Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 21

Dagur - 20.03.1999, Blaðsíða 21
RAÐAUGLÝSINGAR Menntamálaráðuneytið Laust embætti Embætti skólameistara við Flensborgarskóla í Hafnar- firði er laust til umsóknar. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 86/1998 um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, fram- haldsskólakennara og skólastjóra eru gerðar þær kröf- ur til skólameistara að hann hafi kennsluréttindi á fram- haldsskólastigi. Skipað verður í embættið til fimm ára frá og með 1. ágúst 1999 að telja. Um laun skóla- meistara fer eftir ákvörðun kjaranefndar, sbr. lög nr. 120/1992, um Kjaradóm og kjaranefnd með síðari breytingum. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. apríl 1999. Nlenntamálaráðuneytið, 18. mars 1999. www.mrn.stjr.is ÚTBOB Útboð Hreppsnefnd Eyrarsveitar óskar eftir tilboðum í innrétt- ingu 2. hæðar Grunnskóla Eyrarsveitar í Grundarfirði. Um er að ræða fullnaðarfrágang innanhúss, þ.e. raf- lögn, smíði og uppsetningu innréttinga, innveggja, lofta, ásamt tilheyrandi málun og fullnaðarfrágangi 2. hæðar. Framkvæmdum skal lokið fyrir 6. ágúst 1999. Útboðsgögn verða afhent gegn 10.000 kr. skilatrygg- ingu á skristofu Eyrarsveitar, Grundargötu 30 í Grund- arfirði og hjá GLÁMU/KlM arkitektum, Laugavegi 164, 2. hæð (s.530-8100) í Reykjavík frá og með miðviku- deginum 17. mars nk. Tilboðum skal skila á skrifstofu Eyrarsveitar, Grundar- götu 30, 350 Grundarfirði í lokuðum umslögum merkt- um: „Grunnskóli Eyrarsveitar - innrétting 2. hæðar - Til- boð“ fyrir kl. 14.00 miðvikudaginn 24. mars 1999. Sveitarstjórinn í Grundarfirði í I UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í þakviðgerðir o.fl. á Seljaskóla. Helstu magntölur: Þakjárn: 1.330 m2 Útveggjaklæðning:140 m2 Verktími: 31. maí til 15. ágúst 1999. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar gegn 10.000 kr skilatr. Opnun tilboða: 13. apríl 1999 kl. 11:00 á sama stað.- bgd 34/9 INNKA UPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878- 121 Reykjavík - Sími 552 5800 Bréfsími 562 2616 /561 1120. Netfang: isr@rhus.rvk.is Veffang: www.reykjavik.is/innkaupastofnun - 660169-4079 T I L S 0 L II Bókaverslun á Húsavík til sölu Bókaverslun Þórarins Stefánssonar, Húsavík, er til sölu, þ.m.t. húseignin Garðarsbraut 9, sem er 368,4 fm að stærð. Um er að ræða rót- gróna bókaverslun sem staðsett er í hjarta bæj- arins. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar veittar á Fasteignasölu Berglindar Svavarsdóttur hdl., Höfða 2, Húsa- vík, sími 464 2545. Sumarbústaðir til sölu Starfsmannafélag Slippstöðvarinnar auglýsir til sölu tvo sumarbústaði að Dranghólum í landi Ærlæks í Öxarfjarðarhreppi. Stærð per bústað er ca 30 fer- metrar með 15 fermetra verönd. Rafmagn og heitt og kalt vatn. Óskað er eftir tilboðum í bústaðina. Tilboðum skal skila inn fyrir 22. apríl nk. Frekari upplýsingar veita Sigmundur í síma 460 7653 og Rorsteinn í síma 861 8822. F U N Ð I B Aðalfundur Félags verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni verður haldinn mánudaginn 29.mars 1999 í Alþýðuhúsinu 4.hæð. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning fulltrúa á 22. þing LÍV 3. Önnur mál Kaffiveitingar FÉLAGAR FJÖLMENNIÐ! Stjórn F.V.S.A. Ý M I S L E G T Landbúnaðarráðuneytið Jarðir til ábúðar/leigu Hjá jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins eru neðan- greindar jarðir lausar til ábúðar/leigu frá komandi far- dögum: 1. Björnskot, Skeiðahreppi, Árnessýslu; á jörðinni eru 15,5 ha ræktun, íbúðarhús b. 1959, tvö fjós, tvær hlöð- ur, fjárhús, votheysturn, véla- og verkfærageymsla, geymsla og minkahús. Greiðslumark í mjólk. 2. Brekkur 111, Mýrdalshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu; á jörðinni eru 42,6 ha ræktun, íbúðarhús b. 1954, tvö fjós, tvær hlöður, votheysturn og tvær véla- og verkfæra- geymslur. Greiðslumark í mjólk. 3. Norðurgarður, Skeiðahreppi, Árnessýslu; á jörðinni eru 59,7 ha ræktun, íbúðarhús b. 1975, tvö svínahús, tvær hlöður, véla- og verkfærageymsla, fjós m/áburðar- kjallara og votheysturn. Greiðslumark í mjólk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 560-9750 mánu- daga-föstudaga kl. 13-15. Umsóknareyðublöð fást í af- greiðslu landbúnaðarráðuneytisins. Umsóknir berist jarðadeild landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, eigi síðar en miðviku- daginn 31. mars 1999. Landbúnaðarráðuneytinu, 17. mars 1999. Tónlistarskólinn á Akureyri Kennsla fellur niður mánudaginn 22. mars frá kl. 13.00 vegna útfarar Jakobs Tryggva- sonar fyrrverandi skólastjóra. Skólastjóri HAGSTOFA ÍSLANDS Tilkynning Hagstofu íslands um verðtryggingu húsaleigu Með lögum nr. 168/1998 eru lög um húsaleigu sem fylgir breytingum vísitölu húsnæðiskostnaðar nr. 62/1984, felld úr gildi 1. apríl nk. Hagstofa (slands hefur því hætt að reikna og birta svonefnda verð- bótahækkun húsaleigu og gilti síðasta tilkynning hennar fyrir tímabilið janúar-mars 1999. Hagstofan vill vekja athygli á því að ekki er lengur unnt að nota áðurnefnda verðbótahækkun til að verðtryggja húsaleigu. Þess háttar ákvæði skal því ekki taka upp í nýja húsaleigusamninga. Leigusalar og leigutakar sem hafa slík ákvæði í leigusamning- um sínum verða nú að semja að nýju um hvað skuli leysa þau af hólmi frá 1. apríl nk. Nánari upplýsingar er að finna í fréttatilkynningu Hagstofunnar frá 11. mars 1999 og á heimasíðu Hagstofunnar http://www.hagstofa.is. Upplýsingar eru einnig veittar á Hagstofunni í sím- um 560 9831,560 9832 og 560 9834 eða á net- fangi: rosmundur.gudnason@hagstofa.is. Reykjavík 11. mars 1999 Hagstofa íslands. BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNOSENDIR 562 3219 Áland 1, skipulagsbreyting Borgarráð Reykjavíkur samþykkti 24. nóvember 1998 breytingu á skipulagi lóðarinnar Áland 1. Með breytingunni er verið að rífa núverandi hús, lóð verður stækkuð um ca 50 m2 og byggt tveggja hæða steinsteypt íbúðarhús ásamt bílgeymslu. Breytingartillagan var auglýst skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 frá 18. septembertil 16. október. Athugasemdir bárust og hafa breytingar gerðar í kjölfar þeirra verið sendar viðkomandi aðilum. Skipulagsstofnun hefur verið sent málið til yfirferðar. Þeir sem óska frekari upplýsinga geta snúið sértil Borgarskipulags Reykjavíkur. S T Y B K I B Barnamenningarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna. Á yfirstandandi ári hefur sjóð- urinn 2 millj. kr. til ráðstöfunar. Umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Itar- legar umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 22. apríl 1999. Stjórn Barnamenningarsjóðs Reykjavík 17. mars 1999

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.