Alþýðublaðið - 09.02.1967, Síða 6
NYJA TEGUND
SÆLURIK S
EITT 'hið markverðasta, sem
gerzt liefur í Kína að undanförnu
er stofnun ,,byltingarráða“, fyrst í
Sanghai oig síóan í Peking. Fyrir
mynd þessara byltingarráða er Par
ísarkommúnan frá 1870, og er hér
um að ræða tilraun til að koma á
lýSræðislegum stjórnarháttum inn
an ramma „alræðis öreiganna".
En um leíð sýna þessi byltinga
ráð, hve mjög Mao Tse-tung hef
ur fjarlægzt hið rússneska afbrigði
kommúnismans. Ekki aðeins þann
kommúnisma sm nú er við lýði í
Sovétríkjunum, heldur einnig þann
íkommúnisma, sem boðaður var á
tímum Leníns. Mao hefur kosið að
hverfa aftur til þeirra hugsjóna
sem heimspekilegir boðberar sælu
ríkisins komu fram með í Evrópu
á 19. öld.
Mao hefur einkum hafnað þeirri
kenningu Leníns, að kommúnista
flokkurinn eigi að vera sá kjarni
sem stjórna skuli fjöldanum. í stað j
þess hefur Mao gert fjöldann að
Rauður varðliði les litla rauða
kverið með hugsunum Maós.
dómurum yfir flokknum. Upp frá
þessu eiga „samtök alþýðunnar
sjálfrar“ að koma í staö kommún
istaflokksins og annarra ábyrgra yf
irvalda í landinu.
★ HVERJIR TILHEYRA
„ALÞÝÐUNNI“?
Bæði forystumenn og fulltrúar
þessara nýju samtaka eiga að vera
kjörnir af allri alþýðunni, eða svo
er sagt. En auk þess er það ætl
unin að alþýðan hafi rétt til að
víkja forystumanni eða fulltrúa frá
störfum hvenær sem er, um leið
og í ljós kemur, að hlutaðeigandi
er ekki starfi sínu vaxinn. Og þetta
eru sömu aðferðir og reyndar voru
í verki á dögum Parísarkommún
unnar.
Eitt erfiðasta vandamálið undir
þessu nýja maoistíska skipulagi
verður að sjálfs.ögðu í því fólgið (
að skilgreina það, hverjir tilheyri I
,,alþýðunni“ í þessu sambandi ag
hverjir ekki. Hópar menningarbylt
ingarmanna, rauðu varðliðarnir
meðal æskunnar og „hinir bylting
arsinnuðu uppreisnarmenn" meðal
verkamanna og bænda, áttu að
mynda grundvöll þessa nýja kerf
is. í>eir áttu að vera áreiðanlegir
maoistar, sem áttu að gegna hlut
verki efnakljúfs í Kína: Þeir áttu
að berjast gegn andstæðingum Ma
os og einangra þá, en þeir, sem
voru á báðum áttum áttu að gera
sér grein fyrir því að lokum, að
framtíð þeirra væri í höndum Ma
os.
★ ÆGILEGUR
GLUNDROÐI
En þannig varð þetta ekki í
reynd. Andstæðingar Maos komu
sjálfir á laggirnar sveitum rauðra
varðliða og uppreisnarmanna,
sendu verkamenn og bændur í
langar gönguferðir og í löng ferða
lög til Peking og létu þá á alla
lund „veifa rauðum fána til þess
að berjast gegn rauða fánanum".
Þetta hefur komið af stað glund
roða, sem enn er ríkjandi og getur
haft þær afleiðingar í för með sér
að öll áform Maos renni út í sand
inn.
í sömu viku og rauðu varðlið-
ai'nir lögðu undir sig ráðhúsið í
Peking beindi sjálfur forstjóri
menningarbyltingarinnar, Chen
Po-ta, harðri gagnrýiji að höfuð í árásar?
Rauðir varðliðar i Peking mála slagorð á göturnar.
borgaræskunni, þar sem félög
rauðu varðliðanna hefðu átt í inn
byrðis deilum. Klofningur ríkir í
röðum maoista sjálfra, og kemur
það, sem andstæðingar Maos reyna
að gera, þessum klofningi ekki við.
En þessi innbyrðis sundrung er að
sjálfsögðu vatn á mylli andstæð
inga Maos.
★ ÞAÐ SEM RÁÐA
MUN ÚRSLITUM.
Eftirfarandi atriði munu ráða
úrslitum um það, hvort Mao tekst
að skapa framtíðarsæluríki það,
sem hann læ'tur sig dreyma um,
eða ekki.
□ 1. Eru mennirnir í flokks
deildunum á Iandsbyggðinni, þeir
menn sem dæmdir verða til tortím
ingar ef Mao sigrar, nógu sterkir
til þess að fylkja þjóðinni til gagn
□ 2. Er herinn nógu áreiðanleg 1 Slíkt mundi óhjákvæmilega heimta
ur til þess að hægt verði að beita ! fiííurlegan sjálfsaga og fórnarlund
, . j af kínversku þjóðinni.
honum x umfangsmiklum bardog
um?
□ Eru bændur í raun og vet\u
fúsir til að sætta sig við það að
komið verði á strangari samyrkju
búskap eins og Mao hefur boðað
cg hafa mun það í för með sér að
þeir verða að afsala sér þeim litlu
jarðarskikum, sem þeir hafa fengið
að rækta fram að þessu?
□ 4. Getur Mao komið í veg fyr
ir að einstök fylki eins og Sinki
ang segi sig úr lögum við stjórn
ina í Peking og lýsi yfir sjálfstæði.
En langsmalega mikilvægasta
spurningin er sú, hvort það sé yf
irleitt mögulegt, að kom á því
sæluríki, sem Mao dreymir um. Mao formaður.
KASTUÓS
( 9. febrúar 1967 -- ALÞÝÐUBLAÐIÐ