Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 10

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 10
Veiðiástríðan er þeim í blóð borin. Þórarinn Sigþórsson, tannlæknir og Árni Baldursson eru ástríðuveiðimenn, ef þeir eru ekki að berja einhverja ána með stöng þá eru þeir upp á fjöllum með byssu. Þeir hafa veitt saman síðan árið T987 þegar Árni hafði Laxá í Kjós á leigu og Þórarinn kom til þess að veiða hjá honum. Árni stakk af þegar hann var ell- efu ára með svefnpoka og veiði- stöng. Hann segist aldrei hafa haft tíma til að vera í skóla, hann hafi alltaf verið að veiða. „Þegar apríl kom þá strauk ég að heiman og fór einn á puttanum um allt land. Eg var heilu dag- ana í burtu. Svo tók ég skóla- bækurnar með og komst í gegn- um landspróf. Eg man þegar skólastjórinn rétti mér prófin og útskrifaði mig úr gagnfræðaskól- anum þá sagði hann: „Árni þetta áttirðu ekki skilið." Hver fiskur sigur Á hverju vori fara þeir félagarnir í Kjarrá. Þá fara þeir á hestum innfyrir Eiríksjökull. Árni segist ekki vera mikill hestamaður og finni til í óæðri endanum á hverju ári eftir þessa ferð. „Þetta er eiginlega bara ævintýri, við værum örugglega að veiða miklu meira ef við værum niður frá. Það er spennandi að sjá hvað hefur farið mikið af fiski þarna upp. Við eftirlátum hinum veiði- mönnunnum neðri hluta árinn- ar,“ segir Árni. Þeir segja að vorveiðin sé kreljandi, það sé skemmtilegast að veiða á vorin þegar fiskurinn er nýgengin í árnar, þá sé von á stærsta fiskinum. „Þá er áin fisk- Iítil en það er stórlax í henni. Það er mikill sigur að ná hverj- um fiski. Þá er mikil ánægja að fá kannski einn fisk á vaktinni," segir Árni og bætir því við að þeir séu farnir að hlakka til að komast í Kjarrá. Þeir hringi reglulega í bóndann til að passa uppá að hann sé búinn að járna. Samvinna lykill að velgengni Þeir félagarnir segja að samvinn- an hafi mikið að segja í veiði- skap. Þar dugi engin eigingirni. Þórarinn segist þekkja til veiði- félaga sem séu þannig að þegar annar er búinn að fá fisk verði hinn að pakka saman. Árni segir að þó veiðifélaginn haldi ekki á stöng sé hann síst minna að veiða. „Hann er að spá í hvernig flugan fer í vatninu, hann er að svipast um eftir fiski. Hann er að hvetja félaga sinn áfram,“ segir Árni. Þórarinn tekur undir þessi orð félaga síns og segir sögu af vor- veiði í Langadal þar sem áin hafi verið ísjökulköld en mikið vatn í henni. „Fiskurinn lá mjög djúpt og hann hreyfði sig ekki eftir túbunni fyrr en hún Iak fyrir framan hann, svona tvö fet. Annar sagði hinum til og þarna bókstaflega mokuðum við upp fiski. Þetta var ekki hægt nema annar segði hinum til og hann gat þá haft línulengdina klára og kastað bara rétt fyrir framan fiskinn," segir Þórarinn. Bar bát og mann á bakinu Þeir félagar veiða ekki bara á Is- landi. Fyrir nokkrum árum fóru þeir í veiðiferð til Rússlands. Keyptu sér veiðileyfi í frægri stórlaxaá sem heitir Karlowka, og bjuggust við að allt væri þrautskipulagt en þegar þeir komu til Múrmansk voru skipu- leggjendurnir með afsakanir á reiðum höndum. Því fóru þeir að veiða í ánni Umbu í staðinn. Einn daginn fóru þeir með gúmmfbát niður Kríwertz sem er ein af þverám Umbu og er á stærð við Þjórsá. Þórarinn segir þá hafa orðið að ganga yfir skaga með gúmmíbátinn á öxlinni en fljótlega hafi leiðsögumaðurinn þeirra gefist upp og þeir þurft að bera hann Iíka. „Þetta var engin smá mannraun vegna þess að við óðum þarna uppundir hend- ur stundum í díamosa, og von á öllu skemmtilegu þarna, geng- um m.a. fram á skítinn úr bjarn- dýrunum þetta voru haugar al- veg hlöss.“ Störðu í byssukjafta Þeir segjast hafa veitt ágætlega í Rússlandi. Þar voru menn af öll- um þjóðernum. Árni segir að þegar þeir voru á Ieiðinni frá Múrmansk og niður að Umbu hafi þeir verið stöðvaðir af lög- reglunni og hernum. „Þeir veif- uðu byssukjöftum framan í okk- ur. Við fundum að vestrænt fólk var ekkert sérstaklega velkomið þarna. Það voru sumir sem að sprungu bara gjörsamlega á Iimminu og fóru heim,“ segir Árni og bætir við að næsta vetur sé stefnt á að Fara til Argentíu og veiða í Rio Grande í Tiera Del Fuego, þar sem heitir Eld- land. Hann var þar núna í janú- ar og segir að þar megi veiða stóra Sjóbirtinga. Þeir segja að ísland sé paradís fyrir veiðimenn og eru ekki hrifnir af öfgum í náttúruvernd sem þeir segja að séu miklar í Evrópu. Árni tekur dæmi af fisklausum fjallaám sem mikil veiði hafi verið í fyrir nokkrum árum, þar sé fjölgun í Skarfa- stofninum farin að eyðileggja árnar. Þeir segja að víða jafngildf það mannsmorði að skjóta fugl. „Eg hef alltaf sagt að við séum heppin að njóta þeirrar forétt- inda að fá að búa hérna á Is- landi," segir Árni. Árni Ba/dursson og Þórarinn Sigþórsson eru veiðimenn, þeir segja að samvinnan skipti miklu máii við veiðarnar. -mynd pjetur. -pjesta

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.