Dagur - 19.06.1999, Side 18
Þrátt fyrir að gamlingjarnir í Roll-
ing Stones komi ekki til landsins,
ætiar svo sannarlega ekki að
verða skortur á heimsóknum
góðra og þekktra rokktónlistar-
manna til landsins. Hér á síðunni
hefur nokkuð rækilega verið ti-
undað framtak Kidda f Hljóma-
lind, með Fugazi, Jon Spencer
blues explotion og fleiri. Shelac
og Pavement eiga enn eftir að
koma og svo er meira að bresta á
í komu erlendra sveita hingað til
lands. Næstkomandi þriðjudag,
frá því um hádegi til kvölds, verð-
ur nefnilega blásið til mikillar
tónleikaveislu í Reykjavík, sem
jafnframt verður að teljast nokk-
uð sérstæð. Auk tímasetningar-
innar, á þriðjudegi um hádegi, er
það tónleikastaðurinn sjálfur sem
vekur athygli. Er þar um að ræða
þakið á Faxaskálanum í Reykjavík
þar sem sérstöku sviði með veggj-
um allan hringinn verður komið
upp. Og eins og sumir a.m.k.
hafa orðið varir við, eru það eng-
ar smásveitir sem fram munu
koma. Tvær vinsælar breskar
poppsveitir, Republica og East 17
koma þarna fram og eru verðugir
fulltrúar breska unglingapopps-
ins. Tvær amerískar sveitir verða
einnig á ferðinni og er þar í öðru
tilfellinu ekki um neina smásveit
að ræða. Að hinum sveitunum
ólöstuðum er Garbage þekktasta
og vinsælasta sveitin sem þama
kemur fram og er þá átt við á
heimsvisu. Þar fer fremst í fokki
söngkonan Shirley Manson, en
auk hennar trommar í sveitinni
sá frægi maður Butch Vig, sem
heimsfrægur hefur orðið fyrir
upptökustjórn sína, m.a. á ein-
hverri merkustu rokkskífu tíunda
áratugarins, Nevermind með Nir-
vana. Síðast en ekki sfst verður
svo hin framsækna og margræða
rokksveit frá New York, Mercury
Rev þarna á ferðinni. Hefur sú
sveit verið á sveimi í um áratug,
gefið út einar fjórar plötur og
notið stigvaxandi vinsælda og
virðingar. Til að gera þetta sann-
kallaða Faxaskálafjör enn meira
aðlaðandi verða svo fjórar af líf-
Iegustu skemmtisveitum þjóðar-
innar einnig með, Skítamórall,
Land og synir, Sóldögg og SSSóI.
Unglýður landsins ætti því ekki
að láta sig vanta og hefur vænt-
anlega stór hópur nú þegar tryggt
sér miða í forsölu, sem m.a. hef-
ur farið fram í Japis. Er þessi við-
burður haldinn að frumkvæði út-
varpsstöðvarinnar FM.
Þrír ungir strákar, Jón, Georg og
Kjartan, búsettir í Mosfellsbæn-
um, eru þessa dagana að vekja
meira umtal og athygli í íslenska
tónlistarheiminum en flestir
aðrir. I þau tvö ár sem nafn
hljómsveitar þeirra, Sigur Rós,
hefur verið kunnugt, hefur
stemmningin reyndar lengst af
verið fyrir hendi, eða frá því að
fyrsta verkið þeirra í plastformi,
smáplatan Von, kom út fyrir jól-
in 1997. Var platan þar í góðum
flokki á vegum Smekkleysu, sem
bar samheitið Skært lúðrar
hljóma. Endurvinnslu og endur-
hljóðblöndunarútgáfan af Von,
sem kallaðist Von brigði og kom
út síðasta sumar, minnkaði ekki
þessa stemmningu, þótt þar væri
á ferðinni nánast byltingarkennd
útfærsla á Von. Það hefur þvi
myndast mikil eftirvænting eftir
fyrstu stóru plötunni frá strák-
unum þremur, Ágætis byrjun,
sem formlega kom út á laugar-
daginn var og fylgt var úr hlaði
með útgáfutónleikum, mjög svo
eftirminnilegum, í Islensku óp-
erunni/Gamla bíó. Uppselt var á
tónleikana og þeim útvarpað á
Rás tvö. Er hvorutveggja víst
nokkuð sjaldgæft núorðið,
a.m.k. er íslensk hljómsveit á í
hlut, en ekki að ástæðulausu ef
að Iíkum lætur. Þessi plata, sem
margir eru nú þegar farnir að
telja eina þá merkustu í langan
tíma og tónleikarnir mögnuðu,
gætu nefnilega verið upphafið,
byrjunin á einhverju meira og þá
í stærra samhengi en nær til Is-
lands. Verður tíminn að Ieiða í
ljós hvort svo verður, en hér
heima virðist jarðvegurinn nú
þegar vel undirbúinn. Erlendis
er svo reyndar einnig fyrsta
skrefið í nánd, útgáfa á 12
tommu í Bretlandi.
Poppfregnir
*Fjóreykið, Adam Clayton,
Larry Mulline, The Edge og
Bono, betur þekktir sem ein
allra vinsælasta hljómsveit
heims, U2, er nú komin vel á
veg með upptökur á sinni
nýjustu plötu, þeirri níundu í
röðinni af hljóðversgerð.
Herma fregnir að hún verði
að einhverju leyti afturhvarf
til upphafsins hjá sveitinni
og hefur Bono reyndar gefið
það sjálfur sterklega í skyn.
Við upptökuborðið eru kunn-
ugleg nöfn, þeir Daniel
Lanois og Brian Eno.
¥Ef ekkert hefur farið úr-
skeiðis, verða í kvöld fínir og
kraftmiklir rokktónleikar á
Renniverkstæðinu á Akur-
eyri. Kemur hin framsækna
Bisund að sunnan til að spila
og með henni verður allavega
ein heimasveit, sú ofurkröft-
uga Toy machine, er áður hét
Gimp.
*Sumarið hefur oft verið
tíminn fyrir endurútgáfur
ýmiskonar og er svo einnig
nú. Hin merka plata Spil-
verks Þjóðanna, Island, er nú
einmitt að koma út í
geislaformi. Önnur endurút-
gáfa er svo Upp og niður
með mönnum sem náskyldir
voru Spilverkinu, Jooi og
Kóla, eða Valgeir Guðjónsson
og Sigurður Bjóla.
*Eins og
þeir sem
fylgjast vel
með í
listaheim-
inum
vita, þá
var söng-
leikurinn
Litla
hryll-
ingsbúð-
in frum-
sýnd nú
fyrir
skömmu
vel
Bubbi er „Auður
°nnur“ f Litlu hryll-
ingsbúðinni
mjog
og hefur gengið
það sem af er.
Geislaplata með lögunum úr
söngleiknum er nú komin út
með söng Stefáns Karls Stef-
ánssonar, Þórunnar Lárus-
dóttur, Bubba Morthens og
fleiri sem taka þátt í sýning-