Dagur - 27.02.1999, Blaðsíða 12
T
28 - LAUGARDAGUR 27. FEBRUAR 1999
MATARLÍFD * 1 2 3 4 5
D^ur
Súpur
og brauð
Heimabakað brauð er alltaf best og svo er það
líka ódýrt. Hér koma nokkrar góðar uppskriftir
sem hægt er að prófa.
Gamaldags
kartöflusúpa
Efni:
'A bolli smjör eða smjörlíki
1 stór laukur
6 meðalstórar kartöflur,
skrælaðar og skornar í teninga
2 meðalstórar gulrætur,
skornar í teninga
3 bollar af vatni
2 kjúklingasúputeningar
svartur pipar, mulinn
3 matskeiðar hveiti
3 bollar mjólk
1 matskeið af steinselju
'á matskeið blóðberg
hveiti
Aðferð:
1. Bráðið smjörið í stórum
potti, bætið lauknum við og
steikið á milli hita, þangað til
laukurinn er orðinn glær.
2. Þegar laukurinn er að eld-
ast setjið kartöflurnar, gulræt-
urnar, vatnið og súputeninganna
í annan pott. Látið þetta sjóða á
vægum hita í u.þ.b. 10 mínútur.
Bætið piparnum saman við
3. Bætið hveiti í pottinn hjá
lauknum til að búa til soppu.
Bætið smám saman við mjólk og
hrærið vel. Eldið yfir lágum hita
og hrærið í.
4. Hellið kartöflu og gulrótar-
súpunni saman við. Hrærið
steinseljunni og blóðberginu
saman við.
5. Berið fram heitt.
Kjúklingasúpa
Efni:
h bolli smátt saxað sellerí
M bolli smátt skorinn laukur
1 bolli hrísgijón
2 kjúklangasúputeningar
2 'á bolli vatn
‘A bolli brætt smjör
4 teskeiðar hveiti
3 bollar mjólk
1 'A bolli soðinn kjúklingur,
skorinn í smátt
svartur pipar, malaður
Aðferð:
1. Sjóðið selleríið, laukinn,
hrísgrjónin, súputeningana og
vatníð í um 20 mínútur þangað
til mest af vatninu er horfið.
Takið þá pottinn af hellunni.
2. Blandið smjörinu, hveitinu
saman í litlum potti, þangað til
það úr verði soppa. Bætið 2
bollum af mjólk saman við og
búið til sósu.
3. Bætið sósunni útí hrís-
grjónapottinn. Bætið kjúldingn-
um og 1 bolla af mjólk. Ef að
súpan virðist vera of þykk bætið
þá við meiri mjólk.
4. Bætið piparnum saman við
og látið samlagast.
5. Berið fram heita með
brauði.
Mysubrauð
1 'A kg. heilhveiti
1 'á lítri mysa
bolli af púðusykri
3 deildir þurrger
2 tsk. salt
Aðferð:
Velgið mysuna og hrærið gerið
saman við. Þegar gerið er upp-
leyst blandið þá afganginum af
þurrefnunum saman við.
Smyrjið stóran ofnsteikingar-
pott hellið soppunni í hann.
Látið pottinn inní kaldan ofn.
Stillið ofninn á 200°° og bakið
í 2 klukkutíma.
Kælið brauðið á grind.
Amerískt
Súkkulaðibrauð
Efiii:
5-6 bollar af hveiti
1 bolli volgt vatn (37°)
2 deildir þurrger
2 tsk. hunang
1 bolli volg mjólk (30°)
3 msk. brætt smjör
250 gr súkkulaði brytjað rijður
_________, egg_________
sykur
Aðferð:
Sigtaðu 1!4 bolla af hveiti.
Hrærðu sigtaða hveitinu,
vatninu, gernum og hunanginu
saman í stórri skál þangað til
efnin hafa samlagast. Breiðið
yfir skálina og látið hana standa
á volgum stað í einn klukku-
tíma.
Hrærið í deiginu, notið tré-
sleif bætið mjólk, smjöri og salti
saman við.
Bætið nægilegu hveiti, hálfan
bolla í einu til að búa til mjúkt
deig.
Hnoðið á hveitibornu borði
þangað til deigið er orðið mjúkt
og hættir að klístrast bætið
hveiti við eftir þörfum.
Smyrjið stóra skál að innan og
setjið degið þar í, látið það
hefast í u.þ.b. 75 mínútur.
Smyrjið ofnplötu. Fletjið degið
út á pönnuna.
Skerið það í 8 jafna hluta.
Látið u.m.b. 30 gr af súkkulaði
á hvern þeirra og rúllið upp.
Lokið endunum. Breiðið
viskastykki yfir og Iátið hefast í
um 15 mínútur.
Hitið ofninn í 250°°. Smyijið
brauðið með eggi og stráið sykri
yfir.
Bakið í u.þ.b. 30 mínútur.
Þangað til deigið er ljósbrúnt.
Fjarlægið af plötunni og látið
kólna á grind í um 10 mínútur.
Berið brauðin fram heit með
rjóma.
i