Alþýðublaðið - 09.02.1967, Page 16
rAT
EO£®C®
Eilífur snjór í augu mín
Það gerast stundum mikil tíð-
indi, án þess að þeim sé veitt
nein veruleg eftirtekt. í Alþýðu-
blaðinu í gær segir í lítilli frétt,
sem að vísu er á forsíðu, en þó
ekkert sérstakt veður gert út af,
að mikil snjókoma hafi verið á
austurströnd Bandaríkjanna. Seg-
ir þar, að fannfergið hafi verið
svo mikið, að ekki hafi sézt á
milli skýjakljúfa í New York.-
Minnist baksíðan þess ekki að
hafa heyrt getið um slik snjóa-
lög fyrr, því að enga smáskafia
þarf til að byrgja hæstli hús í
hcimi, eins og þarna virðist hafa
átt sér stað, ef orð blaðsins eru
tekin bókstaflega.
Það fylgir ekki sögunni, hvern-
ig íbúum borgarinnar brá við
þessi ósköp, en þeir hafa .sjálf-
sagt orðið að brölta áfram undir
tugmetra djúpum sköflum. Að
vísu segir í fréttinni að márgir
bílar hafi setið fastir, og verður
það að teljast' eðlilegt miðað við
Eysteinn Jónsson
Lausamjöll í skafla skefur,
skýjaþykkni byrgir sjón.
Hoppar á snjónum hrafn. Og refur
hræ úr urð og klaka grefur.
Snjótittlingar flögra um frón.
Fram og aftur er Eysteins ganga,
einn á skíðum halur fer.
Grimmdarstormur gnýr um vanga,
grýlukerti úr nefi hanga.
Hina leiðina hvergi sér.
/
aðstæður. Hins vegar hlýtur sitt-
hvað fleira að hafa festst, til
dæmis getur ekki hjá því hafa
farið, að erfitt hafi verið að
komast út úr neðstu hæðum
sumra skýjaklúfanna, en þá liafa
menn ef til vill brugðið á það
ráð að grafa sig skáhallt upp frá
þakinu, og má vera, að það hafi
orðið einhverjum til bjargar. En
í fréttinni segir sem sagt ekkert
um þetta, og hefði það þó ekki
verið ófróðlegt að fá að vita,
hvernig ibúar milljónaborgar
brugðust við svona miklu fann-
fergi.
Þessi vöntun í fréttina ér sér-
staklega bagaleg fyrir íslenzka
lesendur, því að við búum í norð-
lægu landi, á mörkum hins byggi-
lega heims, eins og stundum er
sagt í ræðum. Hér geta komið
vetrarveður mikil og þess eru ó-
fá dæmi að hér hafi stundum
kyngt niður snjó, þótt það hafi
raunar aldrei verið í jafnmiklum
mæli eins og vestur í Ameríku
núna. En það vita allir að allt er
mest í Ameríkunni, og þess vegna
er sjálfsagt ástæðulaust að óttast
að fannfergi verði nokkurn tím-
ann jafnmikið hér og var þar núna
síðustu dagana. En þótt hér festi
ekki nema helminginn af þeim
snjó, sem lagðist yfir. New York
borg, þá er hætt við að það ganti
haft ófyrirsjáanlega erfiðleika í
för með sér. Er þar fyrst að telja,
að hús hér á landi eru yfirleitt
heldur lágvaxin, þannig að mörg-
um sinnum minni snjó þyrfti til
að færa þau í kaf en skýjakljúf-
ana vestra, og þess vegna hlyti
það að verða óhemju mokstur að
moka sig upp frá jafnvel alhæstu
húsum hérlendis, ef við yrðum
fyrir þessu. Á hinn bóginn ætti
þetta að geta létt nokkuð á hita-
veitunni, því að það vita allir,
sem legið hafa í fönn, að þár get-
ur verið furðu hlýtt og sýnir þetta
að fátt er svo með öllu illt, að
ekki fylgi því nokkuð gott.
En það hefði sem sagt getað
orðið lærdómsríkt fyrir íslenzka
lesendur að fá að vita nánar um
viðbrögð manna við öllum þessum
snjó, og skal þess vegna ítrekað
hér, að það er skaði að í frétt-
inni skyldi ekki nánar frá þeirri
hlið málsins sagt.
Sé sögnin uin rýrt ástarmagn
íslenzkra manna rétt, þá er
líklega ekki nema gott eitt
um það aö segja, að hin upp-
vaxandi kynsióð leiði sjón-
um erlendar fyrirmyndir af
þessari gerð, ef það mætti
verða til að slá henni þann
eld í hjarta sem logað hefur
í daufara lagi með fyrri kyn-
slóðum.
Morgunblaðið
Það er nú einu sinni svo að
maður gat alltaf fengið svo
miklu meira fyrir peningana
á þeim tíma sem maður átti
þá ckki til. . .
Þér eruð ráðnar hér, ja, þangað til konan mín hefur séð yöur.
Kalli.in segist yngjast um
mörg ár þegar liann tekur
inn lýsið á morgnana. Þá
spurði kellingin hversvegma
hann tæki það ekki inn á
kvöldin.
Stúlkur geta alltaf talað of
Þið getið nú farið að slappa af. Baygjunum lýkur eftir bara fimmtíu mikið, jafnvel þótt þær segi
kílómetra, ekki nema lítið nei.