann 4.
júlí fóru þrír sjómenn á mb. Hexu, Sum-
arliði Hjálmarsson, Kristinn Pétursson og
Halldór Kristjánsson, um náttmálabil
heim til Hálfdáns Hálfdánarsonar hrepp-
stjóra að Búð til að greiða atkvæði utan-
kjörstaða. Auk Hálfdáns sinntu þar emb-
ættisverkum Eggert Halldórsson skrifari
og verslunarmaður og Hannes Halldórs-
son útgerðarmaður. Valið stóð á milli
Finns Jónssonar Alþýðuflokki eða Jóns
Auðuns Jónssonar Ihaldsflokki. Sjómenn-
irnir reyndust trúir stéttabaráttunni og
kusu Finn.
Atkvæðin virtust meðhöndluð eins og
vera bar. Þremenningarnir héldu á braut
- sjóferð á Hexu var framundan. A leið-
inni frá kjörstað hittu þeir nokkra menn
og þeirra á meðal Ingimar Bjarnason, for-
mann verkalýðsfélagsins á staðnum. I tal
barst að það hafi verið óráðlegt af þre-
menningunum að skilja atkvæði sín eftir
hjá hreppstjóra, eftir framkomu og orð-
bragð Hálfdáns á kosningafundi nokkrum
dögum áður. Þeir snéru því við hið
snarasta og sóttu atkvæðin. Þegar um-
slögin voru opnuð í vitna viðurvist kom í
ljós að þar voru atkvæði greidd Jóni en
ekki Finni. Að ráði lögfræðings var ákveð-
ið að leggja íiram kæru, sem Vilmundur
Jónsson læknir hreinritaði, og hófst þá
umfangsmikil rannsókn undir vaskri
stjórn Halldórs Kr. Júlíussonar sýslu-
manns.
Finnur Jónsson póstmeistari og síðar þingmaður:
íhaidið hræddist uppgang verkalýðs og jafnaðar-
manna. ísafjörður var tapaður í hendur Haraldi
Guðmundssyni, en hreppstjórinn að Búð vildi
tryggja sigur síns manns yfir Finni.
„Einkennilegt fyrirbrigöi"
Fljótlega bættist ein kæra við og áður en
yfir lauk þótti dómara sannað að alls ellefu
utankjörfundaratkvæði kjósenda úr N-Isa-
íjarðarsýslu og Strandasýslu hefðu verið
fölsuð, atkvæði sem komu til skrifstofu
íhaldsflokksins á ísafirði frá Búð. Var til
þess „einkennilega fyrirbrigðis" tekið „að
margir ísfirskir kjósendur fara út í Hnífs-
dal, til að greiða atkvæði þar á hrepp-
stjórnarskrifstofunni, án þess að nokkur
eðlileg ástæða til þess sé sjáanleg og eru
þess utan nokkur dæmi, er sýna áhuga
Hálfdáns til þess að draga menn þar til
kosninga, bæði af sjálfsdáðum og líka í
einu falli eftir beinum tilmælum kosninga-
skrifstofu Ihaldsflokksins á Isafirði".
Jón Auðun Jónsson: Þótt sigur hans yfir Finni
Jónssyni reyndist öruggur freistuðust nokkrir
stuðningsmanna hans til að ganga helst til langt
til að tryggja Jóni góða útkomu.
I rannsókninni kom fram að Hálfdán
og félagar höfðu lagt hart að ýmsu fólki
að kjósa í Hnífsdal. Ótal vitni voru dreg-
in fram og rithandarsýnishorn send til
Scotland Yard. Nákvæmlega var farið
yfir húsaskipan í Búð og hver hefði gert
hvað.
Hinir ákærðu neituðu öllum sakargift-
um og héldu því til streitu alla málsmeð-
ferðina - þeir héldu því fram að andstæð-
ingar sínir væru að bera fram falskærur í
pólitískum tilgangi. Viðbárurnar reyndust
þó haldlausar. Aimennt séð þótti neitun
Hálfdáns hreppsstjóra fráleit. „Hún er
loðin, algerlega neikvæð, hann einungis
velur og hafnar, en bætir ekki við neinu
nýju atviki, er geti styrkt framburð hans,
og hún virðist vandræðaleg..." segir Hall-
dór sýslumaður.
Mótrök hinna ákærðu voru af þrennum
toga. I fyrsta Iagi hefði engin ástæða ver-
ið til að falsa atkvæði vegna yfirburða-
stöðu Jóns Auðuns. Þessu var hafnað; úr-
slit væru alltaf óviss og skynsemin ekki
alltaf ráðandi. I öðru lagi hefði hrepp-
stjóri ekki afhent atkvæðin á ný vitandi
að þau væru fölsuð. Þessu var hafnað;
hreppstjóri hafði engra kosta völ en af-
henda umslögin - annað hefði kostað
umtal og tortryggni. í þriðja lagi hefði
sjálfur Alþýðuflokkurinn staðið að fölsun-
unum til að hnekkja gengi Ihaldsflokks-
ins. Slíku meinsæri „óspilltra sveitapilta"
hafnaði dómarinn alfarið.
Hæstiréttur
mildaði refsinguna
Rithandasýnishornin þóttu sanna að Egg-
ert Halldórsson hefði falsað minnst þrjú
atkvæði og Hálfdán eitt. Halldór undir-
réttardómari sakfelldi hina þrjá ákærðu
fyrir að falsa ellefu atkvæði. Hann dæmdi
Hálfdán í 8 mánaða betrunarhúsvinnu,
Eggert í 6 mánaða fangelsi og Hannes í 3
mánaða fangelsi. Þrjósk neitun þeirra
gagnvart framburði vitna og öðrum sönn-
unum kom til hegningarauka og þótti
dómaranum skilorðsbinding ástæðulaust.
I ofanálag sektaði dómarinn Lárus Jó-
hannesson verjanda Hálfdáns fyrir
„ósæmilegan rithátt" í garð dómarans í
varnarskjali. Lárus sagði að málið væri
„pólitískt árásarmál" sem Halldór dómari
stýrði (undir handleiðslu Jónasar Jóns-
sonar frá Hriflu, sem varð dómsmálaráð-
herra eftir kosningarnar) og rannsóknin
því ekki óhlutdræg. Lárus, sem síðar varð
dómari, sakaði Halldór dómara meira að
segja um guðlast!
Hæstiréttur tók ekki eins hart á málum
og undirréttardómarinn Halldór og reyndar
var Halldór þar skammaður fyrir meðal
annars að láta frá sér fara „dylgjur um
glæpsamlegt athæfi nokkurra nafngreindra
manna, er eigi hafa sætt ákæru" og fyrir á
köflum naumast sæmandi framkomu gagn-
vart vitnum. Eftir að hafa farið yfir hvert
tilvik komust Hæstaréttardómaramir að
því að nægileg sönnun væri um fölsun
hinna ákærðu á fjórum en ekki ellefu at-
kvæðum. Þeir sýknuðu Hannes alfarið, en
milduðu dómana yfir hinum. Hálfdán fékk
nú 6 mánaða dóm í stað 8 og refsing Egg-
erts var lækkuð úr 6 mánuðum f 3 - en
hvorugur fékk þó skilorðsbindingu.
I kosningunum fékk Jón Auðunn 641
atlvæði (62%) en Finnur Jónsson 392
(38%).
JSÖNIM,
DOMSMAL
Fríörík Þóp
Guðmundsson
skrifar
Atkvæða
flHH HHH HHB JHHUtfHHk
Pf-Úi 1*7
■
HH BHH
Spilað fyrir fólkið. Nemendur Tón-
listarskólans á Akureyri fara þessa
dagana I fyrirtæki í bænum og leika
fyrir fólk yndisfagra tónlist. Hver er
skólastjóri Tónlistarskólans á Akur-
eyri?
Hattafélag. Dagur sagöi frá í vikunni
aö stofnað hefði verið í kaupstaö úti á
landi hattafélag, sem er fyrir alla sem
ganga meö hatt. AÖ stofnun félagsins
stendur m.a. bæjarstjórinn á staðnum,
en áður hafði hann stofnað hattafélag
þar sem hann var áöur sveitarstjóri.
Hvar er þetta félag starfandi, hver er
bæjarstjórinn og hvar var hann áður
sveitarstjóri?
Valkyrjan. Hún hefur verið valkyrja í
getspöku liði Menntaskólans við
Hamrahlíð sem tekur þátt í spurninga-
keppni framhaldsskólanna, en þar
hefur liðið átt góðu gengi að fagna
undanfarin ár. Hvað heitir þessi
stúlka?
Skólahúsið. Að margra dómi er
skólahús það sem hérsést á myndinni
eitt fegursta hús landsins. Það er á
Austurlandi og var byggt á fyrstu árum
aldarinnar og hefur í gegnum árin
gagnast vel við að uppfræða æsku
staðarins. Hvar er skólahús þetta?
Afmæli Ingibjargar. Það var glatt á
hjalla í fimmtugsafmæli Ingibjargar
Pálmadóttur ráðherra í síðustu viku og
meðal gesta var forseti íslands. Hve
lengi hefur Ingibjörg Pálmadóttir átt
sæti á Alþingi og hvaóan af landinu er
hún ættuð?
LflND OG
ÞJOÐ
Siguröup Bogi
Sævapsson
skrifar
1). Hvar á landinu eru þeir bæir sem hér
eru nefndir; Skriðuland, Máskelda,
Þurranes, Tjarnarlundur, Lambanes,
Kverngrjót, Kjarláksvellir? 2). Hvar var
það sem Jón biskup Arason setti um
1530 upp prentverk sitt, hið fyrsta á
landinu? 3). Hvað heitir sá frægi skáli
veiðimanna í Laxá t Aðaldal sem er í
landi Laxamýrar, skammt frá Æðarfoss-
um? 4). Reykjavík er menningarborg
Evrópu árið 2000 ásamt fimm öðrum
borgum í Evrópu. Hverjar eru hinar
borgirnar? 5). í árslok 1980 var orðið
tvísýnt um líf ríkisstjórnar Gunnars
Thoroddsen vegna máls fransks flóttá-
manns sem kom hingað til lands og
óskaði landvistar af pólítískum ástæð-
um. Leyfið fékk hann ekki, þar sem Frið-
jón Þórðarson þáv. dómsmálaráðherra
taldi manninn inn í landið kominn með
hæpnum hætti. Eftir þetta taldi Guðrún
Helgadóttir, þingmaður Alþýðubanda-
lags, sig um skeið óbundna af stuðningi
við stjórnina. Hvað hét flóttamaðurinn
sem svo ærlega hristi upp í íslenskum
stjórnmálum? 6). Hækkun í hafi, var
umtalað mál hér á landi fyrir um tuttugu
árum, en fræg grein Helgarpóstsins um
málið bar einmitt þessa fyrirsögn. Um
hvað snérist málið annars? 7). Snjóflóð
féll úr íjallinu ofan við Flateyri um s.l.
helgi, vel fór þar sem snjóflóðavarnar-
garðar í fjallinu gerðu tilætlað gagn.
Hvað heitir staðurinn þaðan sem flóðið
kom, sami staður og flóðið mannskæða
haustið 1995? 8). Á bannárunum svo-
nefndu var einn löggæslumaður sem
hafði umsjón með bruggmálum í land-
inu og varð fyrir vikið þjóðkunnur. Nafn
hans er enn þekkt meðal manna. Hver
var þessi maður? 9). Spurt er um kunn-
an íslenskan embættismann, sem á
fyrrihluta aldarinnar var sýslumaður á
ísafirði en í Reykjavík lengi tollstjóri.
Síðar tók hann við því starfi að leiða til
sátta stríðandi fylkingar, en ef til vill
þekkja flestir nafn þessa manns vegna
þess fræga Willis-jeppa sem hann átti
og bar skráningarnúmerið R- 317. Hver
var maðurinn.10). Hvað heitir syðsti
oddi Heimaeyjar, þar sem veðurathug-
anir hafa verið stundaðar í áratugi.
!PJP4J0)S '01 'UBfUI3SB))pSS!>(JJ ‘UOSJBPBfH IJJOJ^ JBA Ulll pnds J3 jpi) UI9S
uuunpEuiS!))æqui3 '6 'uin pnds jba jpq ujos uuunpBUJn|sæ66pi jba ‘|Bpuo|g ujofg ‘8 )j|!al|B||o>)s 'L j)|æuj)pui |bsj ua - ujbjj p^aunppjjBpBup! )|aq nssaq nj|ej)sy bjj jac| b pjaAs6u!U)n|j)n pw pBp^uj )sef|0) !)]æui ]6a|!|pa ua Bjjæq uniu uæA
!ipjns p pjaAs6u!U]n|juu! poAq mn p!ipui jsuaus 6o 'ejjaqpBJJBpeup! 'uossmjoung jnjjapofH 6o |bs| uofjsjoj 'abc| uossjpp||BH JBUÖBg nppp „ijsq j pipjo jpjaq unqíjæq" ]JOAq uifi "9 'uin jjnds ja jaq uias uuunpeuJBUpij )aq |U0SBAjag pujBg
■g jupds b B|8)sodujoo ap o6bdubs 6o nj|B)j b eu6o|og jpuemBjj j uou6|Ay ‘ndojAg-jnpns j 6o ip'uBma^ j 6BJd 6o ipuBiipg j mo>|bjx ‘nj6|ag j |assnjg jpue|uuy j i>jujS|3H jéajon j ua6jag nja cun pnds ja uias jeujjöjog -y )|oqn>|PA •£ jdoq
-jn)saA j pe)S|oqep!9jg b uosbjv dnqsjq uof qias p^s qjaAjuajg 'z 'uin|0Q j æqjnes j nja j]æq jjssacf Ji||v 'l j||3AS|0AH <? uqeddn 6o ppæj ja unn '1661 nuup bjj B6u|pua|]S9A jnpemBuicj puaA jnjaq j|])ppBui|Bd 6jofq|6u|. j!))ppsjba6u| Bjpq
b6u| . !pj|js!pA9S e ja e))9cj snqeipxs • 'ujpqsjpq b uof)SJB)!9AS jba jnpe uias 'jbc) ejpþsjefæq !UÁss!UÁay pjequray jb pbujojs J9 pocf ua XJABsnn b jpuejjejs ja epp6 p!6b|Pjbubh . uAsjnxv ? sue|p>|SJB)S!|upi upf)se|9>js ja uoss6nB|png !|)v