Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 18

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 18
op \ 34 - LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 CLYDER Þegar tónlistarmaður hefur í um tuttugu ár átt giftusaman feril í meira lagi og náð að selja plötur sínar í rosalegum upplögum, í þessu tilfelli að sögn í hvorld meira né minna en 95 milljónum eintaka er allt er talið, hlýtur að vera sitthvað í hann varið, ekki satt? Það er allavega nær öruggt, að koma píanóleikarans heimsfræga, Richards Clydermans, hingað til lands, sem lýsingin hér að framan á við um, telst til stórviðburða og ætti enginn að verða svikinn að mæta á tónleikana hans hérlendis, sem verða £ Laugardalshöllinni laugardaginn 3. apríl nk. Með sínum margfræga Ijúfa stíl, þar sem klassískur píanóleikarinn mætir hinum ýmsu blæbrigðum poppsins, hefur Clyderman mörgum öðrum betur náð að brúa bilið milli ólíkra tónlistarkynslóða og á það ekki hvað síst stóran þátt í velgengni hans. Hér á landi hefur kappinn líkt og víða annars staðar náð mikilli hylli. Sem dæmi um það má nefna, að safnplata með 20 af hans þekktustu lög- um, er kom út fyrir einum þremur árum eða svo, hefur hérlendis selst í um og yfir 5.000 eintökum, en það er Tónspil/Pétur Kristjáns, sem flutt hefur þá plötu inn. Er þar m.ö.o. um gullplötusölu að ræða og mun standa til, að Pétur afhendi honum gullplötuna á tón- leikunum í höllinni. Samanlagt er svo áætl- að að píanóleikarinn gullinhærði, hafi selt á íslandi um og yfir 100.000 eintök!, eða meira en flestir aðrir. Það er því vart ástæða til annars en að hvetja sem flesta að mæta í höllina. Menn verða áreiðanlega ekki fyrir vonbrigðum. Bruce Springsteen. Á fullri ferð og með ýmsa hluti í útgáfu. Engum blöðum er um að fletta að Bruce Springsteen hefur farið fremst þeirra tónlistarmanna sem gert hafa hið svokallaða „Galla- buxnarokk", amerískt þjóðlaga- kennt rokk með poppáhrifum í bland, að einni af vinsælli stefn- unum í amerísku rokki. Aðrir kappar sem þar hafa einnig komið við sögu eru góðkunningjar á borð við Tom Petty, John Cougar, Jackson Browne og fleiri. I seinni „BRÚSI“ ekki dauður úr öllum æðum tíð hefur ferill Springsteen að vísu ekki verið til jafns við það sem gerðist á árunum 1980-86 eða u.þ.b. en hann hefur þó ekki látið deigan síga og er nú aldeilis ekki dauður úr öllum æðum. Eigi fyrir alls löngu kom út fjögurra geislaplatna kassi er nefnist Tracks og geymir margt af hans helsta efni. Nú þessa dagana er svo „The Boss“ eins og hann hef- ur gjarnan verið nefndur, að leggja upp í tónleikaferð mikla um Ameríku og víðar, sem miklu er búist við af. Þar hefur hann marga af sínum gömlu félögum úr E-street band með í för, kappa á borð við saxafónleikarann Clarence Cleamons og gítarleik- arann Nils Lofgren. Sérstök átján laga safnplata, einhvers konar út- vörður frá stóra kassanum, kemur út í tilefni af ferðinni og kallast einfaldlega 18 tracks. A henni verða þó ein þijú lög sem ekki eru á stóra safninu, m.a. sérstök út- gáfa af laginu hans ffæga, Fever. Ætti þessi safnplata, sem og stóra útgáfan að vera eitthvað fyrir harða „Brúsaaðdáendur". Stöllum ^ Íl§ 111 S mkÉÍ? S Stöllurnar Gina úr dúettinum ECOR og Annika, sem unnið hef- ur m.a. með Shizuo, settu á síð- asta ári saman sinn eigin dúett og kölluðu sig Cobra Killer. Var það m.a. vegna aðgerðar- og auraleys- is sem þær rugluðu saman reitum og má segja að jiað hafi verið gæfuspor. Þær fengu nefnilega að setja saman og gefa út plötu á merki DHR er þær nefndu ein- faldlega Cobra Killer, sem svo hefur bara vakið það mikla at- hygli, að nú þann 22. þessa mán- aðar er að koma út smáskífa með þeim stúlkunum. Þær teljst ekki til þeirra öfgakenndari í röðum DHR, heldur fara þá leið sem ekki hvað síst er vinsæl í danstón- listinni nú um stundir, að nota hljóðsarp sem meginstoð, þar sem þær svo setja inn allskyns strauma og matreiða þá með ýms- um hætti. Er þessi bræðingur þeirra, m.a. úr gömlu þungarokki og sálartónlist, nokkuð aðgengi- legri en flest annað sem DHR hefur á sínum snærum. Smáskíf- an inniheldur tvö lög, Try it og Six sex, fín en ólík flétturík lög. Virðist DHR með þessari útgáfu vera að færa sig upp á skaftið og fleiri að verða áberandi og til alls líklegir á vegum merkisins en Alec Empire og félagar í Atari teenage riot. Stöllurnar Gina og Annika í Cobra Killer. Á uppleið? |-------------------------\ Poppfréttir • Hafi einhverjir haldið að sól Blur á frægðarhimnin- um færi nú senn að hníga til viðar, þá virðist nú enn a.m.k. ætla að verða bið á því. Allavega situr nú nýja smáskífulagið, Tender, af væntanlegu plötunni Thir- teen, í öðru sæti breska sölulistans þessa dagana, þannig að ekki virðist allt búið enn hjá Damon Albarn og kumpánum hans. Ann- ars er Tender bara hið smekklegasta lag, með þjóð- lagaívafi og því ekki í sama rokkandanum og var síðast. • Gítarframleiðslufyrirtækið fræga, Gibson, sem m.a. hefur framleitt fræga gítara á borð við SG og Le Paul, hefur um langt árabil heiðr- að hina ýmsustu tónlistar- menn er brúkað hafa þeirra sköpunarverk. Er þessi við- urkenning árleg og vekur útnefning rokkgitarleikar- anna jafnan mesta athyugli. Gibson mismunar ekki kynjunum þar, heldur velur bæði karl og kvenngítarleik- ara. Að þessu sinni varð gamli skörungurinn John fogerty fyrir valinu hjá karl- kynsrokkurum og er vel að því kominn. Hjá konunum vekur valið híns vegar meiri athygli. Þá útnefningu hlaut engin önnur en Courtney Love úr Ilole, sem reyndar hefur gert garðinn einna frægastan í Courtney Love. Úvænt viðurkenn- ing. seinni tíð sem leikkona auk þess auðvitað að hafa gifst Curt Cobain leiðtoga Nir- vana. Læðist sá grunur óneitanlega að sumum, að valið hafi ekki verið á sterk- um grunni byggt, en þó má segja að síðasta plata Hole, Celebrytti skin, hafi verið hin þokkalegasta, hvað sem svo líður miklum gítarleik hjá Courtney. • Innan tíðar mun að sögn koma á markað ný safn- plata með gítarhetjunni látnu, Stevie ray Vaughan, sem geyana mun víst ýmis- legt kræsilegt fyrir hans Ijölmörgu aðdáendur um heim allan. Verður þar m.a. efni sem ekld hefur komið út áður t.d. samspil hans og „Brimhetjunnar" (Surf á enskunni" Dick Dale í einu lagi. • Fyrir „safnplötusjúklinga" þessa lands er rétt að minna á, að frá Norðurljósi, þ.e. Skífunni/Spor samein- aða fyrirtækinu eru að koma einar tvær tvöfaldar safnplötur í Pottþéttflokkn- um sívinsæla. Þar er annars vegar um hefðbundna Pott- þéttplötu að ræða, númer 15, en hins vegar gríSarlegt safn með rapptónlist, pott- þétt rapp.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.