Dagur - 03.03.1999, Side 8

Dagur - 03.03.1999, Side 8
8- MIÐVIKUDAGVR 3. MARS 1999 VMfir MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 - 9 FRÉTTASKÝRING FRÉTTIR k. A Vili a breytta búskaparhætti GEIRA. GUÐSTEINS- SON SKRIFAR Fimm ára sýn ætti að koma landbúnaðiniim mjög vel. Framtíðar- sýnin verður því mun skýrari en verið hefur þrátt fyrir að ekki séu auknar greiðslur að neinu marki úr ríkis- sjóði til bænda frá því sem var í fyrri samn- ingum bænda við rík- isvaldið. Stærsta málið sem liggur fyrir Búnaðarþingi, sem fer fram í Reykjavík þessa vikuna, er nýr samningur við ríkisvaldið sam- kvæmt búnaðarlögum. Samning- urinn er fjórskiptur. I fyrsta lagi er um að ræða stuðning við leiðbeiningar eða ráðgjöf þar sem Iögð er aukin áhersla á rekstrarráðgjöf og skipulag búrekstrar. I 2. kaflanum eru ákvæði um búfjárræktina en lengi hefur ver- ið stuðningur við ræktunarstarfið sem er hugsaður til þess að bæta afköst búfénaðarins og ná um leið betri framleiðslu. Sá stuðn- ingur er tryggður í næstu fimm ár sem er svipað og verið hefur. I þriðja lagi er um að ræða stuðning við umbætur á bújörð- um sem verið hefur inni í lögum á undanförnum árum en fjár- framlög frá ríkisvaldinu til þess málaflokks hafa mjög verið af skornum skammti á undanförn- um árum. I þessum nýja samn- ingi er nú lögð mun meiri áhersla á umhverfismál og bætta ásýnd en ekki er um að ræða beina framkvæmdastyrki sem ákvæði var um í gömlu lögunum. I §órða lagi er um að ræða stuðning við nýsköpun og þróun- arstarfsemi og hagræðingarverk- efni gegnum Framleiðnisjóð landbúnaðarins sem verið hefur til staðar síðustu tvo áratugi en hann er nú styrktur í sessi næstu fimm árin samkvæmt nýja samn- ingnum. Framtíðarsýnin í þeim málum verður því mun skýrari en verið hefur þrátt fyrir að ekki séu aukn- ar greiðslur að neinu marki úr ríkissjóði til bænda, en þessi fimm ára sýn ætti að koma at- vinnugreininni mjög vel. Ari Teitsson, formaður Bændasam- takanna, segir að bætt ásýnd felist m.a. í verkefnum til að þróa hugmyndir og skapa landbúnað- inum aukna yídd. Greiðslur til bænda „Það felst m.a. í stuðningi við þá bændur sem vilja leggja aukna áherslu á Iífræna ræktun sem mjög æskilegt er að auka enda fyrirliggjandi áhugi á því hjá bændum. I bættri ásýnd felst einnig að bæta tæknibúnað í gróðurhúsum með það íyrir aug- um að draga úr mengunarhættu og nýta betur það sem notað er af aðföngum. Það er líka fólgið í því að þróa enn frekar kornræktar- starf í landinu, en ekki stuðning- ur við aukna rækt t.d. á hvern hektara sem við bætist hjá hverj- um ræktanda. Það er einnig stuðningur við að skipuleggja beit og gera göngustíga fyrir fólk og gera almenningi það auðveldara að fara um lönd bænda. Bóndinn er með öðrum orðum styrktur til þess að bæta aðgengið að Iandinu sem sumum kann að finnast nokkuð langsótt en það er því miður oft þannig að þó almenn- ingi langi til að skoða landið, ekki síst einhvetjar náttúruperlur, þá er oft yfir girðingar að fara sem getur verið torvelt mörgum. Þannig væri hægt að setja „prílur“ yfir girðingarnar, þ.e. tröppur yfir girðinguna sem víða hafa reyndar verið teknar í notkun, og merkja gönguleiðir,“ segir Ari Teitsson. 500 milljónir króna á ári Ari Teitsson var inntur eftir því hvaða verðmætamat væri á þess- um samningi við ríkisvaldið og hvort hann væri sáttur við samn- inginn. „Stærð samningsins mælist á bilinu 400 til 500 milljónir króna á ári næstu fimm ár. Við forsvars- menn Bændasamtakanna erum nokkuð sáttir við niðurstöðuna þrátt fyrir að ekki sé um aukn- ingu á ijármunum að ræða frá því sem er í ár. Þó héldum við að nú væri svigrúm í allri þessari byggðaumræðu og góðæri að veita aðeins meiri Ijármunum til styrktar dreifbýlinu, en það gekk ekki eftir. Ef við hefðum einir ráðið verkefnavali í því sem stutt er þá hefði skiptingin litið nokk- uð öðruvísi út, en það er ekkert sem tekur að fárast yfir. Þetta var samningur tveggja aðila og ég tel að báðir hafi borið nokkuð úr být- um. Fjárhæð samningsins er bundin næstu fimm ár, þ.e. allt samningstímabilið, en það er mögulegt að hægt verði að flytja til Ijármuni innan samningsins. Það byggist á því að við rennum svolítið blint í sjóinn með eftir- spurn eftir einstaka þáttum. Þannig vitum við t.d. ekki hversu margir bændur hafa áhuga á því að merkja gönguleiðir í sínu Iandi,“ segir Ari Teitsson. Bein framlög til þróunar- verkefna mikilvæg Við setningu Búnaðarþings sagði landbúnaðarráðherra, Guðmund- ur Bjarnason, m.a. að samkvæmt ákvæðum búnaðarlaga hófust í september viðræður á milli Bændasamtaka Islands og ríkis- ins um þau verkefni sem lögin ná til og framlög til þeirra. Þar sé um tvennt að ræða, annars vegar það sem viðkemur bráðabirgðaákvæð- um Iaganna og varðar heimild landbúnaðarráðherra til að semja um uppgjör á jarðræktarframlög- um, samkvæmt eldri lögum og hins vegar fyrsta samninginn um framlög samkvæmt lögunum sem nær til jarðabóta, búfjárræktar, leiðbeiningaþjónustu og þróunar og nýsköpunar. Landbúnaðarráð- herra segir samninginn skipta miklu máli fyrir bændur og Bændasamtökin. Bein framlög til þróunarverkefna hjá bændum séu mikilvæg í ljósi þeirrar stað- reyndar að hinar dreifðu byggðir þurfa á þeirn að halda einmitt nú, vegna síaukins ójafnvægis milli dreífbýlis og þéttbýlis, með tilliti Stærsta málið sem liggur fyrir Búnaðarþingi er nýr samningur við ríkisvaidið samkvæmt búnaðarlögum. Hér er Gunnar Jósavinsson í Búðarnesi í Hörgárdal að hleypa til ánna. til uppbyggingar og þróunar at- vinnulífs. „Vissulega voru óskir Bænda- samtakanna um fjárveitingar hærri en talið var hægt að mæta að hálfu ríkisstjórnarinnar. Ar- angurinn verður samt að teljast viðunandi í ljósi þess pólitíska umhverfis, sem landbúnaðurinn býr við bæði hér heima og víða meðal samkeppnisþjóða okkar er- Iendis. Þau verkefni sem sinnt verður á næstu árum eru mörg hin sömu og notið hafa stuðnings á undanförunum árum og sum áratugum saman, eins og leið- beiningastarfsemin og búfjár- ræktin,“ segir Guðmundur Bjarnason. Hann segir nýju verk- efnin og áherslurnar vera jarða- bætur og rekstrarráðgjöf hjá bún- aðarsamböndunum, eða leiðbein- ingamiðstöðvunum, sem stefnt er að að komið verði á fót. Það markmið sem við settum okkur í upphafi við gerð laganna, að skil- greina verkefnin og semja um Ijármuni til þeirra til lengri tíma, er afar mikilvægt. „Eg hef þá trú að samnings- formið muni tryggja íslenskum Iandbúnaði betur en hingað til Ijármuni til þeirra verkefna sem lögin ná til. Reynslan segir okkur að hin eldri aðferð var ekki nægi- Iega haldgóð. Samningur felur einnig í sér stöðugleika og rúm til þess að einbeita sér að markmið- um hans. Fimm ára samningur, með endurskoðun á tveggja ára fresti, krefst líka stöðugrar stefnumótunar og opinnar um- ræðu bæði á Búnaðarþingi og hjá þeim stjórnvöldum sem koma að landbúnaðarmálum. Það er líka von mín að samningurinn fækki þeim röddum sem hafa gagnrýnt þá starfsemi sem við erum að semja um,“ sagði landbúnaðar- ráðherra. Niðurgreiðslur leiða til óarð- bærrar framleiðslu Jóhannes Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir að hann hafi lengi varað við þessari stefnu sem felst í því að niðurgreiða mjólkur- og sauðfjárafurðir. Erfiðleikar smærri búanna aukist stöðugt í þessu kerfi og hagur þeirri stærri fari stöðugt batnandi, þ.e. bilið milli hinna ríku og fátæku aukist stöðugt. Markaðurinn fái engu ráðið og þessar peningamilli- færslur Ieiði til vaxandi óhag- kvæmni og óarðbærar framleiðslu og hækkandi verðs til neytenda. Hvorki bændum né neytendum sé því gerður greiði með þessu niðurgreiðslukerfi sem hafi verið við lýði í áratugi. Jóhannes Gunnarsson telur að að þetta kerfi verði ekki afnumið á einni nóttu en með afnámi þess megi m.a. komast hjá stóráfföll- um íslensks Iandbúnaðar vegna alþjóðlegra viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur. Afnám kerfisins skapi ný sóknarfæri sem ekki sé leitað í því verndaða um- hverfi sem framleiðendur mjólk- urvara og kindakjöts búi við f dag. Islendingar búi í hreinu landi og framleiði yfirleitt gæðavöru þrátt fyrir niðurgreiðslur en verðið sé þrátt fyrir það hátt, jafnvel allt of hátt. Jóhannes segir að sam- kvæmt stjórnarskránni séu allir þegnar landsins jafnir fyrir lög- um, og þvf velti hann þvf iðulega fyrir sér af hverju framleiðendur annarra kjötvara en kindakjöts hafi ekki leitað eftir því að verða teknir inn í niðurgreiðslukerfið. Það segi kannski meira en mörg orð. „Við þurfum að keyra út úr þessari ofstjórn nú þegar og veita frelsi inn í greinina og hætta að hokra. Erfiðleikar bænda eru nú þegar ærnir og þeir munu halda áfram að aukast meðan þetta kerfi er enn við lýði. Þessi nýi samningur bænda við ríkisvaldið veldur mér því engri gleði og þessi hálfi milljarður á ári til bænda, sem raunar er bara yfir- færsla fyrri samninga, leysir alls engan vanda hjá íslenskum land- búnaði," segir Jóhannes Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Neyt- endasamtakanna. BúvörusaiimmgiHÍim skaöar bændur Pétur Blöndal, alþingismaður, hefur ætíð verið mjög mótfallinn húvörusamningunum og telur hann að þeir skaði bændur, neyt- endur og skattgreiðendur. Þeir skaði bændur af því að kerfið njörvi bændur í ákveðið kerfi sem þeir geti ekki brotist út úr. Niður- greiðslunum fylgi auk þess mikið óhagræði og rangar Ijárfestingar sem bændur greiði á endanum þótt þær virðist vera góðar í upp- hafi. „Ahnennt má segja að styrkjum og niðurgreiðslum fylgi einnig að menn þurfa ekki að taka á þeim vanda sem upp kemur í rekstri og þeir taka því ekki á vandanum, sem er til skaða fyrir alla atvinnu- greinina. Þetta á við bændur líka en þeir Iifa í vernduðu umhverfi og gætu og mundu örugglega standa sig miklu betur ef þeir væru ekki niðurjörvaðir í kerfi sem þar sem allt frumkvæði einstak- lingsins er drepið. Kerfið mundi flokka hafrana frá sauðunum, því þeir sem sýna dugnað, útsjónar- semi og snilld munu njóta sín mun betur en í núverandi kerfi sem hefur leitt til þess að það er engin stétt sem er eins fátæk og bændur eftir hálfrar aldar reynslu af þessum „góðmannlegu“ styrkj- um. Þegar maður horfir upp á eymd margra sauðfjárbænda þá skilur maður ekki af hverju ekki er stungið niður fótum og hugleitt hvort ekki sé eitthvað að stefn- unni," segir Pétur Blöndal. Pétur segir það koma sér á óvart að útlit sé fyrir að þessi samningur fari gegnum Búnaðarþing nánast athugasemda- og umræðulaust. Samningurinn sé auk þessa mjög slæmur fyrir neytendur vegna þess að hann haldi uppi allt of háu verði á landbúnaðarvörum án þess að bændur fái umbun sinnar vinnu. Samningurinn sé einnig afar slæmur fyrir skattgreiðendur því þarna eru ekki á ferðinni nein- ar smáupphæðir. Upphæðir, sem betur væri varið til lækkunar á sköttum eða til að bæta velferðar- kerfið. Saiiiiiiiigurinn gerir landbún- aðinn samkeppnishæfari Guðni Agústsson, formaður land- búnaðarnefndar Alþingis, segir að þessi samningur tryggi neytendum góða, holla og ódýra vöru og betri leið sé ekki í sjónmáli til hollustu- auka fyrir þjóðina. Samningurinn styrki auk þess landbúnaðinn í Iandinu og geri hann mun sam- keppnishæfari við niðurgreiddan landbúnað í Evrópu. - Því hefur verið haldið fram að þessi samningur geri hændur fá- tækari og ósjálfstæðari en ella og allt frumkvæði sé frá þeim tekið. Ertu sammála þvt? „Við megum ekki gleyma því að Islendingar hafa tekið allar út- flutningsbætur af sínum bændum sem samkeppnisaðilarnir í Evrópu hafa enn til ráðstöfunar. Eg held að það sé aukin samstaða og skiln- ingur á mikilvægi landbúnaðarins fyrir íslenskt þjóðarbú og því sé sátt um að styrkja hann á nýjan leik, bæði hjá þingi og þjóð. Vilhjálmur Egilsson, og Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Islands, formaður Verslunarráðs, telja möguleika landsbyggðarinnar vera góða, en þeir gagnrýna opinber afskipti. mynd: brink Hrollvekja at- vLnniirekenda Þriðjimgur núverandi starfa á landinu fellur út fyrir árið 2008. Stórauldnn hagvöxtur kallað á aðgerðir hjá vinnuveitendum. Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri Þróunarfélags Islands, seg- ir spár um stóraukinn hagvöxt og bættan hag launþega vera „hroll- vekju atvinnurekenda í framtíð- inni“. Andri lét þessi orð falla á fundi Verslunarráðs á Akureyri í gær þar sem hann ásamt Vil- hjálmi Egilssyni, alþingismanni og formanni Verslunarráðs, ræddu áhrif alþjóðavæðingar á atvinnulíf Iandsbyggðarinnar. Aætlanir sem Andri og Vil- hjálmur vitnuðu til sýna að Iíkur eru á 45-50% aukningu hagvaxt- ar frá tímabilinu 1995-2003. Þetta þýðir skv. mati Vilhjálms að þriðjungur þeirra starfa sem til voru árið 1995 verða ekki til árið 2008. Staðan kallar á stóraukna hagræðingu, aukinn samruna fyrirtækja, aukna atvinnusköpun og í raun atvinnubyltingu yfir allt Iandið. Vilhjálmur sagði að landsbyggðarfólk yrði að átta sig á því að það væri ekki til neitt sem héti verndað umhverfi. Brýnt að atika kröíurnai Vilhjálmur ræddi viðhorf lands- byggðarfólks til framtíðarinnar og sagði brýnt að samkeppnisvið- horfið væri jákvætt. I máli hans kom fram gagnrýni á rekstur fyr- irtækja og sveitarfélaga á lands- byggðinni. Hann telur brýnt að Iandsbyggðaryfirvöld og stjórn- endur fyrirtækja efli áætlanagerð og auki arðsemiskröfur frá því sem nú er. Lækkun ríkisútgjalda svarið? Tvímenningarnir veltu upp spurningum hvort alþjóðavæð- ingin myndi skipta landsbyggð- inni í hálauna- eða láglauna- svæði. Hvort ný störf yrðu til, hvort landsbyggðin væri aðlað- andi kostur fyrir langskóla- menntað fólk og hvernig lands- byggðin geti nýtt sér sérstöðu sína. Niðurstaðan var að þetta væri að miklu leyti komið undir fólkinu sjálfu. Afskipti og þjón- ustustýring hins opinbera haml- aði helst möguleikum lands- byggðarinnar og sagði Andri: „Það skyldi þó ekki vera að besta landbyggðarstefnan væri að lækka ríkisútgjöld?“ Helsi hælbítanna Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður KEA, kvað sér hljóðs á fundinum og tók undir gagnrýnisraddirnar á afskipti rík- isins: „Hið opinbera stendur sig alls ekki gagnvart þjónustuupp- byggingu á landsbyggðinni og þar verða menn að taka sig virkilega á. Að öðru leyti stenst lands- byggðin fyllilega samanburð við suðvesturhornið.“ Jóhannes Geir varaði þó við því sem hann kall- aði „smáborgaralega minnimátt- arkennd" sem oft örlaði á í minni samfélögum úti á Iandi. Hann kallaði þá „hælbíta" sem ættu við þetta vandamál að stríða. Slík minnimáttarkennd gæti lagt samfélagið í rúst og lamað and- rúmsloftið í kringum athafna- menn sem sæju þörf á breyting- um. - bþ Næturllf og lægrabjórverð I áfangaskýrslu um stefnumót- un í ferðaþjónustu Reykjavíkur- borgar er m.a. lögð áhersla á að borgin verði þekkt sem borg upplifunar. Þá er einnig stefnt að því að miðborgin bjóði upp á spennandi næturlíf og vetrarfrí verði komið á í skólum og á vinnustöðum. Til að efla ferðaþjónustuna í borginni er m.a. lagt til að stór- viðburðir á hinum ýmsum svið- um verði haldnir mánaðarlega, allt árið um kring. Þess utan verði hvatt til nýrra afþreyinga utan háanna. Meðal tillagna eru t.d. þorrablót, grænmetisupp- skeruhátíðir, lambakjöts „karni- val“ og fleira. Þá er lagt til að verð á bjór og léttum vínum lækki verulega og að ríkið lækki áfengisgjald. Einnig ætlar borg- in að kanna með hvaða hætti þau geti nýtt sér veitingastaði í stað mötuneyta. - GRH BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Breyting á deiliskipulagi Kringlusvæðis Borgarráð Reykjavíkur samþykkti þann 12. janúar og 9. febrúar 1999 breytingu á deiliskipulagi Kringlusvæðis. Breytingin nær til svæðis sem markast af Kringlunni, Listabraut og Miklubraut. Reist verður bílageymsluhús og tengibygging milli Borgarleikhúss og verslunarhúss Kringlunnar. Breytingin var auglýst samkv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 23. október til 20. nóvember. Athugasemdir bárust og hafa umsagnir um þær verið sendar þeim sem þær gerðu. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga og hefur deiliskipulagið verið sent Skiplagsstofnun til yfirferðar. Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sér til Borgarskipulags Reykjavíkur.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.