Dagur - 06.03.1999, Page 2

Dagur - 06.03.1999, Page 2
xt.n 18 - LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 HELGARPOTTURINN Hinn nýbakaði fréttahaukur Sjónvarpsins, Sigmar Guðmundsson. kom í stórhríðinni á dögunum norður til Akureyrar þar sem sjónvarpsmenn tóku myndir af bílum sem sátu fastir og fólki sem var að basla í sköflum. Sigmar kom með föruneyti sínu fljúgandi norður og tóku menn þar bílaleigubö, en síð- an vildi ekki betur til en svo að hurðir bílsins fuku upp og skemmdust nokkuó. Þá varð Sigmari það á að keyra á keðju sem strengd er fyrir veg við menntaskól- ann og varð þetta til að stórskemmda húdd bílsins, rispa lakk og lista og brjóta spegla. Nokkru áður en þetta gerðist voru umsjónarmenn Stundarinnar okkar á ferðinni á Húsavík í myndatökuleiðangri þar sem þeir óku á staur og skemmdu böinn talsvert. Er nú talað um innan Ríkis- útvarpsins í Ijósi þessa að endurskoða ferðalög starfsmanna út á land. í næstu viku kemur út fyrsta tölublaðið af nýju tímariti sem Hrafn Jökulsson ritstýrir. Hrókur alls fagnaðar heitir blaóið sem Hrafn gefur út í tengslum við Skákfélagið Grandrokk en í því er Hrafn bæði potturinn og pannan. Þótt verulegur hluti efnis blaðsins fjalli vitanlega um skák verða einnig f Hrókn- um greinar um fjölmargt annað, svo sem bók- menntir, myndlist, sagnfræði og lífsnautir af ýmsu tagi, einsog ritstjórinn sjálfur segir. Ein- vala lið leggur hönd á plóg við útgáfu blaðsins og má þar nefna Guð- mund Andra Thorsson, Margeir Pétursson, Össur Skarphéð- insson, Sverri Stormsker, Björgvin G. Sigurðsson, Kolbrúnu Bergþórsdóttur, Guðrúnu Kristjánsdóttur, Jón Proppé og fleiri og fleiri. Útlit blaðsins hannar Jón Óskar Hafsteinsson en þeir Hrafn hafa marga fjöruna saman sopið svo sem á Alþýðublaðinu sáluga og á Mannlífi. Hrafn segir að blað þetta sé fyrst og fremst gefið út til gamans, framtíðin fari eftir viðtökum, en því verður að verulegu leyti dreift ókeyp- is. Þeir sem vinna að leiklist, hvort sem þar ræð- ir um áhuga- eóa atvinnufólk, leggja oft mik- ið á sig. Einn leikaranna í uppfærslu Leikfé- lags Akureyrar á Systrum í syndinni, Jón Stefán Kiistjánsson, leikstýrir jafnframt hjá Freyvangsleikhúsinu á sama tíma og tek- ur meðal annars að sér tæknivinnu á frum- sýningu í kvöld til að leysa af tæknimann ungan sem verður í skíðaferðalagi um helg- iria. Vegna kvöldæfingar hjá LA gat hann hinsvegar ekki verið viðstaddur aðalæfinguna í Freyvangi. Meðleikari Jonna hjá LA, Hjörleifur Hjart- arson, er hinsvegar höfundur að leikritinu „Frumsýning" sem frumsýnt verður af Leikfé- lagi Dalvíkur í kvöld og hefur auðvitað verið þar einnig með annan fótinn - til að aðstoða frænku sína Sigrúnu Valbergsdóttur, sem leikstýrir þeim Dalvíkingum. Þess má líka geta að Ijósameistari Leikfélags Akureyrar, Ingvar Björnsson, ökukennari með meiru, hefur verið með báða fæturna á öllum þessum stöðum. Hann hefur aðstoðað í Freyvangi og á Dalvík, auk aðalstarfsins hjá LA. Sé maður á annað borð í leiklistinni þá er maður í leiklistinni og ekkert múður með það. Vestfirðingar hyggjast blása til mikillar menn- ingarhátíðar síðar í mánuðinum. Haldin verð- ur í íþróttahúsinu á Flateyri það sem menn vestra kalla Þjóðahátíð Vestfirðinga, en vestra búa nú um 600 útlendingar frá meira en 40 þjóðlöndum, en sýnu flestir í þessum hópi eru frá Póllandi. Söngvar, dansar og matarkynn- ingar frá ýmsum þjóðlöndum eru meðal dag- skrárliða á væntanlegri hátíð sem haldin er á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþáttafordómum, 21. mars. Vestfirðingar leggja míkió undir með hátíð þessari og hafa boðið til henn- ar miklum liðssafnaði, meðal annars þingmönnum, ráðherrum að ónefndum sjálfum Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands. Það er heldur betur blúss á umboðsmönnun- um Þorsteini Kragb og Alfreð Alfreð- syni þessa dagana. EÞJr einn mánuð, nánar tiltekið hinn 3. apríl, verða tónleíkar í Laugar- dalshöll með „Rómantíska prinsinum" Richard Clayderman á vegum umboð- skrifstofu þeirra Lotion Promotion. Heyrst hefur að næsta verkefni þeirra sé að flvtja inn stórtenórinn José Carreras og þá dugar varla neitt minna en sjáif Laugardalshöllin. Kanntu meinlaust slúdur og skemmtisögur tír féfélags- lífinu? Þekkirðu athyglisvert fólk? Sendu okkur fréttir og ábendingar til birtingar í Helgarpoltinum. Dagur c/o helgarpotturinn, Þverholti 14, 105 Reykja- vík eða á netfangið: ritstjori^dagur. Ð^ir Steirtunn Jóhannesdóttir ásamt leikkonunum Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Kristínu Á. Ólafsdóttur, Margréti Guðmundsdóttur, Sögu Jónsdóttur, Sigrúnu Björnsdóttur og Sigurveigu Jónsdóttur. Þær munu rifja upp söngvana af plötunni „Áfram stelpur" í Þjóðleikhús- kjallaranum á mánudagskvöldið. Konur sungu baráttuanda og kjark í árdaga íslenskrar kvennabaráttu og nú verður sá tími rifjaður upp á mánudagskvöldið í Þjóðleikhússkjallaranum. Lögin á plöt- unni „Áfram stelpur" eru enn í fullu gildi. „Þetta var ótrúlega skemmtilegur tími, að fá þessi hressu Iög og texta sem sögðu dæmisögur úr sögu kvenna. Þetta var frískt, hresst, svo- lítið aggressíft og undirliggjandi reiði sem var að springa út og sprakk loks út á kvennafrídaginn 24. október 1975. Það var mikil gleði og nýtt að fá svona æðislega skemmtilega músík inn í barátt- una,“ segir Steinunn Jóhannesdótt- ir rithöfundur. Lögin heyrast enn Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því að kabarettsýningin „Ertu nú ánægð kerling?“ var sýnd í Þjóðleik- húsakjallaranum. I þeirri sýningu voru í fyrsta sinn hér á landi sungin nokkur lög eftir sænska leikhús- manninn og lagasmiðinn Gunnar Edander. Lögin runnu saman við ís- Ienska kvennabaráttu með útgáfu plötunnar „Áfram stelpur" og lagið með sama nafni hljómaði á Lækjar- torgi á kvennafrídaginn. Það hefur orðið að einkennislagi íslenskrar kvennabaráttu og heyrist enn þann dag í dag í útvarpinu. A mánudagskvöldið verður þessa minnst því að jsá koma saman nokkrar leikkonur sem sungu á sín- um tíma lögin á sýningunum og plötunni, þeirra á meðal er Stein- unn Jóhannesdóttir. Leikkonurnar munu rifja upp söngvana og geta þeirra karla sem komu við sögu því að baki sterkum konum standa gjarnan skilningsríkir karlmenn. Sjálfsagt að syngja áfram „I árdaga íslenskrar kvennabaráttu var kannski ekki margt gert án þess að einhverjir karlmenn veittu lið- sinni sitt,“ segir Steinunn og nefnir sem dæmi um slíkan mann tón- skáldið Gunnar Edander. Hann er að koma til Islands í fyrsta sinn og mun meðal annars kynna verk sín, gömul og ný, á mánudagskvöldið og Svein Einarsson sem var þjóðleik- hússtjóri og lét það verða eitt sitt fyrsta verk að fastráða tvær konur sem leikstióra í Þjóðleikhúsinu, Brí- eti Héðinsdóttur og Brynju Bene- diktsdóttur, og fékk þeim í hendur að setja upp sína hvora baráttusýn- inguna. Margt hefur áunnist í kvennabar- áttunni frá kvennafrídeginum 1975. Steinunn segir að þrátt fyrir að ungar konur séu bjartsýnar í dag og finnist ekkert standa þeim fyrir þrifum þá séu ýmis baráttumál enn í fullu gildi, til dæmis barátta fyrir jöfnum launum kynjanna og því „sjálfsagt að syngja áfram - og syngja í sig kjark.“ -ghs MAÐUR VIKUNNAR SKRIFAÐI ÁVÍSUN ... Maður vikunnar er að sjálfsögðu Haraldur Haraldsson í Andra sem fékk loksins að afhenda ríkisvaldinu risa- ávísun - 999.999.999 krónur (og reyndar gott betur með annarri ávísun) - fyrir verksmiðju. Gott dæmi um mann sem gefst ekki upp þótt á móti blási. Fyrst hann fékk ekki að kaupa SR-mjöl á sínum tíma, þótt hann ætti hæsta tilboðið, þá bauð hann bara í næstu stórverk- smiðju sem kom á markaðinn, Áburðarverksmiðjuna, og nú gat jafnvel ríkið ekki lengur sagt nei. Þrautseigjan þrautir vinnur allar. Haraldur Haraldsson: nýr eigandi Áburðarverksmiðjunnar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.