Dagur - 06.03.1999, Qupperneq 18
34 - LAUGARDAGUR 6. MARS 1999
Hér annars staðar á síðunni er sagt frá söng-
Ieiknum Rent, sem frymsýndur verður með
nýju vori í Loftkastalanum. I Borgarleikhús-
inu er hins vegar nýlokið sýningum á ís-
lenska leikritinu Mávahlátri, gert eftir sam-
nefndri skáldsögu Krístínar Marju Baldurs-
dóttur af Jóni Hjartarsyni, sem jafnframt fór
með eitt hlutverkanna í því. Onnur helstu
hlutverk voru í höndum Hildigunnar Þráins-
dóttur, (Karlssonar) Halldóru Geirharðsdótt-
ur, Jóhanns G. Jóhannsonar, Halldórs Gylfa-
sonar, Margrétar Helgu Jóhannsdóttur, Þór-
halls Gunnarssonar o.fl. Leikstjóri var Þór-
hildur Þorleifsdóttir og um tónlist sá og
samdi Pétur Grétarsson. Tónlist Péturs, sem
eins og margir vita hefur getið sér áður gott
orð sem slagverksleikari, útvarpsmaður auk
starfsins sem tónsmiður, er nú komin út á
vandaðri geislaplötu. Geymir hún hina ýmsu
áhrifatónlist er kemur fram í verkinu, auk
svo Ijögurra sönglaga við texta sem Jón
Hjartarson samdi og Jóhann G, Halldór o.fl.
flytja. Er þetta nokkuð áhrifarík og stemmn-
ingsfull tónlist, sem eflaust hefur hentað vel
í uppfærslunni. Leikritið fékk að sönnu mis-
jafna dóma, en víst má telja að þeir sem
lögðu leið sína í Borgarleikhúsið hafa í það
minnsta fallið tónsmíðarnar vel í geð. Pétur
hefur áður m.a. samið tónlist fyrir Ieiksýn-
ingarnar á Rómeó og Júlíu, Ljósi heimsins
og Grandavegi 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Kom tónlistin við síðastnefnda verkið
einmitt einnig út á geislaplötu fyrir u.þ.b.
ári.
Björn Jörundur leikur sitt fyrsta hlutverk eftir útskrift úr skóla í
Liverpool.
Söngleikir, leikrit með söngvum,
eða hvað sem menn vilja nú
kalla það, hafa nú síðustu ár
verið eitt farsælasta leikhús-
formið hérlendis. Nánast verið
fyrirfram örugg „kassastykki'1
eins og það heitir á leikhúsmáli.
Er í þessum efnum skemmst að
minnast vinsælda Grease í Borg-
arleikúsinu. Fyrir allnokkru
spurðist það út að Loftkastalinn
í samvinnu við Þjóðleikhúsið
hefði í hyggju að setja upp þann
söngleik sem hvað nýjastur og
vinsælastur hefur verið á Qölun-
um víða um heim, Rent eftir
bandariska höfundinn Jonathan
Laarson. Nú fyrir nokkrum dög-
um var svo sýningin formlega
kynnt um leið og æfingar fyrir
hann hófust. I leikstjórn
Baltasars Kormáks, verður hann
frumsýndur 30. apríl nk. Um
tónlistarstjórnina sér svo aldrei
þessu vant Jón Olafsson, sem
einstaka skipti áður hefur feng-
ist við slíkt. Segja má að í upp-
færslunni mætist hópur eldri og
reyndari Ieikara og söngvara og
jmgri og óreyndari í þeim efn-
um. Meðal þeirra sem fara
þarna með hiutverk eru, Mar-
grét Eir, Rúnar Freyr Gíslason,
Björn Jörundur, Helgi Björns,
Linda Ásgeirsdóttir, Steinunn
Ólína, Felix Bergsson, Brynhild-
ur Guðjónsdóttir, Vilborg Gunn-
arsdóttir o.m.fl. Líkt og með
marga fleiri nútímasöngleiki,
byggir Rent á eldri hugmynd,
óperunni La Boheme eftir
ítalska skáldið Puccini. Heitar
ástríður og þess háttar mannleg
samskipti eru hér sem þar í
brennidepli, en ógnvaldur nú-
tímans, eyðniveiran, kemur í
staðinn fyrir Berkla hjá Puccini.
Rent hefur hvarvetna frá því
hann var frumsýndur fyrir ein-
um tveimur þremur árum fengið
góðar móttökur og er einnig við
slíku búist hér. „Söngleikur
sumarsins" er því ekki Ijarlæg
nafngift ef svo fer fram sem
horfir og landsmenn haldi áfram
að flykkjast á slíka söngleiklist.
—
Poppfregnir
• Það fór eins og menn grun-
aði á Grammyverðlaunahá-
tíðinni fyrir rúmri viku, að
kvennþjóðin yrði í aðalhlut-
verki. Þar skein auðvitað
skærast hin 23 ára söngkona
Lauryn Hill, sem fékk sam-
tals fimm viðurkenningar, en
slíkt hefur ekki gerst í háa
herrans tíð. Fékk hún verð-
laun m.a. fyrir bestu R&B
plötuna.
• Madonna, sem hingað til
hefur ekki riðið feitum hesti
frá Grammy, fékk þrenn
verðlaun, m.a. fjTÍr plötuna
Ray of light. Þessi rúmlega
fertuga ítalskættaða gyðja er
því ekki af baki dottinn enn,
eins og þó margir hafa talið.
• Þriðja konan sem minnast
má á hér, er Sheryl Crow,
sem hlaut m.a. verðlaun fyr-
ir bestu rokkskífuna, Globe
sessions. Er hún sem og hin-
ar og aðrar fleiri er fengu
verðlaun, vel af þessum við-
urkenningum komin. Stað-
festir þetta bara ennfrekar
að „veikara kynið" svonefnda
er ótvírætt með yfirhöndina í
poppinu um þessar mundir.
• Fregnin um komu píanóleik-
arans margfræga Richard
Clydermans hingað til lands
fyrr í \ikunni, hafa eflaust
glatt marga. Verða tónleik-
arnir í Laugardalshöllinni 3.
apríl. Clyderman hefur í
allavega tvo áratugi verið
mjög vinsæll fyrir sínar
poppklassísku plötur og hafa
þær selst í tugum milljóna
eintaka.
Tony Lommi. Einherjaplata á
dagskrá.
• Gítarhetja hinnar fomfrægu
þungarokksveitar Black
Sabbath, Tony Lommi, hefur
boðað nýja plötu undir eigin
nafni. Er þar um spennandi
grip að ræða þar sem gestir
úr Deftones, Pantera og
Smashing pumpkins koma
við sögu. Hyggst Lommi
klára þessa plötu áður en
tónleikar Sabbath í Ameríku
hefjast í sumar og kemur
platan, enn án nafns því
væntanlega út síðsumars eða
i haust, ef að líkum Iætur.
k______________________________>
me
fcSfo mm ®
mei
Nú í allra síðustu tíð hafa menn
horft upp á nokkra breytingu er
varðar rapp/hip hop tónlistina.
Gangster rap hefur hægt og bít-
andi verið á ■ undanhaldi, m.a.
vegna þess einfaldlega að boðber-
ar þess hafa farið yfir móðuna
miklu eða setið inni, samanber
2PAC, Doctor Dre, Snoop doggy
dogg (sem nú kallar sig víst bara
Snoop dogg) o.fl. Hins vegar hef-
ur blómarappið í bland við hið
nýja R&B vel haldið velli auk þess
sem auðvitað kappar á borð við
Warren G. úr „ribbaldarappinu"
eins og kalla má þa
íslensku, hafa áfr
spjarað sig vel. Á pl
unni hans Pete Ro
Soul survivor er k
út á síðasta ári
vakti töluverða lukku
hjá rappunnendum
víða, blandast rapp/hip
hop hefðin vel saman við margt af
því nýjasta í danstækninni, sem og
við aðra eldrí strauma sem komið
hafa við sögu hjá rappinu. Sýru-
djass, fönk, sálaráhrif og fleira ber
þar að nefna auk auðvitað plötu-
Pete Rock. Fyrir rappáhugamenn.
snúðatakta (MC) eins og jafnan
áður hjá röppurum. Er þetta
kannski ekkert tímamótaverk, en
hefur þó margt að geyma sem ein-
kennir góðar plötur af slíku tagi.
Það er jú víst það sem menn vilja,
ekki satt?
Útsendarar stórfyrirtækja koma til að sjá
Dead Sea Apple I Sjallanum.
Það má með sanni segja að
um stórviðburð verði að ræða
í Sjallanum föstudagskvöldið
12. mars nk. er Rokksveitin
Dead Sea Apple mun ásamt
fleirum stíga þar á stokk.
Verður þarna ekki um neina
venjulega tónleika að ræða,
heldur viðburð sem settur er
sérstaklega upp fyrir útsend-
ara frægra útgáfufyrirtækja
úti í heimi. Og þar eru engin
smánöfn á ferðinni heldur, El-
ektra, Arista, EMI og Maverick.
Það síðastnefnda var t.a.m. sett
á stofn af sjálfri Madonnu! Með
Dead Sea Apple munu svo koma
fram tvær aðrar sveitir, Carpet
(áður Orange carpet) frá Reykja-
vfk og Toy Machine (áður Gimp)
frá Akureyri, en þær eru báðar
komnar í tengsl við Icerock
kynningarfyrirtækið eins og
DSA. Einnig munu tveir skífu-
þeytarar koma við sögu og hita
upp fyrir sveitirnar. Er ástæða til
að hvetja alla tónlistaráhuga-
menn og konur til að mæta í
Sjallann og verða vitni að þess-
um merkisviðburði.