Dagur - 03.03.1999, Side 7

Dagur - 03.03.1999, Side 7
t 1 ÞJÓÐMÁL MIDVIKUDAGUR 3. MARS 19 9 9 - 7 , 1 Varasöm tUraim íknarækt! SIGURÐUR SIGURÐAR- SON DÝRALÆKNIR, KELDUM SKRIFAR Landssamband kúabænda fylgir nú eftir óskum sínurri um að fá leyfi til takmarkaðs innflutnings á fósturvísum af norsku mjólkur- kúakyni í tilraunaskyni. Það kann að verða stutt í að slíkt leyfi verði gefið. Að tilraun lokinni á að dreifa hinu nýja kyni um land- ið, ef að Iíkum lætur. Aform þessi eru að mínum dómi hættuleg heilsu íslenskra búfjártegunda auk þess sem ýmsu fleiru er stefnt í hættu, sem ekki verður talið hér. Stefnt mun vera að því áð komast inn í kyn- bótastarf granna okkar. Það mun þýða frekari óskir, já kröfur um innflutning frá öðrum löndum með enn Iakari heilbrigðisstöðu en Noregur. Hættan varðandi sjúkdómana Iiggur í því fyrst og fremst að mínum dómi að óhjá- kvæmilegt verður að flytja inn aftur og aftur til viðhalds nýjum kúastofni. Smithættu er því mið- ur ekki hægt að útiloka með neinu móti. Meira að segja fóst- urvísar geta borið veirusmit þrátt fyrir öll þekkt próf og sótthreins- un. Unnt er þó að draga úr smit- hættu með ýmsum kostnaðar- sömum tilfæringum, en gagn þeirra nær skammt, ef útaf er brugðið. Hver nýr innflutningur stigmagnar hættuna. Með því að gefa eftir og leyfa umbeðinn inn- flutning nú, er höggvið skarð í varnarmúr sem haldið hefur frá landinu alvarlegum smitsjúk- dómum í kindum, kúm og hross- um. Veiklun á stefnunni sem ver- ið hefur mun geta þýtt sams kon- ar hættu fyrir aðrar dýrategundir en kýr. Skarðið í varnarmúrinn stæði opið áfram og yrði trúlega notað til að fá flutt inn kúakyn „Hver nýr innflutningur stigmagnar hættuna. Með því að gefa eftir og leyfa umbeðinn innflutning nú, er höggvið skarð í varnarmúr sem haldið hefur frá landinu alvarlegum smitsjúkdómum í kindum, kúm og hrossum," segir Sigurður Sigurðsson, m.a. í grein sinni. frá öðrum löndum síðar. Áhætta tekin Undantekningarlítið er, að varúð manna sljóvgast þegar til lengdar lætur og áhætta er venjulega tek- in umfram það sem leyft var. Það er ekki endilega af vilja til að bijóta reglur heldur af óskhyggju, sem gyllir og réttlætir hagnaðar- von. Eg tala af langri reynslu um þessi mál um viðbrögð venjulegs fólks. Við erum að heita má laus við alvarlega smitsjúkdóma í naut- gripum hér á Iandi og erum að undirbúa okkur undir að prófa íslenskar kýr til að sanna þetta svo að við getum afstýrt því að í kjölfar viðskiptasamninga hellist yfir okkur útlendur varningur, sem gæti borið méð sér nýja smitsjúkdóma til landsins. Inn- flutningi er ekki hægt að hafna nema við getum sannað slíkt. Það væri mjög misráðið að taka áhættu nú. Beinlínis tilræði við sjúkdómavarnarstarf okkar. Auk þess veikir slíkt stöðu okkar í væntanlegum viðskiptasamning- um, sem fram undan eru við Evr- ópubandalagið og aðra aðila. Slimhúðapest Einn af þeim sjúkdómum, sem til er í Noregi og að sjálfsögðu á öðrum Norðurlöndum í enn meiri mæli, er smitandi slímhúð- arpest (BVD). Baráttan \dð hana hefur kostað Norðmenn 40 millj- ónir árlega eða 400 milljónir ís- Ienskra króna. Þeim hefur þó orðið talsvert ágengt í að að bæla hana niður. Sjúkdómur þessi er til í sauðfé þar í landi (Bítlaveiki eða Border disease) og verður það, þótt honum verði eytt úr norskum kúastofnum. Það mun trúlega taka langan tíma, ef það er þá hægt. Smit berst greiðlega frá nautgripum í sauðfé og frá sauðfé í nautgripi. Sú staða okk- ar, að vera Iaus við þennan sjúk- dóm er einstæð í E\TÓpu og þótt víðar væri leitað. Það þarf sterk rök til að stefna þeirri stöðu í hættu. Afleiðing innflutnings gæti orðið sú, að þessi sjúkdóm- ur bærist í íslenskt sauðfé. Hvað segja Ijárbændur þá? Væri rétt hjá þeim að mótmæla strax? I framandi umhverfi eru ýmsir sjúkdómar sem gætu hagað sér öðru vísi hér á landi en þar sem þeir eru landlægir. Enginn skyldi ímynda sér að allir sjúkdómar séu þekktir. Muna menn eftir því hvernig kúariðan kom upp í Englandi? Þekktum sjúkdómum er oft unnt að verjast, ekki alltaf, t.d. ekki slímhúðapestinni sem getur borist með fósturvísum, hvað sem gert er. Gegn því óþekkta verður best varist með ströngu innflutningsbanni og sí- felldri fræðslu. Eru menn búnir að gleyma hestapestinni, sem grasseraði hér fyrir ári síðan? Og að lokum, við vitum að bann við innflutningi hefur dug- að vel til að verjast innrás smit- sjúkdóma. Sú opingátt í vörnum landsins, sem nú er stefnt að mun Ieiða til nýrra smitsjúk- dóma, sem óvíst er að við ráðum við að stöðva útbreiðslu á. y Islenska þjóðin vill auka stuðning við öryrkja Öryrkjabandalagið stóð fyrir myndarlegri ráðstefnu í ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, undir yfirskriftinni „Lífssýn öryrkja á nýrri öld“. Meðal frummælenda á ráðstefnunni var Rannveig Sig- urðardóttir, hagfræðingur BSRB, sem fjallaði um niðurstöðu könn- unar sem Félagsvísindastofnun Háskóla Islands vann fyrir BSRB. Þessi könnun er viðamesta könnun sem gerð hefur verið um viðhorf landsmanna til velferðar- kerfisins og var hún kynnt á veg- um BSRB sl. haust og kynnti Dagur hana mjög vel. I könnun- inni kemur fram mjög afgerandi vilji Iandsmanna til þess að við- halda og efla það velferðarkerfi sem við búum við. Fram kemur í könnuninni að fólk er ábyrgt í þessari afstöðu því það er tilbúið að greiða hærri skatta til að bæta velferðarkerfið. Ef Iitið er sérstaldega á niður- stöðu könnunarinnar til afstöðu almennings til aðstoðar við ör- yrkja og hún greind eftir afstöðu kjósenda kemur fram munur eft- ir því hvaða flokk fólk myndi kjósa, en hins vegar er yfirgnæf- andi meirihluti kjósenda allra flokka fýlgjandi því að auka að- stoð hins opinbera við öiyrkja. 76% þeirra sem kjósa Framsókn- arflokkinn vilja auka útgjöld vegna örorkulífeyris, 77% kjós- enda Sjálfstæðisflokksins, 85% þeirra sem kjósa Samfylkinguna og jafn hátt hlutfall þeirra sem kjósa annað. Þegar útgjöld til málaflokJísins eru borin saman á Evrópska efnahagssvæðinu kemur í Ijós að ísland er í þriðja neðsta sæti hvað varðar útgjöld til þessa málaflokks, aðeins Grikkir og Portúgalir eru neðar. Afstaða ís- lenskra stjórnvalda til þessa málaflokks virðist þ\í vera í hróp- legu ósamræmi við vilja kjós- enda. I Degi f gær var birt viðtal við Arnór Pétursson, formann Sjálfs- bjargar. Þar minnist Arnór á þessa könnun Félagsvísinda- stofnunar en þau mistök hafa átt sér stað, annað hvort hjá Arnóri eða blaðamanni að þar er sagt að könnunin hafi verið gerð fyrir ASÍ. SIGURDIJR A. FRIÐ- ÞJOFSSON UPPL ÝSINGAFULLTRÚI BSRB SKRIFAR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.