Dagur - 19.06.1999, Side 17

Dagur - 19.06.1999, Side 17
LÍFIÐ í LANDINU LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 - 33 Hvað værir þú... ... ef þú værir karlmaður? Hvað ef ég væri af því kyni sem ég er ekki? Þetta er spurning sem fólk veltir ekki fyrir sér dag frá degi og fæstir spyrja sjálfan sig þess- arar spurningar yfirleitt. Dagur fékk til liðs við sig þrettán konur til að svara spurningunni: Hvað værir þú ef þú værir karlmaður? Veikara kynið „Ætli ég væri ekki bara á ná- kvæmlega sama stað og ég er núna, bara karlkyns, sem sagt að útskrifast úr MA,“ segir Hadda Hreiðarsdóttir, nýstúdent á Ak- ureyri. „Eg væri bara karlmaður, ég væri veikara kynið í staðinn fyrir það sterkara." Auðmjúkur „Ég væri sennilega að reyna bara að vera auðmjúkur einhvers staðar," segir Magga Stína, en getur ekki rökstutt það frekar. „Mér bara datt það svona í hug. Ég hugsa að ég væri skrúðgarða- meistari. Það er eitthvað svona iðið og göfugt við það.“ Lögfræðingur „Ég hefði sennilega fengið að ganga í skóla,“ segir Auður Har- alds rithöfundur og blaðamaður, „sem ég fékk ekki af því að ég var telpa. Mig langaði til að læra Iögfræði þannig að ég væri sví- virðilegur, siðlaus lögfræðingur í dag.“ Tolvuhakkari „Ég væri tölvuhakkari," segir Andrea Ævarsdóttir, ljóðskáld með meiru. „Mér finnst tölvur mjög skemmtilegar og það virð- ast miklu fleiri karlmenn komast að í svoleiðis störfum heldur en konur. Ég væri örugglega töhai- hakkari.“ Með hærri laun „Ég væri örugglega með hærri laun og snillingur á grillinu. Að öðru leyti væri ég að gera sömu hluti og ég er að gera núna,“ segir Aslaug Dóra Eyjólfsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Is- lands með meiru. „Ég væri sennilega formaður Kvenrétt- indafélagsins Iíka, ég held að það sé engin fyrirstaða," bætir hún við en mótmælir ekki að hugsanlega væri hún formaður Karlréttindafélags íslands. „Mögulega. Þeir þurfa líka að berjast fyrir sínum réttindum." Atvinnumaður í knattspyrnu „Ég væri atvinnumaður í knatt- spyrnu hjá Engladsmeisturum Manchester United, engin spurning," segir Vanda Sigur- Birna Þórðardóttir: Ekki lögreglumaður að handtaka herstöðvaandstæðinga. geirsdóttir, knattspyrnuþjálfari hjá KR. Vanda spilaði um tfma í Svíþjóð en segir það hafa verið áhugamennsku. Spurð um hvort í svarinu felist það að leiðin í at- vinnumennskuna hafi verið greiðari fyrir karla en konur seg- ir hún: „Hún var greiðari fyrir karlmenn og er ennþá. Það er annað hvort þetta eða þá að ég væri þjálfari í úrvalsdeild karla.“ Myndarlegur „Ég væri náttúrlega alveg gasa- lega myndarlegur karlmaður,“ segir Birna Þórðardóttir, ritstjóri Læknablaðsins. „Ég væri alla- vega ekki lögreglumaður að handtaka herstöðvaandstæð- inga. Ég væri bara myndarlegur herstöðvaandstæðingur, karl- kyns.“ Lögreglumaður „Ég væri örugglega mjög hátt sett innan lögreglunnar,“ segir Dóra Hlín Ingólfsdóttir, rann- sóknarlögreglukona. „Maður er alltaf á sama stiginu og ég tel mig myndi hafa stokkið svolítið hraðar upp metorðastigann ef ég hefði verið karlmaður." Eins og Steinn Ármann „Ég væri bara á sama stað og ég er,“ segir Helga Braga Jónsdótt- ir, leikkona. „Ég væri leikari. Það væri ekkert öðruvísi. Það er að vísu skemmtilegra að vera kona. Kannski væri ég eins og Steinn Armann félagi minn. Það er vika á milli okkar og við erum svona male/female hliðin á sömu manneskjunni. Já, ég væri eins og Steinn Ármann." Andrea Ævarsdóttir: Tolvuhakkari. Dóra Hlín Ingólfsdóttir: Hraðari stökk upp metorðastigann. Hljómsveitarstjóri „Þetta er sú kostulegasta spurn- ing sem fyrir mig hefur verið lögð,“ voru fyrstu viðbrögð Mar- grétar Bóasdóttur söngkonu. „Þetta er óneitanlega skemmti- legt umhugsunarefni. Ég hugsa að ég væri hljómsveitarstjóri,“ segir Margrét og spurð um hvort sú braut hefði verið auðveldari ef hún hefði verið karlmaður segir hún: „Ég er það ekki sem kona og það segir kannski sína sögu.“ Veðurfræðingur „Ég valdi mér starf þar sem ég stend jafnfætis karlmanni,“ segir Unnur Ólafsdóttir, veðurfræð- ingur og verkefnisstjóri flugveð- urþjónustu. „Karlmenn hafa ver- ið í meirihluta í þessu starfi og eru það enn. Ég held að ég standi þar sem ég myndi standa ef ég væri karlmaður og hefði sömu áhugamál, sem ég reikna með að ég hefði. Það getur vel Hadda Hreiðarsdóttir: Veikara kynið. Helga Braga Jónsdóttir: Eins og Steinn Ármann. verið að maður hefði reynt að klifra hærra sem karlmaður, ég veit það ekki. Mér finnst bara gaman að vinna í veðrinu og vil vera í því. Ég hef komist alveg eins langt og ég hef kosið.“ Lögfræðingur í Ameríku „Ég gæti alveg hugsað mér að vera lögfræðingur í Ameríku," segir Halldóra Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur. „Ég held ég myndi vilja vera í einhverju svoleiðis. Ég get alveg hugsað mér að verða rík, geta haft það eins og mig langar til en ekki fræg þannig að allir viti hver ég er og ónáði mig daginn út og inn.“ Bóndi „Ég væri bóndi,“ segir Lára Stefánsdóttir, deildarstjóri tölvudeildar Menntaskólans á Akureyri. „Alveg klárlega. Það er það sem mig dreymdi um og mér finnst alveg skelfilegt að Margrét Kristín Blöndal: Skrúðgarðameistari. Vanda Sigurgeirsdóttir: Atvinnumaður hjá Engiandsmeisturunum. Margrét Bóasdóttir: Hljómsveitarstjóri. hafa ekki getað orðið bóndi. Ég náði mér engan veginn í mann sem átti land eða gat búið í sveit eða neitt.“ En hefði það verið auðveldara ef hún hefði verið karlmaður1? „Kannski hefði maður drifið í þessu ef ég hefði verið strákur,“ segir Lára. Lára Stefánsdóttir: Bóndi. Halldóra Bjarnadóttir: Rík en ekki fræg. Unnur Úlafsdóttir: í sömu stöðu.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.