Dagur - 19.06.1999, Side 7

Dagur - 19.06.1999, Side 7
Xfc^ir; LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 - 23 LÍFIÐ í LANDINU Böm hafa brevst ■ „Nú fáum við hjónin meiri tíma til að ferðast." Sigrún Aðalbjarnardóttir og Jón Páimason. mynd: þök er svo að segja á hlaðinu hjá Sigrúnu. Datt henni aldrei í hug að sækja um vinnu þar? „Nei,“ segir hún hlæj- andi, „en ég fékk stundum skilaboð frá Hauki Helga- syni skólastjóra um að ég mætti kenna á hvaða tíma sem væri ef ég kæmi til sín. Eins var Þorgeir Ib- sen í Lækjarskóla að biðja mín en mér líkaði bara svo vel í Isaksskóla að ég lagði á mig að fara þangað í strætó á hverj- um degi. Það voru allir hissa á að ég skyldi ekki fá mér bíl en mér fannst ég hafa svo gott af þessu og þetta var viss lífs- stíll.“ Foreldrar eru félag- ar barnanna Sigrún með vinkonu sinni, Söndru. „Þú hefur ekki bara ver- ið góður kennari heldur líka góður vinur,“ er meðal þess sem börn hafa skrifað í minninga- bók Sigrúnar Aðalbjarn- ardóttur, kennara við ís- aksskóla, sem nú lætur af störfum eftir 55 ár. Minningabókin geymir ótal gullkorn og fyrirbænir og því er eðlilegt að spurt sé hvernig henni sé innanbrjósts við þessi tímamót. „Þetta hafa verið ynd- isleg ár sem hafa verið fljót að líða og ég hef eignast ákaflega marga góða vini gegnum starf- ið, bæði börn og fullorðna. Samstarfsfólkið hefur verið eins og stór fjölskylda og skól- inn eins og stórt heimili. Svo hef ég verið afar heppin með stjórnendur. Isak Jónsson skólastjóri var alveg frábær, enda frumkvöðull á sínu sviði. Hann var upphafsmaður þeirr- ar aðferðar við lestrarkennslu sem víðast hvar er notuð hér á Iandi. Það er svokölluð hljóð- aðferð. Hann gerði miklar kröf- ur til kennsluáætlana og kenn- ingar hans um átthagafræði og reikning voru mjög sérstakar. Hann lagði áherslu á góð sam- skipti og samvinnu og vildi að börnin Iærðu, jafnvel á undan námsefninu, að hegða sér vel og vera reglusöm og stundvís.11 - Nú er oft rætt um agavanda- mál og að erfitt sé að tjónka við æsku landsins. Hvað finnst þér um það? „Börn vilja hafa reglur. Það er mjög gott að ræða við þau um hvernig best sé að hafa hlutina, hvað sé rétt og hvað rangt og hvernig þeim líði inn- an veggja skólans. Þau eru bestu dómararnir, finnst mér. Við höfum auðvitað verið með allar gerðir af börnum í Is- aksskóla eins og gengur í öllum skólum. Til okkar hafa stund- um verið send börn sem áttu í einhverjum vandræðum og þóttu baldin. Eg veit um lækni sem vísaði gjarnan á Isaks- skóla, taldi að þar væri kannski meiri reglusemi en tíðkaðist annars staðar. En ég legg áherslu á að ég er ekki að dæma aðra skóla.“ Isaksskóli er ekki hverfisskóli og börnin koma allsstaðar að. „Foreldrarnir Ieggja á sig mikla vinnu við að keyra þau og sækja," segir Sigrún. „Þetta er fólk sem hefur áhuga á börn- unum sínum og sem betur fer eru flestir þannig. Það áttar sig á því að börnin eru það dýr- mætasta sem það á. Foreldrar sem hafa verið í þessum skóla vilja gjarnan að sín börn fái þar inni líka og betri vitnisburð er ekki hægt að fá. Einn afi kom fyrir fjórum árum og bað mig fyrir barnabarn sitt úr Hafnar- firði, sem hann vildi að fengi sama uppeldi hér og hann. Skólastjórinn spurði hvort ég þekkti ekki þennan mann, þetta væri gamall nemandi minn. Nei, ég sagðist ekki koma honum fyrir mig, hann hefði líklega verið svo þægur í skólanum og Iátið lítið fara fyr- ir sér. Þetta var Jóhannes í Bónus." Fór í skóla tíu ára Sigrún hefur ekki einungis ver- ið vinnustaðnum trygg heldur líka fæðingarbæ sínum Hafnar- firði. Hún ólst upp á Hvaleyri og býr þar skammt frá núna. En hvernig kennslu naut hún sjálf? „Móðir mín, Þorgerður Jóns- dóttir, var kennari og kenndi mér heima svo ég þurfti ekki að fara í skóla fyrr en 10 ára göm- ul. Eg var bara látin fara í próf á vorin, þegar ég var 7, 8 ára og 9 ára. Eg átti heima þar sem golfvöllurinn er nú og það þótti of langt fyrir okkur systkinin að ganga í skólann svo foreldrum mínum var treyst til að sjá um uppfræðsluna. Pabbi var mikið á sjónum en mamma var heimavinnandi og tók börn heim í lestrar- kennslu. Kennaranám- ið var þrjú ár eftir gagnfræða- próf. Eg þurfti reyndar ekki að taka nema tvö því ég hafði far- ið í Flensborg og próf þaðan þótti dálítið gott. Meðan ég beið eftir að hafa aldur til að komast inn í kennaraskólann var ég heimiliskennari upp við Elliðavatn. Kenndi þar tveimur börnum, öðru undir landspróf og hinu undir fullnaðarpróf. Þetta gekk vel og ég hafði mjög gott af þessu.“ Oldutúnsskóli í Hafnarfirði - Finnst þér börn hafa breyst frá því þú byrjaðir að kenna? „Já, mér finnst þau hafa breyst til hins betra. Aður fyrr voru flestar mæður heimavinn- andi og börnin voru náttúrlega það sem við getum kallað vel upp alin og bjuggu við mik- ið öryggi og aga. En þau áttu að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Mér finnst foreldrar vera meiri fé- lagar barnanna sinna nú. Þeir hafa lítinn tíma en þeir reyna að nota hann vel. Börn hafa auðvitað alltaf verið skemmti- leg en mér finnst þau opnari í seinni tíð. Kannski var ég líka of stíf sjálf þegar ég byrjaði að kenna og hef orðið frjálslegri með árunum í umgengni við börnin. - Svo þií ert ánægð með ungu kynslóðina við aldarlok. „Já, hún er mjög skemmtileg og það er gaman að vinna með henni. Hún er mun ákveðnari í skoðunum en hún var. Fjöl- miðlarnir hafa þarna sín áhrif. Börn eru miklu meðvitaðri um lífið og tilveruna en þau voru og það er feikilega gaman að tala við þau.“ Fjölskylduboð á laugar- dagsmorgnum Áhugi á kennslu er mikiil í fjöl- skyldunni því auk þess sem móðir Sigrúnar var kennari er dóttir hennar það líka svo og tengdasonurinn. Dóttursonur- inn starfar við kennslu í Flens- borg og kærastan hans er við nám í kennaraháskólanum. Það er því nokkuð öruggt að skólamál beri stundum á góma í morgunkaffinu hjá Sigrúnu og Jóni, manni hennar, á laug- ardagsmorgnum en þá hafa þau fyrir sið að bjóða sínum nánustu í kaffi og pönnukök- ur, brauð með heimagerðri kæfu og fleira góðmeti. „Við höfum alltaf unnið svo mikið að við komum þessari reglu á til að vera viss um að hitta fólkið okkar stundum." segir Sigrún. Nú er hún hætt kennslunni svo fleiri stundir ættu að gefast með fjölskyldunni en býst hún þá ekki við að sakna starfsins? „Sjálfsagt verður vart sökn- uðar með haustinu en það var kominn tími til að hætta. Eg kenndi tveimur bekkjum í yfir tuttugu ár og það var langt um- fram mína vinnuskyldu. Áður var ég sex ár í hálfri stöðu því ég var að sinna dreng sem ég átti. En svo varð þessi litli drengur minn fyrir bíl og dó og þá var ég beðin að taka að mér meiri kennslu sem ég og gerði. Eg hef stundum kennt frá hálf níu á morgnana til hálf fimm á daginn. Þetta hefur gengið með því að taka laugardaga og sunnudaga í verkefnavinnu." - Hvað tekur við? „Njóta lífsins með ýmsum hætti. Við hjónin höfum gaman af að dansa og erum mikið fyrir ferðalög, bæði utan lands og innan. Svo eigum við gamalt og virðulegt hús að Hofi í Hörgár- dal og þar dveljum við oft að sumrinu. Húsið er frá 1828 og við reynum að halda því sem upprunalegustu enda er það á minjaskrá. Þegar ég var yngri hafði ég gaman af saumaskap en hef ekki haft tíma til að sinna því áhugamáli í mörg ár. Hver veit nema ég dragi fram nálina aftur með haustinu og setjist við sauma,“ segir Sigrún brosandi. - GUN. Börn eru miklu meðvit- aðri um lífið og tilver- una en þau voru áður og það er feikilega gaman að tala við þau.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.