Dagur - 06.03.1999, Síða 5

Dagur - 06.03.1999, Síða 5
ftOWr LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 - 21 $ MENNINGARLIF zfy < Hamingjurán í Freyvangi Hið fræga Freyvangs- leikhús í Eyjafjarðarsveit frumsýnir í kvöld gam- ansöngleik með róman- tísku ívafi, Ham- ingjuránið eftir Bengt Ahlfors. Dagur brá sér á æfingu þegar rúm vika var til frumsýningar. Aðalleikararnir eru ekki nema sextán og sautján ára. Auðrún Aðalsteinsdóttir og Heimir Gunnarsson eru nánast að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. Hann býr á Akureyri, hún í Eyjafjarð- arsveit. Hann Ieikur íslenskan karlmann, hún ítalska blómarós. Þau hittast fyrir tilviljun í Frakk- landi og eiga í talsverðum erfið- leikum með að gleyma hvort öðru. „Hamingjuránið" er ástar- og örlagasaga þeirra. Út úr sturtunni ,/Etli þetta sé ekki frekar gam- ansöngleikur með rómantísku ívafi,“ segir Heimir spurður um verkið sem reyndar er kynnt sem rómantískur gamansöngleikur. Auðrún er í söngnámi í Tónlist- arskóla Eyjaljarðar og þetta er frumraun hennar í leiklistinni. „Þetta er rosalega gaman,“ segir hún og segist búast við því að halda sig meira við sönginn í framtíðinni en kannski blanda þessu eitthvað saman. „Ég hef staðið á sviði áður en aldrei haft neitt fast að gera þar eins og núna,“ segir Heimir og bætir við, spurður um fyrri söngafrek: „Eg syng nú aðallega í sturtu." Hann er semsagt að koma út úr sturtunni en hefur þó að vísu tekið þátt í söng- keppni framhaldsskólanna. „Þetta er bara svo skemmtilegt," segir Auðrún. „Það er mikið grín í verkinu, þetta er mjög fyndið," bætir Heimir við. „Þetta er mjög ljúf sýning,“ segir Auðrún. Hressa upp á sálina Jóhannes Gíslason er einn þeirra sem leikur í Ham- ingjuráninu. Þetta er í fyrsta skipti sem hann leikur í Frey- vangsleikhúsinu en áður hefur hann meðal annars tekið þátt í uppfærslu Leikfélags Akure)Tar á Leðurblökunni og sungið í kvartett í uppsetningu LA á Svörtum fjöðrum. - Hvað fær fólk til að taka þátt t starfi áhugaleikhúss með öllum þeitn tima setn t' þaðfer? „Eg held að enginn geti svarað því hversvegna fólk fer út f svona Iagað,“ segir Jóhannes. „Það er verulega gaman að þessu. Þetta er góður félags- skapur og lifandi. Það er verið að smíða þarna stykki sem á að vera fólki til ánægju. Vinnan er líka það mikil að maður myndi kannski ekki skila sömu vinnu í sinu aðalstarfi. Eg hef undanfar- ið verið í vinnu frá hálfátta á morgnana til sjö á kvöldin og síðan mættur fram í Freyvang um klukkan hálfátta. Æfingar hafa staðið lengst til hálfeitt og minnst til ellefu. Sjálfsagt er þetta bara rugl.“ - Það þatf talsverða orku í svona lagað. „A meðan maður hefur gaman að hlutunum er aldrei spurning um það. Það er alltaf nóg af henni.“ - Af hverju ætti ég eða ein- hverjir aðrir að kotna og sjá sýn- inguna? „Til að hressa upp á sálina held ég. Þetta er örugglega atriði þarna sem fólk getur hlegið að. Sumir sem hafa komið þarna hafa tárfellt yfir sumum atriðum þannig að þetta grípur fólk eitt- hvað. En það eru lúmskar ádeil- ur í þessu líka.“ Blanda eldri og yngri Leikstjóri sýningarinnar er Jón Stefán Kristjánsson en Þórarinn Eldjárn þýddi og staðfærði og hefur búið því bólstað að stórum hluta á íslenskri grund. Leikarar eru fimmtán á öllum aldri. Blanda af þaulvönum söngvur- um og leikurum og nýgræðing- um í listinni. Að auki vinna all- margir að sýningunni hvað varð- ar búninga, sviðsmynd, tækni- vinnu, tónlist og fleira. Tónlist- arstjórn er í höndum Garðars Karlssonar sem hefur fengið til liðs við sig úrvals hljóðfæraleik- ara. Óskaplega skemmtilegt Leikstjórinn, Jón Stefán Krist- jánsson, hefur áður unnið með Freyvangsleikhúsinu. Hann þreytti frumraun sína sem leik- stjóri þar fyrir níu árum. „Það var þeirra tillaga að taka þetta verk og ég stökk á það,“ segir Jón Stefán. „Eg hafði reyndar ekki séð þetta sjálfur en þekki fólk sem hafði unnið við þetta leikrit og hafði fundist það afskaplega skemmtilegt þannig að ég var alveg viss um að þetta gæti verið eitthvað sem væri gaman að vinna. Þetta er hundrað prósent skemmtileikrit. Það er ekki boð- skapnum fyrir að fara eða miklu drama. Þetta er lítil og skemmti- leg ástarsaga. Maður fær það á tilfinninguna að höfundurinn hafi fyrst og fremst gert þetta til að skemmta sjálfum sér. Það er samdóma álit allra sem hafa komið nálægt þessari sýningu að það sé óskaplega gaman að vinna hana. Þetta er eitthvað sem gefur notalegheit í sálina.“ - Starfið t áhugaleikfélögunum er t raun stórmerkilegt fyrirbæri? „Eg mun aldrei hætta að undrast þá atorku sem er í því fólki sem stendur í þessu. Það er alveg ótrúlegt. Leildistarbakterí- an er náttúrlega stórhættuleg. Ef menn fá hana þá losna menn ekki við hana og vilja ansi mikið á sig leggja til þess að fullnægja þessari leiklistarþörf." Freyvangsleikhúsið þarf lítt að kynna fyrir áhugasömum Ieik- hússgestum. Tívegis hefur leik- húsinu hlotnast sá heiður að sýningar þess hafa verið valdar áhugaverðustu sýningar áhuga- leikhúsanna og þær verið settar upp í Þjóðleikhúsinu við góða aðsókn.- Frumsýning á „Hamingjurán- inu“ er í kvöld þann 6. mars - og að sjálfsögðu í Freyvangi, Eyja- Ijarðarsveit. - Hl „Frumsýning“ á Dalvík Tuttugu leikarar taka þátt í„Frumsýningu" á Daivík. „Þetta er einhverþörf, einhver óskaplega mikil þörf fyrir að taka þátt í skapandi starfi, “ segir Hjörieifur Hjartarson um áhugaleikfélögin. mynd: gg Leikfélag Dalvíkur frumsýnir „Frumsýn- ingu“ eftir Hjörleif Hjartarson. Verkið skrif- aði Hjörleifur sérstak- lega fýrir Dalvíkinga en Leikfélagið fagnar fimmtíu og fimm ára af- mæli á árinu. „Mig hefur lengi langað til að skrifa leikrit,“ segir Hjörleifur í spjalli við Dag. „Eg hef starfað dálítið í leikhúsi og svo einfald- lega spannst það út frá hug- myndasmiðju í leiklistarskóla Bandalags íslenskra Ieikfélaga, sem ég tók þátt í. Þar fylgdi sá böggull skammrifi að maður þurfti að vera með einhverja hugmynd í farteskinu. Það varð til þess að ég settist niður og hugsaði eitthvað upp og þetta er sú hugmynd komin í endanleg- an búning.“ Spenna í loftinu Sögusviðið í Frumsýningu er búningsherbergi hjá leikfélagi í ónefndu plássi þar sem frum- sýning á Skugga-Sveini er um það bil að heljast. Spenna er í loftinu, ekki einungis vegna sýn- ingarinnar heldur líka vegna át- burða sem hafa verið að gerast í bæjarfélaginu og ýmislegt hefur áhrif á einbeitingu leikaranna. Lífið í litlum bæ, þar sem allir þekkja alla og einkamálin eru á hvers manns vörum, teygir anga sína inn á leiksviðið, í útlegðina til Skugga-Sveins og félaga. Sýn- ingin hefst og baksviðs er öllum brögðum beitt við að bjarga því sem fyrirsjáanlega mun fara úr- skeiðis uppi á sviði, þar eru hár- greiðslukonan og brunavörður- inn í aðalhlutverkum. - Leikrit umfólk sem er aðfara að frumsýna leikrit - það er ekki beint einfalt. Þú hefur ekkert verið hræddur um að týna þér eða ruglafólk bara t rítninu? „Nei, þetta hefur Iögmál fars- ans en samt sem áður gerist allt innan skynsamlegra marka. Það er ekki mikil ýkjugangur til dæmis," segir Hjörleifur. „Það sem ég hugsaði upphaflega var: Hvar finn ég hóp af fólki sem hefur eitthvað sameiginlegt en líka eitthvað utanvið sögusviðið. Mig langaði til að gera leikrit úr smábæjarumhverfi, sem ég þekki mjög vel, svona íslenskt smábæjarraunsæi, og þá lá til- tölulega beint við að skrifa um leikfélag, sem ég líka þekki af- skaplega vel og líf manna þar.“ Hjörleifur tekur þó fram að verkið sé ekki byggt á sannsögu- Iegum atburðum hjá Leikfélagi Dalvíkur. Menningarveita Hjörleifur hefur verið minna við æfingar hjá Leikfélagi Dalvíkur heldur en til stóð í upphafi vegna þátttöku sinnar í upp- færslu hjá Leikfélagi Akureyrar. „En það er líka gott að sleppa takinu af barninu þegar það er farið að heiman," segir hann um þá hliðina og segist ánægður með að hafa fengið Sigrúnu Val- bergsdóttur til að leikstýra verk- inu. - Hvernig er að sjá leikverk sitt verða til og lifna við öðruvtsi en á pappfr? „Það er ólýsanlegt, það eru forréttindi sem leikritahöfundar hafa fram yfir aðra rithöfunda. Ég tala nú ekki um þegar maður kemst í þá aðstöðu sem ég er í. Margir eru að skrifa leikrit og þurfa að reyna að koma þeim inn í leikhúsin en ég hef þarna aðgang að leikfélagi sem greiddi mér laun í Ijóra mánuði fyrir að skrifa þetta leikrit. Ég verð þeim ævarandi þakklátur. An þeirra örvunar og stuðnings hefði ég aldrei gert þetta. Þetta tekur mikinn tíma og ég tók mér frí frá vinnu á rneðan." - Fólk leggur mikið á sig fyrir ánægjuna eina í starfi áhugaleik- félaganna? „Já, þetta er einhver þörf, ein- hver óskaplega mikil þörf fyrir að taka þátt í skapandi starfi. Svona leikfélag eins og á Dalvík, sem er gamalgróið félag, þetta eru ekki bara leikfélög heldur veitur fyrir skapandi hugsun og hæfileika hjá fólki sem er allan daginn að vinna hitt og þetta. Þetta er ómetanleg menningar- veita á svona stöðum." Tuttugu leikarar stíga á svið í sýningunni auk svipaðs fjölda að tjaldabaki. Leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir. Frumsýningin er í kvöld og að vanda er sýnt í Ungó á Dalvík. - hi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.