Dagur - 03.03.1999, Page 2

Dagur - 03.03.1999, Page 2
2 - MIDVIKUDAGUR 3. MARS 1999 FRÉTTIR Páll Lárus Sigurjónsson, hótelstjóri á Foss-hótei KEA. Margföld aukning í árshátíðarferðum til Akureryrar. mynd: brink Akureyri í tísku sem árshátíöarbær Sprengmg hefur orðið í ár sliátí ð aríer ðmn fyrir- tækja frá höfiiðborgar- svæðinu til Akureyrar. Margir fá sneið af kök- nnni og er þróunin orðin uppistaðan í vetrarrekstri hótelanna í hænum. Aldrei hafa fyrirtæki í Reykjavík sótt í jafnmiklum mæli og nú í að halda árs- hátíðir sínar á Akureyri. Að sögn hótel- stjórans á Fosshótel KEA eru 3-4 ár frá því að fyrstu fyrirtækin sáu þennan möguleika í einhverjum mæli en síðan hefur orðið margföldun. Arið í fyrra varð metár og horfur eru á að enn verði aukning í ár. Dæmi eru um að mjög stórir vinnustaðir skelli sér norð- ur. Þannig hefur Marel komið með 250 manns á einu bretti til Akureyrar og má nærri geta að þróunin er mikil sprauta á bæjarlífið. FR É T TA VIÐTALIÐ Gott að selja Akureyri En hvort er þetta tilviljanakennd þró- un eða stýrð af hálfu aðila í ferðaþjón- ustu? Því svarar Páll Lárus Siguijóns- son, hótelstjóri á Fosshótel KEA: „Ætli ástæðan sé ekki sitt lítið af hvoru. Annars vegar hafa verið búnir til pakk- ar með flugfélögunum báðum. Það er tiltölulega auðvelt að selja Akureyri vegna umgjarðarinnar, veitingastað- anna og hótelanna. Hins vegar kemur til frumkvæði aðila, en það er óhætt að segja að Akureyri sé í tísku sem árshá- tíðarbær," segir Páll. Uppistaða í vetrarstarfi Svo öflug eru þessi viðskipti orðin, að Páll upplýsir að árshátíðarpakkarnir séu orðnir uppistaðan í vetrargistingu hjá Fosshótelunum á Akureyri, en þau eru þrjú talsins. Páll segir víðtækt samstarf koma til þegar afþreying ferðalanganna er skipulögð. Þannig er hefðbundin dagskrá sú að gestirnir gisti í tvær nætur og er flug og kvöld- verður innifalið í fastri fjárhæð. Frjálsi tíminn er með margvíslegum hætti. Skíðaiðkun í Hlíðarfjalli er vinsæl, skoðanaferðir á rútum um bæinn og aukin brögð eru að því að samstarfs- fyrirtæki séu sótt heim. Einnig nefnir Páll að skipulagðar útivistarferðir eigi vaxandi vinsældum að fagna. Eitt af því sem heillar ferðalanga er blanda af snjósleðaferðum, dorgveiði og báta- bruni. Tvískiptur markaöstími Arshátíðarmarkaðurinn á Akureyri er tvískiptur ef svo má að orði komast. Annars vegar spannar tímabilið októ- ber-nóvember en hins vegar febrúar- mars-apríl. Tekið skal fram að fyrir- tækin sem gera sér glaðan dag á Akur- eyri eru ekki öll af höfuðborgarsvæð- inu en Iangstærsti hlutinn kemur það- an. Samanlagt gistirými á hótelunum Qórum sem eru starfrækt yfir vetrar- tímann á Akureyri þjónar 260-270 manns. Þar af tekur Hótel Norðurland milli 50 og 60 manns en Fosshótelin eru með afganginn, KEA-hótelið, Hörpu og Björk. bþ í heita pottinum fullyrða menn að ólgan ineöal Sam- fylkingarfólks á Norðurlandi eystra sé heldur i rénmi vegna niöurstaðna prófkjörsins. Ljóst sé aö það muni verða þungsótt aö breyta niðurstöð- unni, enda Sigbjöni Guimars- son, scm hreppti cfsta sætið í prófkjörinu, staðráðinn í að sitja þar. Hins vegar heyrist á þchn sem eim eru ósáttir að þeir séu íyrst og frcmst hræddir við að missa fylgi til framsóknar, sem verði „kvennaframboðið" íkjördæmhiu..... HeyTSt hefur að RÚV sé nú að undirbúa citthvert „mega“ út- spii á suimudagsmorgnum til að vcga upp á móti brotthvarfi þáttarins „Milli mjalta og rnessu" sem Anna Kristinc Magnúsdóttir hefur verið með. Sá þáttur flyst sem frægt er orðið yftr á Bylgjuna. Ekk- ert hefur frést af því hvaða út- spil þetta er, en það er magnað að sögii, Yfh 30 maims mmiu nú ætla í fréttamaimspróf hjá RÚV eft- ir að auglýst var laust starf fréttamaims. Talið er víst að Sveinn Helgason muni fá fast- ráðnmgu. Nokkrar stöðm cru að losna á fréttastofmmi, m.a. staða Jóhanns Haukssonar scin cr á leið til RÚVAUST og Sigrúnar Bjönisdóttm sem er á leið á upplýsingadeild ÍE lijá Kára. Raunar þykir sú deild atliyglisverö - þar eru auk Sigrúnar þau Unnur Jökulsdóttir og Ámi Sigurjóns- son bókmenntafræðingur..... Kári Stefánsson. Anna Kristine Magnúsdóttir. Guðmundur Gunnarsson oddviti sjáifstæðistnanna í Bessastaðahreppi. Áhugi í sveitarstjóm Bessastaðahrepps að ræða sameiningu við Kópavog, Hafnarjjörð og Gaiðabæ. Yrði SO þúsund manna sveitarfé- lag. Annaðhvort að kýla á það eðageyma það. Mikil sam- vinnafyrirhendi. Orkudeíla hvetur til sameiningar -Afhvetju eru tnennfamir að ræða hugs- anlega sameiningu Bessastaðahrepps, Kópsvogs, Hafnarfjarðar og Garðabæjar í eitt sveitarfélag með ollt að 50 þúsund tbúa? „Þetta hefur nú verið kynnt dálítið öðru- vísi en það raunverulega er. Sveitarstjórn Bessastaðahrepps hefur ekkert ályktað um þetta. Ég hef aðeins kynnt mína skoðun og minna félaga í þessu máli sem er svolítið í umræðunni. Ég tel að ef menn séu að hugsa um þetta í einhverri alvöru, þá ættu menn bara að setjast niður og fara yfir þennan pakka frá a-ö, sjá hvað mönnum hugnast þar og hvaða sóknarfæri menn sjá í þeim efnum. Hvort þessi fjögur sveitarfélög fara í viðræður eða eitthvert spjall, eða þrjú sveitarfélög eða hvað um hugsanlega sam- einingu á einfaldlega eftir að koma í ljós.“ - Var ekki sameining Bessastaðahrepps og Garðabæjar felld i atkvæðagreiðslu jyr- ir nokkrum árum? „Jú, það var árið 1993. Það var í þessari miklu sameiningarbylgju sveitarfélaga sem Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félags- málaráðherra, setti af stað á sínum tíma. Það var haft á orði þarna um árið hjá þeim sem voru þessi andsnúnir að Hafnfirðing- arnir voru þá ekki með í því ferli, heldur að- eins við og Garðabær. Þetta tekur hinsveg- ar allt tíma og slíkar viðræður hafa verið í gangi á milli sveitarfélaga nánast um allt land. Þannig að menn hafa svosem vinnu- ferlinn til staðar og því þarf ekki að byrja á þessu alveg frá grunni, enda þekkt dæmi. Það er hinsvegar verið að tala um þetta mál svona út og suður. Ef það er aftur á móti einhver alvara í þessu, þá á bara að kýla á það. Annars bara að geyma það.“ - Af hverju finnst þér þetta vera spenn- andi dæmi? „Mér finnst að við sem erum í sveitar- stjórnarmálum eigum að léita hagstæðustu leiða á hverjum tíma. Verkefnum sveitarfé- Iaga er sífellt að fjölga og þeir pakkar verða alltaf stærri. I þeim efnum skiptir stærð sveitarfélaga töluverðu máli, eða hag- kvæmni stærðarinnar. Það þarf hinsvegar ekki endilega að vera svo því við höfum ágæta fjármálastöðu í Bessastaðahreppi. Ef það má, þá getur maður orðað það svo að það sé skemmtilegra að geta farið í viðræð- ur við menn um þessi mál á sæmilegum jafnréttisgrunni í stað að vera á einhverjum flótta. Mér finnst það líka vera dálítill kost- ur. Þannig að ég er aðeins að hvetja til þess að menn skoði þetta hver í sinu horni. Ég reikna hinsvegar með því að svona mál taki einhverja mánuði, ef ekki lengur áður en niðurstaða fæst. Mér finnst Iíka að það eigi að fjalla um svona mál á fyrri hluta kjör- tímabilsins heldur en seinna.“ - Er rótina að þessum hugmyndum um hugsanlega sameiningu þessara sveitarfé- laga kannski að fimta í sameiginlegri deilu ykkur og Hafnfirðinga við borgina vegna viðskipta um heita vatnið? „Þessi umræða sprettur dálítið uppúr þessum orkumálum. Þessutan eru þessi þrjú sveitarfélög, Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur að renna saman í eitt, svona landfræðilega. Við erum hinsvegar svona frekar í útkantinum. Hinsvegar er gríðar- Iega mikil samvinna á milli sveitarfélaga á öllu höfuðborgarsvæðinu, bæði á heildina og svo sín í milli. Almenningssamgöngur eru sameiginlegar og svo hitaveitan. Þá kaupum við kalt vatn af Garðbæingum. Ég vænti þess að þau tíðindi fari að gerast að Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður tengist saman í vatnsveitunni svo nokkuð sé nefnt.“ -grh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.