Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 16

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 16
32 - LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 Fluguveiðar að vetri (109) Sjálfsmynd af veiðimanni sem ungum dreng Sá fyrsti sem ég þreytti. Jakob frændi tók hann á Sweep númer átta og rétti mér stöngina til að sjá um eftirleikinn, og læra að þreyta fisk. Það tókst. Síðan hefur margt vatnið runnið til sjávar, meðal annars ískaldur Eyvindarhylur í Jónskvísl, en þar voru stundaðar fluguveiðar að vetri fyrir skömmu. Fylgist með veiðiþætti Pálma Gunn í Sjónvarpinu annað kvöldi Orðlausir af undrun yfir fegurð al- heimsins var stöðvað í Norðurár- dal í þess- um ægi- bjarta geim - hvergi glitti í ána sjálfa sem liðaðist köld undir snævi þöktum svellum og þykkum sköflum. I Vatnsdal var létt fjúk undir skærri sól, áin einhvers staðar niðri undir skafrenningi og ósinn sem heillar í sumar hvarf í hvíta móðu þar sem snjór, land og þoka undir skínandi sól urðu að einu flæmi. Laxá á Asum í djúpum skorningum milli hárra skafla. Þegar kom að Fnjóská hinni fögru voru stöku göt í fannbreiðunni þar sem blámaði á ána, en yfir hnjúkum vetrarsól í hvítu slöri og gerði allt svo mjúkt og hvítt. Laxá í Aðaldal var svarblá og köld milli skara. Og svo komum við að þeirri smæstu. Máná. Hún trítlaði athugasemdalaus milli • steina og hvítra lágra bakka nyrst á Tjör- nesi, svo lítil að ókunnugir gætu haldið að hún væri bæjarlækur, en ekki veiðiá æskudrauma. Rifj- aðist upp hugljúf minning um fyrsta flugufiskinn. Máná Þar var ég í sveit. Borgarbarnið mætti albúið að takast á við lífs- baráttuna norður við Dumbshaf á hvetju sem dyndi. Brimið rak þarahrauka upp í fjöruna, drumbar frá Síberíu glottu kalt við sléttum skólabarnshöndum sem fóru um þá varfærnum könnunarfingrum, í gamla torf- fjósinu bauluðu fjórar valin- kunnar kýr og í húsunum niður við bakka tæpt hundrað fjár. Jakob frændi hafði nestað mig með veiðistöng og flugur. Og þeirri bjargföstu trú að hin eina sanna veiði væri fluguveiði. Máná litla var þá ekki Iengur sú mikla silungsá sem eitt sinn var. Dýrfinna gamla sagði mér frá því þegar hún hljóp heim af engjunum og brá svuntuhorni undir stein í leiðinni til að ná í soðið. Stundum stóðu 30-40 sporðar undan steini. Stóri háf- urinn sem lá við fjárhúsið, járn- hringur með firnalöngu skefti, svo þungur að ég lyfti honum varla, hann var sönnun þess að hér áður höfðu menn farið und- ir fjörusteinana í ánni þar sem hún valt fram síðasta spölinn og mokað upp silungi. Nú hafi minnkað mjög gengd, hverju sem um var að kenna, og sást varla fiskur. Og þó. Hann sást í draumi mínum um að veiða eins og Jakob frændi gerði í Elliðaánum. Með honum hafði ég dregið nokkra laxa sumarið áður, einn meira að segja verið þakkaður mér persónulega, sem fyrsti flugulaxinn, veiddur á Sweep númer átta, 27.7. 1964. Níu ára á Gefjunarúplu og gúmmístígvélum. Svona stóð ég þegar júnísól skein á Máná og sveiflaði stönginni, gjörsamlega óháður þeim náttúrulögmálum sem heimilisfólkið reyndi að kenna mér: að fiskurinn gengi nú sjaldnast fyrr en eftir miðjan júlí. Enda brá mér i brún þegar lækjarlonta skaust á móti mér þegar ég öslaði í land. Hún tald- ist ekki með. Fluguveiðar og veiðar Það góða heimilisfólk sem ég tók ástfóstri við var vanara stór- virkari aðferðum við að draga björg f bú. Dýrfinnu gömlu sveið spónatjónið sem ég varð stöðugt fyrir löngu áður en fiska varð vart. Eg var ekki frelsaður flugu- veiðimaður, og til í að grípa í aðrar græjur ef mér sýndist svo. Jafnvel fengu maðkarnir í kart- öflugarðinum nýja sýn á lífið - þar sem þeir dingluðu fram af holbakkanum vestan við hænsnakofann. Ekki fóru sögur af feng. Svo gengu fiskar. Strákarnir á hinum bæjunum sáu alvöru sil- unga í hyljum sem við gáfum nú nöfn, þessum litlu holum. Stöku fregn barst af því að silungur hefði verið fangaður. Eg barði mjög hraustlega með því sem til- tækt var, en aldrei ánægður nema flugan væri úti. Eins og Jakob frændi sagði að væri eina rétta aðferðin. Fluguveiðar voru nýjung á Tjörnesi. Og fáir heimamanna féllu í stafi yfir vel- gengni þeirra. Eitthvað mun Dýrfinnu hafa fundist eftirtekjan rýr. Hún hafði spurnir af því að þá sjald- an ég setti í fisk þá slyppu þeir meðan ég þreytti þá. Eg hafði lært að þreyta fisk. Og óspar á Iýsingar af tilþrifum mínum og fiska sem aldrei gengu upp á þann hátt að létti undir með bú- inu. Anægja með slíkt var líka nýjung á Tjörnesi. Mér var fundinn leiðbeinandi sem lagði ríka áherlsu á að maðkur væri öflugra veiðitæki en fluga, og um Ieið og fiskurinn tæki ætti að kippa honum á land. Eg hafði mínar teoríur úr annarri átt og sagði fátt. Fiskur Þtjóskan og rírðingin fyrir fluguveiðum var í öfugu hlutfalli við árangur. Leiðbeinandi minn fór loks með mig til fundar við stóru Ijörusteinana þar sem áin fer í iðuköstum niður bakkann, þar kváðu standa sporðar út þegar ganga kæmi. Hann var með háf. Ég flugustöngina. Við tauminn v'ar hnýtt fluga sem Jakob frændi hafði sagt að væri góð sjósilungafluga. Eg veit nú hvað hún heitir. Ég sé hana fyrir hugskotssjónum, Black Ghost, númer fjögur að ég hygg, hnýtt með fjaðravæng. Ég sé hana fyr- ir hugskotssjónum alveg eins og fiskinn sem ég veiddi. Fjöruferðin var ekki neinni veiðiaðferð til framdráttar. Háf- urinn kom tómur upp úr hverri holu, og flugan ekki ofaní neina þeirra. Eg rölti einn upp með á fyrir ofan bakka, kannski væri fiskur í stóra fjóshylnum hans Alla, eða undir brú á þjóðvegin- um? Mér finnst trúlegt að ég hafi verið í Gefjunarhettuúlpunni á gúmmfstígv'élum með rauðri rönd, og hor í nös. En sannfær- ing mfn fyrir gildi fluguveiða var óbrengluð enn. Skipti engu afla- leysi allra þeirra stunda sem ég hafði barið fisklausa polla. Rölti einn. Niður undan fjárhúsunum kom ég þar sem enginn hylur var. Bara steinn, og lygna, og svo trítlaði áin áfram. Ég snarstöðv- aði. I litlu lygnunni var silungur. Einn. Heiðblár sjósilungur. Ný- búinn að þenja sig upp Ijöru- brattann og sprengmóður í fyrsta skjóli sem hann fann. Ég losaði fluguna mína af króknum við hjólið. Eg hreyfði mig ekki úr spor- unum. Þurfti ekki að kasta. Rétti stöngina út og flugan datt beint á lygnuna litlu. Silungur- inn Ieit upp. Svo Iyfti hann sér og beit í. Ég kippti í. Þreytti hann aðeins til að vera trúr. Tók hann svo upp á bakkann. Fólkið heima á Máná var jafn- vel enn meira undrandi en ég. FLUGUR Krossgáta nr. 129 Lausnarorðið er ......... Nafn Heimilisfang Póstnúmer og staður Helgarkrossgáta 129 I helgarkrossgátunni er gerður skýr greinar- munur á grönnum og breiðum sérhljóðum. Lausnarorð gátunnar á að skrifa á lausnarseð- ilinn og senda til Dags, Strandgötu 31, 600 Akureyri merktan: Helgarkrossgáta nr. 129. Einnig er hægt að senda símbréf í númer 460 6171. I verðlaun fyrir helgarkrossgátu 129 er bók- in „Voðaskotið, saga af ólukkutilfelli" eftir Onnu Dóru Antonsdóttur. Höfundur gefur út. Lausnarorð helgarkrossgátu 127 var „hrís- grjórí'. Vinningshafi er Áki Heinz, Pósthólf 47 í Vestmannaeyjum og fær senda bókina „Þeim varð á í messunni - Gamansögur af íslenskum prestum" eftir Guðjón Inga Eiríksson og Jón Hjaltason. Bókaútgáfan Hólar gefur út. Lausnarorð krossgátu nr. 128 verður til- kynnt ásamt nafni vinningshafa þegar helgar- krossgáta nr. 130 birtist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.