Alþýðublaðið - 09.02.1967, Blaðsíða 3
Mótmælð takmörk-
un á innflutningi
veiöarfæra
Aðalfundur Útvegsbændafélags
Keflavíkur var haldinn 4. febrúar
1967, mótmælir þeim ráðstöfun-
um, sem gerðar hafa verið í þá
látt að takmarka innflutn|ng á
veiðarfærum. Fundurinn telur, að
í mörgum tilfellum þýði þessar
ráðstafanir allt að 40% hækkun
(i ve(iðarfærum. Fundurinn vill
benda þeim, sem að þessum ráð-
stöfunum standa á að kynna sér
vel nefndarálit það, sem fjallar
um vandamál bátaflotans og lagt
var fram á Alþingi á síðastliðnu
hausti. Einnig telur fundurinn, að
allar liækkanir á hendur útveg-
inum séu ekki i samræmi við verð
istöðvunarstef-nu ríkisstjórnarinn-
ar.
Rausnarleg gjöf
til slysavarna
Hinn 8. jan. sl. barst slysavarna
deildinni ,,Skagfirðingasveit“
myndarleg peningagjöf frá erfingj
um Gísla heitins Gíslasonar frá
Lágmúla ,að upphæð 26217,76 kr.
Gjöfin er tij minningar um for-
eldra Gísla heitins, hjónin Gísla
Jónsson og Þóru Jóhannsdóttur
frá Lágmúla á Skaga.
Forgöngu um að erfðaféð rynni
•til ,,Skagfirðingasveitar“ hafði frú
Guðrún Sveinsdóttir, Öldugötu 17
Reykjavík.
Stjórn slysavarnadeildarinnar
þakkar þessa höfðinglegu gjöf og
þann hlýhug, sem á bak við hana
felst.
39 deyja aí
völdum snjóa
NEW YORK, 8/2 (NTB-Reuter) —
Stórborgin New York var líkust i
hcimskautasvæði í dag, og ástand-
ið er sízt skárra í stórum hluta
austurstrandar Bandaríkjanna eft-
ir liina gífurlegu fannkomu síð-
ustu da^a. 39 manns hafa beðið
hana í fárviðrinu, niargir vegna
áreynslu við snjómokstur. í New
York féll 35 cm snjór, í Washing-
ton 25 og í Boston 22 cm.
í Fíladelfíu, þar sem frostið
mældist 10 stig, var gerð tilraun
með vél, sem bræða á snjóinn
þannig að daéla má vatninu niður
um holræsin., En tilraunin fór út
um þúfur þar sem vatnið fraus í
vélinni áður en hægt var að dæla
því burtu. Í New York var frostið
14 stig og hafa skólar verið lokað-
ir í tvo daga. Þvisundir manna,
sem komust ekki til heimila sinna
í úthverfunum urðu að gista á
hótelum, sem voru yfirfull.
Á öskudaginn voru haldin
mörg grímuböll eins og siður
hefur verið undanfarin ár. All-
ir dansskólarnir halda sín
grímuböll og hafa börnin eytt
í það mörgum stundum fyrir
ballið að útbúa búningana sína
sem margir cru hinir nýstár-
legustu.
Við heimsóttum á öskudag-
inn Sigtún, en þar hélt Dans-
skóli Sigvalda sín grímuböll.
Þegar við komum voru þar
börn á aldrinum 7 — 11 ára, en
fyrr um daginn höfðu 2 — 6 ára
börn haldið sitt ball og um
| kvöldið var svo ball fyrir tán-
ingana.
■ Mikið var af skemmtilegum
og nýstárlegum búninigum að
sjá þarna. Nokkrar telpur
höfðu brugðið sér í kattar-
ham og kisurnar þær voru svo
sannarlega snotrar, ein var með
rauða svuntu og rauða slaufu
um hálsinn og hafði málað á
sig stór og mikil veiðihár. Ali
margar spiladrottningar voru
þarna, prinsessur og tatara-'
stúlkur og drengirnir voru
líka í fjölskrúðugum búninig-
um, þarna voru indíánar, kú-
rekar, prinsar o.fl. og 1. verð
laun fyrir bezta búning fékk
stúlka, sem var skreytt blöðr-
um í öilum litum, og fékk hún
badminton-sett í verðlaun.
Sömu verðlaun fengu Indíáni
og telpa í einhverskonar rauð-
hettubúningi, en þeirra búning-
ar þóttu næstbeztir.
Þau eru að dan 3a Hoppje.popple.
Börnin dönsuðu mikið, enda
öll auðsjáanlega orðin æfðir
dansarar og efnt var til keppni
í að dansa Hopple-popple, en
þann dans dansa fjórir. Telpur
urðu sigursælastar í Hopple-
popple og fengu þær konfekt-
kassa í verðlaun.
Við birtum hér með nokkrar
myndlr af grímuballinu í Sig-
túni oig sýna þær nokkra af
þeim skemmtilegu grímubún-
ingum, sem börnin höfðu búið
sér til.
Á einni myndinni sjáum við
krakkana dansa Hopple-popp-
le dansinn sem virtist vera mjög
vinsæll meðal þeirra og var
mikil þátttaka í danskeppninni,
Á hinum myndunum sjáum við
svo þrjár telpur í grímubún-
ingum, tvær spiladrottningar
og svo þá, sem fékk 1. verðlaun
fyrir búninginn sinn.
JTvær spiladrottningar, hjartadrottning og spaðadrottning.
Hún fékk verðlaun fyrir bezta búninginn, Ingunn Blöndal.
9. febrúar 1967 - ALÞYÐUBLAÐIÐ 3