Dagur - 23.06.1999, Síða 2

Dagur - 23.06.1999, Síða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 23. JÚNÍ 1999 . FRÉTTIR 16 milljaroar um hendur spilara Um 16 niilljaröar á ári faxa uin hendur þeirra sem spila í kössum og happ- drættum - iun 160.000 kr. að meðaltali á heimili í laudiuu. Aætlað er að um 16 milljarðar fari á ári um hendur þeirra sem spila í spilaköss- um, happdrættum, lottó og getraunum hér á landi. Þetta samsvarar í kringum 160.000 krónum á hvert einasta heimili í landinu að meðaltali. Af þessu 16 milljarða spilafé fá heppnir spilarar samstals 13 milljarða aftur til baka í vinningum en samtökin sem reka þessa starfsemi halda eftir 3 milljörðum. Þessar fróðlegu tölur segir Frjáls versl- un að megi finna í nýlegri skýrslu nefndar sem ríkisstjórnin skipaði í íyrra til að semja drög að framtíðarstefnu í happdrættismálum. Vinna og tapa á víxl Stærstu upphæðirnar, um 13 milljarðar, fara um hendur þeirra sem sitja við spilakassana og vinna þar og tapa á víxl um 11 milljörðum, en kassarnir halda eftir um 2 milljörðum. Undanfarin fjög- ur ár hefur allur vöxtur happadrátta- markaðarins verið í kössunum. Athygli er vakin á að landsmenn veija ekki öll- um þessum 13 milljörðum í kassana þótt þetta sé sú fjárhæð sem fer í gegn- um þá. Hveijum þúsundkalli er hægt að velta nokkuð lengi og vinna og tapa á víxl. Sami þúsundkallinn getur þannig myndað nokkurra þúsunda króna veltu. Heildarvelta happdrætta; HHÍ, SÍBS og DAS og síðan Lottó og Islenskra get- rauna er um 3,2 milljarðar, hvar af um 1,8 milljarðar fara í vinninga. Af samtals 16 milljarða spilapeningum fá spilarar þannig um 13 milljarða til baka í vinn- ingum en 3 milljarðar verða eftir hjá samtökum þeim sem reka þessa starf- semi. íslensMr söfniuiarkassar með helniing Helmingur veltunnar, 8 milljarðar, fer um íslenska söfnunarkassa; Landsbjarg- ar, Slysvarnarfélagsins, Rauða krossins og SAA, sem skila 6,9 milljörðum í vinn- inga. Hjá Háskóla Islands fara um 5 milljarðar gegnum spilakassana, happ- drættið veltir rúmum milljarði og Happaþrennur seljast fyrir hátt f 200 milljónir, eða 6,2 milljarðar samtals, hvar af 940 milljónir verða eftir hjá Há- skólanum. Lottó-miða kaupa Iands- menn fyrir 1,110 milljónir, hvar af 430 fara aftur út f vinningum en Islensk get- spá fær 680 milljónir í sinn hlut. í get- raunir fara um 400 milljónir hvar af 215 fara út aftur í vinninga. Happdrætti SÍBS velti 300 milljónum og DAS um 200 milljónum. — HEl -Dwptr Pílagrímsgöngur prestastefnu upp að Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur þykja talsverð nýmæli, enda ekki venjan að prestar séu að boða fagnað- arerindi umhverfisvemdar og að flangsast úti í guðsgrænni náttúranni margir saman. í pottin- um fögnuðumennþvi að prestaherinn er ekki á þvælingi úti í móum á Suðvesturhominu, því þar era hermenn NATO á mikilli æfingu og óvin- urinn er einmitt einhverjir öfgamenn sem boða fagnaðarerindi umhverfisvemdar með óvenju- legum hætti... Bjöm Bjamason heldur uppi gagnmerkri fjöimiðlarýni á heimasíðu sinni og í síðasta pistli sínum Ijallar hann m.a. um myndabrengl í Degi um helgina, þegar birtist mynd af Reykholti í Borgarfirði þegar átti að birtast mynd af Reyk- holtsskóla í Biskupstungum. Pottverjum kom ckki á óvart að ráðherrann gripi tækifærið og segði þessi myndabrengl til marks um að blaðið vissi ckki hvar Biskupstungur væra. Hitt þótti lfins vegar merkilegra að Bjöm notaði tækifærið til að hnýta í undinnenn sína á fréttastofu útvarps með því að gagnrýna að þeir voru 10 dögum á eftir með frétt um að Danir hyggðust skila Færeyingum þjóðargersemum úr Kirkjubæ. Spyrja menn nú hvort fréttastofa hljóðvarps líkt og fréttastofa sjónvarps sé komin í sérstaka gæslu rfldsstjómarinnar... Björn Bjarna- son. í pottinum búast menn við að Siv Friðleifsdóttir tilkynni um val á aðstoðamianni sínum í dag, en Ámi MatMesen varð fyrstur nýju ráðherranna til að tilkynna um aðstoðarmann í gær. Sá heitir Ármann Ólafsson og var áður hjá Halldóri Blön- dal. Pottverjar lialda sig Iiins vegar við kenrnnguna um að Einar Sveinbjöms- son, veðurfræðmgur, fari í umhverfisráðuneyt- Siv Friðleifs- dóttir. FRÉTTA VIÐTALIÐ Helgigimgur á prestastefnu . Dn Sigurikir Ami Þárðarson verkefnisstjórí á Biskupsstofu og Jjölmiðlafulltrúi Prestastefnu Prestastefna ernú haldin á Kirkjúbæjarklaustri undir yfirskriftinni „Samleiðmeð Kristi“. Þetta ereinhver fjölmennasta prestastefna sem haldin hefurverið, en hana sækja um 200 manns. Þaraferu um SO makarog 15 vrestsböm. - Hvað einhennir störf Prestastefhu að þessu sinni? „Eg myndi segja að það væri tvennt sem væri sýnilegt almenningi. Fyrir það fyrsta er þetta fjölmenn Prestastefna, Iíklega allflest- ir prestar sem eru þjónandi og eiga heiman- gengt. I öðru lagi einkennist Prestastefna af helgigöngum, sem er nýlunda. Prestastefn- ur hafa yfirleitt verið orðræðusamkomur með fundum, fyrirlestrum og umræðum. Núna bregður biskup af leið og nýtir stað- hætti hér á Kirkjubæjarklaustri til þess að fara í þessar helgigöngur eða svokallaðar pílagrímsferðir. Fyrst var farið frá Systra- fossi og út að Systrastapa og í dag verður m.a. farið að bænhúsinu í Núpsstað. Síð- degis verður farið í Meðalland að Langholts- kirkju og þessir staðir notaðir til íhugunar. Fyrir þátttakendur er þetta mikil og skemmtileg nýlunda." - Prestar landsins þurfa þvt að hafa gönguskóna meðferðis? „Jú, og bara að fara út fyrir hússins dyr. Skiptir þá engu hvemig veðrið verður. Prest- ar íhuga merkingu þessara staða og hlýða á stutta upplestra. Krossmark er borið á und- an oe staldrað við á ákveðnum stöðum. í stað þess að vera prestastefna með munni og eyrum þá er þetta prestastefna sem nær alla leið niður. Prestastefna hefur yfirleitt verið fundur prestanna og djáknanna en nú er boðið upp á það, í annað sinn, að hluti af dagskránni er opinn almenningi. Fyrsta helgigangan var opin og í kvöfd er Jónsmessunæturmessa við minningarkapellu Jóns Steingrímssonar. Þar er öllum íslendingum boðið að taka þátt.“ - Er þetta sem kotna skal á prestastefn- um á nýrri öld? „Ég held að það sé alveg Ijóst að presta- stefnur eru að breytast. Þær eru að verða fjölbreytilegri og hreyfanleikinn meiri. Þetta er teikn þess að nýr biskup er kominn til starfa og einnig að prestastéttin er fjölbreyti- legri en áður; konur og karlar á öllum aídri með ólík viðhorf." - Það er ekki þannig að heilsufari presta hafi verið orðið ábótavant og þeir látnir hreyfa sig meira? „Það má alltaf velta vöngum yfir því hvernig heilsufarið er. Ef gerð yrði könnun núna tel ég að niðurstöður sýndu að ástand prestastéttarinnar væri almennt gott, að minnsta kosti verða prestar yfirleitt gamlir. Fyrst og fremst er verið að leggja áherslu á að maðurinn er heild og það er verið að nýta söguna. Ástæða þess að Karl Sigurbjörns- son, biskup, gerir þetta núna er að við erum að ganga til móts við skil tveggja árþúsunda. Kristni hefur verið hér á landi í þúsund ár °g spyrja má hvernig Kirkjan ætli að bregð- ast við breyttum tímum. Hún á ekki að gera það staðföst á sínum stað heldur að vera hreyfanleg. Biskupinn er einfaldlega að bjóða prestunum sínum að fara í táknrænar göngur um að kirkjan eigi að vera á ferð í tíma og mæta nýju árþúsundi með opnum huga. Yfirskrift Prestastefnunnar er „Samleið með Kristi" og ég bendi á að gríska orðið yfir prestastefnu er „synodus“ og þýðir sama leið eða sami vegur. Biskupinn er að tjá það að kirkjan eigi að vera á ferð og samferða Kristi." - Og í þeirri ferð eru íslenskir prestar heilir, hæði til hugar, handa ogfóta? „Já. Líkami, sál og andi. Þetta verður allt saman að vera í takti. Kirkjan verður að rækta sína helgistaði og minnast þeirra sem hafa gengið götuna á undan okkur. Hún á líka að opna sig gagnvart framtíðinni.“ — BJB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.