Dagur - 20.03.1999, Síða 4

Dagur - 20.03.1999, Síða 4
4-LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Stjómmálafimdur á Laugarvatni Formenn og varaformenn stjórnmála- flokkanna verða á kynningarfundi vegna Alþingiskosninganna í vor sem haldinn verður í íþróttahúsi Kennaraháskólans á Laugarvatni í dag. Það eru Málfundafélag og stjórnmálafélag Menntaskólans á Laugarvatni sem standa að umræðufund- inum í samstarfi við Islenska útvarpsfé- Iagið og verður fundinum sjónvarpað beint á Stöð 2. Halldór Asgrímsson verður fyrir Fram- sóknarflokkinn, Geir Haarde fyrir Sjálf- stæðisflokkinn, Margrét Frímannsdóttir fyrir Samfylkinguna, Steingrímur J. Sig- fússon fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð og Sverrir Hermannsson fyrir Frjálslynda flokkinn. Stjórnmálafundurinn er öllum opin og aðgangur ókeypis. Fundarstjóri verður Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2. Vann 35 milljóiiir íslendingur deildi fyrsta vinningi með Norðmanni og Finna í fyrri út- drætti Víkingalottósins á miðvikudaginn var. Fyrsti vinningur var tvö- faldur og fékk Islendingur í sinn hlut rúmar 35 milljónir króna. Vinn- ingurinn var keyptur í Glæsibæ við Alfheima í Reykjavík. Þetta var í sjötta sinn sem Islendingur hlýtur 1. vinning í þessu samnorræna lottói en sex ár eru síðan starfsemi þess hófst. ro^tr FRÉTTIR Þórólfur Antonsson segir fjöhnarga áhættuþætti steðja að laxastofninum i Elliðaánum. Hættur steðj a að Elliðaánum Meiri málvemd Mjólkursamsalan og Islensk málnefnd endurnýja formlega samstarf- samning sinn með undirritun í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Að því loknu mun Mjólkursamsalan afhenda málnefndinni gjafabréf fyrir nýjum tölvubúnaði í tilefni þess að hún er flutt í nýtt húsnæði. Samstarf þessara aðila um málvernd hófst 1994 og þykir hafa tek- ist vel og því ákveðið að halda því áfram. Af þessu tiiefni býður Mjólkursamsalan til fjölskylduskemmtunar í Ráðhúsinu og hefst hún klukkan 14:00 og stendur til 16:00. Úr þáttaröðinni „Á Veioislóð" er fimm þátta sjónvarpsmyndir sem Pálmi Gunnarsson gerir og Ijalla meðal annars um stanga- veiði á Islandi. Hver þáttur er um 30 mínútna langur. Þættirnir eru blandaðir, hraðir og skemmtilegir og veita áhorfandanum fróð- leik um landfræðilega sögu hvers staðar, umhverfi ár- innar, lífríki, og séreinkenni þess. Sýndar eru einstakar náttúruperlur sem eiga sér fáar hliðstæður í heiminum, auk einstakra neðanvatnsborðsmynda, sem gerir Island að draumi fluguveiðimannsins. Fyrsti þátturinn verður á agskrá Ríkissjónvarps- ins nú um helgina. „Á veiðislóð66 Fyrsti þátturinn „Á Veiðistóð" verður á dagskrá Ríkis- sjónvarpsins nú um heigina. Eiginmaður minn GUNNAR SIGMAR SIGURJÓNSSON frá Skefilsstöðum á Skaga, Víðilundi 24, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 23. mars kl. 13:30. Kristrún Anna Finnsdóttir. Ástkær systir mín, SIGRÍÐUR STEINUNN JÓHANNESDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 19. mars. Fyrir hönd vandamanna, Ólafía Jóhannesdóttir. Aukin byggö, fleiri brýr, stækkim hafnar- maimvirkja, eiturúö- un garða, erfðablönd- un viö eldislax, kfla- veikin og fleira getur verið orsök minuk- andi laxgengdar í ám- ar sl. tvö ár. Á ársfundi Veiðimálastofnunar, sem haldinn var í gær, flutti Þórólfur Antonsson líffræðingur erindi um laxastofn Elliðaánna og framtíð hans. I samtali sem Dagur átti við Þórólf um þetta mál í gær segir hann að margir áhættuþættir sæki að Elliðaán- um, sem geti haft og hafi áhrif á laxastofn ánna og geti verið ástæðan fyrir minnkandi lax- gengd í ánum sl. tvö ár. Hann nefnir hið mikla innstreymi af eldislaxi í Elliðaárnar á árunum 1986 til 1995 og þá erfðablönd- KOMIN AFTUR © Husqvarna Husqvama heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00 -18:00. Endurnýjum góö kynni! BBÆ OUBNIR (GpORMSSON túgmulo 8 • Slmi 533 28ÓÓ www.visir.is FVRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR un sem þar átti sér stað. Aukin mannvirki á svæðinu, fleiri svæði tekin undir byggð. Fleiri brýr yfir árnar, stækkun hafnarmann- virkja, uppfylling við ósana. Eit- urefni berast í árnar í auknum mæli. Affall af götum og brúm, menn úða garða sína með eitur- efnum. „Það er því Iangur listi yfir áhættuþættina þegar á rennur í gegnum stóra borg,“ sagði Þórólfur Antonsson. Kílaveikin og fleiri þættir Hann segist hafa, við rannsóknir sínar, borið saman nærliggjandi ár eins og Leirvogsá og Laxá í Kjós hvað varðar seiðabúskap í ánum og hvort laxagengdin hafi minnkað þar álíka og í Elliðaán- um sl. 2 ár. „Það kemur í ljós að ekki hafa orðið neinar stiikkhreytingar á seiðabúskap Elliðaánna miðað við Leirvogsá undanfarin ár þótt þróunin í þeim báðum hafi held- ur verið á niðurleið. Þegar horft er á veiðina og horið saman við Leirvogsá og Laxá í Kjós er ástandið svipað, nema tvö sl. ár. Þá verða vatnaskil og veiðin dett- ur niður í Elliðaánum. Um leið vaknar spurningin um hvað þessu valdi og við því er ekkert eitt ákveðið svar,“ segir Þórólfur. Hann bendir á að endurheimt- ur úr sjó hafa verið afar lélegar sl. 2 ár eða aðeins 4-6%. Árin þar á undan hafi þær verið 9-10%. Þarna muni strax um helmingi og erfitt að segja til um hvað þessu veldur. „Það kom upp kílaveiki í Iaxi árið 1995 í Elliðaánum og getur hugsanlega haft áhrif á að lífslík- ur seiða í sjó hafi versnað og þar með auðvitað endurheimturnar. Hins vegar virðist fjöldi göngu- seiða, sem gengur út úr vatna- kerfi Elliðaánna, ekkert hafa dal- að þessi tvö ár þannig að það ger- ist eitthvað hjá seiðunum eftir að þau eru gengin í sjó. Eins verður að taka tillit til þeirra áhættu- þátta, sem ég nefndi í upphafi þegar þetta allt er skoðað,“ segir Þórólfur Antonsson. - S.DÓR „Halló Landsmót66 Formaöur UÍÁ segir aö nú sé ekki nemum vafa undirorpið að landsmót ungmenua- félagauna fari fram á Egflsstööum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veija 35 milljónum króna til að fullgera fullkominn frjálsíþrótta- völl á Egilsstöðum svo hægt verði að halda þar Landsmót Ungmennafélags Islands sumar- ið 2001. Á fjárlögum þessa árs hefur verið varið til verksins 8 milljónum króna, 13 milljónir króna verða á næsta ári og 14 milljónir króna á árinu 2001, eða 27 milljónir króna á næstu tveimur árum. Þessu framlagi ríldssjóðs verður einkum varið til Ieggja tartanefni á hlaupabrautir vallarins en þær kosta á fjórða tug milljóna króna. Framlag rík- isins er þvf aðeins hluti af heild- arkostnaði við gerð frjálsíþrótta- vallarins. Einar Már Sigurðarson, for- maður Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands (UIA) sem heldur Iandsmótið, segir að nú sé ekki neinum vafa undir- orpið að landsmótið fari fram á Egilsstöðum, en sem kunnugt er taldi stjórn UIA það ekki for- svaranlegt að halda Iandsmótið með því að bjóða upp á malar- brautir og því þurfti að koma til fjármagn til að leggja tartanefni á hlaupabrautirnar. Magnús Már Þorvaldsson, sem meðal annars hefur getið sér gott orð sem skipuleggjandi „Halló Akur- eyri“ um verslunarmannahelg- ina og nú „Halló páska“, verður að öllu forfallalausu ráðinn framkvæmdastjóri UIA með landsmótið sem aðalverkefni. Hann segir að ákvörðun ríkis- stjórnarinnar sé vendipunktur'í málinu því ekki hafi í raun verið grundvöllur fyrir ráðningu hans til UIA meðan þetta mál hafi verið í IauSu lofti. - GG

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.