Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 13

Dagur - 21.04.1999, Blaðsíða 13
 MIÐVIKVDAGUR 21. APRÍL 1999 - 13 ÍÞRÓTTIR MiMl spernta fyrtr leik Juventus og Man. United Ryan Giggs skorar jöfnunarmarkið á síðustu mínútum leiksins. Mikilvægasti knatt- spymuleikiir leik- tímabilsins milli Juventus og Man. United í undanúrslit- um Meistaradeildar Evrópu verður flant- aður á í Tórínó á ítal- íu klukkan 18:45 í kvðld. Mikil spenna er fyrir seinni leik Juventus og Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu, sem fram fer í Tórínó á Ítalíu í kvöld. Mikið er rætt og ritað um leikinn um allan heim og talað er um hann sem mikil- vægasta knattspyrnuleik keppn- istímabilsins. Það er ljóst að mikið er í húfi og bæði Iið munu tjalda því sem til er, svo framar- lega sem leikmenn séu í leik- hæfu standi. Verður Ryan Giggs með? Hjá United er það spurningin um Ryan Giggs, hvort hann verður orðinn nógu góður af ökklameiðslunum, sem hann hlaut í undanúrslitum enska bik- arsins gegn Arsenal f síðustu viku. Þau voru það slæm í upp- hafi að Giggs yfirgaf Villa Park á hækjum eftir leikinn. Hann mætti þó á æfingu á sunnudag og fór með liðinu til Tórínó í gærmorgun. Alex Ferguson, stjóri United, var bjartsýnn á ástandið og sagðist hafa góðar vonir um að hann yrði með í leiknum. „Það mun koma í ljós á æfingu í kvöld (í gærkvöld) hvort hann treystir sér til að leika. Hann er allur að braggast, en þetta er samt tvísýnt," sagði Ferguson. Menn hafa spurt sig hvort Ferguson sé að spila sama leik- inn og Juventus gerði varðandi Zinedine Zidane fyrir fyrri leik- inn, en þá var Iátið líta út fyrir að hann yrði jafnvel ekki með vegna meiðsla. Það er ólíklegt að svo sé og augljóst að Ferguson hefur verulegar áhyggjur af því hvort Giggs geti Ieikið. Ef Giggs leikur ekki er víst að Ferguson muni Iáta Jesper Blomqvist helja leikinn, en hann hefur nú náð sér að fullu eftir kvalafull meiðsl í Ieiknum gegn Arsenal í bikarnum. Einnig hafa menn haft áhyggj- ur af Peter Schmeichel, sem einnig meiddist í leiknum gegn Arsenal, en það er ljóst að hann verður örugglega með gegn Juventus. Treystir Ferguson á Yorke og Cole? Ferguson hefur hingað til verið ófáanlegur til að gefa einhverjar vísbendingar um liðsuppstilling- una gegn Juventus. Það virðist þó nokkuð klárt að þeir Denis Irwin og Ronny Johnsen munu koma aftur inn í vörnina, eftir fjarveru í síðasta leik gegn Sheffield Wednesday á laugar- daginn og muni leika þar með þeim Jaap Stam og Gary Neville. A miðjunni leiki svo Beckham, Keane, Butt og þá annað hvort Giggs eða Blomqvist. Helsta óvissan er svo með framlínuna, þar sem líklegast er að Dwight Yorke, sem hvílt hefur í tveimur síðustu leikjum, muni leika. Spurningin er svo hvort það verður Andy Cole, sem hefur verið slæmur í ökkla, sem byrjar, eða hvort það verður Teddy Sheringham, sem öllum á óvart muni byija. Það er þó talið ólík- Iegt að hvorki hann né Solskjær verði í byrjunarliðinu, heldur muni Ferguson treysta á góða samvinnu þeirra Yorke og Cole sem reyndist liðinu svo vel, þar til fyrir mánuði síðan. Ferguson virðist sannfærður um að hans mönnum takist að skora gegn Juventus. „Eg veit að við verðum að skora. Til þess þurfum við toppleik og mikla yf- irvegun og það ætti okkur að takast,“ sagði Ferguson. Loft lævi blandió hjá Juventns Andrúmsloftið hjá Juventus er lævi blandið þessa dagana og þar spilar helst inn í nýleg yfirlýsing Zinedine Zidane, um að hann vilja fara frá liðinu eftir tímabil- ið. Giovanni Agnelli, einn af stjórnarmönnum félagsins, hefur brugðist hart við og segir það mjög vanhugsað hjá Zidane að taka þetta upp svo rétt fyrir leik- inn, bara vegna þess að eigin- konan vilji búa við sjávarsíðuna. „Hann sjálfur er alls ekki með heimþrá, heldur er hann undir mikilli pressu frá eiginkonunni. Hann sagði mér sjálfur að síðan þau eignuðust börnin, sé hún húsbóndinn á heimilinu. Eg hélt að hann væri samningsbundinn félaginu en ekki eiginkonan," sagði Agnelli. Að öllum líkindum mun Juventus geta stillt upp sínu sterkasta liði og aðeins spurning hvort Paolo Montero verður til- búinn eftir meiðsl. Annars munu Italirnir ekkert gefa upp um byrj- unarliðið fyrr en rétt fyrir leik, en líklegt þykir að eftirtaldir leik- menn muni hefja leikinn Peruzzi, Birindelli, Ferrara, Iuli- ano, Pessotto, Conte, Davids. Deschamps, Di Livio, Zidane og Inzaghi. Ef Juventus nær sigri í leikn- um í kvöld er það i fjórða skiptið sem liðið leikur til úrslita um Evrópubikarinn, en tvisvar hefur félagið hampað bikarnum, árin 1985 og '96. United hefur aftur á móti aðeins einu sinni komist í úrslitaleikinn, fyrir 31 ári síðan, á þeim dögum sem Sir Matt Bus- by stjórnaði liðinu, en þá varð fé- lagið Evrópumeistari í fyrsta og eina skiptið í sögu þess.' íslendingamir byrja vel í Noregi Rúnar Kristinsson og Heiðar Helguson, leikmenn Lilleström, ásamt Guðna Þ. Ölverssyni, blaðamanni Dags, eftir leikinn gegn Rosenborg. Lifleström kom aftur á óvart. Stabæk tapaði fyrir nýliðunum. Steinar Dagur með fyrsta deildarmak sitt. Viking komið í gang. Brann komið á bólakaf á botninum. „Það eru allir búnir að dæma okkur niður nema við sjálfir. Við vitum allra manna best hvað við getum. Við getum unnið öll lið í deildinni fyrst við getum unnið Rosenborg. En þetta er alls ekki auðvelt. Við þurftum virkilega að hafa fyrir hlutunum hér í dag og það gerðum við. Þegar allir vinna að einu markmiði getur þetta gengið hjá okkur,“ sagði Rúnar Kristinsson, sem átti fínan leik á miðjunni hjá Lilleström. I leiknum á laugardaginn komu þær 1700 milljónir króna, sem Rosenborg á meira af en LiIIeström, að litlu gagni. Lil- Ieström var betra á öllum sHð- um. Tvö fullkomlega lögleg mörk voru dæmd af heimaliðinu auk þess sem það varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Það kom ekki að sök. En er Rosen- borg að fatast flugið? „Nei það held ég nú ekki. Þeir eru oft seinir í gang á vorin. Meistaradeildin tekur mikinn toll hjá þeim á veturna. Völlurinn hérna hentar þeim ekki eins vel og okkur sem spilum svona pressufótbolta. Við létum þá aldrei í friði allan leikinn. Við unnum eins og lið allan leikinn og lögðum einfaldlega meira á okkur en þeir. Þess vegna áttum við sigurinn fullkomiega skilið,“ sagði Rúnar. Heiðar Helguson átti einnig mjög góðan leik fyrir Lilleström en varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. „Það var alveg ferlegt að lenda í þessu. En sem betur fer unnum við leikinn þrátt fyrir allt,“ sagði Heiðar og gat vel unað glaður við sinn þátt í leikn- um. Hann lék Rosenborgarvörn- ina grátt ásamt félögum sínum. Samanlögð einkunn liðanna seg- ir allt sem segja þarf um muninn á þeim. Lilleström fékk saman- lagt 68 stig meðan meistararnir þurftu að sætta sig við 43. Aðeins einn leikmaður meistaranna get- ur verið bjartsýnn eftir útreiðina á Árásen, Arni Gautur Arason. Hann horfði nánast örugglega á félaga sinn, Jörn Jamtfall, sem nú er kallaður Björn Bakfall, spila sig út úr marki meistar- anna. Nýliðamir unnu bikarmeist- arana Odd Grönland kom aftur á óvart á sunnudaginn þegar það vann annan leikinn í röð. Þeir snéru 0- 2 tapi í 3-2 sigur og það gegn bik- armeisturunum í Stabæk. Þar með eru nýliðarnir, sem ekki hafa leikið í efstu deild í rúmlega þrjá- tíu ár, búnir að leggja tvö af þeim liðum sem spáð er verðlaunasæt- um í lok leiktíðar. Viking hristi af sér slenið, eftir tapið gegn Odd Grönland, og sigraði Moss, 0-2, á útivelli. Auð- un Helgason átti skot í teignum, eftir hornspyrnu, sem var varið á Iínu. Martin Barre náði síðan að moka boltanum í markið. Rík- harður Daðason er enn meiddur en vonast er til að hann leiki um næstu helgi. Strömgodset, sem vann Kongs- vinger í fyrstu umferðinni, varð að sætta sig við 3-1 tap gegn Bodö/GIimt. Stefán og Valur Gíslasynir léku allan leikinn fyrir Godset. Brann komið í bullandi vand- ræði Tryggvi Guðmundsson og félagar í Tromsö tóku á móti Brann og hreinlega rassskelltu gesti sína. Brann var spáð góðu gengi áður en átökin hófust, en önnur er raunin til þessa. Liðið tapaði fyrir Lilleström á heimavelli í fyTstu umferð og nú 5-0 fyrir Tromsö. Tryggvi skoraði eitt markanna og lagði upp síðasta markið. Marka- tala Brann er ekki glæsileg, 1-8. Gestirnir Iéku með 10 Ieikmenn eftir að fyrirliðanum var vikið af velli, í stöðunni 2-0 um miðjan fyrri hálfleik. Bjarki Gunnlaugs- son kom ekki við sögu í leiknum. Kongsvinger tók á móti meist- araefnunum frá Molde, í hunds- lappadrífu og hundleiðinlegu veðri. Steinar Adolfsson náði for- ystunni fyrir heimamenn, með föstum skalla eftir horn. Molde jafnaði með sjálfsmarki. Stefán Þórðarson lagði upp annað mark Kongsvinger sem þó varð að sætta sig við ósigur, 2-3, í Ieikslok. Molde getur þakkað Andreas Lund fyrir þrautseigjuna. Hann potaði inn tveimur mörkum í lok- in. - GÞÖ Emkunnir íslendingaima: Rúnar Kristinsson, Lilleström 7 Tryggvi Guðmundsson, Tromsö 7 Heiðar Helguson, Lilleström 6 Auðun Helgason, Viking 6 Steinar D. Adolfss., Kongsvinger 5 Stefán Gíslason, Strömgodset 5 Valur F. Gíslason, Strömgodset 4 Helgi Sigurðsson, Stabæk 4 Stefán Þórðarson, Kongsvinger 4 Staðan L U J T Mörk S Molde 2 2 0 0 7:2 6 Lilleström 2 2 0 0 6:3 6 Odd Grenl. 2 2 0 0 5:3 6 Bodö/Glimt 2 1 1 0 4:2 4 Rosenborg 2 1 0 1 7:3 3 Stabæk 2 1 0 1 7:3 3 Tromsö 2 1 0 1 5:4 3 Viking 2 1 0 1 3:2 3 Strömsgod. 2 1 0 1 3:4 3 Valerenga 1 0 1 0 1:1 1 Kongsving. 2 0 0 2 3:5 0 Skeid 1 0 0 1 0:5 0 Brann 2 0 0 2 1:8 0 Moss 2 0 0 2 0:7 0

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.