Dagur - 12.03.1999, Side 4

Dagur - 12.03.1999, Side 4
20-FÖSTUDAGUK 12. MARS 1999 LÍFIÐ í LANDINU Djjjgur- „Því hvaða skilaboðum kemur þessi auglýsing á framfæri? í fyrsta lagi segir hún við tíma- bundna pabba, sem láta strákana sína sitja á hak- anum og sinna þeim ekki eins og þeir ættu að gera - hún hvíslar í eyrun á þeim og lætur það hijóma sem þeirra eigin rödd: Æ, þetta er nú kannski allt í lagi, þó ég hafi ekki mikinn tíma, þó ég nenni ekki sífellt að vera að gera eitthvað með strákgreyinu, og hann sé alltaf einhvers staðar einn í reiðileysi - ég erþó að minnsta kosti á flottum bíl;; það erþað sem hann vill í raun og veru, það er það sem skiptir mestu máli, “ segir lllugi m.a. í pistli sínum. Kviknar bros í bú., Ef einhver hefði sagt mér - fyrir þrjátíu árum síðan, þegar ég var lítill strákur og átti pabba, að núna, ári fyrir aldamótin, þá yrði allt vaðandi dögum saman í auglýsingaher- ferð í sjónvarpinu, þar sem samskipti lítils stráks og pabba hans yrðu færð niður á það plan að pabbinn væri með öllu ómögulegur þangað til hann eignaðist nýjan bíl - þá mundi ég hafa hiegið. Eða réttara sagt, sennilega hefði ég orðið reiður, þvf þá þegar var ég orðinn hundleiður á þeirri hugmyndafræði að samskipti stráka og pabba þeirra ættu helst að fara fram á akbrautum eða á þvottaplani þar sem þeir bónuðu saman bílinn, því stærri, því betra. Burtséð frá mínum eigin strákskap og mínum eigin pabba, þá vildi ég meiri dýpt í hugmyndafræðina sem ævinlega hlaut að búa að baki samskiptum þessara stóru og litlu karlmanna - klisjurnar voru þá þegar orðnar þreyttar. Það er nefnilega mikill missldlningur að börn hafi ekki áhuga á hugmyndafræði; ég vildi fá nýja hugmyndafræði og taldi hana reyndar nokkru síðar vera að heíja innreið sína, þótt það gerðist of seint fyrir mig sem lít- inn strák. Því meira undrandi hefði ég sem sagt orðið fyrir þrjátíu árum ef mér hefði verið sagt að núna væri enn í þrot- lausri auglýsingaherferð fylgt þeirri sömu steingeldu hugmyndafræði og ég taldi þá að væri orðin úrelt. An þess ég ætli að fara að efla enn þá auglýsingaherferð sem hér um ræðir verð ég líklega að rekja stuttlega þráð þeirrar auglýsingar sem hér um ræðir. Strákur er úti að veiða með pabba sínum, þeir veiða ekki neitt og strákurinn er fúll og Ieiður. Síðan eru strákurinn og pabbinn úti að reyna að koma á loft flugdreka, en það tekst ekki; pabbinn flækir flugdrekann í tré og er greinilega bölvaður klaufi - strákurinn er fúll og leiður. Loks er strákurinn að bíða eftir því að pabbinn sæki hann í skólann; pabbinn lætur greinilega bíða eftir sér og strákurinn er fúll og Ieiður. En loks birtist pabbinn á nýjum bíl af einhverri nýrri tegund - Trabant minnir mig - og þá kviknar loks bros á fúllyndu andliti þessa leiða stráks og pabbinn er loks til ein- hvers nýtur og strákurinn klappar þessum glæsilega Trabant og sest inn í bílinn og þeir feðgarnir brosa loks hvor við annars og aka burt glaðir í bragði. Hugmyndafræðilegt drasl Einhvern veginn svona er þetta. Og hvað á svo þessi litla saga að segja okkur? - annað en það að auglýsingamennirnir sem gerðu þetta, bílaframleiðendurnir sem samþykktu þetta, og íslensku inn- flytjendurnir sem tóku auglýsingu upp á sína arma, þeir allir eru pikkfastir í ömur- Iega úreltri hugmyndafræði um samskipti stráka og pabba. Svo pikkfastir að það er sorglegt að verða vitni að því þegar eitt ár er til aldamóta. Sorglegt að verða vitni að því að svona skuli túlkuð samskipti sem þurfa svo sárlega á að halda öðru en jafn úreltu hugmyndafræðilegu drasli. Nú verður maður að vísu auðvitað að vara sig svolítið á pólitískri rétthugsun sem kölluð er. Það er engin ástæða til þess að sér- hvert atriði, sérhver þáttur í þjóðlífinu hafi uppbyggilegt uppeldisgildi og hvergi megi sjást neitt sem ekki er hugmynda- fræðilega „rétt“. Pólitísk rétthugsun er orðin að þungbæru og leiðinlegu vanda- máli í sumum þjóðfélögum Vesturlanda og sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ritskoðun rétthugsunarinnar geri lífið bæði fátæklegra og einsleitara - og Ieiðin- legra. Það er því ekkert í sjálfu sér rangt við að bregða upp mynd af sámskiptum stráka og pabba sem snúast fyrst og fremst um hvernig bíl pabbinn á - slíkt er ugglaust til ennþá, þó þau samskipti séu náttúrlega ekki öllu dýpri en sem nemur lakki á nýjum bíl, og muni ekki duga neinum til Iengdar. Húmor? En fýrr má nú vera. Það skal tekið fram, áður en ég verð ásakaður um húmorsleysi og einstrengingshátt, að í þeirri auglýs- ingu sem hér um ræðir - um þennan Trabant-bíl, eða hvað það nú var - þá er enginn húmor. Ef það væri húmor í henni væri þetta allt f lagi. Eg tala nú ekki um póst-módernísk tvíræðni. Fyrir aldarljórðungi gerði Spilverk þjóðanna auglýsingu fyrir bflasölu sem var uppfull af hvorutveggja - „Frúin hlær í betri bíl / frá Bílasölu Guðfinns“ - en þessi kemur beint af beljunni, húmorslaus og alvarleg, að ég segi ekki fúllynd og leiðinleg, og hún meinar svo augljóslega það sem hún segir. Pabbinn í auglýsingunni er vinaleg- ur pabbi, örugglega góður pabbi, sem reynir að gera allt mögulegt til að skemmta stráknum sínum og hreinlega bara vera með stráknum sínum, en allt er misheppnað og allt er ömurlegt - þangað til hann kaupir sér nýjan bíl. Þetta er svo rangt hugmyndafræðilega að það er ekki hægt að afsaka þetta með því að þetta sé nú allt í gamni gert - enda eins og ég segi, enginn húmor fyrir hendi í þessari auglýsingu, og við eigum í raun og veru að gleðjast með drengnum yfir því að þessi góðlegi en misheppnaði „mjúki“ pabbi sé loksins orðinn alvöru karlmaður og kominn á flottan bíl. Og það er heldur ekki hægt að afsaka þetta með þvf að þetta sé nú bara auglýsing, og hvað sé ég að gera mér rellu út af einni smellinni auglýsingu - sem þar að auki hafi greini- lega náð þeim tilgangi sínum að vekja at- hyglí. Ekki ætlast tH neins Því hvaða skilaboðum kemur þessi aug- lýsing á framfæri? I fyrsta lagi segir hún við tímabundna pabba, sem láta strákana sína sitja á hakanum og sinna þeim ekki eins og þeir ættu að gera - hún hvíslar í eyrun á þeim og lætur það hljóma sem þeirra eigin rödd: Æ, þetta er nú kannski allt í lagi, þó ég hafi ekki mikinn tíma, þó ég nenni ekki sífellt að vera að gera eitt- hvað með strákgreyinu, og hann sé alltaf einhvers staðar einn í reiðileysi - ég er þó að minnsta kosti á flottum bíl; það er það sem hann vill í raun og veru, það er það sem skiptir mestu máli. Og hugmynda- fræði auglýsingarinnar hvíslar líka að litl- um strákum: Það þýðir ekkert að ætlast til neins af pabba sínum, og ef hann færi nú með að veiða eða fljúga flugdreka, þá myndi það örugglega misheppnast og vera hundleiðinlegt, en bara ef hann birt- ist einhvern tíma á flottum bíl, þá verður allt í lagi, og hann verður besti pabbi í heimi. Lélegir pabbar Þessi skilaboð munu finna sér leið inní höfuð jafnt stráka sem pabba og endur- ómur þeirra mun lifa þar löngu eftir að allir verða búnir að gleyma þessari til- teknu tegund af Trabant sem verið er að auglýsa. Auðvitað mun enginn trúa þess- um fáránlegu skilaboðum út í æsar, en lé- legir pabbar munu samt nota þau sér til afsökunar, og strákar munu nota þau sér til vesældarlegrar huggunar - þegar pabb- arnir hafa ekki upp á neitt að bjóða nema nýja og nýja bíla. Það er beinlínis stórfurðulegt að enginn j' öllu því risa- vaxna batteríi, sem kemur við sögu þegar ein auglýsing er búin til og sýnd, skuli hafa áttað sig á því hvað þessi margum- talaða bílaauglýsing er til marks um hörmulegan staðnaðan hugsunarhátt og ömurlega hugmyndafræði. Það er líka furðulegt að við hér á íslandi - þar sem auglýsingamenn hafa að undanförnu vilj- að telja okkur trú um að þeir séu annað og meira en yfirborðslegir hugmynda- fræðilegir fauskar - skulum taka þessa auglýsingu upp á okkar arma. Sjálfsagt getur Trabant-umboðið fært það sér til afsökunar að auglýsingin sé útlensk og partur af alþjóðlegri auglýsingaherferð, en það neyðir okkur væntanlega enginn til að sýna hvaða drasl sem er. Síst af öllu drasl sem bæði pabbar og strákar þurfa jafn lítið á að halda og þessu - f landinu þar sem við ætlum að ala upp börnin okkar. Pistill Illuga var fluttur í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. UMBUÐA- LflUST

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.