Dagur - 03.03.1999, Side 13

Dagur - 03.03.1999, Side 13
Tk^ur MIðVik'u'dAGUR 3\' MÁRS 19 9 9 - f3 ÍÞRÓTTIR United og Inter í leik ársins á Old Trafford í kvöld fer fram á Old Trafford leikur sem margir hafa beðið spenntir eftir, þegar Manchester United mætir Inter Milan í 8- liða úrslitum Meist- aradeildar Evrópu. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, segir að tímasetningin á leiknum gegn Inter Milan í Meistarakeppni Evrópu henti sér mjög vel. Allir sterkustu leikmenn sínir séu í besta lagi og þ\i sé nú lag fyrir United að slá ítalskt lið út úr Evrópukeppni í fyrsta skipti í 42 ára sögu keppninnar. , Á síðasta keppnistímabili missti United Ryan Giggs út meiddan þegar það tapaði fyrir Mónakó í 8-Iiða úrslitum E\t- ópubikarsins, en nú er það að- eins Teddy Sheringham sem er meiddur af .stórum hópi lands- liðsmanna félagsins. Ferguson getur því auðveldlega stiilt upp sínu sterkasta byrjunarliði. „Það hittir mjög vel á hjá okk- ur, því allir okkar bestu Ieikmenn eru í lagi og tilbúnir í slaginn," sagði Ferguson. Heiður Inter í veði Inter Milan, sem h'klega er búið að missa af ítalska meistaratitlin- um í ár, gerir sér því vonir um að ná góðum árangri í Evrópu- keppninni og keppir því þar að titlinum til að bjarga heiðrinum. „Við höfum sýnt að við erum allt annað lið í meistarakeppn- inni, miðað við árangurinn í ítölsku deildinni," sagði Fabio Galante, varnarmaður Milan. „Við leggjum því mikla áherslu á keppnina og munum gera allt til að sigra.“ „Leikurinn á Old Trafford verður örugglega sögulegur og \ið munum leggja áherslu á að leika eins og í sigurleiknum gegn Real Madrid. Aðalatriðið er að skora allavega eitt mark, en klár- um svo dæmið heima í Milan," sagði Gianluca Pagliuca, mark- vörður Milan. Ferguson hefur uunið heima- vinnuna Alex Ferguson segist vel gera sér grein fj'rir styrkleika Inter Milan og vita að liðið sé í mjög góðu formi þessa dagana. „Síðan dregið var í keppninni höfum við fylgst með öllum þeirra leikjum og unnið heima- nnnuna mjög vel,“ sagði Fergu- son. Nokkuð öruggt er að Jaap Stam er orðinn heill eftir meiðsli um nokkurn tíma og mun nú leika við hliðina á Ronny Johnsen í vörninni og einnig mun Andy Cole taka stöðu sína í sókninni. Nicky Butt sem einnig hefur átt við meiðsli að stríða mun byrja á bekknum, en Paul Schol- es mun þess í stað leika á miðj- unni við hliðina á Ray Keane, sem fékk að hvíla fyTri hálfleik- inn gegn Southampton á laugar- daginn. Roy Keane, fyrirliði Manchest- er United, sagði eftir þann leik, sem United rétt marði 2-1: „Við þurfum svo sannarlega að sanna okkur eftir frammistöðuna gegn Southampton, en við hræðumst ekki neitt lið í heiminum." „Við \itum allt um leikmenn Inter Milan, þar sem flestir þeirra voru á HM í Frakklandi. Eins og allir hafa þeir sína kosti og galla. En við munum treysta á okkar styrkleika og láta þá um áhyggjurnar," sagði Keane. Inter án Ronaldos Inter mun leika án Ronaldos, sem verið hefur frá vegna meiðs- la, en dagblöð í Milan hafa sagt að hann verði klár í heimaleikinn á San Siro, eftir tvær vikur. Sjálfur segir Ronaldo að hann gæti orðið góður fyrir heimaleik- inn. „Eg vil þó gefa þessu sinn tíma og tek ekki neina áhættu," sagði Ronaldo. I Qarveru Ronaldos mun Inter stilla upp þremur sóknarmönn- um, sem ekki eru af verri endan- um. Það eru þeir Ivan Zamora- no, Youri Djorkaeff og Roberto Baggio, allt frábærir leikmenn. Roberto Baggio átti til dæmis frábæran leik gegn Juventus um helgina. Á miðjunni verða Argentínu- maðurinn Javier Zanetti, sem einmitt skoraði gegn Englend- ingum á HM í sumar, og Diego Simeone, sem Englendingar muna svo vel eftir frá HM, þegar Beckham var rekinn af velli eftir að hafa brotið á kappanum. Líkleg byrjunarlið: Manchester United: Peter Schmeichel, Gary NeHlIe, Jaap Stam, Ronny Johnsen, Denis Irwin, David Beckham, Roy Keane, Paul Scholes, Ryan Giggs, Dwight Yorke, Andy Cole. Inter Milan: Gianluca Pagliuca, Francesco Colonnese, Giuseppe Bergomi, Fabio Galante, Javier Zanetti, Benoit Cauet, Diego Simeone, Aron Winter, Youri Djorkaeff, Ivan Zamorano, Roherto Baggio. Leikurinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn kl. 19:00 og einnig leikur Real Madrid og DjTiamo Kiev kl. 21:50. Leikir í 8-liða úrslitum: Man. United - Inter Milan Real Madrid - Dynamo Kiev B. Munchen - Kaiserslautern Juventus - Olympiakos ÍÞRÓ T T AVIÐT ALIÐ ■ SKODUN GUNNAR SVERRISSON Framtíð landsliðs Nú er mikið rætt um íslenska Iandsliðið í körfuknattleik og stöðu þess. Liðið beið tvo stóra ósigra gegn Bosníu og Litháen. I leiknum gegn Litháen skoraði íslenska liðið einungis 48 stig. Það er alltof lítið. Endaiaust er verið að finna ástæður þess hvers vegna við töpum svona með miklum mun. Jú, alltaf heyrast sömu raddirn- ar. Við erum með svo lávaxið lið. Það er staðreynd. En við getum ekki endalaust falið okkur bak við það. Hvað með líkamlegan styrk? Er hann nægilega mikill? Er kannski hægt að bæta hann? Leikgleðina vantaði Þjálfari íslenska Iandsliðsins sagði fyrir þessa umræddu leild að menn ætluðu að hafa gaman af þessu öllu saman og gera það gott með leikgleðinni. Það er mjög eðlilegt og réttmætt mat þegar verið er að spila á móti tveimur af sterkustu þjóðum heims í körfubolta. En þessi skilaboð náðu ekki til leikmanna liðsins. Það mátti aðeins sjá á tveimur reynslumestu mönnum liðsins, að þeir voru tilbúnir að gefa mikið af sér svo vel gæti farið. Notum skynsemina Nú þurfa menn að setjast niður og ræða málin og spá aðeins í framtíðina og ganga í að laga stöðuna í rólegheitum. Ekkert gerist á einni nóttu. Þó að við séum smávaxin þjóð í körfuknattleik þá getum við ver- ið stór á öðrum sviðum, t.d. með því að vera skynsöm í því að finna réttu leiðina í að verða betri í körfuknattleik. Áfram Is- land. GSÍ næststærsta sérsambandið HarðurÞor- steinsson framkvæmdastjóri GSÍ. HörðurÞorsteinsson, við- skiptafræðingur, hefurný- lega tehiðviðstarfifram- kvætndastjóra Golfsam- bands íslands. - Hvemig leggst nýja starfiö í þig? „Eg er rétt nýbyrjaður og kom fyrst til starfa í fyrradag. Eg er þess vegna rétt að átta mig á hlutunum, en til þess fæ ég góða aðstoð frá Frímanni Gunn- laugssyni, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra, sem mun starfa áfram á skrifstofu sambandsins. Hann er öllum hnútum kunnug- ur eftir langt og farsælt starf hjá Golfsambandinu og það kemur sér vel fyrir mig að hafa hann mér við hlið. Frímann er sá sem veit allt um golfið, bæði reglur og annað og kann þetta allt utan- að. Annars líst mér vel á starfið og hlakka til að takast á við kom- andi verkefni.“ - Er von á nýjum áherslum með nýjum framkvæmdastjóra? „Fyrst og fremst verður það mitt starf að framfylgja stefnu- málum sambandsins og að sjá um daglegan rekstur. Ársþing sambandsins var haldið nýlega og þar kom inn talsvert af nýju fólki til stjórnarstarfa. Þar á meðal er nýr forseti sambands- ins, Gunnar Bragason, sem tók við af Hannesi Guðmundssyni. Þetta er allt saman áhugasamt og framsækið fólk og ég er viss um að því fylgja nýjar áherslur. I upphafi er ætlunin að leggja aðaláhersluna á fjármálin og taka upp nýjar áherslur í mark- aðsmálum. Allt umfang starfsins miðast jú við það fjármagn sem við höfum úr að spila og þess vegna er mikilvægt að okkur tak- ist vei til við öflun kostunaraðila. Við þurfum einnig að halda áfram á þeirri braut að vekja meiri athygli á golfíþróttinni og gera fólki grein fyrir því hvað hreyfingin er raunverulega orðin stór. Golfsambandið er í dag næststærsta sérsambandið á landinu með tæplega 7000 iðk- endur. Stór þáttur í mínu starfi verður þvi m.a. að vekja athygli Ijölmiðla og annarra á því hvað golfið er í raun orðið stór hluti af íþróttasamfélaginu. Hlutverk Golfsambandsins er svo að lialda utan um landsliðs- málin, hafa yfirumsjón með ís- lensku mótaröðinni, landsmót- inu og sveitakeppnunum og síð- an halda uppi samskiptum við klúbbana og sjá um alla nauð- synlega fræðslustarfsemi. Verk- efnin eru því ærin og mörg spennandi mál að fást við á næstunni." - Hvemig erjjárlutgsleg staða sambandsins? „Það hefur verið mjög skyn- samlega á málum haldið hjá sambandinu og mér sýnist hlut- irnir vera í góðum skorðum. Eg held að menn eigi að halda áfram á sömu braut og sníða sér stakk eftir vexti. Það er því mik- ilvægt að vel takist til við öflun fjármagns og þess vegna vilja menn leggja aukna áherslu á markaðsstörfin innan sambands- • « íns. - Telurðu að framtíðin sé björt í golfinu hér á landi? „Það er ljóst að áhugi almenn- ings fyrir golfinu er alltaf að aukast. Það sýnir mikill fjöldi iðkenda, sem stöðugt eykst ár frá ári. Þó uppbygging golfvalla hafi verið mikil að undanförnu, þá er aðstöðuleysið strax farið að segja til sín. Einhver sagði að það þyrfti að byggja einn nýjan golf- völl á hverju ári til að halda í við fjölgunina, þHlíkur er áhuginn. Hvað varðar keppnisgolfið þá þurfum við að auka breiddina og fá inn fleiri afburða keppnis- menn. Það gerum við með auknu uppbyggingarstarfi hjá þeim yngri.“ - Hefurðu áður starfað í íþróttahreyfingunni? „Ég hef þó nokkuð starfað að íþróttamálum og hef til dæmis setið í stjórn Badmintonfélags Hafnarfjarðar í fimmtán ár. Þar voru mín upphafskynni af íþróttamálum og þar starfaði ég einnig sem þjálfari. Ég var einnig um tíma í stjórn Badmintonsam- bandsins og var þar formaður Iandsliðsnefndar í tvö ár. Ég hef þess vegna nokkra reynslu af störfum sérsambanda og þekki þau ágætlega.“ - Hefurðu sjálfur stundað golf? „Ég byijaði í golfinu árið 1994 og hef stundað það töluvert síð- an. Enda er stutt í næsta golf- völl, þar sem garðurinn heima liggur svo að segja að Setbergs- vellinum og því bara nokkur skref út á vöíl. Ég er samt enginn snillingur í golfinu og er með 21 í forgjöf. Ég hef tekið þátt í þess- um venjulegu mótum eins og meistaramóti ldúbbsins og það hefur gengið alveg ágætlega. Ég var til dæmis í 3ja sætinu í mín- um flokki á meistaramóti klúbhsins í fyrra og er á hraðri niðurleið í forgjöfinni. Ég hlýt því að teljast mjög efnilegur.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.