Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 9

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 9
X^ÍÍÍT. LAUGARDAGUR 20. MARS 1999- 25 „Já, okkur finnst að það hafi verið of lítið hugsað um að fólk hafi eitthvað að gera. Við höfum í mörg ár verið með allskonar tilboð í þ\a efni og núna eftir að ég hætti búskapnum höfum \dð bætt við.“ Meðal þess sem er í boði eru hestaferðir, gönguferð- ir, sjóstangaveiði og hvalaskoð- un á sumrin og sjóferðir og svartfuglsveiði á veturna. Einnig rjúpnaveiði. Fyrir nokkrum árum bjuggu þau til stöðuvatn inni á Þorvaldsdal og selja fólki aðgang að því með sleðaferðum og fiskveiði. Snjósleðaferðirnar eru vaxandi þáttur og fara auð- vitað nokkuð eftir veðri en það nýjasta er bátabrun frammi á Þorvaldsdal. „Við notum gúmmíbát til að leyfa fólki að fá svolítið kikk í magann. Þetta er nú svona til að hafa einhverja tilbreytingu í hlutunum," segir Sveinn. Þegar ég verð fullorðinn - Nú tala menn um menningar- ferðaþjónustu. „Já, og mér finnst það mjög tilhlýðilegt. Ef við förum aftur í aldirnar þá eru þetta miklar söguslóðir og við eigum líka þjóðsögurnar. Við eigum svo margs konar sagnir sem væri hægt að nýta hér í ferðaþjón- ustu og bæta við. Við gætum sett upp bardaga hérna úti á Hálsi þar sem fundist hafa margar grafir og beinagrindur við vegarlagningu. Þarna hefur verið bardagastaður og þarna um allan heim. Til dæmis segist Sveinn eiga heimboð hjá æðstu forstjórum stórfyrirtækis í París, sem meðal annars framleiðir Zodiak björgunarbáta, eru með þyrluframleiðslu og fleira. „Ég á heimboð hjá þeim í Par- ís,“ segir Sveinn. „Það er kannski þessi ferðamennska sem gerir þetta svo skemmtilegt. Maður eignast vini úti um allan heim og á heimboð. Þegar ég verð fullorðinn ætla ég að nota það,“ segir hann og hlær við. Hugmyndasmiður Sveinn er orðinn þekktur fyrir framsæknar hugmyndir sem ekki er alltaf vel tekið þegar þær koma fram. „Ég boraði eftir heitu vatni fyrir tveimur árum í andstöðu við alla hér,“ segir Sveinn. „Það var talið að þetta væri ekki nógu heitt og því borg- aði þetta sig ekki. Ég er nú svo þrár að ég vil skoða hlutina áður en ég dæmi þá. Ég var mjög heppinn, fékk 80 gráðu heitt vatn og á nú þessa borholu sjálf- ur. Eg er búinn að leggja hér heim í vetur og er orðinn hita- veitustjóri hjá sjálfum mér,“ seg- ir hann og brosir að tilhugsun- inni. En sjálfur virðist hann ólga eins og sjóðheit borhola og nýjar hugmyndir þrýsta sér upp á yfir- borðið. „Þetta útaf fyrir sig gefur okk- ur grunn að öðru meira og mað- ur hefur verið að láta sér detta ýmislegt í hug í sambandi við nýtinguna á vatninu. Til dæmis koma hugmyndunum áfram.“ - Ein af athygliverðari hug- myndum þinum gengur út á að setja upp kláfferju og ýmislegt fleira i Hlíðarfjalli við Akureyri. „Já, það er náttúrlega annar kapítuli. Ég viðurkenni það al- veg að fyrir fjórum árum þegar ég kom með þetta fyrst þá sögðu allir: „Þetta er ekki hægt, þetta er svo dýrt. Og hverjir ætla að fara þarna?“ Núna finn ég að fólkið trúir því að þetta sé hægt. Viðmót Akureyringa í þessu efni hefur alveg gjörbreyst en það voru Reykvíkingar sem buðu mér aðstoð. Það voru verkfræð- ingar hjá Istak og Línuhönnun - hjá þessum stóru fyrirtækjum sem \Tlja sjá mannvirki verða til. Þeir hafa aðstoðað mig og eru að því. Núna bara ihnan skamms getum við farið að koma með nákvæmar tölur. Við erum að gera viðskiptaáætlun til að kynna fyrir fjárfestum. Þeir segja: „Ef þú sannfærir okkur um arðsemina af þessu þá eru til nægir peningar." Þeir sem hafa komist lengst i kaupsýslu hér á landi hafa tekið þessu mjög vel.“ - Það erfátt sem þú spekúlerar ekki í. „Já, en það er ekki nóg að spekúlera. Ég get haldið áfram með hugmyndir sem ég sé fyrir mér. Þær eru mildu fleiri og margskonar. En það hefur líka sýnt sig að það er vont að vera í alltof mörgu. Ég hef stundum haft tilhneigingu til þess að vera , 'Æjí, • -• 'mm í ! ; , .... ■ ■ ■; „Ég á heimboð hjá þeim íParís," segir Sveinn. „Það er kannski þessi ferðamennska sem gerir þetta svo skemmtilegt. Maður eignast vini úti um allan heim og á heimboð. Þegar ég verð fullorðinn ætla ég að nota það, “ segir hann og hlær við. mættust menn þegar fylkingar riðu um héruð. Við eigum skemmtilega möguleika á margs konar menningarferðaþjón- ustu.“ Ferðaþjónustu af þessu tagi segir Sveinn fólk sækjast eftir í vaxandi mæli þó það \Tlji jafn- framt góða þjónustu í mat, drykk og húsnæði. En síðan er enn önnur hlið á ferðaþjónustu til sveita: „Sumir spyrja bara: „Geturðu talað við mig í hálf- tíma?“, „Geturðu borðað með mér morgunmat svo við getum talað saman?“,“ segir Sveinn og bætir við að þau séu að vísu ekki mikið málafólk, „nema í enskunni og skandinavísku". Þau eru semsagt sjálf hluti af aðdráttaraflinu, fædd og uppal- in í sveit og hafa stundað sinn búskap þar í fjörutíu ár. Einn kostur þess að þjóna ferðamönnum og gera það vel er sá að tengsl myndast við fólk glerskála eða vetrargarð þar sem maður gæti verið inni í vetrar- stórhríðum þegar brimið lemur bakkana neðan við þar sem við erum búin að byggja. Sitja þar inni í suðrænni sælu með græn- an gróður og íssjoppu á öðrum staðnum en bjórkrá á hinum og þarna væru heitir pottar og sundlaugar á milli. Dæla heitum sjó á land með því að kynda hann á leiðinni og þá gæti mað- ur boðið heita sjósundlaug. Þetta tengdist svo veitingastað og hóteli. Þetta sér maður fyrir sér að mætti gera en ég er nú orðinn það fullorðinn að ég veit að það borgar sig ekki að gera þetta öðruvísi en að markaður- inn kalli eftir þessu og hann fylgi með.“ - En allt hyrjar þetta með hug- myndum, ekki satt? „Já og vilja til að vinna að þeim. Það er rétt. Láta sér detta eitthvað í hug og reyna svo að í of mörgu og ég veit að það skemmir fyrir en ég hef verið það heppinn að hafa með mér gott fólk.“ Grafa sig ekki í áhyggjur - Það er þekkt staða í landbúnaði að börnin halda ekki áfram starfi foreldranna, foreldramir klára st'na starfsævi en svo leggst bú- sltapur af. Hafi þið kviðið þessu í ferðaþjónustunni, að einn góðan veðurdag stæðuð þið uppi með það að þurfa að selja þetta frá ykkur til ókunnugra? „Já, við getum alveg viður- kennt það,“ segir Sveinn. „Það getur allt gerst í þessu,“ segir Asa. En Sveinn bætir við að lok- um lítilli setningu sem eftir stutt kynni virkar mjög lýsandi fyrir hann sjálfan: „Við höfum svosem ekki ætlað að grafa okk- ur í áhyggjum útaf því hver tek- ur við af okkur...“ Marinó Viðar Sveinsson: „Við höfum bara ekki tíma til þess að rífast það lengi að það verði ósamkomulag. Yfirleitt stoppum við og förum að gera eitthvaö þegar við vitum að við erum komnir að því að fara að rífast um smáatriðin." mynd: brink Marinó Viðar Sveinsson, sonur þeirra Asu og Sveins í Kálfs- skinni, er framkvæmdastjóri Pizza 67 og Sportferða. Sportferðir eru orðnar eins konar samnefnari yfir alla afþr- eyingu sem gestir í Ytri-Vík og fleiri geta nýtt sér. „Alveg frá því fyrir fjórtán árum þegar fjölskyldan byrjaði á þessu hef ég verið meira og minna í kringum þetta," segir Marinó. „Ut frá því spannst þetta fyrirtæki, Sportferðir, sem sérhæfir sig í ýmsum ferðum. Aukningin var bara það mikil í kringum þetta að það var ástæða til að hafa praktíserandi fyrirtæki sem hefur ferðaskipu- lagningarleyfi. Síðan tengist veitingareksturinn þessu öllu saman. Sportferðir og Pizza 67 hafa verið með samstarf um óvissuferðir og inni í því er að það er farið eitthvað, gert eitt- hvað og borðað eitthvað.“ - Hvernig sérðu fyrir þér fram- haldið hjá fjölskyldunni? Myndir þú vera tilbúinn sjálfur til að taka við þessu öllu saman þegar að þvt' kemur að foreldrar þt'nir hætta? „Það standa allar dyr opnar varðandi það. Við tökum á þvi hvernig sú rekstrareining verður formuð þegar þar að kemur. Já, það er allt mögulegt í því en það er ekkert ákveðið þar sem þau eru ekki nema tvítug ennþá. Við erum líka að huga að áfram- haldandi uppbyggingu og þetta fer mikið eftir því bvernig hún er hugsuð." Vantar hugmyndasmiði - Það eru margar og stórar hug- myndir í gangi. „Já, það er úr mörgu að velja og spurningin er bara hvar aðal- vaxtarbroddurinn verður og hvar eru möguleikarnir. Ég get sagt það, ef við notum ameríska mál- tækið, „It runs in the Family“. Þannig að það er yfirleitt tekið þokkalega vel á þeim málum og flestir móttækilegir að ræða þær. En hins vegar er mikið diskúterað, bæði framkvæmd þeirra og gáfuleiki. Þannig að það er tekið mjög vel á því inn- an fjölskyldunnar." - En þetta byrjar allt með því að einhverjum dettur eitthvað í hug? „Nákvæmlega, það er alveg synd að það skuli ekki vera fleiri til að framkvæma þær hug- myndir sem koma á borðið. Það sem er að í íslensku þjóðfélagi er að sá hinn sami þarf bæði að fá hugmyndina, framkvæma hana, fylgja henni síðan eftir og reka hana. Það vantar fleiri hug- myndaframleiðendur." Ekki tími til að rífast - Hvemig er samkomulagið inn- an fjölskyldunnar í þessum rekstri? „Við höfum bara ekki tíma til þess að rífast það Iengi að það verði ósamkomulag. Yfirleitt stoppum við og förum að gera eitthvað þegar við vitum að við erum komnir að því að fara að rífast um smáatriðin. Þá tekur bara framkvæmdin við. Auðvitað hefur hver sína skoðun og mis- jafnt hvort menn vilja fram- kvæma hana svona eða hinseg- in, en það hefur ekki valdið stórkostlegum vandamálum hjá okkur ennþá." - Sumir þeirra sem leita í ferðaþjónustu í sveitum vilja meðal annars fá að kynnast full- orðnu, íslensku sveitafólki. Hvernig virka þessar andstæður, foreldrar þt'nir annarsvegar með mikla sögu og langa og svo þú, veitingamaður í bænttm, ef svo má segja? „Þau hjónin spanna náttúrlega langan tíma og hafa ekkert minni framtíðarsýn heldur en við. Þannig að það fer vel saman fyrir útlendinginn að sjá úr hveiju þau koma og hvert þau vilja sjá okkur fara. Hinsvegar eru rnenn oft og tíðum hissa á því hvað fjölskylda eins og þessi er að gera. Hveijum sýnist sitt um það hvort við eig- um að vera að gera alla þessa hluti eða bara einn þeirra. En þetta hefur allt ákveðna samverk- un og þessvegna erum við í þessu öllu. Þetta breytist allt, við próf- um hluti og hættum við þá ef þeir falla ekki inn í formið. Varð- andi þetta tímabil þá spinnst það af hveijum ferðamanni, hveiju hann er að sækjast eftir. Við reyn- um að koma því við sem passar hveijum og einum, hvort sem menn eru að sækjast eftir fortíð- inni eða framtíðinni." - HI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.