Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 11

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 - 27 Ragnar Egilsson, upplýsingafulltrúi hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: „Það er helst efmaður fer á veitingahús að maður þorir að prófa. Það er stærra skref að kaupa hráefnið heim og byrja frá upphafi. Ég hef prófað ýmsar óhefðbundnar tegundir og hingað til hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum. íslendingar hafa löngum þótt íhaldssamir varð- andi það hvaða fisk þeir borða og hvernig þeir matreiða hann. Nokkur breyting hefur þó orðið í „frjálsræðisátt" á síðari tímum. A heimasíðu Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins er að finna 159 mismunandi fiskuppskriftir, allt frá rauðspretturúllum með rækjusmurosti til steinbítspott- rétts með sveppum. Þar eru líka grásleppa og háfur. I matargat- inu þessa vikuna gefum við nokkrar forvitnilegar uppskriftir fyrir þessar tvær tegundir. Slóð- in á uppskriftasíðuna er http://info.rfisk.is/is/upp- skrif/index2.htm Grásleppuveiði má hefjast í dag og því upplagt að velta fyrir sér uppskriftunum, viða að sér öðru hráefni og bíða eftir fyrstu grásleppunni. Málið er bara að fara ekki í sama gamla farið heldur prófa nú einu sinni eitt- hvað nýtt. Háfurinn er ekki á hvers manns diski en ætti ef til vill að vera það. Góðkunningi matar- gatsins segir háfinn herra- mannsmat og nokkrar uppskrift- ir að skemmtilegum háfréttum fylgja þvi með. Jákvæð þróun Uppskriftirnar sem við birtum eru af heimasíðu Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins. Ragn- ar Egilsson er upplýsingafulltrúi RF og var spurður um þróunar- starf stofnunarinnar í sambandi við matreiðslu hinna ýmsu fisk- tegunda. „Staðreyndin er sú að þessi vinna hefur verið að færast meira og meira út í fyrirtækin sjálf og gott dæmi um það eru fyrirtækin ÚA á Akureyri og ís- lenskt-franskt eldhús á Akranesi. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins veitir hins vegar sérfræðiað- stoð þegar þörf krefur. Það er mjög jákvæð þróun hjá stærri fyrirtækjum að auka hlut full- vinnslu afurða á móti minna unnum afurðum." - Við erum eftil vill að tala um tvær hliðar á málinu, annars veg- ar fjölbreyttarí nýtingu á þeim tegundum sem við erum að borða og svo liins vegar að borða fleiri tegundir en við höfum gert. „Það má segja það. Við Islend- ingar erum heldur einhæfir, að minnsta kosti verð ég að segja það með sjálfan mig. Það er ýsan og aftur ýsan. Fyrir nokkrum árum var í gangi átaks- verkefni sem hét Aflakaupa- bankinn. Markmiðið var hrein- lega að auka nýtingu þessara aukaafurða sem þá voru kallaðar og koma með þær að landi. Þeir byrjuðu á að kaupa þessar teg- undir af sjómönnum. Síðan þró- aðist þetta út í það að markaður- inn tók við og fór að nýta þessar- ar afurðir." - Aflakaupabankinn hefur gert sjálfan sig óþarfan. „Já, með tímanum. Fyrsta verkefnið var að fá menn til að koma með aflann að landi og eftir það tóku markaðslögmálin við. Eins og staðan er hér á markaði þá er meiri eftirspurn en framboð af fiski og þá er eins gott að nýta þessar tegundir sem \ið höfum héma í kringum Iand- ið. I tengslum við Aflakaupabank- ann voru settar fram uppskriftir fyrir óhefðbundnar fiskitegundir en eftir að því verkefni lauk höf- um við frekar beitt okkur fyrir því að fá uppskriftir annars stað- ar frá en ekki verið í beinni upp- skriftaþróun. Þetta hefur færst mikið út í fyrirtækin." - En þetta er kjörinn vettvang- ur til að safna saman á einn stað miklu magni af uppskriftum. „Það er rétt og það er nú bara þannig að þetta er töluvert vin- sælt efni hjá okkur. Við fáum margar heimsóknir og þetta er eitt vinsælasta efni sem við höf- um á vefnum. Það er alveg greinilegt að þessi síða er vin- sæl.“ Hrædd að prófa - Við erum dálítið thaldssöm varðandi það að prófa nýjar teg- undir og nýjar matreiðsluaðferð- ir, er það ekki? „Ég er hræddur um það. Það er helst ef maður fer á veitinga- hús að maður þorir að prófa eitthvað óhefðbundið. Það er stærra skref að kaupa hráefnið heim og byija frá upphafi. Ég hef prófað ýmsar óhefðbundnar tegundir og hingað til hef ég ekki orðið fyrir vonbrigðum. Menn hafa sagt að því ljótari sem fiskurinn er, því betri og ég er ekki frá því að það sé rétt. Skötuselurinn er til dæmis mjög góður og hann er nú ekki frýni- legur.“ - Má ekki segja að á kannski síðustu tíu til tuttugu árum hafi verið að koma fram nýjunga- gjamir matreiðslumeistarar sem hafa verið að koma þessum teg- undum inn á matseðlana? „Jú, ég held að við eigum þeim töluvert að þakka. Þeir hafa unnið ákveðið frumkvöðlastarf f þessu, að taka inn þessar teg- undir og búa til verðmæti." Nú er gráslepputíminn framundan. Borðar þú sjálfur grásleppu? „Ég bef ekki gert það í mörg ár en man samt eftir því að hafa farið niður á bryggju með afa þegar hann keypti rauðmaga. Mig minnir að hann hafi verið alveg ágætur en síðustu ár hef ég ekki bragðað hann.“ - Hvert er besta sjávardýr sem þú hefur borðað? „Ég hef ekki hitt á betri fisk en humar. Það er alveg óhemju góður fiskur og í svipinn man ég ekki eftir neinu sem slær hann út.“ - HI Grásleppa - ekki bara hrognin Grásleppa er meira en bara hrognin og hér fýlgja nokkrar uppskriftir frá Gunnari Páli Rúnarssyni (Við Tjörnina) og Ulfari Eysteinssyni (Þrír Frakkar) með góðfúslegu leyfi þeira. Þessar uppskriftir er að finna á heimasíðu Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðar- ins. Smjörsteikt grásleppa meo karrý og dijon- sinnepssosu Höfúndur: Gunnar P. Rúnarsson 1 kg grásleppa 2 msk. dijon sinnep 2 rifhvíúaukur 1 peli rjómi 2 tsk. kariý 1 msk. rósapipár, mulinn 100 g sveppir 2 ntsk. smjör grænmetissalt og pipar eftir smekk 100 g rúgmjöl Snyrtið grásleppuna, veltið henni upp úr rúgmjöli og kryddið með grænmetissalti og pipar. Skerið hMtlauk og sveppi. Setjið 1 msk. smjör í pott og steikið hvítlaukinn og sveppi í 2 mínútur. Bætið karrý, rósapipar og dijon sinn- epi út í. Steildð áfram í 1 mínútu, hellið rjómanum út á. Takið af hitanum. Bræðið 1 msk. af smjöri á pönnu og steikið fiskinn í um 2 mínútur á hvorri hlið. Hitið sósuna og hellið yfir fiskinn. Borið fram með kartöflum og brauði. Grásleppuflök í súr- sætri sósu Höfundur: Ulfar Eysteinsson 2 grásleppuflök skorin t strimla hveiti 2 msk. olía 2 hvttlauksrif 1/2 laukur, smátt saxaður 1 /4 jöklasalat (iceberg) 2 bollar súrsæt sósa Veltið fiskinum upp úr hveiti, steikið í olíu á pönnu ásamt lauknum, kryddið. Bæt- ið söxuðu jöklasalatinu út í og síðan súrsætu sósunni. Látið suðuna koma upp. Borið fram með hrísgijónum. Súrsæt sósa 1 bolli vatn 1 bolli edik 1 bolli sykur 1/2 laukur, smátt skorinn 1/2-1 gulrót, skorin í ten- inga 1 msk. tómatmauk (púrré) 2 msk. sojasósa Látið sjóða og jafnið út með kartöflumjöli. Hunangsgljáð grá- sleppa Höfundur: Ulfar Eysteinsson 2 flök af grásleppu 1 gulrót 6 stk. sveppir 1/2 meðalstór laukur 2 hvítlauksrif smátt skorinn 1 tsk. fersk engiferrót, smátt söxuð 2 msk. hunang 1 /2 dl hvítvín eða tnysa 1/2 dlfisksoð 1/2 tsk. karrý 1 dl olta 1/2 dl sojasósa Hreinsið grásleppuna og skerið í strimla. Veltið upp úr hveiti og setjið á pönnu með olíu. Setjið grænmeti i striml- um út í og kryddið með karrý og hunangi. Bætið engifer og hvítlauki út í þegar búið er að snúa fiskinum. Hellið hvítvíni, fisksoði og sojasósu út í og látið sjóða smástund.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.