Dagur - 19.06.1999, Síða 14
LÍF OG HEILSA
LAUGARDAGIJR 19. JÚNÍ 1999
Thyptr
Þúsundir kvenna dusta
rykiö af hlaupaskónum
og draga fram léttar
buxur og hlaupabol því
að í dag fer fram
Kvennahlaupið um allt
land. Hér koma nokkur
praktísk ráð fýrir kon-
ur sem ekki eru vanar
hreyfingu.
„Mestu máli skiptir að borða
hollan og staðgóðan morgun-
verð og ekki að vera södd, en
alls ekki að fasta þegar maður
fer að hlaupa. Það er mjög
gott að borða kornmat og
ávexti í morgunmat en maður
má ekki borða einum til
tveimur tímum fyrir áreynslu.
Það er gott að drekka með
morgunmatnum en ekki að
drekka rétt fyrir hlaupið því að
þá fyllist maginn. Það er betra
að drekka á Ieiðinni, eftir
kannski fimm kílómetra ef
lengri vegalengdirnar eru
farnar. Það skiptir hins vegar
mjög miklu máli að drekka vel
Helga Guömundsdóttir leggur áherslu á að konur klæðist léttum íþróttafatnaði, hlaupa-
skóm og passlegum sokkum þegar þær fara f Kvennahlaupið í dag, hlusta svo á lík-
amann og ganga bara ef þær eru ekki í þjálfun. mynd: hilu
ist. Ef veðrið er ekki
gott er hægt að fara í
bolinn utan yfir. Svo
er gott að vera í
íþróttagalla en það er
afar misjafnt hvemig
íþróttabuxum kon-
umar vilja vera í, það
er bara ekki mælt
með gallabuxum.
Það er fínt að vera í
stuttbuxum ef veðrið
er gott, en við getum
ekki reiknað með
því,“ svarar Helga.
Ganga og
hlaupa tilskiptis
- Er ekki liægt að
klæða sig ú r efmanni
verður heitt?
„Það er allt í lagi
að vera í síðbuxum
þó að það sé heitt. Ef
konumar eru í jakka
eða peysu geta þær
farið úr ef þeim fer
að hitna. En það er
engin þörf að kapp-
klæða sig þó að það
sé ekkert of heitt í
lofti ef þær virkilega
ætla að hreyfa sig og
taka á,“ segir Helga
og bendir þeim á,
sem eru að byija í
Gangan
er góð hreyfing!
á eftir,“ segir Helga Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Iþrótta fyrir alla.
Kvennahlaupið fer fram á 80 stöðum
um allt land í dag (sjá nánari upplýsing-
ar í Lífi og fjöri í fimmtudagsblaði Lífs-
ins í landinu) og má búast við að kon-
urnar streymi þúsundum saman út á göt-
ur til að skokka eina dagstund. Dagur
hefur fengið Helgu, sem er vön íþróttum
og hreyfingu, til að gefa konum, sem ef
til vill eru óvanar hreyfingu og jafnvel að
taka þátt í hlaupinu í fyrsta sinn, nokkur
góð ráð.
Gott að vera í
stífum brjóstahaldara
- Hvemig eiga konumar að vera húnar?
„Eg legg mesta áherslu á að konumar séu
í góðum skóm og að sokkarnir passi. Það er
vont að vera í stórum sokkum
þannig að maður fái blöðrur af því að
skómir nudda fótinn illa eða það er hnútur
einhvers staðar. Það er líka mikilvægt að
vera í bijóstahaldara sem styður vel við
bijóstin; sérstaklega ef konur eru með stór
bijóst. Eg legg líka áherslu á að bolimir sjá-
skokkinu, að ætla sér ekki of mikið í fyrstu.
„Þær sem eru að byrja mega ekki ætla sér
að hlaupa 5 km vegalengd og hlaupa allan
tímann, en þær geta gengið þessa vega-
Iengd ef þær gera það skynsamlega. Númer
eitt, tvö og þijú er að hlusta á Iíkamann og
ætla sér ekki um of, byija rólega og ganga
eða skokka til skiptis. Það er ágætt að ganga
á milli staura og hlaupa svo á milli næstu
staura,“ segir Helga og leggur áherslu á að
markviss, rösk ganga sé ótrúlega góð þjálf-
un og gefi skokkinu ekkert eftir. -GHS
Klóna fóstur
Washington
Post greinir frá
því að banda-
rískir vísinda-
menn eru nú að
herða sig í kapp-
hlaupinu um að
klóna fósturvísi
manns og segja
þeir markmiðið
að geta Iæknað
erfiða sjúk-
dóma. Tveir vís-
indahópar, sem
hafa einkafjár-
magn á bak við
sig, eru að gera tilraunir sem geta leitt til
þess að fósturvísir manns hefur verið
klónaður. Annar hópurinn, Geron Corp í
Kaliforníu, er meðvitað að reyna að klóna
fósturvási manns, hinn, Advanced Cell
Therapeutics í Massachusetts, stefnir að
því að klóna blöndu af fósturvísi kýr og
manns. Það verður aldeilis saga til næsta
bæjar ef seinni klónunin tekst.
Fóstur manns. Ekki er vitað
hvernig fósturvísir manns
og kýr myndi líta út, eins og
bandariskur hópur vísinda-
manna reynir að klóna.
Ráð til að
íéttast
I tilefni Kvenna-
hlaupsins birt-
ast hér nokkur
ráð fyrir konur
sem vilja léttast.
Þar er matar-
æðið að sjálf-
sögðu í lykil-
hlutverki.
1. Ekki borða
Borða meira af kartöfíum
og grænmeti. Það er lykill-
inn í baráttunni við yfir-
þyngdina.
smjör eða
rjóma.
2. Slepptu smjörlíki.
3. Notaðu fjörmjólk eða Iéttmjólk í
matargerðina.
4. Skerðu neyslu á osti niður og keyptu
bara léttasta ostinn.
5. Ekki borða hvítt brauð, bara dökkt
og gróft.
6. Borðaðu meira af grænmeti og kart-
öflum.
7. Gott er að elda í miklu magni og
frysta.
8. Avextir eru góðir á milli mála.
9. Niðurskomar gulrætur í léttjógúrt
með kryddi er gott á kvöldin, sömu-
Ieiðis léttpopp.
10. Drekktu mikið vatn en minna af
bjór og víni.
Kynlíf eftir fæðingu
Fæðing barns er
mikil áreynsla
fyrir vefi leg-
ganga og leg-
háls, höfuð með-
albarns er um
það bil 36 sentí-
metrar að um-
máli og af því
þarf verulega að
teygja á fæðing-
arveginum til að
barnið komist
harða. Oft þolir
vefurinn ekki þetta álag og rifnar,
mismikið, alveg frá því að vera
smá skeina og upp í að vera al-
varlegur áverki allt að enda-
þarmi. Stundum sjá ljósmæður
fyrir að vefurinn muni ekki þola
álagið og ákveða að framkvæma
svokallaðan spangarskurð áður
en hann rifnar. Þá nota þær (já
allar íslenskar ljósmæður eru
konur) veglegt sax til að klippa í
spöngina, niður frá leggöngum á
ská, hægra eða vinstra megin við
endaþarm. Yfirleitt finnur hin
fæðandi kona sáralítið fyrir
spangarskurðinum, þrýstingur-
inn á spöngina er orðinn það
mikill á þessu stigi málsins og oft
hefur konan einnig þegið deyf-
ingu, en þeir sem heyra hljóðið
þegar skærin beittu sníða
spenntan vefinn verða aldrei
samir (reyna má að líkja eftir
hljóðinu með því að nota stór
matarskæri við sundurhlutun
kjúklings). En nóg um splatter að
sinni. Þegar spöng fæðadi konu
hefur rofnað þarf að sauma vef-
inn saman og það verk er venju-
Iega í höndum ljósmæðra sem
sinna því af stakri snilld. Eftir
svona þrýsting, tog, rifur og
bróderingar er ofur eðlílegt að
bjúgur og eymsli séu til staðar í
spöng og fæðingarvegi og víst er
að margri sængurkonunni hrýs
hugur við samförum eða öðru því
er kann að hrófla við viðkvæmu
skautinu á einhvern hátt. Það er
jafnvel þrekraun að hafa þvaglát
þessa fyrstu daga. En örvæntið
eigi, yfirleitt grær spöngin vel og
vandlega á komandi vikum.
Hvenær má byrja aftur?
Áður fyrr var konum harðbannað
Nútíma Ijósmæður mæla með að
parið finni það hjá sjálfu sér hvenær
það er tilbúið til samfara.
af læknum og ljósmæðrum að
svo mikið sem hugsa um kynlíf
fyrstu 6 vikurnar eftir fæðingu
barns. Ef gangur er allur eðlileg-
ur er sem betur fer á miklu und-
anhaldi að ráðleggingar séu þess-
ar. Nútíma Ijósmæður mæla þess
í stað með að parið finni það hjá
sjálfu sér hvenær það er tilbúið
til samfara, já athugið við erum
að tala hér um samfarir, varúðar-
ráðstafarnirnar gilda ekki um
knús og kel og munnmök og allt
hitt kynlífið sem hægt er að stun-
da án þess að limur snerti
nokkurn tíma leggöng. Og ég
sagði parið (en ekki konan) því
fæðingarreynslan getur líka haft
djúpstæð kynhryllingsáhrif á við-
kvæman föður og gert hann frá-
hverfan samförum einhvern tíma
á eftir. Sérstaklega ef hann slys-
ast í hamingjukastinu yfir nýju
afkvæmi, að líta í átt að skauti
konu sinnar sem hefur rifnað illa
og á eftir að sauma. Það þarf lík-
lega kjötiðnaðarmann eða álfka
blóðvanan mann til að þola slíkt
með góðu móti.
Skynsemi
Frekar er mælt með því að ný-
bakaðir foreldrar viðhafi al-
menna skynsemi og hreinlæti
þegar þeir fara aftur að stunda
kynlíf. Pabbinn þarf að gera sér
vel grein fyrir því að kynfæri og
kviður mömmunnar eru við-
kvæm og hann þarf að hlusta vel
á óskir hennar og taka tillit til.
Eftir fæðingu tekur nokkrar vik-
ur (2-6) fyrir legið að hreinsast af
blóði (þá er fylgjustaðurinn að
gróa) og þann tíma hefur konan
blæðingar frá leggöngum sem
eðlilegt er að fari minnkandi með
vikunum, þ.e. liturinn dökknar
og lýsist svo þar til útferðin er
orðin Iitlaus og eðlileg. Ef parið
er vant að láta tíðablæðingar ekki
trufla sitt kynlíf hefur þetta ekki
áhrif en annars gæti því þótt við-
eigandi að bíða. Pabbinn þarf að
vera natinn við Iim sinn og lauga
hann vandlega sér í lagi ef
mamman er saumuð og þau
ákveða að hafa samfarir innan
fárra vikna. Það mikilvægasta er
þó að parið sé vel vakandi fyrir
merkjum um sýkingu og bregðist
fljótt við þeim með því að leita
læknishjálpar. Þessi merki eru:
Verkur í spöng eða legi, illa lykt-
andi útferð, fersk blæðing frá
leggöngum þegar hreinsunin er
orðin brúnleit eða ljós og síðast
en ekki síst hiti.
KYIMLIF
Ragnheiður
Eiríksdóttin
skrifar
yfir í heiminn