Dagur - 19.06.1999, Side 19
Mikið lá undir í
Hrafnkötlumálinu
en það varðaði
hvorki meira né
minna en prent-
frelsi íslensku
þjóðarinnar.
Nóbelsskáldið
Halldór Kiljan Lax-
ness var einn af höfuðpaurun-
um í málinu.
Hrafnkötlumálið er mjög merkilegt mál
fyrir margra hluta sakir. Það snertir
Nóbelsskáldið okkar, Islendingasögurnar,
ritskoðun, prentfrelsi og Iög andsfæð
stjórnarskrá. Flest okkar lásu íslend-
ingasöguna Hrafnkels sögu Freysgoða í
grunnskóla og kannast því flestir við
hana. En ekki vita það allir að þessi
merka saga varð að bitbeini í hatrömmu
dómsmáli fyrir um hálfri öld, þar sem
deilt var um ekki ómerkari hluti en prent-
frelsi íslensku þjóðarinnar. Málavextir
voru þeir að árið 1942 stóðu Halldór Kilj-
an Laxness rithöfundur, Einar Ragnar
Jónsson forstjóri og Stefán Ogmundsson
prentari að útgáfu Hrafnkels sögu Freys-
goða. Einar og Stefán kostuðu útgáfuna
en Halldór Laxness sá um að færa hana
til nútíma stafsetningar og skrifa formál-
ann. Ef einhver ágóði yrði af útgáfunni
þá átti hann að renna í sjóð til verndar
andlegu frelsi íslenskra rithöfunda.
Einkaréttur ríkisins
Á þessum tíma giltu lög frá árinu 1941
um rithöfunda- og prentrétt og sam-
kvæmt þeim var íslenska ríkinu áskilinn
einkaréttur til að gefa út íslensk rit sem
samin höfðu verið fyrir árið 1400 og
þurfti sérstakt leyfi frá stjórnvöldum ef
aðrir aðilar en ríkið eða Hið íslenska
fornritafélag vildu gefa út þessi rit og
mátti binda leyfið því skilyrði að fylgt
væri samræmdri stafsetningu fornri. Ekki
mátti breyta efni, meðferð né málblæ rit-
anna ef breytingunum væri svo háttað að
menning eða tunga þjóðarinnar biði tjón
af. Þremenningarnir fengu ekkert leyfi
fyrir útgáfunni enda sóttu þeir ekki um
það. Einnig var þeirra útgáfa með nú-
tímastafsetningu. Þremenningarnir töldu
að þessi lagaákvæði um einkarétt ríkisins
brytu í bága við prentfrelsisákvæði stjórn-
arskrárinnar og því væri brot gegn þess-
um Iögum refsilaus. Því var héraðsdómur
ósammála og komst að þeirri niðurstöðu
að þremenningarnir væru sekir. Héraðs-
dómur taldi að Iögin hefðu fullt gildi og
að þau hefðu ekki farið inn á svið sem
stjórnarskráin verndaði. Fengu þremenn-
ingarnir hver 1000 króna sekt eða 45
daga fangelsi myndu þeir ekki borga inn-
an 4 vikna. Dómnum var hiklaust áfrýjað
til Hæstaréttar enda var um grundvallar-
mál að ræða af hálfu þremenninganna.
Að þeirra mati lá prentfrelsi íslensku
þjóðarinnar undir.
Vitnisburður kennara beim-
spekideildar Háskóla íslands
Eftir uppkvaðningu héraðsdómsins var
fengin umsögn kennara heimspekideildar
Háskóla íslands um meðferð efnis og
máls í útgáfu þremenninganna. Kennar-
arnir vitnuðu að efni og málblæ sögunnar
hefði ekki verið breytt svo að neinu skipti
að því undanskildu að nútímastafsetning
var höfð. Einnig sögðu kennararnir að
það væri einróma álit fræðimanna að sag-
an af Hrafnkeli Freysgoða hefði verið
samin fyrir árið 1400. Hæstiréttur klofn-
aði í afstöðu sinni til þessa máls en Gizur
Bergsteinsson, þáverandi hæstaréttar-
dómari, var með minnihlutaatkvæði.
Hann taldi að megintilgangur laganna
sem um var deilt væri sá að almenningur
fengi Islendingasögurnar í góðum útgáf-
um og svo Iítið breyttar sem unnt væri.
Hann sagði að einkaréttur ríkisins á út-
gáfu íslendingasagnanna væri alls ekki til
jafnaðar til ritskoðunar og því stæðust
Qfjfl » ' O . - \C
LAUGARDAGUR 19. JÚNÍ 1999 - 35
lögin stjórnarskrá. Gissur taldi að þessi
Iög væru eins og mörg önnur lög sem
leggja viðurlög við ólögmætri birtingu rita
og bæri því að fara eftir þeim. Þar sem
þremenningarnir hefðu ekki farið eftir
lögunum og ekki fengið leyfi fyrir útgáf-
unni væru þeir sekir. Samkvæmt minni-
hlutaatkvæðinu fengu þremenningarnir
400 króna sekt hver.
Prentfrelsinu borgið
Meirihluti Hæstaréttar tók hins vegar
annan pól í hæðina og sagði að sam-
kvæmt stjórnarskránni skuli prentfrelsi
vera hér á landi en þó svo að menn
verði að bera ábyrgð á prentuðu máli
fyrir dómstólunum. Hæstiréttur sagði
að ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir
prentfrelsi mætti aldrei Ieiða í lög en
hins vegar mátti áskilja aðilum höf-
undarétt að ritum og meina öðrum aðil-
um útgáfu ritanna en Hæstiréttur taldi
að þau rök um höfundarétt lægju ekki
að baki Iaganna sem um var deilt.
Meirihluti Hæstaréttar taldi þess vegna
að með því að áskilja ríkinu einkarétt til
birtingar á Islendingasögunum og
banna öðrum birtingu þeirra nema að
fengnu Ieyfi stjórnvalda hafi verið lögð
fyrirfarandi tálmun á útgáfu ritanna,
sem verður að teljast óheimil samkvæmt
stjórnarskránni. Þremenningarnir voru
því sýknaðir. Prentfrelsinu var borgið.
Óvönduð lagagerð?
Hrafnkötlumálið er einnig merkilegt
fyrir þær sakir að það er talið eitt fyrsta
málið þar sem lög frá Alþingi voru álitin
andstæð stjórnarskrá. Sumum fannst
það alveg ótækt að dómstólarnir væru
að færa sig svo freklega inn á svið Iög-
gjafans og töldu að hin helga megin-
regla vestrænnar stjórnskipunar um þrí-
skiptingu rfkisvaldsins væri farin fyrir
lítið. Hins vegar er það nú orðið að
meginreglu að dómstólar hafa úrskurð-
arvald um hvort lög séu í samræmi við
stjórnarskrá. Dómstólar hafa ekki heim-
ild til að fella niður lög formlega úr
gildi. Hins vegar virða dómstólar lagaá-
kvæði sem þeir telja að brjóti í hága við
stjórnarskrá að vettugi í dómum sínum
og hefur það komið nokkuð oft fyrir. Til
gamans má nefna að Hæstiréttur Dana
hefur nánast aldrei komist að þeirri nið-
urstöðu að Iög frá danska Þjóðþinginu
séu andstæð dönsku stjórnarskránni og
vekur það óneitanlega upp þær spurn-
ingar hvort lög frá hinu háa Alþingi séu
einfaldlega nógu vönduð.
Flugfreyjur. Brókamál komust í fréttir
nýlega. Hvers vegna sendu flugfreyjur
máliðtil Jafnréttisráðs?
Húsdýragarðurinn. Sjaldgæfur at-
burður gerðist í Húsdýragarðinum ný-
lega. Hvaða atburður var þetta?
Bygging. Framkvæmdir við verslana-
og skrifstofuhúsnæði eru að fara af
stað eftir bruna á þessum stað í vetur.
Hvaða verslun verður á götuhæðinni?
Leikhús. Fyrsta leikrit Hallgríms
Helgasonar var frumsýnt nýlega. Hvað
heitir þetta leikrit og hvar er það sýnt?
Flöskuháls. Reykjavík var nýlega líkt
við flöskuháls af Pétri Snæbjörnssyni,
hótelstjóra í Reynihlíð, þar sem ferða-
mönnum hefur hlutfallslega lítið fjölg-
að fyrir norðan. Hverja taldi Pétur for-
senduna fyrir aukningu ferðamanna?
LAND 06
ÞJOD
1. Hvenær var fyrsta flugfélag íslands
stofnað og hvað hét það?
2. Hver er syðstur eiginlegra Vestfjarða?
3. Framkvæmdavaldið færðist inn í
landið og embætti ráðherra íslands var
stofnað en landshöfðingjaembættið iagt
niður. Hvaða ár var þetta?
4. Heimsmeistaraeinvígi í skák var
haldið í Reykjavík sumarið 1972. Hverjir
áttust við?
5. Hvað einkenndi helst gerð og þróun
byggðar í Grindavík fram á þessa öld?
6. Hvur er harðgerðasta tegund
lauftrjáa?
7. Hvers vegna er talið að Siglufjörður
hafi ekki hlotið löggildingu sem versl-
unarstaður árið 1816?
8. Árið 1848 var fyrirskipað að meta all-
ar jarðir á íslandi. Árið 1856 var jarð-
eign Akureyrarhöndlunarstaðar metin
til fjár og reyndist aðeins 300 ríkisdala
virði. Hvers vegna?
9. Garðarshólmur er nafn sem Land-
námabækur segja að sænskur maður
hafi gefið íslandi á 9. öld. Hvað heitir
þessi maður?
10. í Ódáðahrauni, austan Dyngjufjalla,
er móbergsstapi einn frægur. Hvað heit-
ir hann?
■prajqnpjoH jqisq uuep '01 'spueiæus ipejiai rnas
uossjbabas JBpjeg p(A jnpuua>| ja jnuJ|oqsjBpjBg e su6bBjbap[s 6o jBpBunqpusi suiape ‘JBUUueun|SJaA nnilllJ !W nj|oj j|UJ!UuauisiB|/\| '8 '0181 jn ddn !pjijn|6is e uinuBqjeunisjaA j jpyj pjAap 6o ipojpunig z ijBqBJjA>| ps nuaqis 6o ndojAj
-P!l/\| 6o -jnpjorj uin ipuB|S| 6o !puB|uæig bjj xba uias piipiq bjsa unuj pBq g ■!jjaAqepeisn|iQ>pocj 6o !jjaAqBpBisjepja6ujBr ‘(jjaAqjBpeis 'ipaAq nfjcj j jmiiABpuijg 6uqd!>is 'fi 'uiniAq jn jn6|s jeq uias ‘jaqasy yaqoy 6o Ajjsseds suog uuue
-jsiauisiuiaq njoA peq > 'uraisjeH sauuen Jba su|spuB| ejjaqppj iisjAj >jnB| spue|S| ujn|eui jas jb bubo ujnjdiysje je6atj i?061 Que jða ejjaq e jn6ue| uj>( oz uin ‘jnpjofjsJiajjBcj ja peq z spue|S| 6e|aj6nH jpq 6o 6161 Qub sjbui '61 JBa peq i
IpuBpnpjON b uinBjjsuueuiepjaj ujn6a|!uuaui|B juAj npuasjoj bjba jnpjou yiAB|jax bjj 6n|j jujaq |p|Bj jnjad 'pup| j p!iu>na|S!6apBq inas íuAs ja 6o BspseHaoooi J!l|aq peq 'uinipjspoq p peujBjn>|sjipq
uexsuaisi paui jnpjaA sjbuub |epaui uias doqsdoi UB[pa>|jBun|SjaA e>|sajq jnpjaA peq dpjqas uinjæs 6o uin|i|| iydæ>j Bqqoy ueiJn uinjjaA b uias jujej uuuins p |uunuu|A j umxnq isepæ|>| pe jxxa ej pe paui jBp6æueo moA jntAajjeny :ypAS