Alþýðublaðið - 09.02.1967, Page 7
Ll
Vr
VEL HEPPNUD HERRANÚTT
Herranótt Menntaskólans 1967
ALLT í MISGRIPUM
(The Comedy of Errors)
eftir William Shakespeare
Leikstjóri: Ævar Kvaran
Þýðandi: Helgi Hálfdánarson
Leiktjöld: Trausti Valsson 6—Z
Menntaskólinn í Reykjavík hefur
að j-afnaði kynnt fyrir leikhúsgest
Norðurlönd
styrkja menntun
flóttamanna
Flóttamannahjálp Sameinuðu
þjóðanna hefur sett á stofn sjóð
til að mennta afríska -flóttamenn.
Þrjú Norðurianda hafa sýnt
✓ þessum sjóði áhuga. Svíþjóð hefur
Iofað að leggja fram 140 þús.
dollara (rúml. 6 millj. ísl. kr.),
Noregur ætlar að leggja fram 15
þús. dollara (645 þús. ísl. kr.),
og Danmör.k hefur gefið fyrirlieit
um „álitlega fjárhæð.”
Sameinuðu þjóðirnar hafa þeg-
ar komið upp fræðslusjóði fyrir
Suður-Afríkumenn, Suðvestur-
Afríkumenn og flóttamenn frá
portúgölsku nýlendunum. Sjóður-
inn, sem stjórn Flóttamanna-
hjálþarinnar hefur nú ákveðið að
koma á mót, ó að hjálpa öðrum
afrískum ílóttamönnum, fyrst og
fremst 160 þús. flóttamönnum frá
Rúanda og 100 þús. frá Súdan,
sem ekki _ eiga neina menntunar-
kosti.
um sínum, nemendum óg öðrum
gestum, verk löngu liðinna leikrita
skáida. Hefur slík kynning farið
fram árléga óg hlotið nafnið Herra
nótt. Er mjög vandað til hátíðar
þessarar, enda er hún orði sí-
gildur þáttur í leiklistarlífi okkar
Reykvíkinga. Sýningar þessar
vekja að vonum nokkra forvitni
manna, þar eð hér er eingöngu
skólafólk að verki; hver einstakur
leikandi á sviðinu er einhver náms
maður Menntaskólans, hér eru á-
hugamenn að verki eða ,,amatör
ar“ eins og það mundi heita . á
praktísku máli. í>að mætti kannski
álasa menntskælingum fyrir að
leita oft langt aftur í tímann varð
andi verkefnaval, en gaman væri
ef Herranótt biði upp á eitthvert
nútímaleikrit á næsta ári. Það
ætti ekki að saka að prufa slíkt
þó ekki væri nema einu sinni.
Mætti og gjarnan geta þess til sam
anburðar, að Menntaskólinn á Ak
ureyri flutti á þessum vetri Bied
armann og brennuvargana eftir
Max Frich og tókst 'ágætleiga.
Á fimmtudaginn var frumflutti
Menntaskólinn gamanleikinn Allt
í misgripum eða The Comedy of
Errors eftir Shakespeare. Þetta.
mun vera fyrsta leikrit Shakespear
es og jafnframt eini farsinn, sem
hann bjó til, enda eitt af þýðingar
minni verkum þessa mæta höfund
ar. Segja má, að verkefni það, sem
Menntaskólinn ræðst í, sé helzti
viðamikið í flutningi; texti til að
mynda að öllu leyti í óbundnu
máli. Með það í huga er ekki hægt
að segja annað en mjög vel hafi
til tekizt og nemendur megi vera
hæstánægðir með árangurinn og er
það ekki sízt að þakka góðri og,
hugkvæmri leikstjórn Ævars Kvar
ans. Leikendur stóðu sig með
prýði og tókst flutningur þeirra á
hinum skáldlega texta Shake-
speare með ágætum.
Alit í misgripum fjallar um
herra tvo, sem báðir heita Anti
fólus og eru svo nauðalíkir, að
þeir þekkjast vart í sundur, og
þjónar þeirra, er báðir bera nafnði
Drómíó en þeir eru einnig alveg
eins í útliti. Af þessu stafar hinn j
mesti misskilningur, annar þjónn
inn verður þjónn hins og öfuigt
eiginkona annars herrans, tekur
hinn í misgripum og virðist allt
ætla að- ganga með ósköpum, en
þó greiðist úr flækjunni í lokin.
Pétur Gunnarsson fór með hlut
verk Antífólusmanna og gerði því
góð skil miðað við að hér er alls
óreyndur leikandi á ferðinni. Lék
Pétur af festu o:g öryggi. Þórarinn
Eldjárn lék þjónana tvo og kom
einnig ágætlega fiú því hlutverki.
Naut kímni hans sín vel, vakti hann
hvað mesta kátínu áhorfenda. Lára
Margrét Ragnarsdóttir lék konu
Antífóiíusar og fór skörulega með
hlutverk sitt. Án þess að lasta aðra
leikendur. þóLti mér hún leika á-
berandi bezt og var undravert
hversu mikið vald hún hafði á
textaframburði, svipbrigðum og
öllu látbragði. Steinunn Sigurðar
dóttir fór og þokkalega með hlut-
verk systur Adríönu. Af minni hlut
verkum var Jón Thoroddsen kostu
legur í hlutverki gullsmiðsins. Ótt
arr Guðmundsson og Kristín
Hannesdóttir fóru með hlutverk
hjónanna Egeons kaupmanns og
nunnunnar og skiluðu sínum hlut
verkum ágætlega, einkum Óttarr.
Framhald á 10. siðu.
-
Hópatriði úr leikriti Herranætur, „Allt í misgripum'
Cata£ogm
„íslenzk frímerki” heitir eini'
verðiistinn yfir frímerki okkar,
sem gefinn er út hér á landi. —
Er hann kominn út fyrir nokkru
og er þetta 10. árg. Ritstjórinn er
Sigurður H. Þorsteinsson, en út-
gefandi ísafoldarprentsmiðja hf.
1 formála segu- að heildarend-
urskoð.un hafi íarið fram og að
henni hafi unnið ásamt ritstjór-
a’num Robert A. Helm frá New
York. — Þetta árið er sleppt
jólamerkjum og póstbréfum, en
þess getið, að þau muni tekin upp
aftur næsta ár og þá endurskoðuð.
Bók þessi, „íslenzk frímerki
1967” er 124 bls. og virðist vera
vandlega unnin frá ritstjórans
hendi og útgefanda.
Efnisyfirlitið er á þessa leið:
1. Formáli.
2. Konungsríkið ísland.
3. Lýðveldið.
4. Þjónustumerki.
5. Stimplar.
6. Sérstimplar.
7. Foreign Post Offices in
Iceland.
Þessi verðlisti hefur eins og áður
er sagt, komið út í 10 ár. Hann er
prentaður bæði með ísl. og ensk-
um texta, enda er hann nú farinn
að ná nokkurri útbreiðslu og fót-
festu erlendis, við hlið hinna
gömiu lista, sem komið liafa út í
áratugi. Hann hefur verið sýndur
og hlotið viöurkenningu á tveim-
ur stórum alþjóðlegum sýningum.
WIPA-1965 og SIPEX — 1966. Er
það efalaust stór hagur fyrir ísl.
frímerkjasafnara, að tekið skuli
tiHit til íslenzka verðlistans er-
lendis og þess verðlags, sem þar
er skráð á merkjum okkar. Áður
Var það svo, að erlendu verð-
listarnir voru einráðir um verð-
skráningu ísl. frímerkja, en nú er
það sem sagt af, sem betur fer.
Nú skulum við til gamans gera
lítilsháttar samanburð á verði fri
merkja í I. og X. árg. ísl. verð-
listans:
Ar 1957 Ar 1967
No. i kr. 900,00 kr. 8000.00
— 25 kr. 12,00 kr. 75,00
— 50 kr. 1500,00 kr. 5000.00
— 75 kr. 5.50 kr. 50,00
— 100 kr. 35.00 kr. 250.00
— 125 kr. 2,75 kr. 25.00
— 150 kr. 2.00 kr. 40.00
— 175 kr. 21.00 kr. i 100.00
— 200 kr. 17.00 kr. j 120.00
— 250 kr. 1.30 kr. 7.00
— 261 kr. 1.75 kr. ; ío.oo
— 283 kr. 1.50 kr. . j 7.00
— 307 kr. 3.00 kr. f 7.00
348 kr. 1.50 kr. 15.00
Framhald á 10. síðu.
Höföingleg gjöf
í tilefni af fimm ára afmæii
Oddfeljowstúkunnar nr. 10, „Þor-
finnur karlsefni" afhentuí fyrir-
svarsmenn stúkunnar barnaheim-
ilinu að Tjaidanesi 50 þúsund kr.
að gjöf, til styrktar byggingáfram-
kvæmdum barnaheimilisins.
Er þetta ekki í fyrsta sinn er
stúka þessi veitir barnahe&nilinu
mikilsverða aðstoð og gjafiþ
Þá hafa Lionsklúbbarnir SNjörð-
ur og Þór í Reykjavík, svo Qg fjöi-
mörg fyrirtæki og einsta|lingar
veitt stuðning ailt frá því e| bygg-
ingarframkvæmdir liófust. :
Stjórn bamaheimilisins ( færir
öllum þessum aðilum beztu þakk-
ir.
9. febrúar 1967 - AIÞÝÐUBLAÐIS J