Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 8

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 8
LÍFi Ð í LAN ’D/NU " t 24 - LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 i Xfc^Mir Sveinn og Ása íKálfsskinni. „Sumir spyrja bara: „Geturdu talað við mig íhálftíma?", „Geturðu borðað með mér morgunmat svo við getum talað saman?" “ segir Sveinn og bætir við að þau séu að vísu ekki mikið málafólk, „nema i enskunni og skandinavísku". myndir: brink Upphaf og umsvif ferðaþjón- ustu í Kálfsskinni og Ytri-Vík á Árskógs- strönd er merkileg fjöl- skyldusaga. Fyrirtækið stækkar og stækkar, hugmyndir fæðast, fjöl- skyldan vinnur og vinn- ur. Sveinn Jónsson og Asa Marinós- dóttir hafa búið og starfað í Kálfsskinni í fjörutíu ár, lengst af með hefðbundinn kúabúskap. Hún hefur að auki starfað sem ljósmóðir, hann hefur smíðað og vasast mikið í félagsmálum hvers konar, var meðal annars sveitarstjóri í mörg ár. Fjölskyld- an vinnur saman og fjölhæfni er nauðsynleg því að mörgu er að hyggja og margísvleg úrlausnar- efnin. Láta gott af sér leiða Öll saga á sér upphaf og þó þau Sveinn og Asa hafi fyrir haft ærið nóg að starfa líkar þeim vel í ferðaþjónustunni, finna sig vel í því að þjóna fólki, enda gengur þeirra lífsmottó út á að láta gott af sér leiða og hafa gaman af því um leið. „Þeir eru oft margir á vissum tímum,“ segir Sveinn þegar talið berst að fjölda klukkutíma í hverjum sólarhring. „Eg hef van- ist við það. Það er bara heimsk- an og ágirndin sem hefur orðið til þess að ég hef unnið Iangan dag. Hér höfum við reynt að vinna saman, börnin byrjuðu að vinna með okkur strax og þau gátu. Þau eru öll mjög vel gerð en hafa menntað sig í öðru.“ Mannvirkjagerðin heillar „Það er náttúrlega alls ekki stór- brotið,“ segir Sveinn spurður um búreksturinn og ferðaþjón- ustuna. Við höfum verið hér með búrekstur allstóran í §öru- tíu ár.“ Asa segist yfirleitt hafa látið kýrnar eiga sig, enda haft nóg að starfa, haldið heimili og verið að auki Ijósmóðír í áratugi. Sveinn hefur rekið bygginga- fyrirtæki í ein fjörutíu ár sam- hliða búrekstrinum. Byggingafé- lagið Katla heitir það. „Hér bjó á landnámsöld kona að nafni Katla og hún kunni eitthvað fyr- ir sér. Öfundin varð slík í ná- grenni hennar að hún var ráðin af dögum, þar sem nú heitir Kötluhóll og hérna fyrir ofan er Kötluljall. Eg skírði mitt fyrir- tæki eftir gömlu konunni. Hún hefur orðið mér frekar til góðs en ills.“ Sveinn er lærður húsasmiður en elsti sonur þeirra hjóna, Jón Ingi, hefur nú tekið við rekstri Kötlu. Sveinn er þó greinilega með hugann við mannvirkjagerð og viðurkennir að af henni hafi hann alltaf haft gaman. „Eg þvældist út í heim þegar ég var tvftugur og var í skóla í Danmörku og lærði síðan húsasmíði í Reykjvík. Mér var boðið gull og grænir skógar þar. Ég viðurkenni ósköp vel að ef ég bara hugsa um það eittt að byggja nógu margar íbúðir og hafa ákveðinn söluhagnað þá var gaman að vera þar. Ég hef mjög gaman af mannvirkja- gerð og í raun og veru finnst mér alltaf að það sem veitir manninum ánægju eru verkin hans, þau sjálf. Svo er líka hægt að vinna verk sem hverfa jafnóðum, eins og þjónustu- störfin." Fjölskyldurekstur Elsti sonurinn, Jón Ingi, sem menntaði sig í tækniskóla, er ekki bara í byggingafélaginu. „Ég fékk hann til að koma heim aftur og er ákaflega ánægður með það. Við vinnum mikið saman feðgarnir. Hann er mjög góður sleðamaður og margfaldur keppnismaður í því. Hann fer með okkur um helgar, við eigum hvor sinn jeppann feðgarnir sem við notum í ferðalög upp á fjöll og svo bætum við kunningjum við til að búa til stóran hóp af jeppum í skyndingu og getum þá farið með stærri hópa. Af þessu hef ég mjög gaman. Ég held að það að geta unnið saman í f]öl- skyldunni hafi hjálpað okkur til að hafa meiri ánægju af þessu.“ - Og nú er Marinó sonur ykkar líku að koma meira inn í ferða- þjónustuna. „Hann hefur verið í veitinga- rekstrinum og ég held hann hafi staðið sig nokkuð vel þar þó þetta sé að mörgu Ieyti óvægin grein," segir Sveinn. „Ég held að hann sé farinn að finna það í sambandi við fjölskyldulíf og annað að það er þreytandi að vinna alltaf fram á nætur alla daga. Mér finnst að hann hafi alveg hug á því að koma meira inn í ferðalögin." Kýr eða konur í reiðtúr „A síðastliðnu ári leigði ég kúa- búskapinn frá mér,“ segir Sveinn. „Það er miklu skemmti- legra að vinna með hundruðum ferðamanna heldur en kúm. Þið getið ímyndað ykkur þegar mað- ur fer með hóp af fallegum stelpum einhversstaðar sunnan úr heimi í reiðtúr hér fram í dal í góðu veðri.“ - Ferðaþjónustan er líkamlega léttari en hefðbundinn kúabú- skapur. „Já, hún er léttari en auðvitað eru skorpur þar. Það lendir mik- ið á okkur hjónum að sjá um undirbúning," segir Sveinn og vekur athygli á því að þáttur Asu er síst minni: „Þessi kona er nú betri helmingurinn í ferðaþjón- ustunni því hún hefur respekt- ina fyrir því að allt sé í lagi. Við megum ekki vanrækja það að þjóna ferðamanni og umönnun öll er mikils virði. Það finna allir hve það er mikils virði ef maður finnur að um mann er hugsað af natni." Aukin afþreying - Fyrirtæki i ferðaþjónustu hafa verið uð huga æ meira að afþrey- ingu fyrir ferðamenn. Þið hafið verið að bæta smátt og smátt við þann þátt í ykltar starfsemi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.