Dagur - 03.03.1999, Page 3

Dagur - 03.03.1999, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 - 3 DMjur. FRETTIR Sótt að Páli vegna húsnæðiskems Stjómarsinna og stj ómarandstæðinga greindi á um hver yrði minnisvarði núverandi félagsmálaráðherra. Stjórnarandstaðan sótti fast að Páli Péturssyni félagsmálaráð- herra í utandagskrárumræðum um íbúðalánakerfið og stöðuna í húsnæðismálum á Alþingi í gær. Sögðu þau Jóhanna Sigurðardótt- ir, sem hóf umræðuna, Rannveig Guðmundsdóttir, formaður þing- flokks Samíýlkingarinnar og Og- mundur Jónasson að neyðará- stand væri komið upp hvað varðar Ieiguhúsnæði og varðandi hið nýja kerfi Ibúðarlánasjóðs. Sögðu þau að Páls yrði Iengst minnst sem félagsmálaráðherra fyrir að hafa rústað íbúðalánakerfið og velferðarkerfið í húsnæðismálum. Páll Pétursson varðist með miklu talnaflóði sem hann sagði sýna að hann og ríkisstjórnin væru á réttri leið í þessum mál- um. Þeir Kristján Pálsson og Sturla Böðvarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, komu Páli til varnar og sagði Sturla að hans yrði lengst minnst sem félags- Gengið var frá kaupum á Áburðarverksmiðjunni í gær. Gengið frá kaupum I gær var gengið frá sölu Aburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi með undirskrift Geirs Haarde fjármálaráðherra, Guðmundar Bjarnasonar Iandbúnaðarráð- herra og kaupandans, Haraldar Haraldssonar í Andra. Haraldur kaupir ásamt nokkrum félögum sínum. Þeir eru Jóhann J. Olafs- son, Gunnar Þór Olafsson, Þor- varður Jónsson, Sigurður Egils- son, Guðjón Oddsson, Bjarni Kristjánsson, Ásgeir Sigurvinsson og Ríkarður Pálsson. Þeir eiga að staðgreiða andvirði verksmiðj- unnar hjá Ríkiskaupum í dag, á þrettánda hundrað milljóna. Þess má geta að fjárhæðin er svo há að skv. reglum verður að skipta henni í tvær greiðslur. Kerfið tek- ur ekki við hærri ávísunum en sem nema einum milljarði króna. Kaupfélag Eyfirðinga á Akur- eyri bauð ásamt fleiri aðilum í Áburðarverksmiðjuna en tilboði þeirra var ekki tekið. Eiríkur S. Jóhannsson, kaupfélagsstjóri KEA, sagði í samtali við Dag í gær að til skoðunar væri hjá fé- laginu að hefja innflutning á áburði. Hann ítrekaði þó að sú vinna væri aðeins á hugmynda- stigi. - BÞ Jóhanna Sigurðardóttir sagði neyðarástand ríkja á leigumarkaði þar sem nýja kerfið hefði þrýst leigunni upp og leitt til langra biðraða eftir leigu- húsnæði. málaráðherra fyrir að hafa bjargað íbúðalánakerfinu. Neyðaxástand Jóhanna Sigurðardóttir sagði neyðarástand ríkja á leigumarkaði þar sem nýja kerfið hefði þrýst leigunni upp og leitt til Iangra biðraða eftir Ieiguhúsnæði. Sagði hún 1200 einstaklinga og fjöl- skyldur bfða eftir leiguhúsnæði á Iandinu öllu. Hér á höfuðborgar- svæðinu ríki hreint neyðarástand, sérstaklega hjá einstæðum for- eldrum. Þá sagði hún að klúður og seinagangur hjá Ibúðalána- sjóði væri að grafa undan kerfinu. „Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér hafa einungis 20% umsókna um íbúðarlán verið afgreiddar frá áramótum," sagði Jóhanna. Hún sagði jafnframt að óraunhæft greiðslumat vegna íbúðakaupa, sem væri hrein enda- leysa, muni valda greiðsluerfið- leikum og gjaldþroti heimila sem aldrei fyrr. Nú væri Ieyft að allt að 50% af heildarlaunum renni til greiðslu af íbúðarlánum í stað 18% áður. Hún sagði það vera ávísun á öngþveiti í húsnæðismál- um þegar framsóknarmenn taka við húsnæðismálunum. Áreiðanlegt greiðslumat Páll Pétursson félagsmálaráð- herra sagði íbúðarlánasjóð vera kominn yfir byrjunarörðugleika, sem vissulega hefðu verið til stað- ar vegna tæknilegra örðugleika. „Það er búið að afgreiða í íbúð- arlánasjóði 1133 umsóknir frá áramótum. Þar af voru 523 sem komu inn á þessu ári," sagði Páll. Hann sagði að það greiðslumat sem við búum við núna væri miklu áreiðanlegra og raunhæfara en fyrra greiðslumat. Utreikning- ar miðist við greiðslugetu og mið- ist við að umsækjandi eigi fyrir, eða geti átt fyrir afborgun lána í hverjum mánuði. Umræðurnar sem í kjölfarið fylgdu báru þess glögg merki að stutt er orðið til þingkosninga. Þær voru hvassari og persónulegri en þegar lengra er til kosninga en nú. - s.DÓH Ráðiuieytið hunsar iimsókn Valdimars Valdimar Jóhaiuiesson ætlar að kæra sjávar- útvegsráðuneytið til umhoðsmanns Al- þingis. Valdimar Jóhannesson, sem vann hið fræga veiðileyfamál gegn sjávarútvegsráðuneytinu fyrir Hæstarétti, en dómur féll 3. desember, er búinn að senda kæru til umboðsmanns Alþingis á hendur ráðuneytinu fyrir óþol- andi framkomu þess í sinn garð. Valdimar sótti um veiðileyfi til sjávarútvegsráðuneytisins árið 1996. Ráðuneytið hafnaði um- sókninni en eftir málaferli dæmdi Hæstiréttur þá synjun ólöglega. Strax eftir dóminn ít- rekaði Valdimar veiðileyfisum- sóknina en sjávarútvegsráðu- neytið svaraði honum engu öðru en því að hann verði bara að bíða þar til að honum komi, enda þótt umsókn hans sé að verða þriggja ára. Valdahroki „Það er alveg óþolandi að sitja undir svona framkomu. Eg sótti um 1996 og hef þurft að fara með málið í gegnum bæði réttar- stigin en samt er umsókn mín al- gerlega hunsuð. Þetta er frarn- koma eins og tíðkast í banana- Iýðveldum. Þess vegna hef ég ákveðið að kæra það til umboðs- manns Alþingis að mér skuli ekki vera svarað,“ segir Valdimar Jó- hannesson. Hann segir framkomu ráðu- Valdimar Jóhannesson er óánægður með undirtektir sjávarútvegsráðu- neytisins við umsókn sinni um veiðileyfi. neytismanns í sinn garð bera öll einkenni valdahroka, rétt eða rangt skipti engu máli heldur bara það viðhorf í ráðuneytinu „að við höfum valdið.“ „Eg hef tvívegis ítrekað kröf- una um að fá veiðileyfið enda þótt ég hefði ekki átt að þurfa að ítreka umsókn mína því það er búið að dæma ráðuneytið til þess að vera við henni. Mín umsókn kom fyrst og því ætti hún að vera fyrst í röðinni þegar veiðileyfis- umsóknir eru afgreiddar en ekki að vera sett aftur fyrir eins og raunin hefur orðið á,“ sagði Valdimar Jóhannesson. — S.DÓR Lög um málefni fatlaðra Fyrir Alþingi Iiggur frumvarp til laga um málefni fatlaðra. Þær breytingar sem þar eru lagðar til miða að því að auðvelda yfirtöku sveitarfélaganna á þjónustu við fatlaða. Mistök leiðrétt Komið er fram frumvarp til breyt- ing á áfengislögunum. Þar er ver- ið að Ieiðrétta mistök sem gerð voru í fyrra þegar áfengislögun- um var breytt. Þá láðist að flytja greiðslur vegna leyfisveitinga frá ríki til sveitarfélaga. Sömuleiðis er nú verið að leiðrétta vopnalög sem samþykkt voru í fyrra. Þar urðu þau mistök að girt var fyrir að tilteknar tegundir skotvopna verði fluttar til landsins. Jöfnun hfskjara Guðni Ágústssoh og þrír aðrir þing- menn Framsókn- arflokksins hafa flutt þingsályktun- artillögu um að ríkisstjórninni verði falið að skipa nefnd til að rann- saka hvort unnt sé að jafna lífskjör og aðstöðumun fólks eftir búsetu með aðgerðum í skattamálum. Lagafrumvarp um Þingvelli Lagt hefur verið fram frumvarp til laga um þjóðgarðinn á Þing- völlum. Segir í skýringum að nú- gildandi lög um friðun Þingvalla séu frá árinu 1928. Frá því að þau lög voru sett hafi öll viðhorf til náttúruverndar gjörbreyst, auk þess sem umferð um þjóðgarðinn og nágrenni hans sé miklu meiri en áður. Ofbeldi gegn gömlu fólki Kristín Ástgeirs- dóttir hefur lagt fram fyrirspurn til heilbrigðisráð- herra um hvort heilbrigðisyfirvöld hafi gert könnun á umfangi og eðli ofbeldis gegn gömlu fólki, þar sem makar ?ða skyldmenni eru gerendur. Ef slík könnun hafi ekki farið fram hvort fyTÍrhugað sé að gera hana og hvort ráðuneytinu hafi borist kærur vegna ofbeldis á gömlu fólki í heimahúsum eða stofnun- um. Afiiani verðtrygginga Gísli S. Einarsson hefur lagt fram til laga verð- tryggingar á fjár- skuldbindingum verði afnumdar frá og með 1. júlí í ár. Þar er gert ráð fyr- ir að bannað verði að verðtryggja all- ar fjárskuldbind- ingar, hvaða nafni sem þær nefn- ast. frumvarp um að Gísli S. Einarsson. Kristín Ást- geirsdóttir. Vegagerðin í Borgames Magnús Stefánsson og Þorvaldur T. Jónsson varaþingmaður flytja þingsályktunartiílögu þess efnis að samgönguráðherra verði falið að flytja aðalstöðvar Vegagerðar ríkisins frá Reykjavík í Borgarnes. - S.DÓR

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.