Dagur - 06.03.1999, Side 8

Dagur - 06.03.1999, Side 8
LÍFIÐ í LANDINU « LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 I^ur „Ég myndi örugglega kunna vel við mig íþessu ráðuneyti enn um sinn. Mörg spennandi verkefni bíða. Vegur mennta og menningar á enn eftir að vaxa. En það er ekki hægt að ganga að neinu vísu íþeim efnum. Stjórnmálamenn taka áhættu um framtíð sina.“ í viðtali ræðir Björn Bjarnason um pólitíkina, Sjálf- stæðisflokkinn, Davíð Oddsson, störfin í mennta- málaráðuneytinu, Samfylkinguna og hina umdeildu heimasíðu sína. Hefur það hjúlp- að þér eða hindr- að innan Sjúlf- stæðisflokksins að vera sonur fyrrverandi for- manns og forsæt- isrdðherra? „Það hefur bæði hjálpað mér og verið notað gegn mér. Ætli þetta endi ekki í núllpunkti þegar upp er staðið. Menn kjósa ekki mann vegna faðernis hans eða ættar Kolbrún Bergþdnsdóttin skrifar heldur vegna verka hans. Ein- staka sinnum heyri ég gamla menn sem tala um föður minn vera að bera okkur saman að einhverju Ieyti en ég held að yngra fólk velti faðerninu ekkert fyrír sér. Eg á öflug frændsystk- ini og stundum heyri ég það notað gegn okkur að við séum of mörg sem stöndum framar- lega. Mér þykir það satt að segja heldur skrítin gagnrýni. Hið gagnstæða þætti mér verra." Nú gafstu ekki kost ú þér sem varaformaður Sjdlfstæðisflokks- ins, ertu ekki þá um leið að gefa frá þér möguleikana á því að verða formaður stðar meir? „Síður en svo. Sagan sýnir okkur að menn geta valið vara- formenn í Sjálfstæðisflokknum án þess að viðkomandi kæmi til álita hjá sömu kjósendum sem formaður. Menn hafa einnig verið valdir til varaformennsku í þeim tilgangi að skapa breidd sem mótvægi við formanninn. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki einfaldur í sniðum, þar koma mörg sjónarmið til álita. Til þess að verða formaður er ekki skil- yrði að hafa verið varaformaður. Við höfum enga slíka goggunar- röð.“ Víkjum aðeins að Davt'ð Odds- syni sem andstæðingar hans segja vera einráðan t Sjálfstæðis- flokknum og einsýnan og pirrað- an t mótlæti. Hvað segir þú um þessa lýsingu? „Davíð er í senn mjög góður talsmaður flokksins og öflugur leiðtogi. Hann leggur mál fyrir með skýrum hætti og hikar ekki við að taka upp vandmeðfarin mál. Dómgreind hans hefur reynst flokknum vel. Ég fæ ekki með nokkru móti séð að hann sé einráðari eða pirraðri en aðrir þeir sem eru í stjórnmálaati og þurfa stundum að ýta frá sér með kröftugum hætti. Það er dæmigert fyrir málefnafátækt samfylkingafólksins að slá fram innistæðilausum fullyrðingum eins og þessum í stað þess.að ræða um málefni." Nú er Davt'ð í fullu fjöri, sérðu nokkuð fram á að verða formað- ur?

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.