Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 2

Dagur - 09.07.1999, Blaðsíða 2
2 - FÖSTUDAGUR 9. JÚLÍ J999 ro^tr FRÉTTIR I aBg 'ifl ■H ifll f| ^ ■ ■ r ý- 1 1/ Tótvumynd af tengibyggingunni innanverðri eins og hún á að verða. Miðbæj arkaup- menn fagna líka 30. september næstkom- andi verður opnuð tæp- lega 10.000 fm viðbygg- ing við Kringluna en ein- nig verður þar í framtíð- ioiii 250 sæta leikhús og 600 íin bókasafn. Ýmsir hafa sett spumingar- merki við svona bein tengsl menningar og mammons en almennt séð fagna kaupmenn þessari nýbreytni. Verslunareigendur í Kringlunni fagna þessari tengingu milli menningar og verslunar og benda á að í fyrra hafi FRÉTTAVIÐTALIÐ komið 5,2 milljónir manns í Kringluna og sá fjöldi muni eflaust hafa áhrif á áhuga fólks á menningu. Edda Sverrisdóttir, verslunareig- andi á miðborgarsvæðinu, segist einn- ig fagna þessu útspili Kringlunnar og segir að aðalatriðið sé að halda versl- uninni í landinu. Aðspurð um hvaða áhrif þetta myndi hafa áhrif á miðbæ- inn segir Edda að miðbæjarverslunin þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur því nú þegar sé miðborgin uppfull af menningu. „Nú er t.d. verið undirbúa svokallaða menningarnótt með Reykjavíkurborg og verslunareigend- um hér í miðbænum,“ segir Edda. María Maríusdóttir sem er búðar- eigandi á Laugaveginum tekur undir orð Eddu og segist líta á þetta með já- kvæðum augum. Þetta mun ekki hafa nein áhrif á Laugaveginn. Við höfum bæði leikhús og bókasafn hér í mið- bænum. Laugavegurinn er og verður ætíð aðalverslunargata Islands,“ segir María. Herðir samkeppnina Garðar Friðjónsson hjá eignarhaldsfé- lagi Kringlunnar segir að tilgangurinn með þessum framkvæmdum sé að styrkja og efla menningarstarfsemi á Kringlusvæðinu. „Menn hafa verið að virkja verslunarsvæði með ýmsum hætti undanfarin ár og einnig er þetta mjög gott fyrir ímyndina. Þetta gerir Kringlusvæðið mun skemmtilegra," segir Garðar. Einar Ingi Halldórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, tekur undir orð Garðars. „Að mínu mati er þessi ráðstöfun í þágu allra aðila,“ seg- ir Einar Ingi. Aðspurður um áhrifin á verslun í miðbænum segir Einar Ingi að það sé erfitt að meta þau en bendir þó á að án efa geri þetta Kringluna að fýsilegri kosti en ella. Edda Sverris- dóttir útilokar ekki að þetta muni herða samkeppnina milli þessara tveggja verslunarsvæða og telur það ekki ólíklegt að Miðborgarsamtökin muni eflaust skoða vel þetta útspil Kringlusvæðisins. — ÁA Fýlan sem gaus upp frá fiski- mjölsverksmiðjunni Kletti í fyrradag og kvartað var undan virðist samkvæmt pottverjum, ætla að verða einhver mesta pólitíska iyla sem sögur fara af á seinni árum. Þamtig inunu ýmsir sjálfstæðismenn í borginni túlka hörð viðbrögð Ingibjargar Sól- rúnar sem póltískt ofstæki í garð góðra og gegnra sjálfstæðismanna. Sem kunnugt er er Faxamjöl dótturfyrirtæki Granda þar sem hlut eiga að máli ýmsir góðborgarar úr röðum sjálfstæðismanna auk þess sem framkvæmda- stjóri Faxamjöls, Gunnlaugur Sævar Gunnlaugs- son, ervirkuríforustusvcit flokksins. Vilja sjálf- stæðismenn meina að flokkspólitískur litur að- standenda Faxamjöls hafi ráðið jafn miklu um viðbrögð borgarstjórans og fýlan sjálf... Ekki hefur það heldur dregið úr pólitísku mikil- vægi fýlunnar að ríkisútvarið og ríkissjónvarpið gerðu fyluna að sínu aðal uppsláttarefni í tyrra- kvöld. Hafa ýmsir bent á að þar hafi skotist fram pólitík líka og í pottinum bíða menn nú spemit- ur eftir því að formaður útvarpsráðs, Guimlaug- ur Sævar Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Faxamjöls, óski eftir skýringu á þessu fréttamati. Er ekki komin hefð á slíkt, spyrja menn í pottin- um... Aldatitringsfórum framsóknar- flokkinn í gær og í íyrrakvöld eft- ir frétt Stöðvar 2 um að búið væri að ganga frá því að Halldór Guðbjamarson, fýrram banka- stjóri Landsbankans, ætti aö verða Seðlabankastjóri í skjóli flokksins. Víðtæk óánægja er með þessa ráðstöfun í flokknum og í pottinum heyrðist að þeir óánægðustu hefðu alltaf fengið sama svarið frá þeim flokksforingj- um sem þeir náðu í: Stöð 2 ræður ekki í starfið - Haiidór Guð- bjarnarson. ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Magtiús Gylfi Thorstenn forstjóri flugfélagsins Atlanta VeltaflugfélagsinsAtlanta vará síðasta ári nær 11 millj- atðarkróna og hefurfariðstig- hækkandi árfrá ári. Stefnter að því aðfélagið verði skráð á aðallista Verðbréfaþings ís- lands fyrir áramótin 2000/2001. AfLanta ekki of stórt Verðbréfadeild Búnaðarbankans hefur keypt nýtt hlutafé í flugfélaginu Atlanta og á eftir þau kaup um 20% í félaginu. Stofnend- ur fyrirtækisins, hjónin Arngrímur Jóhanns- son og Þóra Guðmundsdóttir, verða áfram stærstu eigendur og félagið mun njóta þekk- ingar þeirra sem raunar er forsenda þess að Búnaðabankinn kaupir þennan hlut í Atl- anta. Magnús Gylfi Thorstenn, forstjóri Atl- anta, segir að kaupverð og gengi bréfanna sé trúnaðarmál. - En af hverju þessi sala á nýjum hlut í flugfélaginu nú? „Það er ekkert einfalt svar við því. Félagið er og hefur ávallt leitað að fjármögnunar- leiðum til þess viðhalda áframhaldandi rekstri félagsins og styrkja stoðir þess. Þetta er ein af þeim leiðum sem við höfum verið að skoða og þessi kaup Búnaðarbankans styrkja þá vinnu enn frekar. Það er stefna fyrirtækisins að vaxa áfram og þetta er und- irbúningur undir það. Þetta tengist nokkuð nýjum samningi við Saudi-Arabian flugfé- lagið þar sem tekið er fram að í október eig- um við að koma inn með tvær nýrri flugvél- ar en við höfum áður rekið fyrir Saudi- Arabana. Það eru góð tfðindi fyrir okkur því það táknar að við erum þá að fljúga meira fyrir þá en bara pílagrímaflugið og erum orðnir hluti af heildarlausn hjá þeim þarna niðurfrá." - Tengist þessi hlutabréfasala þvi á ein- hvem hátt að afkoma Atlanta hafi farið versnandi? „Nei, alls ekki, en þetta hefur verið í skoð- un lengi. Stóra ákvörðunin er sú að fara inn á Verðbréfaþing íslands innan næstu 18 mánaða, og þetta skref með Búnaðarbank- anum er bara íyrsta skrefið í þeirri áætlun." - Er von áfleiri nýjum hluthöfuni inn í flugfélagið? „Nei, ekki á þessu stigi. Næsta skref verð- ur að bjóða almenningi hlutabréf í Atlanta samhliða skráningi á Verðbréfaþing Islands en fjölga þarf hluthöfum í félaginu upp í a.m.k. 300 til þess að uppfylla kröfur Verð- bréfaþings íslands þar að lútandi. Mark- aðsvirði félagsins þarf að vera 600 milljónir króna og uppfylla þarf ákveðin skilyrði um dreifing hlutaljár. Nú þarf að vinna í því að samræma rekstur fyrirtækisins ákveðinni upplýsingaskyldu áður en við förum á Verð- bréfaþingið, og til þess þurfum við þennan undirbúningstíma." - Leiðir þessi þróun til fjölgunar starfs- manna? „Nei, ekki umfram eðilega endurnýjun. Þeir eru í dag, á háannatímanum, 700 tals- • U íns. - Er Atlanta orðið of stórt miðað við ts- lenshan markað? „Því fer fjarri enda erum við alls ekki á ís- lenska markaðnum. Á erlendum mörkuðum eru vaxtarmöguleikar þessa fyrirtækis nán- ast ótakmarkaðir vegna aukinnar þenslu í alþjóðaflugi. Við erum fyrst og fremst í leiguflugi og engar ætlanir uppi um að fara í áætlunarflug.11 - Flugvélfrá ykkur fékk fugl í hreyfil á fimmtudag eftir kortersflug og varð að snúa við til Keflavíkurflugvallar og skipta þarf um hreyfil sem kostar um 70 tnillj- ónir króna. Raskar það niikið ykkar áætl- unum? „Ekki verulega. Þetta er óhapp sem við eigum alltaf von á í flugrekstri. Það er hins vegar forvitnilegt að fá að vita hvaða fuglum má eiga von á í þessari hæð.“ - gg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.