Dagur - 19.06.1999, Side 8

Dagur - 19.06.1999, Side 8
LÍFIÐ í LANDINU - LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 Eitt skref í einu skrifar Siv Friðleifs- dóttir um- hverfisráð- herra er yngsti ráð- herrann í ríkisstjórn íslands. í viðtali ræðir hún um landslagið í pólitíkinni, viðhorf til Evrópusambandsins og nýja starfið. - Finnurðu fyrir þvt t starfi þtnu að það sé talað niður til þín? Ég hef til dæmis t huga hlaðagrein t Morgunblaðinu þar sem greina- höfundur gerði lítið úr vitneskju þinni um strtðið í fúgóslavíu og vildi afgreiða þig sem kynhomhu. Þú hefur líka verið kölluð mótor- hjólatöffari. „Almennt tek ég svona tal ekki mjög nærri mér, en ég hafði ekki skopskyn fyrir samlíkingu á mér og bombum í Júgóslavíu. Fram- koma gagnvart konum er stund- um öðru vísi en gagnvart karl- mönnum og maður áttar sig ekki alltaf á því af hvetju það er þannig. Þegar ég, í mínu póli- tíska starfi, var að byrja að fara á vinnustaði þá tók venjulega karl- kynsyfirmaður á móti mér og því fólki sem var með mér. Ef ég spurði einhvers þá var mér ekki svarað, heldur horfði yfirmaður- inn á karlmennina í hópnum og beindi svörum til þeirra þó þeir hefðu einskis spurt. Erlendis kemur það oft fyrir að ég er spurð hvort ég sé ritari. Fólk biðst nánast afsökunar þegar ég segist vera alþingismaður. Mað- ur finnur sífellt fyrir skilaboðum frá samfélaginu um að það vanti fleiri konur í pólitík, í stjórn at- vinnulífsins og æðstu stjórn- sýslu.“ - Andlit þitt var eitt af þeim sem tímaritið Bleikt og blátt setti á líkama sex Playboystel-pna. Hvað fannst þér um það? „Eg sá þessar myndir og það var mjög óeðlilegt að sjá andlit sitt á öðrum líkama. Þarna var allt of langt gengið. Sem betur fer var blaðið innkallað. Eg er alveg sannfærð um að í blaði eins og þessu hefðu andlit sex karlmanna aldrei verið límd á líkama vaxtarræktarkarla. Að ein- hverju leyti er sennilega enn litið á konur sem leik- föng, því miður.“ - Fer það ekki t taugam- ar á þér að þurfa að berjast á móti svona hlutum? „Eg tek þetta ekki nærri mér. Eg tel mig vera tiltölu- Iega frjálslynda manneskju en það er stundum erfitt að taka á svona málum því maður vill ekki gefa þau skilaboð að maður sé kveif og þoli ekki áreiti. En þama var farið yfir strikið. Eg held að ef þetta blað hefði verið gefið út þá hefði stór hópur kvenna risið upp, afar reiður. En nú er þessu máli lokið.“ Gott samstarf við Finn - Nú tókust þið Finnur Ingólfs- son á um varaformennsku í „Það hljóta allir að sjá það sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum að innan Samfylkingarinnar eru menn að takast á um völd. Einhverjir þar eru greinilega að undirbúa yfirtöku Ingibjargar Sólrúnar meðan aðrir vilja ekki sjá hana. Þarna eru hræringar framundan og við töldum að það yrði erfitt að starfa með Samfylkingunni í ríkisstjórn meðan þær væru að ganga yfir.“ myndir jak Það var engin skynsemi í öðru en að fara i 'framhaldandi samstarf við Sjalfstæðisflok inn.” Segir Siv Friðleifsdottir umhverfisráðherra. Framsóknarflokknum. Er ekki hætt við að það verði rígur á milli ykkar og ráðuneyta ykkar? „Alls ekki. Eg tel að kosningin um varafor- mann hafi styrkt okkur bæði. Það var tnjög ánægjulegt hvað sú barátta fór heiðarlega fram. Þegar farið er í kosningu á milli tveggja manna þá er það kjör- Iendi fyrir leyni- Ieg átök og söguburð. Sem betur fer varð ekkert um slíkt og mér fannst gott að upplifa það. Við Finnur vitum að við getum unnið saman án tog- streitu. Við eigum eftir að vinna mjög þétt saman og munum bera virðingu fyrir sjónarmiðum hvors annars." „Eg kann mjög vel við Davíð Oddsson. Mér finnst hann mjög mann- legur og góður hlust- andi. Hann sýnir heilindi og mér virðist hann hafa sterka réttlætis- kennd.“ - Hver er skoðun þín á þvt að umhverfismat fari fram á Fljót- dalsvirkjun? „Menn hafa undanfarna daga gefið í skyn að ákvörðun um Fljótsdalsvirkjun hafi ekki komið til kasta Alþingis undanfarin sext- án ár. Það er rangt. Árið 1991 veitti Jón Sig- urðsson þáver- andi iðnaðarráð- herra fram- kvæmdaleyfí fyr- ir virkjunina. Árið 1993 bar síðan umhverf- ísnefnd Alþingis fram breyting- artillögu við frumvarpið um um- hverfismat, en hún fól í sér að Fljótdalsvirkjun væri undanþeg- in umhverfismati. Þessa tillögu samþykktu allir þingmenn árið 1993, meðal annars Steingrímur J. Sigfússon, Hjörleifur Gutt- ormsson og Ossur Skarphéðins- son. Þeir bera því talsverða ábyrgð á að Fljótsdalsvirkjun er undanþegin umhverfismati. Rík- isstjórnin hefur ekki á stefnu sinni að taka virkjanaréttinn af Landsvirkjun sem Alþingi veitti fyrirtækinu með lögum. Eg styð stefnu ríkisstjórnarinnar í mál- inu.“ - Af hverju heldurðu að Fram- sóknarflokkurinn hafi tapað fylgi í kosningunum meðan Sjálfstæð- isflokkurinn vannfylgi? „Við framsóknarmenn höfum verið í tiltölulega viðkvæmum ráðuneytum en ég held þó að það sé ekki höfuðskýringin. Eg held að með tilkomu Samfylk- ingarinnar hafi línurnar í hægri og vinstri pólitík orðið skarpari. Málflutningur Samfylkingarinn- ar var ótrúverðugur og skilaboð- in misvísandi. Þar var hver höndin upp á móti annarri og þótt menn væru alltaf að reyna að þurrka yfir það opinberlega þá skynjuðu kjósendur þessa óeiningu. Samfylkingin var líka með ótrúlega mikla vinstri slag- síðu og fólki hugnaðist það ekki. Hræðslan við að Samfylkingin næði undirtökum skilaði sér í fylgi til Sjálfstæðisflokksins en síður yfir til Framsóknarflokks- ins.“ - Kom ekki til greina að fara í stjóm með Samfylkingunni? „Það var engin skynsemi í öðru en að fara í áframhaldandi sam- starf við Sjálfstæðisflokkinn. Samfylkingin er enn svo óráðið afl að okkur hugnaðist ekki að fara í samstarf með henni. Ef við hefðum gert það hefðum við einnig þurft að taka inn Vinstri- græna og það eru ekki par miklir kærleikar með Margréti Frí- mannsdóttur og Steingrími J. Sig- fússyni. Það hljóta allir að sjá það sem eitthvað fylgjast með stjórnmálum að innan Samfylk- ingarinnar eru menn að takast á um völd. Einhverjir þar eru greinilega að undirbúa yfirtöku Ingibjargar Sólrúnar meðan aðrir vilja ekki sjá hana. Þarna eru hræringar framundan og við töldum að það yrði erfitt að starfa með Samfylkingunni í ríkisstjórn meðan þær væru að ganga yfir. Samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn hefur gengið mjög vel, þannig að þetta ríkis- stjórnarsamstarf er rökrétt framhald af því pólitíska lands- lagi sem við búum við.“ - Hvernig er að vinna undir forsæti Davíðs Oddssonar? „Eg kann mjög vel við Davíð Oddsson. Mér finnst hann mjög mannlegur og góður hlustandi. Hann sýnir heilindi og mér virðist hann hafa sterka réttlætiskennd.11 - Gætir þú hugsað þér að verða ráðherra í stjóm undir forsæti Ingihjargar Sólrúnar? „Það er engin skynsemi í því að útiloka það. Eg á von á því að verða áfram f pólitik og ef hún tekur við forystuhlutverki í Sam- fýlkingunni þá er eðlilegt að skoða þann flöt alveg eins og samstarf við aðra flokka. Eg úti- loka ekkert í þeim efnum, En að- alatriðið er að Framsóknarflokk- urinn nái fram meginhluta af sinni stefnu.“

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.