Dagur - 03.03.1999, Síða 4

Dagur - 03.03.1999, Síða 4
4- MIÐVIKVDAGVR 3. MARS 1999 Þátttaka í Markaðsskrifstofu ferðamála Meirihluti bæjarstjórnar Austur-Héraðs samþykkti á fundi í byijun febrúar að vegna hlutverks atvinnumálanefndar og markaðssetning- ar í atvinnumálum, líti hann svo á að meginverkefni Atvinnumála- nefndar sé fyrst um sinn að standa að atvinnuráðstefnu í samvinnu við forystu atvinnulífsins. I framhaldi af henni geri Atvinnumála- nefnd tillögur til bæjarráðs og/eða bæjarstjórnar um með hvaða hætti sveitarfélagið ætti að standa að stuðningi við atvinnulífið samkvæmt málefnasamningi meirihlutans. Unnið er að lokagerð erindisbréfa fyrir ráð og nefndir sveitarfélagsins þ. á m. fyrir atvinnumálanefnd og þá er að fara í gang mótun reglna fyrir sjóð sem fara á með eignar- hlut sveitarfélagsins í atvinnufyrirtækjum. Að Iokinni vinnu við fyrr- greind verkefni verður sett fram stefna sveitarfélagsins í atvinnumál- um í samræmi við málefnasamning. Stefnt er að því að taka þátt í stofnfundi Markaðsskrifstofu ferðamála. Vemdarsvæði vatnsbóla átti að skilgreina árið 1992 Samkvæmt neysluvatnsreglugerð átti að skilgreina verndarsvæði vatnsbóla árið 1992 og koma á innra eftirliti vatnsveitu árið 1995. Umhverfismarkmið Egilsstaðabæjar gerðu ráð fyrir að ljúka þessum málum fyrir árið 2000. Samkvæmt mengunarvarnarreglugerð, ber að ljúka úrbótum í fráveitumálum ekki seinna en árið 2005. I umhverf- ismarkmiðum Egilsstaðabæjar er gert ráð fyrir að þessi tímasetning standist. Fulltrúar F-Iista skora á meirihluta bæjarstjórnar að taka mið af framkvæmdaáætlun í Umhverfisverkefni Egilsstaðabæjar í fyrirhugaðri starfs- og tímaáætlun um umhverfisverkefni kjörtíma- bilsins hvað varðar neysluvatns- og fráveitumál sem og önnur um- hverfisverkefni. Ennfremur ítrekuðu fulltrúar F-lista að lögboðin verkefni sveitarfélagsins verði látin ganga fyrir öðrum. Frá Eiðum. Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við sameiningu grunn- skólanna á Egilsstöðum og Eiðum. Sameinmg skólahverfanna Eiða og Egilsstaða Bæjarstjórn lýsir yfir fullum stuðningi við þá vinnu sem nú er í gangi í fræðslumálaráði við undirbúning að sameiningu grunnskólanna á Egilsstöðum og Eiðum. I fundargerð Tónlistarskóla frá 13. janúar kom fram að menntamálaráðherra var skrifað bréf 14. janúar þar sem farið er fram á viðræður um byggingu menningarhúss á Egils- stöðum. Einnig hefur verið samþykktur 20 þúsund króna styrkur til UIA vegna gönguskíðaátaks og 50 þúsund króna styrkur til leikfélags Menntaskólans á Egilsstöðum vegna leikritsins Skvaldurs. FRÉTTIR Halldór Blöndal samgönguráðherra gerir sér vonir um að hægt verði að leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingar á vegalögum á næsta þingi. Halldór viU reið- vegi á vegáæthm Breytiiigar boðaðar á vegalögum. Reiðvegir á miðhálendinu í um- sjá Vegagerðar. Um 10% reiðleiða þarí að laga. Kostar um 350 miUjónir. £in milljón á hvem kílómeter. Halldór Blöndal samgönguráð- herra gerir sér vonir um að hægt verði að leggja fram frumvarp til laga um breytingar á vegalögum á næsta þingi. Tilgangurinn með þeirri breytingu sé m.a. að skil- greina reiðvegi á miðhálendinu sem sérstakan vegflokk, tryggja eignarnámsheimild vegna reið- vega og að Vegagerðin verði veg- haldari þeirra. Þá verði kostnað- ur vegna viðhalds og uppbygg- ingu reiðvega fjármagnaður á vegáætlun. Milljón á kílómeter Þetta kom m.a. fram á blaða- mannafundi sl. föstudag. Þar voru kynntar niðurstöður tveggja nefnda sem samgönguráðherra skipaði haustið 1998. Verkefni þeirra var að gera áætlanir um bætta stöðu hestamanna. Þessutan sé sívaxandi áhugi meðal erlendra sem innlendra ferðamanna að kynnast landi og þjóð á hestbaki. Því til viðbótar var bent á að hestamennska, bæði sem tómstundir og atvinna séu sífellt að aukast. Talið er að reiðleiðir á miðhálendinu séu alls um 3500 kílómetrar. Þar af séu um 10%, eða 350 km sem þurfa lagfæringa við. Aætlaður kostnaður vegna þessa er talin nema um einni milljón króna á hvern kílómeter, eða 350 millj- ónir í það heila. Svæðaskipulag hálendisins I niðurstöðum þessara nefnda kemur m.a. fram að reiðleiðir verði í samræmi við tillögu að svæðaskipulagi á miðhálendinu. I tillögum nefndarinnar er óvíða vikið af þeim leiðum sem eru fjölfarnastar og þekktastar. Við uppbyggingu og lagfæringu reið- leiða verði sérstök áhersla Iögð á verndum viðkvæmra svæða við og í nágrenni reiðleiða. Þá sé nauðsynlegt að umferð bíla og hesta á Kili, Fjallabaksleið og á Sprengisandi verði aðskilin vegna mikillar umferðar. Þá þyk- ir ástæða til að aðskilja göngu-og reiðleiðir þar sem hagsmuna- árektsrar hafa orðið á milli gang- andi fólks og hestamanna. Reiðleiðir í þrjá flokka Þá er lagt til að reiðleiðir utan miðhálendis verði flokkaðar í þrjá aðalflokka. Það er stofnleið- ir, þéttbýlisleiðir og héraðsleiðir. I tengslum við vegáætlun hverju sinni er lagt til að gerð verði áætlun þar sem skráðar verði einstakar reiðleiðir og flokkun þeirra í áðurnefnda flokka. Þá er einnig lagt til að reiðleiðir fari eftir því sem ákveðið sé í skipu- lagi sveitarfélaga og Vegagerðinni verði falin undirbúningur að kynningu og merkingu reiðleiða. Auk þess verði áætlanir um framkvæmdir við reiðvegi unnar í samráði við sveitarstjórnir og samtök hestamanna. -grh Ungir framsóknarmeim vilja gerbreytt skattakerfi Sorpsamlagið fær aukið rými Bæjarstjórn hefur samþykkt að Sorpsamlagið geti fengið stækkun á athafnalóð að Tjarnarási 11. Ahaldahús Egilsstaðabæjar fékk úthlut- un á lóðinni og hefur haft hana í nokkur ár. Lögð var fram og kynnt skýringarteikning að Lómatjarnargarðinum og veittar voru frekari upplýsingar um bílastæði og byggingareit. Sr. Sigfus J. Amason prófastur Mólaprófastsdæmis Sr. Sigfús J. Arnason, sóknarprestur í Hofsprestakalli í Vopnafirði, hefur tekið við embætti prófasts í Múlaprófastsdæmis af sr. Einari Þór Þorsteinssyni á Eiðum, sem lætur af því fyrir aldurs sakir en sinnir áfram prestsþjónustu til 1. júní nk. Sr. Sigfús var vígður til þjónustu í Miklabæjarprestakalli í Skagafirði árið 1965, þaðan lá leiðin í Mælifellsprestakall og Sauðárkrók áður en hann tók við Hofsprestakalli árið 1980. Töfraflautan á Eiðum Tónlistafélag Austur-Héraðs stóð nýlega fyrir tónleikum í Egilsstaða- kirkju til styrktar uppsetningu á Töfraflautunni sem verður fýrsta verkefni Operustúdíós Austurlands. Þar komu fram Signý Sæmunds- dóttir sópran, Keith Reed baríton og Þorgeir Andrésson tenór við undirleik Gerrit Schuil. Töfraflautan verður flutt á Eiðum f júnímán- uði á komandi sumri. — GG Skora á fjölmiða að endurflytja upptökur af kosniugaloforðuni formauua stjómar- flokkauua fyrir síð- ustu kosningar um jaðaráhrif skatta og spyrja um efndir. „Við höldum því fram að þetta tekjuskattskerfi sem við búum við hafi verið barn síns tíma en sé orðið ónothæft enda virkar það ekki lengur eins og því var ætlað að gera. Þess vegna viljum við nýtt skattakerfi. Tekjuskatts- kerfið og jaðarskattarnir sem því fylgja ná ekki máli. Það er bæði ungt fólk og aldrað sem það kemur harðast niður á. Astæðan fyrir því að við rísum upp nú er sú að það er ár aldraða og fyrst þarna eru sameiginleg hags- munamál eldri borgara og ung- Iiða viljum við mjög gjarnan vinna með þeim,“ sagði Arni Gunnarsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna, í tilefni harðorðrar samþykktar miðstjórnarfundar SUF. Þar er lýst yfir vonbrigðum vegna aðgerðarleysis stjórnvalda við að draga úr jaðaráhrifum í skattakerfinu. Þar er einnig bent á að Jaðarskattanefnd forsætis- ráðherra hafi Iagt upp laupana án þess að skila tillögum. „A sama tíma hefur ríkisstjórnin aukið heimildir fyrirtækja til þess að nýta sér uppsafnað rekstrar- tap til frádráttar frá skatti,“ segir í samþykktinni. Endurllytjid loforð I Ijósi þess að Framsóknarflokk- urinn hefur verið í ríkisstjórn sl. 4 ár var Arni Gunnarsson spurð- ur hvort ungliðar hefðu ekki rætt þetta við sína forystumenn? „Jú, vissulega. Við höfum rætt við Halldór Ásgrímsson, for- mann flokksins, og fleiri forystu- menn og við höfum tekið þetta upp á flokksþingum og á milli þeirra. Okkur hefur verið svarað því til að skattar hafi verið lækk- aðir niður í 38%. Að mínu mati snertir það ekki þetta mál, jaðar- skattarnir eru eftir sem áður til staðar. Auk þess er ég ekki sam- mála því að lækka tekjuskatt flatt um einhver prósent. Slík aðgerð kemur þeim best sem hafa mest- ar tekjurnar. Þess vegna meðal annars viljum við nýtt skatta- kerfi,“ segir Árni Gunnarsson. I Iok samþykktarinnar skora ungir framsóknarmenn á frétta- stofur fjölmiða að endurflytja upptökur af kosningaloforðum formanna stjórnarflokkanna fyrir . síðustu kosningar um úrbætur vegna jaðaráhrifa skatta og kref- ja forsætisráðherra svara um efndir. -S.DÓR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.